Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 DV _______51 V, Tilvera Sýning Matthews Barneys opnuö: Persónuleg og sérstæð veröld Fjölmenni var á opnun sýningar bandaríska listamannsins Matt- hews Barneys í Nýlistasafninu á laugardag enda vekja verk hans gríðarlega athygli hvarvetna. Bamey vinnur frjálslega úr fom- um goðsögnum, læknavísindum, atvinnuíþróttum og harð- Gaman á frumsýningu Elínu Klöru, Hafsteini og Ester fannst listamaöurinn skapa forvitnilegan heim. kjarnatónlist og skapar persónu- lega og sérstæða veröld með ímyndunum og táknum. Hann gerði sýninguna í Nýlistasafninu sérstaklega fyrir Nýló og er hún hluti af CREMASTER-seríunni sem hann byrjaði að vinna að 1994. -Gun. Ánægðir gestir Rööull, Guömundur og Halldór létu vel af list Barneys. DV-MYNDIR TOBBI CREMASTER í loftinu Eins og sjá má var þröng á þingi í Nýlistasafninu á opnuninni. CREMASTER- myndirnar fimm sem Barney er þekktastur fyrir voru sýndar á stórum skjám uppi í loftinu. Þær eru stórbrotin blanda afsöguleg- um staðreyndum, sjálfsævisögu og goösögnum og þar kemur lista- maöurinn sjálfur fram í fjölda gerva. Vlnsælasta kvlkmyndin Jim Carrey og Jennifer Aniston í hlut- verkum sínum í Bruce Almighty. Carrey vinsælli enMatrix Paul rokkar á Rauða torginu Paul McCartney heldur áfram að heilla Evrópubúa á stórum úti- konsertum. Um helgin var komið að Rússum og hélt hann tónleika á Rauða torginu fyrir tugi þúsunda tónleikagesta og að sjálfsögðu söng hann lag sitt Back in the U.S.S.R. Þetta er í fyrsta sinn sem Paul heldur tónleika í Rússlandi. Hann hafði einu sinni áöur, um miðbik níunda áratugarins, reynt að koma á tóhleikum en fengið neitun. Nú var annað upp á teningnum. Vla- dimir Pútín tók á móti honum eins og um landshöfðingja væri aö ræða og fór með hann í skoöunarferð um Kreml. McCartney launaði honum með því að tileinka Pútín lagið Let It Be á tónleikunum. Eins og á öðr- um tónleikum McCartneys voru tónleikagestir á öllum aldri: „Ég hef beðið allt mitt líf eftir þessu,“ sagði Vladimir Snopov, sem ferðað- ist 900 kílómetra til að komast á tónleikana: „Ég man þá tíð þegar aðeins var hægt að hlusta á Bítlana viö léleg skilyrði á útvarpsstöðvun- um Voice of America og BBC.“ Nú líður að lokum tónleikaferðar McCartneys og aðeins eru eftir tón- leikar í heimabæ hans, Liverpool. Paul McCartney Var vel fagnaö af rússneskum aödáendum. Stórsveitin í Reykjavíkurborg Stórsveit Reykjavíkur hélt tónleika í Ráöhúsi Reykjavíkur á laugardaginn. Tilefniö var aö nýr geisladiskur meö sveitinni, í Reykjavíkurborg, var aö koma út. Á þeirri plötu eru eingöngu íslensk lög meö textum sem tengjast Reykjavík. Margir gestasöngvarar eru meö Stórsveitinni á plötunni. Má þar nefna Ragnar Bjarnason, Egil Ólafsson, Pál Óskar, Kristjönu Stefánsdóttur og Andreu Gylfadóttur. Stjórnandi Stórsveitarinnar á tónleikunum sem og á plötunni var Sæbjörn Jóns- son. Á myndinni er Ragnar Bjarnason aö syngja eitt Reykjavíkurlaganna. Fyrir um það bil tveimur vikum hefðu fáir þorað að spá því að The Matrix Reloaded myndi þurfa að lúta í gras aðeins einni viku eftir frumsýningu. Svo var þó raunin, aðsóknin á Matrix minnkaði næst- um því um 60% í Bandaríkjunum ^ milli helga og ný kvikmynd, Bruce Almighty, renndi sér i efsta sætið með miklum glans. Sú kvikmynd hefur fengið mun betri viðtökur hjá gagnrýnendum heldur en Mat- rix Reloaded gerði. Hinar miklu vinsældir myndarinnar má þó helst rekja til Jims Carreys, sem þykir fara á kostum í hlutverki sjón- varpsmanns sem hefur allt til alls, góð laun, fallega kærustu og gott heimili, svo eitthvað sé nefnt. Samt hefur hann allt á hornum sér, er síkvartandi og öllum til ama. Að ' ~ kvöldi dags, sem hann telur versta dags lífs síns, kennir hann Guði um allt sem aflaga hefur farið og viti menn, Guð svarar honum, birt- ist Bruce og býður honum starf sitt í 24 klukkutíma og skorar á hann að gera betur en hann hafi gert. Það er Morgan Freeman sem leikur Guð og Jennifer Aniston leikur kærustu Bruce. Óvænt tíðindi á kvikmyndahátíöinni í Cannes: Fíllinn (ékk Gullpálmann Sigurvegarinn Leikstjóri Fílsins, Gus Van Sant, tekur viö Gullpálman- um. Þeir fjölmörgu sem höfðu veðjað á að kvikmynd danska leikstjór- ans Lars Von Triers, Dogville, fengi verðlaun á Kvikmyndahátíð- inni í Cannes, riðu ekki feitum hesti frá því. Dogville fékk engin verðlaun og kom það mörgum á óvart. Jafnmikið kom á óvart að nýjasta kvikmynd Gus Van Sant, Elephant, skyldi verða valin besta kvikmynd og fá gullpálmann eftir- sótta. Kvikmyndin, sem fjallar um skólakrakka og hvemig þau um- gangast skotvopn og taka við frétt- um af ofbeldi, fékk að vísu mjög góðar viðtökur en fáir höfðu spáð henni sigri. Gus Van Sant fékk einnig verðlaun sem besti leikstjóri en þekktasta kvikmynd hans hingað til er Good Will Hunting. Margir gagnrýnendur og blaða- menn, sem hafa mikla reynslu af Kvikmyndahátíðinni í Cannes, voru á því að hátíðin í ár væri ein sú versta frá upphafi að gæðum. Fáar myndir hefðu skarað fram úr og sumar jafnvel ekki verið boðlegar. Aðrar kvikmyndir sem verðlaun fengu voru franska kvikmyndin Les invasions Barbares, sem Denys Arcand leikstýrir, og Distant í leik- stjórn Bilge Ceylan. Besta leikkonan var valin Marie-Josee Croze fyrir Les in- vasions Barbares. Tveir karlleik- arar skiptu með sér leikaraverð- laununum, Mehmet Emin og Muzaffer Ozdemir, báðir fyrir Distant. Denys Arcand fékk svo handritsverðlaun fyrir Les in- vasions Barbares. Gus Van Sant sagði í ræðu sinni að hann teldi kvikmynd sína ekki mjög pólitíska og ekki beint gegn Bandaríkjunum. Hún gagnrýnir sumt í fari Bandarílyanna og ein- staka stefnur yfirvalda. Þetta er í fyrsta sinn sem kvikmynd eftir Gus Van Sant er í keppni um Gullpálmann í Cannes. Fiottar leikkonur á lokahátíöinni Leikkonurnar Elizabeth Hurley, Jeanne Moreau, Ornella Mutti og Judith Godrech stilla sér upp fyrir Ijósmyndarann. Meö þeim á myndinni er franski leikarinn Philippe Noiret. * •SUMAR&JBlESKira- ÚLFLJÓTSVATNI UTILIF OQ ÆVINTYRI I SUMARBUÖUM SKATA -fypip hpessa kpakka og unglinga INNRXTUN ER HAFIN í SKÁTAMIDSTÖDINNI HRAUNBÆ 123 Opið 9-17 virka daga - Sími 550 9800 - ulfljotsvatn@skatar.is Uppiýsingar og skróning á netinu: WWW.SkatQr.is/SUmQrbudir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.