Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 Fréttir :o'V DV-MYNDIR JÚLÍA IMSLAND 190 kílóa góðmetl Etvar meö lúöuna góöu, 190 kíló, en karl faðir hans hefur enn betur og á Hornafjarðarmetið og kannski íslandsmetið, 197 kílóa lúðu. Baráttan við lúðuna var klukkutíma spennandi viðureign og þurfti hjálparlið til að landa henni. Stórlúður á handfæri trillukarlanna: Barðist í klukkutíma við að landa 190 kílóa lúðu Trillukarlarnir Ásgeir Gunnars- son og Elvar Unnsteinsson á Homafirði fengu sína stórlúðuna hvor á fóstudaginn. Lúöan sem El- var veiddi var 190 kg, næststærsta lúða sem veiðst hefur á veiðisvæði Homaijarðarbáta. Stærstu lúðuna, 197 kíló, fékk Unnsteinn Guð- mundsson, faðir Elvars, fyrir nokkrum árum. Lúðan sem Ásgeir fékk vó 140 kg. Elvar var að veiðum við Horna- fjarðardýpi en Ásgeir djúpt út af Hálsum og voru 16 mílur á milli þeirra. Unnsteinn var að veiða skammt frá og kom hann Ásgeiri til hjálpar og síðan fóru þeir báðir til Elvars því útilokað er fyrir einn mann að ná svona stórum fiski um borð. „Lúðan var 20 mínútur að koma upp og það tók okkur klukkustund að koma henni upp í bátinn," sagði Ásgeir. „Við vorum þó ekki nema hálftíma að koma lúðunni hjá Elvari um borð en þar þurfti að brjóta úr rekkverkinu til koma lúðunni í bátinn. Veiði hefur verið mjög góð hjá trillukörlum á Höfn og segir Ás- geir að þetta sé besti maímánuður síðan hann byrjaði með handfæri 1994. „Lúðuveiði var óvenjumikil hér í fyrra og þessi byrjun lofar góðu fyrir sumarið. Lúðan hagar sér líkt og laxinn þegar hún er komin á færið og það er alveg meiriháttar skemtilegt að lenda í svona veiði,“ sagði Ásgeir og bætti við að handfærarúllurnar stæðust svona álag með prýði. Lúðurnar fara báðar á fisk- markað en ekki vissu þeir félagar hvað fengist fyrir svona gripi. -JI Fjöltefli í Narsaq Hrafn Jökulsson teflir viö börn og unglinga í Narsaq. Mikill áhugi á skák er aö vakna á Græniandi. Hrókurinn og Skák í norðri: Skákgyðjan nemur land á Gnænlandi Skákfélagið Hrókurinn, í sam- vinnu við félagið Skák í norðri, vinn- ur nú aö skipulagningu fyrsta alþjóð- lega skákmótsins sem nokkru sinni hefúr verið haldið á Grænlandi. Efnt verður til skákhátíðar í Qaqortoq 24. júní til 4. júlí, og má segja að þar með hefjist landnám skáklistarinnar hjá þessum næstu nágrönnum okkar. Hápunktur hátíðarinnar er opið al- þjóðlegt atskákmót, 28.-30. júní, með 10.000 dollara verðlaunum. Skákmótið er hugsað sem gjöf ís- lendinga til að minnast Daniels W. Fiskes (1831-1904), eins mesta vel- gjörðamanns íslands, og hefur ríkis- stjórn íslands ákveðið að styðja verk- efnið. Sjálf framkvæmd hátíðarinnar er í höndum félagsins Skák í norðri, og er Benedikte Thorsteinsson, fv. ráðherra í grænlensku landsstjórn- inni, framkvæmdastjóri hátíðarirmar. Flugfélag íslands, sem í sumar mun fljúga tvisvar í viku miili land- anna, er stór aðili að mótshaldinu og sama máli gegnir um Icelandair sem tekur að sér flutning erlendra blaða- manna og skákmeistara til íslands. Þá er Prentsmiðjan Oddi hf. mjög mikilvægur bakhjarl verkefnisins, en Hrókurinn gefúr út tímarit í tilefni hátíðarinnar sem fer í viðamikla dreifmgu á Grænlandi. Timaritið verður á dönsku og grænlensku og er hugsað sem vinarkveðja íslendinga til Grænlendinga. Tímaritið verður m.a. sögulegt fyrir það að þar verður í fyrsta sinn fjallað um skák á græn- lensku. Meðal þeirra skákmanna sem þeg- ar eru skráðir til leiks eru íslensku meistararnir Jóhann Hjartarson, stigahæsti skákmaður Norðurlanda, Hannes Hlifar Stefánsson stórmeist- ari og Stefán Kristjánsson alþjóða- meistari. Stigahæstur allra er þó Ivan Sokolov, sem teflir undir fána HoOands, en af öðrum meisturum sem mæta tU Grænlands má nefna Predrag Nikolic (Bosníu), Luke McS- hane (Englandi), Tomas Oral (Tékk- landi), Nick de Firmian (Bandaríkjun- um), Regínu Pokoma (Slóvakiu) og Flovin Þór Næs (Færeyjum). Upplýs- ingar um mótið er að fmna á slóðinni http://icechess.com/icelandic. -aþ Skráðu þig í tilboðsklúbb lceland Express á Netinu IBH Og njóttu þess að fá reglulega send til þín frábær tilboð sem eingöngu eru veitt félögum í tilboðsklúbbi lceland Express. Skráðu þig á www.lcelandExpress.is núna! DaglegtflugtilKaupmannahafnarog London. Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðuriandsbraut 24, opið 9-17 virka daga Sími 5 500 600 www.lcelandExpress.is DV-MYND ÞÓK Þriðjungur íbúða frátekinn Ný íbúðaþyrping á vegum hiutafélagsins 101 Skuggahverfi, sem er í eigu fasteignafélagsins Stoða og Burðaráss, var kynnt í Listasafni íslands í gær. Voru áhugasömum sýndar teikningar og líkön af húsunum en fasteignasöl- urnar Eignamiðlun og Húsakaup munu annast söiu á öllum íbúðum í þeim. Tæþlega 100 íbúðir verða seldar í fyrsta áfanga og hafa áhugasamir þegar skrifað sig fyrir um þriöjungi þeirra. A0 sögn Einars I. Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra 101 Skuggahverfis, verða um 250 íbúöir reistar á vegum fé- lagsins en byggingum þeirra á að vera lokiö í ársbyrjun 2007. Upplýsingar er einnig að finna á www.101skuggi.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.