Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 X>V____________________________________________________________________________________________Menning „Ég get byrjað upphaf- inu þegar Philip Pullman hitti ritstjórann sinn á kaffihúsi og tilkynnti hon- um að nœst œtlaði hann að skrifa Paradísarmissi fyrir börn á 1200 síðum í þremur bindum, “ segir dr. Anna Heiða Pálsdótt- ir, þýðandi hinna víð- kunnu bóka, Gyllta átta- vitans, Lúmska hnífsins og Skuggasjónaukans. „Ritstjóranum fannst ótrúlegt að hœgt vœri að skrifa slíkt verk fyrir börn en Philip sagðist œtla að nota sér stórbrot- inn bakgrunn Paradís- armissis Miltons og þá dramatísku atburði sem þar gerast, og taldi að börn gœtu alveg notið þess að lesa um slíkt - jafnvel kannað mörk lífs og dauða. “ Þetta þriggja binda skáldverk breska rithöfundarins Philips Pullmans hefur komið út á ís- lensku undanfarin þrjú ár. Það fjallar um stúlkuna Lýru silfur- tungu og ævintýralegar ferðir hennar um aðskiljanlega heima til að freista þess að koma í veg fyrir að hin myrku öfl nái yfirhöndinni í veröldinni. Þessar bækur þykja með bestu barnabókum sem út DV-MYND ÞÖK Dr. Anna Helða Pálsdóttir Börn geta notiö þess að lesa um stórbrotna atburöi. fylgjur eru oft í dýralíki og hegð- un þeirra segir til um persónu manneskjunnar sem hún fylgir. Og þama var blessunarlega auð- velt að þýða fyrirbærið!" í lokabindinu Ijóstrar Pullman því upp að við höfum öll fylgjur, í okkar heimi hafi þær bara orðið ósýnilegar. Reyndar kennir hann okkur í persónu Mary Malone að „sjá“ fylgjumar okkar, kynnast þess- um hluta af okkur sjáifum sem við höfum bælt. Og úr því Mary var nefnd þá er freistandi að spyrja Önnu Heiðu um hina undarlegu Múlefa sem hafa hjól á fótunum og rana. Hvaðan koma þeir? „Pullman sagði frá því í fyrir- lestri sem ég sat í Englandi hvernig hugmyndin að hjóla- fólkinu þróaðist. Hann var á göngu með syni sínum þegar þeir fóru að ræða um hvernig væri ef næsta stig í þróun mann- eskjunnar yrði það að hún fengi beinlínis hjól neðan á iljarnar. Einu sinni vorum við með rófu, hví gætum við ekki fengið hjól!“ Af jörðu ertu kominn Anna Heiða var fegin því þeg- ar hún kynntist bókunum fyrst að vera doktorsnemi í barnabók- um, þess vegna gat hún leyft sér að leggja nótt við dag við lestur- inn án þess að finnast hún vera að taka tíma frá alvöru vinnu. Það var svo alger tilviljun að hún fór að tala um bækurnar við Hildi Hermóðsdóttur sem þá Paradísarmissir fyrir börn - dr. Anna Heiöa Pálsdóttir segir frá þríleik Philips Pullman um ævintýri Lýru silfurtungu hafa komið í háa herrans tíð og hinar einu sem jafnast á við Hringadróttinssögu J.R.R. Tolki- ens. Enda hafa sömu aðilar og gerðu bíómynd- ir eftir hinu mikla verki Tolkiens keypt rétt- inn á bókum Pullmans og munu taka til við að kvikmynda þær um leið og Hringadróttinssögú er lokið. Fullorðnir hafa ekki síður nautn af þessum bókum en böm og unglingar; heimspekingur- inn og blaðamaðurinn Gunnar Hersveinn skrifaði til dæmis í umsögn sinni um lokabind- ið í Morgunblaðinu: „Þríleikur Pullmans er múrbrjótur; bækumar þrjár eru ekki aðeins handa unglingum og fantasíulesendum, heldur eru þær einnig afar góðar fyrir jarðbundna les- endur og fullorðna. Þær rjúfa múra aldurs, tíma og flokkunar." Og Katrín Jakobsdóttir sagöi hér í DV í umsögn um Lúmska hnífinn: „Heimsmyndin gefur höfundi færi á að skapa nýstárlega umræðu um heimspeki, guðfræði og eðlisfræði. ... Hið illa er ekki einlitt og auð- skilgreinanlegt heldur margbrotiö afl með ólík- ar birtingarmyndir. Allt þetta krefst því tölu- verðra pælinga af hálfu lesanda og ljóst að þessar bækur eru einkum ætlaðar eldri böm- um, unglingum og fullorðnum.“ Margklofinn heimur Philip Pullman var þekktur og vinnsæll bamabókahöfundur áður en hann varð heims- frægur fyrir þríleikinn um Lýru. Hann hafði verið barnakennari og þrátt fyrir óhemju vin- sældir þrileiksins heldur hann sig við að skrifa fyrir börn. Hann er afar skipulagð- ur höfimdur sem handskrifar allan texta sinn. Á hverjum degi skrifar hann þrjár stórar línustrikaöar síður og endar hvern vinnudag á fyrstu setningu á fjórðu síðu. Þá hættir hann, hversu vel sem gengur, til að tæma ekki brunninn, og það sem eftir er dagsins gerir hann allt annað en að skrifa. „Pullman byggir þessar bækur að mörgu leyti á sömu reglum og gilda í vís- indaskáldsögum," segir Anna Heiða. „Hann vinnur úr hugmyndum vísinda- manna og sýnir það sem hugsanlega getur verið eða orðið. Menn hafa sett fram til- gátur um aðra heima og klofning raun- veruleikans; þetta nýtir Pullman sér því þríleikurinn gerist í mörgum ólíkum heimum sem liggja hver upp að öðrum. Lýra og Will búa til dæmis bæði í Oxford en það er ekki sama borgin, á einhverju stigi hef- ur hún klofnað og helmingamir tekið ólíkri þróun. Will býr í Oxford okkar tíma, Lýru borg minnir um margt á fýrri tíma.“ Sál, líkami og andi Glöggt má finna í Bókum Pullmans hve víð- lesinn hann er og hvað hann er vel heima í æv- intýrum, þjóðsögum og goðsögmn frá norður- slóöum, þar á meðal norrænni goðafræði og ís- lendingasögum. Eitt af því sem heillar lesand- ann strax í upphafi sagnabálksins eru fylgjum- ar sem allir hafa í heimi Lýru. Þessar fylgjur eru breytilegar meðan manneskjan er ung en festast svo í ákveðnu líki. Til dæmis er fylgja frú Coulter, móður Lýru, gullinn api en fylgja Asríels lávarðar, foður Lýru, er snjóhlébarði. Fylgja Lýru er ómótuð og tekur breytingum eftir geðbrigðum stúlkunnar. Fylgjur eru auð- vitað kunnar úr íslenskum þjóðsögum og enn er trúin á þær lifandi meðal eldra fólks; hefur Pullman þetta þaðan? „Pullman vill ekki tala mikið um hvaðan hann hafi hugmyndir, en orðið sem hann not- ar yfír þetta á ensku, „dæmon“, er komið úr forngrísku og þýðir „sál“,“ segir Anna Heiða. „Hann byggir persónur sínar upp á þrískipt- ingunni sál, líkama og anda, eins og hann ræð- ir nokkuð í þriðju bókinni, og notar sér mjög skemmtilega hugmyndina um sálina sem er utan við líkamann. En úrvinnsla Pullmans minnir óneitanlega á íslenska þjóðtrú þar sem Anna Helða ásamt rithöfundlnum Phlllp Pullman Honum er hryllilega illa viö allan oþinskáan boöskaþ í bókum. var barnabókaritstjóri hjá Máli og menningu og nýbúin að fá fyrstu bókina endursenda frá þýðanda sem treysti sér ekki í verkið. En Anna Heiða hikaði ekki. Var samt ekki hrika- lega erfitt að þýða þessar bækur? „Jú, sum atriðin voru snúin,“ segir Anna Heiða hógvær, „sérstaklega þau sem eru á mörkum hins raunverulega. Ég var svo heppin að fá að vera í sambandi við Philip meðan ég var að vinna að þýðingunni og til dæmis þurfti ég oft að spyrja hann hvort hann hefði fundiö orð upp sjálfur eða hvort þau væru tO í mál- inu. Orðið „sraf * yfir duftið sem allt snýst um er hans smíði, svo dæmi sé tekið. Reyndar var margt í sambandi við duftið ansi erfitt. Það er „dust“ á ensku og ég byrjaði á að kalla það ryk, en þegar ég kom svo að tilvitnun í Biblíuna - „dust to dust“ - sá ég að það gengi ekki. Þó gat ég heldur ekki kallað það , jörð“, samanber „af jörðu ertu kominn", og ekki heldur mold, þannig að duftið varð ofan á. Samt hefði verið skemmtilegt að kalla það ryk af því við tölum um englaryk og geimryk. En vinnan við þýðinguna var afskaplega skemmtileg," heldur hún áfram. „Einhver hafði verið smeykur um það þegar átti að gefa bókina út hér að strákar myndu síður lesa hana vegna þess að söguhetjan væri stelpa, en mér frnnst snjallt hjá Philip að hafa kvenhetju. Og það hefur ekki fælt stráika frá. Lýra er nógu sterk til að höfða bæði til stráka og stelpna." Bara trúa á hið góða - Þú nefndir Paradísarmissi áðan - hver finnst þér vera boðskapur eða til- gangur Pullmans með þessu verki? „Hann vill sjálfur ekki sjá boðskap í bókum,“ segir Anna Heiða. „Honum er hryllilega illa við ailt slíkt. Hann hefur til dæmis gagnrýnt Narníubækur C.S. Lewis harðlega fyrir predikanir. Hann . vill fyrst og fremst hvetja börn og ung- linga til að hugsa sjálfstætt og trúa á hið góða. Þó að fólk trúi ekki á guð, hvaða nafni sem hann nefhist, þá vill hann að það trúi á eitthvert gott afl. Hann vill heldur ekki að menn sætti sig við óþol- andi aðstæður í þessu lífi vegna þess að eitthvað betra taki við hinum megin. Hið góða afl sem stýrir okkur vill ekki að við lifum í meinlætum heldur eigum við að lifa lífinu lifandi. Njóta hvers dags.“ Blýhólkurinn opnaður Sunnudaginn fyrir viku leiklásu nemendiir leiklistardeildar Lista- háskóla íslands rúmlega þrítugt verk Svövu Jakobsdóttur, Hvað er í blýhólknum? Þetta var hluti af metnaðarmikilli Vorhátíð Listahá- skólans í Hafnarhúsinu sem enn stendur. Leikfélagið Gríma frumsýndi Hvað er í blýhólknum? árið 1970 með Bríeti Héðinsdóttur í aðalhlut- verki. Fyrir unga konu á þeim árum, eins og umsjónarmann menningarsíðu, var sýningin, og þó einkum textinn, alger opinber- un. Með beinskeyttri lýsingu sinni á hlutskipti kvenna i íslensku samfélagi, allt frá frumbemsku til elliára, hafði það djúp áhrif - ekki aðeins á alla einstaiklega sem það sáu heldur þjóðfélagið í heild. Það var til dæmis ein meginundirstaða undir Rauðsokkahreyfinguna sem stofnuð var sama ár og hafði ómæld áhrif á hugsanagang al- mennings. Svava segir hér sögu einnar dæmigerðrar íslenskrar samtíma- konu sinnar, Ingu, og dregur fram, í samtölum, eintölum og upplestri úr Gagni og gamni, reglugerðum og öðrum ritum, viðtekin viðhorf samfélagsins gagnvart henni. Inga er bókhneigð stelpa og gengur vel í bóklegum fógum í skóla. Hún giftir sig og eignast barn og meðan hún er að vinna fyrir eiginmann- inum í námi sér samfélagið aumur á henni og leyfir barninu að vera á barnaheimili. En þegar hann er búinn í námi er barninu hent út af bamaheimilinu og menntunarleið Ingu þar með lokað. Þegar fyrir- vinnan bregst seinna er Inga á upphafsreit. Þær breyttu viöhorfum Svava Jakobsdóttir og Bríet Héöinsdóttir. Fyrst og fremst var auðvitað gott að heyra hvað predikun verksins er úrelt. í leikritinu er málið ekki sömu laun fyrir sömu vinnu og jöfn aðstaða tÚ allra starfa heldur einfaldur réttur kvenna til náms og vinnu, þótt þær séu giftar og eigi böm. Grimnskólinn hefur líka breyst. Grátlega fyndið atriðið um prjón- aða þvottapokann sem kennarinn rekur upp jafnharðan gerist ekki lengur og ekki er lengur gert upp á milli kynja í handavinnukennslu eða matreiðslu. En ekki hefur allt breyst. í verk- inu er lesið upp úr ferðamanna- bæklingnum Iceland in a hurry eða „ísland í flaustri“ eins og Svava þýðir heitið. Þar hljóöar ein ráðleggingin svona: „Go to Hress- ingarskálinn. Popular for girl- watching in the evening." Hress- ingarskálinn er að vísu liðinn und- ir lok, en enn þá gera menn út á íslenskar stúlkur. Matthew Barney Það er sérstakt gleðiefni að bandaríski myndlistarmaðurinn Matthew Bamey skuli setja upp sýningu í Nýlistasafninu í Reykja- vík og ástæða til að hvetja alla sem áhuga hafa á nútímamyndlist til að skoða hana. Einnig verða kvikmyndirnar fimm í Cremaster- hringnum (sem mun vera lengri en Niflungahringur Wagners) sýndar í Regnboganum fram til 1. júní. Undanfarið hafa safngestir og gagnrýnendur vestanhafs og aust- an staðið agndofa frammi fyrir hugmyndaauðgi Bameys og frum- legum útfærslum hans. Nú getum við sjálf séð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.