Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 17
16 TILVERA FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ2003
+
FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ2003 TILVERA 17
Tílvera
Fólk • Heimilið ■ Dægradvöl
Netfang: tilvera@dv.is
Sími: 550 5824 -550 5810
Hollywood endir
WODDY ALLEN er einn fremsti
kvikmyndagerðarmaður
Bandaríkjanna og það er ávallt
viðburður þegar hann kemur
með nýja kvikmynd sem er
nokkuð oft miðað við aðra.
Nýjasta kvikmynd hans,
LEIKARAR LEiKA LEIKARA:Treat
Williams.Téa Leoni, Woody Ailen
og Debra Messing.
Hollywood Ending verður
frumsýnd á morgun.
Þessi nýja mynd Allens fjaliar
um kvikmyndabransann. Allen
leikur leikstjórann Val Wazman
sem átti sína bestu stundir á
áttunda og níunda áratugnum
en hefur aðallega fengist við
auglýsingar síðan. Loksins fær
hann tækifæri til að leikstýra
leikinni kvikmynd en þá vill
ekki betur til en svo að hann
verður blindur, tímabundið að
vísu. Blinduna má rekja til
taugaveiklunar. Hann og vinir
hans reyna að breiða yfir sjúk-
dóminn gagnvart framleiðend-
um myndarinnar.
Eins og nærri má geta fer ýmis-
legt úrskeiðis þegar Wazman
tekur til við að leikstýra. Eins og
ávallt safnar Woody Allen
þekktum leikurum (kringum
sig. f helstu hlutverkum auk
hans eru Treat Williams, George
Hamilton,Téa Leoni, Debra
Messing og Mark Rydell.
Woody Allen á sér marga
aðdáendur og sjálfsagt eru
margir á því að hann sæki
fyrirmyndina, Waxman, að
einhverju ieyti í sjálfan sig að
þessu sinni.
Passion verður textuð
MELGIBSON hefur nú breytt
ákvörðun sinni um að texta ekki
nýjustu kvikmynd sína,The
Passion. Nú ætlar hann að texta
hana. Eins og komið hefur fram
hefur hann dvalið á (talíu við
tökur á myndinni sem að meg-
inefni fjallar um síðustu klukku-
stundirnar í ævi Jesú Krists. Gerð
myndarinnar er sérstök að því
leytinu til að hún er tekin upp á
arameisku (fornhebreska) og
latínu og í fyrstu vildi hann ekki
texta myndina. Gibson varar við
því að ofbeldi er mikið í mynd-
inni: „Það er ekki hægt að fegra
krossfestingu." f hlutverki Jesú
er James Caviezel (The Count of
Monte Cristo), Monica Bellucci
leikur Maríu Magdalenu og
rúmenska leikkonan Maia Morg-
enstern leikur Maríu mey.
Charlie's Angels: Full Throttle:
Þær eru flottar og hættulegar,
þær Alex, Dylan og Natalie sem
þekktar eru sem Englar
Charlies. Þær eru klárar hver í
sínu lagi en saman eru þær
hættulegasta vopn sem völ er á.
Upprunalega er Charlie’s Angels
sjónvarpssería sem var geysivinæl á
áttunda áratugnum. Hún lá síðan í
dvala í mörg ár þar til Drew
Barrymore fékk mikinn áhuga á að
gera kvikmynd eftir henni. Hún fékk
mikilsmetna menn í lið með sér og
þegar hún var búin að fá Cameron
Diaz og Lucy Liu til að fylla þrenn-
inguna var ekkert úl fyrirstöðu að
hefja gerð myndarinnar.
Til að gera langa sögu stutta þá sló
Þegar vitnin fara að
hverfa eitt aföðru er
aðeins hægt að treysta
á englana til að koma í
veg fyrir fleiri morð.
Charlie Angels eftirminnilega í gegn
og sló aðsóknarmet. Það þarf víst
ekki að koma á óvart að framhalds-
mynd skuli hafa verið gerð, enda
þeir sem stjórna í Hollywood þekkt-
ir fyrir annað en að sleppa kúnni
meðan hún mjólkar. Charlie’s Ang-
els: Full Throttle hefur iitið dagsins
ljós og kemur ný hingað úl landsins.
Sem fyrr er það barátta hins góða
gegn hinu illa sem skiptir máli.
Stúlkurnar fara á kreik að finna tvo
hringa, ekki vegna þess að þeir séu
stolnir og mjög verðmætir heldur
vegna þess að í þeim eru upplýsing-
ar sem eru yfirboðara þeirra mikils
virði þar sem greint er hvar er að
finna vitni í glæpamálum en þau
hafa fengið nýtt nafn og heimilis-
fang. Þegar vitnin fara hverfa eitt af
öðru eru englarnir fengnir til að
bjarga málunum.
Auk þeirra Diaz, Liu og Barrymore
leika í myndinni Demi Moore, Bern-
ie Mac, Crispin Glover, Robert Pat-
rick, Luke Wilson, Matt LeBlanc, Ro-
bert Forster og John Clees eMart@dv.is
TILBÚNAR í SLAGINN: Lucy Liu, Cameron Diaz og Drew Barrymore leika engla Charlies í annað sinn,
Alex
Stjörnumerkl: Steingeit
Hán Svart
Augu: Brún
Einkenni: Snyrtileg klassastúlka sem
vill hafa allt I röð og reglu.
Æska: Móðir: prófessor við London
School of Economics. Faðir: þekktur
hjartaskurðlæknir. Alex var undra-
barn (skóla og langt á undan jafn-
öldrum sínum. Venjulegur skóli var of
léttur fýrir hana svo að hún nam hjá
munkum ÍTíbet áður en hún hóf
dansnám hjá ballettinum í Stuttgart.
Atvlnna: Rannsóknarstörf hjá tölvu-
fyrirtæki og geimferðastofnuninni og
taugalækningar.
Áhugamál: Teflir eins og stórmeistari.
Sambönd: Er af og til með Jason
Gibbons. Á hús á dýrum stað í
Hollywoodhæðum.
Bdl: Silfurlitur Mercedes Benz af dýr-
ustu gerð.
Dylan
Stjörnumerki: Fiskar
Hár. Skolleitt
Augu: Græn
Elnkenni: Rómantísk og hálfgerður
hippi f sér. Fær oft snjallar hugmyndir.
Æska: Móðir hennar er látin og faðir
hennar að öllum líkindum einnig en
ekkert er vitað um hann. Var villt sem
barn og unglingur. Gekk í skóla lífsins,
las Kerouac og lenti í ýmsum miður
góðum félagsskap.
Atvinna: Allt mögulegt, meðal annars
fjölbragðaglíma, trukkabílstjóri, jóga-
kennari og skemmti á hestaati, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Áhugamál: Margvísleg og gjörn á að
ana f eitthvað sem hún veit ekkert um.
Sambönd: Einhleyp eins og er. Sein-
heppin í ástamálum og virðist alltaf
velja rangan mann. Býr f lítilli íbúð á
Sunset Boulevard.
Bíll: Chevelle.
Natalie
Stjörnumerki: Meyja
Hár: Ljóst
Augu: Ljósblá
Einkenni: Stríðin, bjartsýn og opin-
eygð. Hefur ekki hugmynd um að
hún lítur út eins og ofurfyrirsæta.
Æska: Móðir hennar er bókavörður
og faðirinn fótboltaþjálfari. Var nörd í
skóla og reyndi að líkjast Lei
prinsessu. Lauk námi frá MIT.
Atvinna: Vann við rannsóknir hjá
sænsku vfsindaakademíunni, Ijós-
móðir dýra, tilraunaflugmaður og
talsmaður Lincolns/Mercury.
Áhugamál: Allt á hjólum, sérstakt dá-
læti á vegakappakstri, þyrluflugi og
motocross. Einnig hefur hún mikinn
áhuga á spurningaleikjum.
Sambönd: Er nýflutt inn í strandhús
með Pete, nýjum kærasta.
Brtl: Ferrari, gamall og verðmætur.
APPELSINUGULUR
LITUR GERIR MANN FALLEGAN
■NÝLEGT HÚS TEKUR STAKKASKIPTUM
DRAUMAHERBERGI BARNA
(OG FULLORÐINNA)
• ALLT UM
• BARNA
• 16 FÖGUR
• FYRSTA
HÚS OG HÍBÝLI
HÚS O G HÍBÝLI - HEIMA E R BEZT
*
sölutilkynraingar og afsöl
550 5000
+