Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 14
14 SKOÐUN FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ2003 Burt með rússnesku rúllettuna Lengi hefur legið fyrir að hættulegustu gatnamót í Reykjavík, og um leið á landinu, eru gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. Gatnamótin eru ákaflega fjölfarin og umferðin um þau á álagstímum þyngri en þau þola enda eru ekki beygjuljós af Kringlumýr- arbraut til vinstri yfír á Miklubraut. Bifreiða- stjórar verða því að sæta lagi til að komast yfir á rauðu ljósi. Slíkur akstur líkist engu öðru en rússneskri rúllettu. Slysin eru til vitnis um það. Fyrir hefur legið að lausn á umferðarvanda þessara fjölförnu gatnamóta fæst ekki nema með gerð mislægra gatnamóta. Deilur um framkvæmdina hafa staðið árum saman þar sem hvor hefur kennt öðrum um, ríki og borg- aryfirvöld, enda er um að ræða þjóðveg í þétt- býli þar sem báðir aðilar koma að. Gerð gatna- mótanna var í aðalskipulagi Reykjavíkur en við endurskoðun þess voru þau tekin út. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti þess í stað íjögurra fasa ljósastýrð gatnamót í stað þriggja. Sú skipan mála hefur verið gagnrýnd sem framtíðarlausn þótt þau séu bót til bráða- birgða. Gert er ráð fyrir að setja slík ljós upp fyrir haustið. Hins vegar hillir loks undir fram- tíðarlausn. Vinna við úrlausn mála er komin á skrið f samgöngunefnd Reykjavíkur. Vinnuhópur Vegagerðar ríkisins og Reykja- víkurborgar hefur greint mögulegar lausnir. Hópurinn hefur skilað áfangaskýrslu þar sem farið er yfir helstu atriði með tilliti til kostnað- ar, fækkunar slysa, umferðarálags og annarra umferðartæknilegra þátta. Vegna reynslu er vitað að gerð mislægra gatnamóta skilar miklum árangri í fækkun árekstra og slysa. Talið er að samfélagslegur kostnaður umferðarslysa á Miklubraut, frá Grensási niður á móts við Eskihlíð og á Kringlumýrarbraut, frá Bústaðavegi að Sæ- braut sé um einn milljarður króna á ári. Ef að- eins er litið til gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er hluti þeirra í þessum slysakostnaði um 120 milljónir króna á ári. Þegar kemur að ákvörðun um gerð gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hljóta stjórn- völd, jafnt hjá ríki og borg, að horfa til framtíðar með öryggi vegfar- enda í huga. Athuganir sem gerðar hafa verið á umferð- arflæði og umferðarslysum sýna að hægt er að fækka slysum og minnka tafatíma með ýms- um aðgerðum. Áfangaskýrslu fýrrgreinds vinnuhóps fýlgja fjórar tillögur um ný gatna- mót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, ljósastýrð eða mislæg, annaðhvort tveggja eða þriggja hæða. Þótt þriggja hæða gatnamót séu dýrust, en áætlaður kostnaður vegna þeirra er 2,7 millj- arðar króna, eru þau þó sú lausn sem umferð- artæknilega er best. Með þeirri lausn næst mestur árangur í fækkun umferðarslysa. Þriggja hæða gatnamót eru einnig best með tilliti til hávaðamengunar og fyrir gangandi og hjólandi umferð. Með slíkum gatnamótum má stytta tafatíma um allt að 70% og það sem meira máli skiptir, þau fækka umferðarslysum um allt að 80%. Til samanburðar skal það nefnt að fjögurra fasa Ijósastýrð gatnamót stytta tafatíma um allt að 15% og fækka um- ferðaróhöppum um 30-50%. Tveggja hæða lausn á þessum gatnamótum er talin liggja á milli fyrrnefndra lausna. Líta verður til heildarlausna varðandi öll gatnamót Miklubrautar enda er reiknað með heildstæðri lausn frá Snorrabraut að Grensás- vegi. Þegar kemur að ákvörðun um gerð gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar hljóta stjórnvöld, jafnt hjá ríki og borg, að horfa til framtíðar með öryggi vegfarenda í huga. Þá þarf ekki að velkjast í vafa. Þriggja hæða gatnamót með bæði Miklubraut og Kringlumýrarbraut í fríu flæði er án efa rétt lausn. Sú gerð gatnamóta er arðbær og tryggir best líf og limi þeirra sem þau nota. Utvarp útlaga Jóns Siguröur Antonsson: „Lengi vel trúðum við að engin einkastöð gaeti keppt við Ríkisútvarpið." © £kjallari Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri ______________________ Stöðvar Jóns Ólafssonar, Út- varp Saga og Stöð 2, skáka grónum ríkisstöðvum út í gráa forneskju þegar kemur að frumkvæði og frískleika. Lengi vel trúðum við að engin einkastöð gæti keppt við Ríkisút- varpið í menningarviðleitni, eða til að kafa dýpra í umfjöllun um menn og málefni. Lífga upp á málefnaleg- ar umræður. Nú, þegar er komið miðsumar, þegar ríkisstarfsmenn fara venjulega í langt sumarfrí, þurfa hinar sjálfstæðu stöðvar að draga saman. Ríkisútvarpið getur hins vegar haldið áfram að tapa milljónum króna á dag þrátt fyrir yf- irburðastöðu á auglýsingamarkaði. Yfirburðir einkaframtaksins Nýir sumarþætúr Skjás eins og Stöðvar tvö eru léttir og hrífandi, að ekki sé talað um þátt Sirrýjar, Fólk, sem hefur mikið áhorf ásamt aula- brandarakallinum Jay Leno. Skjár einn og Stöð 2 sem lifa á auglýsinga- tekjum, og að hluta til með áskrift, geta haldið uppi jafnlangri innlendri dagskrá, ef ekki lengri en Ríkissjón- varpið sem nýtur skylduáskriftar. Ásiaifendur kjósa þessa mismunun yfir sig æ ofan í æ með vali sínu til Alþingis og enginn vill breyta. Það eina sem kerfiskallar hafa til málanna að leggja er að eyrna- merkja hluta auglýsingatekna til að geta enn ráðstafað fjármagni eftir geðþótta til dagskrárgerðar. Kerfið hefur nú með skylduáskrift í yfir 60 ár sýnt að það getur ekki gert betur en einkaframtakið. Þrátt íyrir það er engra breytinga að vænta. Stöðvar Jóns heyrast betur Útvarp Saga, f eigu hins lands- föðurlega útlaga Jóns Ólafssonar, hefur sýnt sig á fáum mánuðum að geta gert betur en nokkur menn- ingarleg ríkisstöð og hafið umræð- una upp á hærra og víðtækara plan, á meðan ríkiskerfið hjakkar í sama farinu. Hver öðrum snjallari þátta- stjórnandinn kemur þar fram á sjónarsviðið og fjallar um lífið, póli- tík og mál er varða hvert heimili. „Skjár einn og Stöð 2 sem lifa á auglýsingatekj- um, og að hluta til með áskrift, geta haldið uppi jafnlangri innlendri dag- skrá efekki lengri en Rík- issjónvarpið sem nýtur skylduáskriftar." Sigurður T., Amþrúður, Hrafn og Hallgrímur, allir landsfrægir þátta- stjómendur, reyna að fá fram eins margar hliðar á hinum ólíklegustu málefnum og frekast er kostur. Það hefur nú komið á daginn sem margur óttaðist, að þessar stöðvar verða ekki langlífar í samkeppni um auglýsingapeningana og skylduáskriftina. Áhöld em nú um hvort Útvarp Saga getur haldið úú sömu starf- semi, nema fijálsir menn hafni skylduáskrift og taki í þess stað að senda inn peninga eða kostun eins og framlag fyrirtækja er nefnt nú. Alþingismenn gætu, hefðu þeir vilja til, láúð framteljendur eymamerkja eða ákveða hver fær skylduáskrift- ina, einkastöðvarnar eða Ríkisút- varpið, jafnvel Háskólann eða Heymleysingjaskólann, fyrst á ann- að borð er verið að skylda menn til áskriftar. Það væri miklu lýðræðis- legra en núverandi fyrirkomulag þar sem menn hafa ekkert val. - Nú fá menn að ákveða hvaða trúarsafnað- ar hluti skatta skuli renna til. Leita á önnur mið Eftirtektarvert er að á sama tíma og saumað er að frjálsum fjölmiðl- um nota helstu viðskiptafrömuðir íslands viðskiptavit sitt í Breúandi, í lendum úúagans Hróa hattar, í landi Johns Stuarts Mills, þar sem hefð er fyrir að bera djúpa virðingu fyrir frelsi einstaklings og athöfn- um hans. Engir útlegðardómar hafa verið kveðnir upp yfir Jóni Ólafssyni og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Samt em þeir farnir úr landi með hluta peninga sinna á önnur mið. Sumir fréttaskýrendur segja að íslenskt viðskiptavit hafi „farið í viking" og em hæstánægðir. Eiga líklega við Bakkavararbræður? Aðrir, eins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, myndu segja, að þeir væm „að forðast geðþóttaákvarð- anir valdhafa. Skattrannsóknar- vald“? En hann heldur áfram „Um Ieið og stjórnarherrar taka að sverfa að fólki, kippir það peningum sín- um úr umferð eða færir þá úr landi.“ Hér eins og svo oft áður hittir Hannes Hólmsteinn naglann á höf- uðið. Fáir hafa rætt af hreinskilni þegar íslenskt viðskiptavit og gjörvileiki fer úr landi og nýtist öðr- um þjóðlöndum. Það eins og fleira er algjört tabú, má ekki ræða frekar en vamir Islands. Megum við ef til vill missa þá sem framkvæma og flytja síðan inn erlenda verkamenn til að fylla í eyðurnar? Emm við þá ekki farnir að lfkjast vinum okkar Svíum sem hafa heft einstaklings- framtakið? Þetta skeður á sama tíma og ráða- menn íslands senda bréf til Bush, örlagavalds heimsbyggðarinnar, og biðja um áframhaldandi félagslega aðstoð. Varnarmálefni á eyríkinu Is- landi þurfa umfram afit frjálsa opin- bera umræðu og skoðanasícipú heimamanna frekar en hjálp vina- þjóðar. - Til þess þarf fjölbreytta flóm fjölmiðla sem þora. Sjálfsánægðir stjórnendur Til að kóróna samstöðuna hjá stjómmálaflokkunum um ágæti Ríkissjónvarpsins er Gísli Mart- einn, sjónvarpskanóna, látinn halda uppi viðræðum við flokks- bræður sfna í „þættinum mfnum", gjaman um öreigaskáld og ríki þeirra sem aldrei varð að vemleika. Áð mörgu leyti hjökkum við í sama farinu og Rússland sem byrjaði að hrista af sér hlekki kommúnista fyr- ir 30 ámm. íslendingar hafa haft 60 ár til að breyta einkaréttarlögum um ríkisfjölmiðla, og enn er ekki búið að minnka aðstöðumuninn milli ríkis og einkastöðva. Athyglisvert er að prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson, svo og sumir stjómmálamenn, ótt- ast áhrif þessara nýju stöðva, enda ógna þær veldi þeirra, þegar um- ræðan er mikill og opinská. Þeir munu eigi tár fella, frekar en for- sætisráðherra Rússlands, Pútín, þegar frjálsar sjónvarpsstöðvar draga saman og loka. Það kom berlega í ljós þegar ferða- og tjáningarfrelsi Falun Gong var skert að ráðamenn töluðu niðurlægjandi til „hinna sjálfskip- uðu kjaftaglöðu þáttastjómenda" Útvarp Sögu. Hispurslaus umræða í Útvarp Sögu um varnarmál og ár- angurslítil ferðalög ráðamanna til hinna Qarlægustu landa hafa held- ur ekki aukið ánægju þeirra. I Eins gott! KR-ingar hafa staðið sig von- um slakar það sem af er keppnis- tímabili. Leikur uppi á Skaga á £Jj dögunum þótti sá lélegasti sem 1m sést hefurtil liðsins (áratug en Q það baetti um betur á heimavelli gegn Grindavík um þarsfðustu uua helgi; sá leikur þótti sá lélegasti I JJ tvo áratugi. Braeöurnir Arnar og C Bjarki Gunnlaugssynir eru á með- rtJ al þeirra sem hafa ekki staðið undir vaentingum. Hinn ágaeti blaðamaður Sigurjón M. Egilsson var víst heldur óhress með þá braeður eftir leikinn gegn Grinda- vlk og lét þetta gullkorn falla: „Það er eins gott að þessir tvíbur- ar eru ekki þríburar!" Ekki her heldur heimasíðu! Framsóknarmenn eru ekki allir sammála því mati formanns slns og utanrfkisráðherra að nauðsyn- legt sé fyrir (slendinga að Banda- ríkjamenn hafi hér óbreyttan varnarviðbúnað. Gestur Kr. Gests- son er einn þeirra, en hann er for- maður Framsóknarfélags Reykja- víkur norður og var kosninga- stjóri ftokksins I báðum Reykja- vlkurkjördæmunum I vor. - Hvað gerist svo sem ef herinn fer? spyr Gestur á framsóknarvefnum Hriflu.is, sem hann ritstýrir. „Verð- um við ekki áfram INATO?" spyr Gestur og telur, ólíkt formanni sínum, að við höfum lltið að ótt- ast. Hann segir hugmyndir um (s- lenskan her út I hött en kemur með snilldarlega hugmynd að einfaldri lausn til að bægja frá hugsanlegum árásarhópum: „Ég legg til að við útbúm frekar góöa heimasíöu með upplýsingum um varnarbandalag fslands [NATO] til þeirra sem hugsanlega gætu ver- ið ógn við sjálfstæði fslendinga og væru að hugleiða að ráöast á (sland I komandi framtíð og not- um peningana I þarfari hluti."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.