Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 18
18 SKOÐUN FIMMTUDAGUR 3. JÚÚ2003
Lesendur
Innsendar greinar ■ Lesendabréf
Lesendur geta hringt allan sólarhringlnn í sfma: 550 5035, sent
tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasföa DV,
Skaftahlfð 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af
sér til birtingar.
Veðurstofan einkavædd
Stefán Magnússon skrífar:
Mikið gat ég verið sammála Vík-
verja í Mbl. sem skrifaði nýlega
um veðurfregnir og spána hjá
Veðurstofu Islands. Það er rétt
hjá honum; veðurfréttir hér eru
alltof almennar og langt frá því
sem gengur og gerist í ná-
grannalöndunum, að ekki sé tal-
að um Bretland og Bandaríkin.
Hér áður sátu veðurfræðingar
með bendilinn og bentu stirð-
busalega á kortin. Nú eru þeir þó
staðnir upp en kortin ættu að
vera meira „lifandi" og talsvert
vantar upp á að spáin standist.
Ég legg til að Veðurstofan verði
næst á lista um einkavæðingu.
Hún hefur marga viðskiptavini,
Flugmálastjórn, útgerðina o.fl.
og ætti að geta gengið betur
með bættum rekstri.
Dollarinn styrkist
Fríöþjófur skrífar:
Nú ættu þeir að geta hlegið, út-
gerðarmennirnir sem hafa hvað
hæst krafist gengislækkunar,
„bara í einhverju formi", eins og
þeir hafa orðað það svo faglega.
„Farnir að brosa út í annað",
sagði líka í einni fréttinni um
lækkun dollarans gagnvart ís-
lensku krónunni. Já, er þetta
ekki alveg frábært!!! Dollarinn
þarf að ná „jafnvægisgengi",
segia kröfuhafar gengislækkun-
ar. Og „ríkið verður að spila
með", bætti svo einhver þessara
spekúlanta við! Ég segi hins veg-
ar: Skamma stund verður hönd
höggi fegin og þessi niðursveifla
á krónunni mun smám saman
draga okkur Islendinga niður á
gamla planið og í verðbólguhít-
ina. - Er það óskastundin?
Hreinlæti í matargerð selur
a
KJALLARI
Brynja Dögg Ivarsdóttir
lærður matráður frá Hótel-
og matvælaskólanum
Eftir að hafa starfað í mötuneyt-
um og veitingastöðum, til sjós og
lands, vil ég koma á framfæri því
sem færst hefur í vöxt á íslandi, að
veitingahúsaeigendur og aðrir sem
hasla sér völl í þessum starfsgeira
ráða ítrekað til sín ómenntað fólk
en ekki faglært og er það greinilega
vegna þess að þá komast þeir upp
með að greiða lægri laun.
Ómenntaða fólkið hefur ekki þá
starfsmenntun sem þarf til að um-
gangast matvæli á þann hátt sem
nauðsynlegur er til að uppfylla skil-
yrði Heilbrigðiseftirlits. Auk þess er
kröfúm um hreinlæti ábótavant
eins og kemur fram í athugunum
Heilbrigðiseftirlits: hreinlæti og að-
búnaður er ekki sem skyldi.
Er það vegna þekkingarskorts?
Svar mitt er já. - Það er skelfilegt til
þess að hugsa að veitingahúsa-
rekstur skuli að meginhluta til vera
með ófaglært fólk í vinnu, greini-
lega til að spara peninga. Maður
spyr: Bera matreiðslumenn og aðr-
ir sem hafa marga í vinnu og reka
mötuneyti ekki meiri virðingu fyrir
þeim sem borða matinn? Ég hef
einnig orðið þess áskynja að litlu
börnin, sem dvelja á leikskólum
hluta úr degi eða allan daginn og
borða þar, eru mun viðkvæmari
fyrir matarsýkingu og öðru sem
getur komið upp þar sem þeir sem
vinna í eldhúsum bera ekki virð-
ingu fyrir smáfólkinu og vinna ekki
eftir stöðlum Heilbrigðiseftirlits-
ins.
Þess má geta að matarsýkingar
geta valdið fólki alvarlegum
heilsubresti og jafnvel lömun fái
SUMARIÐ ER GRILLTÍMI. „Ég itreka að gæta þess að láta lítll börn t.d. ekki borða lítið grillaðan kjúkling,"
það kampýlóbakter-sýkingu sem
leggst á liðina, og getur í vissum
tilvikum dregið fólk til dauða. Ég
veit ekki til þess að haldnir séu
fundir með starfsfólki mötuneyta
og eldhúsa úti um allan bæ, eins
og þörf er á, til að uppfræða fólk
um staðreyndir.
Nú stendur grilltíminn yfir, og vil
ég því ítreka fyrir fólki að gæta þess
að láta lítil börn t.d ekki borða lítið
grillaðan kjúkling, það getur skað-
að heilsu þeirra. Fólk ætti að vera
vel vakandi yfir þessum þáttum. Ég
vil koma á framfæri ágætu ráði sem
kunnur bakari kenndi mér í Hótel-
og matvælaskólanum: Ætlið þið að
panta borð á einhverjum góðum
veitingastað, lítið þá endilega á sal-
ernin - séu þau óhrein gangið þá
bara út og veljið betri stað, vegna
þess að ef starfsfólkið þrífur ekki
salernin hvernig eru þá hendurnar
á fólkinu? Áreiðaniega subbulegar.
- Já, gerum meiri kröfur og látum
veitingahúsaeigendur ekki komast
upp með annað en hreinlæti og
hæft starfsfólk.
Þakka má starf Heilbrigðiseftir-
lits. Það hefur eftirlit með eldhús-
um en ekki ráðningum. Þar má
verulega bæta úr. Veitingahúsaeig-
endur og aðrir sem starfa í eldhús-
um - líka til sjós - þurfa sífellt að
hafa hugann við þetta, daglangt, til
þess að þeir sem neyta matarins
veikist ekki. Það er ekki björgulegt
ef t.d. heil áhöfn á skipi veikist.
„Það er skelfilegt til
þess að hugsa að veit-
ingahúsarekstur skuli
að meginhluta til vera
með ófaglært fólk í
vinnu, greinilega til að
spara peninga. Maður
spyr: Bera matreiðslu-
menn og aðrirsem hafa
marga í vinnu og reka
mötuneyti ekki meiri
virðingu fyrir þeim sem
borða matinn?"
En hvernig geta veitingahúsaeig-
endur verið svo kærulausir að þeim
sé sama hvort fólk veikist af matn-
um eða ekki? Veitingahúsum er
lokað ef upp koma sýkingar vegna
salmonellu eða kampýlóbakter, og
eigendur eru skaðabótaskyldir. Ég
veit ekki um neinar tryggingar
vegna svona tjóns fyrir eigendur.
Vilja þeir láta loka hjá sér vegna
kæruleysis? Sumir, greinilega.
Taka má dæmi af ófaglærðu fólki
sem vinnur í eldhúsi og hefur enga
menntum um hvað þarf til að verj-
ast meindýrum og sýkingum. -
Neytendur, tökum höndum saman
og gerum meiri kröfur, þær eiga
fullan rétt á sér.
Sjást ekkl allar vélar á ratsjá?
Flugumferðarstjórn
S.H.H. skrlfar:
Það er þetta um lettnesku flug-
vélina sem hitti nærri því á Hall-
grímskirkjuturn. Til hvers eru
flugumferðarstjórar? Eru þeir
ekki með volduga ratsjá fyrir
framan sig? Fá þeir ekki tilkynn-
ingar um allar flugvélar sem
koma inn á flugumsjónarsvæði
þeirra, hvert þær eru að fara og
hvar þær ætla að lenda? Sjá þeir
þær ekki sem litla ljósdepla á
nefndri ratsjá - ratskjá? Eru þeir
ekki með þennan skjá til þess að
geta fylgst með því að rellurnar
séu á réttri leið? Hefði ekki flug-
umferðarstjóri átt að sjá að þessi
lettneska vél var alls ekki þar sem
hún átti að vera? Að hann ekki
gerði það - er það kannski skýr-
ing á því hvers vegna seint og illa
var tilkynnt um atburðinn til
Rannsóknarnefndar (yfirvofandi)
flugslysa?
Barnaklámsfræðsla í sjónvarpi
Sjónvarpsáhorfandi skrífar:
Undanfarin kvöld hef ég fylgst
með fréttaflutningi ötulla frétta-
manna Stöðvar 2 þegar þeir hafa
„Stöð 2 myndskreytir
fréttir sínar með ná-
kvæmum leiðbeiningum
um hvar hægt sé að
nálgast þennan ósóma
og bætir um betur með
því að gefa áhorfendum
upp heppileg leitarorð."
kafað dýpra í barnaklámsmálið. Þar
hafa þeir stungið á kýlum sem um
árabil hafa leynst djúpt og er það
vel. Hins vegar hafa fréttamenn
gleymt sér í hita leiksins og telja að
tilgangurinn helgi meðalið. Það er
nefnilega svo að linnulítið mynd-
skreyta þeir á Stöð 2 fréttir sínar
með nákvæmum leiðbeiningum
um hvar hægt sé að nálgast þennan
ósóma og bæta um betur með því
að gefa áhorfendum upp heppUeg
leitarorð.
Þeir sjást þannig ekki fyrir í rétt-
mætri krossferð sinni. Svo hafa þeir
bætt gráu ofan á svart og sýna þetta
vanhelga myndefni á besta tíma í
opinni dagskrá! - Samkvæmt lög-
um tel ég að hægt sé að kæra þá fyr-
ir vörslu á barnaklámi vegna þess-
ara birtinga en hvet síður en svo tii
þess.
Fréttamenn Stöðvar 2. Haldið
áfram góðu starfi ykkar í þessu máli
en gætið að ykkur. Þetta fréttaefni
er því miður það sláandi og óhugn-
anlegt að það þarfnast ekki þessara
myndskreytinga sem gera vont ein-
ungis verra.
Fjðlskyldur kynferðisafbrotamanna
Guörún Ben. skrífar:
Mig langar til að benda á að það er
ekki verið að „vemda" fjölskyldur
kynferðisglæpamanna með því að
kæra þá ekki eða hylma yfir með
þeim með því að gefa ekki upp nöfn
þeirra - eða birta af þeim myndir.
Af þeirri einföldu ástæðu að fsland
er lítið og fámennt og flestir þekkja
eitthvað til allra, og þegar svona’mál
koma upp, finnst sjálfsagt flestum
það skylda sín að vara sem flesta við
svona fólki. Þetta bitnar harðast á
konum og bömum þessara manna,
og þau em gerð údæg úr samfélag-
inu vegna þess að fólk lítur svo á að
konan hljóti að vita hvernig maður-
inn hennar er en haldi vemdarhendi
yfir honum. Málið er þó það að hún
er oftast síðust til að frétta af aðför-
um og afbrigðilegheitum húsbónd-
ans. Hún getur því ekki borið hönd
fyrir höfuð sér þegar hún mætir fyrir-
litningu og hatursfullu augnaráði
nágrannanna. Hann er hins vegar
hólpinn í karlasamfélaginu, og jafn-
vel vel virtur þar.
Ef málið væri opnað fyrir almenn-
ingi myndu flestír sýna konunni
samúð og vinsemd og allar götur
hlyti hún að vera sáttari við að vita
þó ástæðuna fyrir framkomu ná-
grannanna í sinn garð og bamanna.
- Á hún ekki rétt á að vita „hverjum"
hún er gift? Hvað finnst þér, lesandi
góður?