Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 3. JÚU2003 TILVERA 25 Spurning dagsins: Treystirðu á veðurspána? Jóhann Jóhannsson: Sigríöur Bjarney Jónsdóttir: Já, ég treysti henni. Já, ég treysti á hana. Lýður Bjömsson: Með fyrirvara, hlusta samt alltaf á hana. Ragnheiður Ámadóttir. Stundum, ekki alltaf. Valdlmar Ottósson: Ja, ætli maður geri það ekki stundum. Geir Sigurösson: Já, það geri ég. Stjörnuspá W Vatnsberinnpo./fln.-j&feir.; W ------------------------------- Þú ert eitthvað niðurdreginn en það virðist með öllu ástæðulaust. Reyndu að gera eitthvað sem þú hefur sérstakan áhuga á. Gildir fyrir föstudaginn 4, júlí Ljónið Ul.júli-22. ágúst) Reyndu að skilja aðalatriðin frá aukaatriðunum og gera áætlanir eftir því. Það er ekki víst að ráð ann- arra séu betri, treystu sjálfum þér. ){ Flitarnirw febr-20. mars) Framtíðaráætlanir krefjast töluverðrar yfirlegu. Þú ættir ekki að flýta þér um of að taka ákvarðanir. Happatölur eru 8, 25 og 32. Meyjan 121 ogúít-22. sept.) Hugsaðu þig vel um áður en þú tekur ákvörðun í máli sem varðar fjölskylduna. Heimilislífið á hug þinn allan um þessar mundir. T Hrúturinn {21.mars-19.apni) Mál sem þú hefur lengi beð- ið lausnar á leysist eins og af sjálfu sér. Þú þarft að sætta þig við eitthvað sem er þér ekki að skapi. Q Vogin l23.sept.-23.okt.) Mikil gleði ríkir í kringum þig. Einhver hefur náð verulega góð- um árangri og ástæða þykir til að gleðjast yfir því á einhvern hátt. ö Nautið (20. aprtl-20. maí) Það er ekki sama hvað þú gerir eða segir í dag. Það er fylgst ná- kvæmlega með öllum þínum gerðum. Happatölur eru 5,15 og 37. $porðdrekinngLofe-2).fló>j Gamall kunningi skýtur upp kollinum þegar líður á daginn og þið eigið saman mjög skemmtilega stund. Happatölur eru 5,8 og 22 tvíbmm (21.mai-21.júni) Gættu þess að gleyma engu sem er nauðsynlegt. Allir virðast óvanalega hjálpsamir og vingjarnlegir í þinn garð. Bogmaðurinn (22.n0v.-21.des.) Reyndu að gera vini þínum, sem á eitthvað bágt, greiða. Hann mun launa þér það margfalt til baka þó að síðar verði. Ktebb'm (22. júní-22.júlí) Fjárhagsstaðan batnar til muna á næstunni ef þú heldur rétt á spilunum. Gefðu þértíma til að sinna útivist og heilsurækt. £ Steingeitin (22.des.-19.jan.) Hikaðu ekki við að grípa tækifæri sem þér býðst. Það á eftir að hafa jákvæð áhrif á líf þitt til frambúð- ar. Fjárhagurinn fer batnandi. Krossgáta Lárétt 1 klastur, 4 orku, 7 seðja, 8 skömm, 10 megna, 12 lík, 13 félaga, 14 gleði, 15 spil, 16 einungis, 18 úrgangur, 21 hörku- frost, 22 hjálp, 23 japl. Lóðrétt 1 viljugur, 2 óvirða, 3 viðurnefni, 4 framtaksmikil, 5 hreyfing, 6 sigti. 9 hindra, 11 legill, 16 óhamingja, 17 heydreifar, 19 kúga, 20 erfiði. Lausn neist á sltunni. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Hvítur á leik! Flestir heimsmeistarar í skák hafa náð vinningsskákum gegn eftir- mönnum sínum, nema Bobby Fischer auðvitað hann er undan- tekningin. Kasparov er hér í vand- ræðum og neyðist tíl að fórna. Við Lausn á krossgátu fyrstu sýn virðist það vera í lagi, en svo fór að Kasparov féll á U'ma. Hann hefur séð að í lokastöðunni 5. Bxe6 þá er 5. Db4 óþægilegur leikur eins og hvert meðal tölvuforrit „sér“ í dag. Honum hefur þótt þetta súrt í broti en heimsmeistaratitilinn var handan við hornið þó hann sé geng- inn Kasparov úr greipum í dag. Spaskí hélt upp á sigurinn með því að gera 5 stórmeistarajafntefli og tapa einni á mótí Yasser Seirawan sem hefúr ekki verið í jafnteflishug- leiðingum. Eða Spaskí gleymt að bjóða jafntefli? Hvítt: Gary Kasparov Svart: Boris Spaskí Niksic 1983 Júgóslavíu 1. Rxe6+ fice6 2. Hfl+ Ke8 3. Dg8+ BfB 4. Dxg6+ Kd8. Hvítur féll á tíma. 0-1 •|nd oz 'e>|0 6L '>(BJ ZL 'IPq 9L 11 'eujoui 6 'eis g 'ieg g 'uiosnjjjoie ^ 'ujeujuuæj £ 'euis z 'snj i :u9J09"l |neui £Z 'u>|i| ZZ '>|oye iz 'djos 81 'ejeq g i 'niu si'!Jse>| t-i 'Iuja e l 'J?u zi 'e>|JO0L 'ueuis 8 'euauj l 'sge j/ 'jjsnj t qi?jgq Myndasögur Hrollur Andrés önd Margeir Oh Jafet, þú hljómar eins og elnhver í hjóðarsállnni! Ég erfarinn að halda að það sá sam- komulag í gangl milli leikskóla og spítala að halda börnunum veikuml Us6l Þár finnst það kannski tilvlljun að leikskólinn er vlð hllðina á spítalanum?ll Krían fyrir Kanann DAGFARI Eriingur Kristensson eriingur@dv.is Mér datt það svona í hug eftir að hafa fylgst með kvöldfréttunum á Ríkissjónvarpinu í fyrrakvöld að líklega gætí krían tekið að sér varnir fslands þegar og eða ef Kaninn yfir- gefur okkur, eins og Bússarinn hefur hótað og virðist ætla að standa við. I lok fféttanna, þar sem auðvitað var Qallað um þessi mál í nútfð og þátíð, var einmitt sýndur upptöku- bútur frá yfirráðasvæði kríunnar á Miðnesheiði, utan girðingar, þar sem hún steypi sér yfir myndatöku- manninn með miklu gargi og látum. I hertækninni stenst enginn fimi kríunnar í háloftunum ekki einu sinni grimmustu ránfuglar og er það ekki einmitt það sem málið snýst um - krían í staðinn fýrir „skallaernina" fjóra sem leita uppi ímyndaða óvini langt á haf út. Böggull fylgir þó skammrifi þar sem krían er farfijgl en með hlýn- andi veðráttu hér á norðurhveli jarðar er aldrei að vita nema hún fengist til þess að taka að sér þetta mikilvæga verkefni. Hugsið ykkur bara að sleppa við allt þetta farflug fram og til baka, jafnvel alla leið frá Góðavonar- höfða í Afríku í allri þeirri hita- svækju sem þar ríkir, en geta þess í stað átt náðuga daga allt árið á Mið- nesheiði og hafa auga með hugs- anlegum ferðum ránfugla sem varla myndu hætta sér í gogginn í blessaðri kríunni. Ég sá það vestur á Snæfellsnesi um daginn að krfan er fljót að læra og fer létt með það að helga sér nýja siði eins og sannast á nýrri árásartækni hennar. Þar um slóðir er hún nefnilega að mestu hætt að hafa fyrir því að gogga í hausinn á manni heldur steypir hún sér niður eins og gömul Spitfire-orrustuflugvél úr síðari heimsstyrjöldinni og lætur vaða úr afturendanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.