Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ2003 FRÉTTIR 7 faldlega eftir því í hvaða röð umsóknir berast," segir Marta. „Ef við höfum pláss fá nemendur inni.“ Skólinn fær ffamlag frá sveitarfélög- um en ekki eins mikið og borgarreknu skólamir, að sögn Mörtu. „Framlagið var nýlega hækkað og það er áfangi að því marki að jafna stöðu einkarekinna og borgarrekinna skóla. Staða þeirra er hins vegar enn ójöfn og við verðum þess vegna að innheimta skólagjöld, sem eru um 20.000 krónur á mánuði í unglingadeild og um 17.000 í bama- skólanum." Lægst í Eyjum Hinn einkaskólinn sem upplýsingar vom birtar um, Tjamarskóli, náði ekki eins góðum árangri. í íslensku náði hann 13.-23. sæti af 91 skóla með normaldreifðu meðaleinkunnina 5,4 og í stærðffæði 71.-76. sæti með með- aleinkunnina 4,4. (Normaldreifð með- aleinkunn felur í sér að meðaltalið í hverri námsgrein yfir allt landið er 5,0.) Bamaskóli Vestmannaeyja var með lægstu meðaleinkunn í stærðfræði og íslensku. Ekki náðist í Hjálmfríði Sveinsdóttur skólastjóra og Bjöm Elías- son aðstoðarskólastjóri baðst undan því að tjá sig þar til í næstu viku þegar stjómendur skólans hefðu komið sam- an til að ræða málin. Bamaskólinn er annar tveggja gmnnskóla í Vestmannaeyjum. Árang- ur hins skólans, Hamarsskóla, var miklu betri. f íslensku var Hamarsskóli í 13.-23. sæti með normaldreifðu meðal- einkunnina 5,4 og í stærðfræði var hann í 39.-46. sæti með meðalein- kunnina 5,0. Stúlkur betri Athygli vekur að stúlkur náðu betri árangri í nær öllum greinum en piltar. í íslensku var normaldreifð meðalein- kunn piita 4,5 en stúlkna 5,5. (Meðal- einkunn ailra var sem fyrr 5,0 og skai- inn 1-9 í stað 0-10.) í stærðfræði fengu piltar að meðaltali 4,8 en stúlkur 5,2. í dönsku fengu piltar að meðaltali 4,4 en stúlkur 5,5 og í ensku var meðalein- kunn pilta 4,9 en stúlkna 5,1. Árangur kynjanna var jafn í náttúmfræði en í samfélagsfræði náðu piltar heldur betri árangri eða 5,1 á móti 4,9 hjá stúlkun- um. Stærðfræðin slök Einu einkunnimar sem em birtar óbreyttar (þ.e. ekki normaldreifðar) er meðaltal yfir alit landið í einstökum greinum. Bestur var árangurinn í ensku, eða 7,0 að meðaltali. Meðalein- kunn í íslensku var 6,6; í náttúmffæði 6,4; í samfélagsfræði 6,1; f dönsku 5,8; og lægst var meðaleinkunnin í stærð- fræði eða 5,6. Af einstökum námsþáttum var með- MEÐALEINKUNNIR EFTIR SKÓLUM: Stæröfræði Normaldreifð einkunn * Fimm hæstu: Landakotsskóli 7,0 Hlíðaskóli 6,2 Snælandsskóli 6,1 Álftamýrarskóli 6,1 Vogaskóli 6,0 Fimm lægstu Gagnfræðask. Ólafsfirði 3,8 Flúðaskóli 3,8 Grsk. Húnaþings vestra 3,7 Grsk. á Eyrarbakka og Stokkseyri 3,5 Barnaskóli Vestmannaeyja 2,8 fslenska Fimm hæstu: Landakotsskóli 6,9 Hlíðaskóli 6,8 Hagaskóli 6,4 Grsk. í Skútustaðahreppi 6,2 Grsk. Mýrdalshrepps 6,1 Fimm lægstu: Grsk. Eyrarsveitar 3,9 Myllubakkaskóli 3,8 Höfðaskóli 3,8 Nesskóli 3,5 Barnaskóli Vestmannaeyja 3,2 „* Mikilvægt:Tölurnar eru „"normaldreifðar",, einkunnir. Það þýðir að einkunnum hefur verið breytt þannig að dreifing þeirra er fyrirfram ákveðin og meðaleinkunn yfir landið er 5,0 í hverju fagi á skalanum 1 til 9. Tölurnar sýna því aðeins hve langt hver skóli er frá meðaltalinu." HLUTFALL NEMENDA MEÐ LÁGAR OG HÁAR EINKUNNIR EFTIRANDSSVÆÐUM: Stærðffæði „Lág' einkunn „Há' einkunn Reykjavfk 18,6% 28,3% Suðvesturkjördæmi 19,5% 22,5% Norðvesturkjördæmi 27,7% 17,5% Norðausturkjördæmi 23,9% 19,0% Suðurkjördæmi 30,1% 16,0% íslenska Reykjavík 19,2% 27,1% Suðvesturkjördæmi 19,8% 25,4% Norðvesturkjördæmi 28,3% 18,8% Norðausturkjördæmi 27,8% 19,8% Suðurkjördæmi 34,7% 16,1% Mikilvægt: Reiknað er út frá normaldreifðum einkunnum. Það þýðir að dreifing einkunna erfyrirframákveðin; um það bil 23% nemenda á landinu öllu teljast vera með „lága einkunn" í hverju fagi og önnur 23% með „háa einkunn". Aðrir teljast vera með einkunn „í meðallagi".Tölurnar ber að skoða í því samhengi. aleinkunn lægst fyrir málnotkun (ritun) í dönsku eða 4,5. Næstlægst var hún fyrir algebru eða 4,8. Hæst var meðal- einkunn fyrir einstaka námsþætti í staf- setningu í íslensku eða 7,8 en skilning- ur á mæltu ensku máli kom næst með 7,2. Landsbyggðin slakari Eins og meðfylgjandi tafla ber með sér er mikill munur á námsárangri eftir kjördæmum. Nemendur á höfuðborg- arsvæðinu stóðu sig mun betur í öllum námsgreinum en nemendur á lands- byggðinni. f töflunni er sýndur saman- burður á einkunnum í íslensku og stærðffæði en munurinn var raunar mestur í náttúruffæði. Aðeins 11,5% nemenda í Reykjavík fengu það sem skilgreint er sem „lág einkunn" í nátt- úruffæði á meðan 38,2% fengu „háa einkunn". Þessu var öfugt farið í lands- byggðarkjördæmunum; þar fékk miklu hærra hlutfall nemenda lága einkunn en háa. Mestur var munurinn í Suður- kjördæmi þar sem aðeins 11,7% nem- enda fengu háa einkunn en 32,6% lága einkunn. Segirekki allt Meðaleinkunnir á samræmdum prófum eru vitanlega ekki algildur mælikvarði á gæði skólastarfs. Einkunn hvers og eins ræðst af fleiri þáttum, svo sem námshæfileikum nemenda og stuðningi og hvatningu sem þeir fá heima hjá sér. Sigurgrímur Skúlason hjá Námsmatsstofnun segir að ekkert í þessum tölum gefi tilefni til að fúllyrða að góður nemandi fengi hærri einkunn f einum skóla en öðrum. Raunar hafa verið gerðar tölffæðilegar rannsóknir sem benda til þess að einkunnir hvers og eins nemanda í skólum á Islandi ráðist að mjög litlu leyti af því í hvaða skóla hann gengur. Námsmatsstofnun bendir á að mun- ur á meðaleinkunnum gmnnskóla sé fremur lítill og almennt ekki tölffæði- lega marktækur þegar tekið er tillit til svokallaðra „öryggismarka" í mæling- um. Samkvæmt töflu um hvar munur- inn er marktækur lætur nærri að það séu aðeins allra hæstu skólamir sem séu með marktækt hærri meðalein- kunn en þeir allra lægstu. otafur@dv.is Áfengislausi Beck 's bjórinn fcest í verslunum 10-11 Þeirhjá Beck ’s segja að áfengislaus bjóreigi að vera ósvikinn. Þeir notaþvísömu aðferðir við bruggun á áfengislausa bjómum og þeim sterkari og víkja hvergi frá þeim gceðastöðlum sem einkenna þann Beck 's sem allirþekkja. Niðurstaðan erósvikinn léttur Beck 's með þeim líflega karaktersem Beck 's er frcegur fyrir um allan heim. BECK'S léttöl - aðeins 0,3%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.