Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ2003 Útlönd Heimurinn í hnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson Netfang: gube@dv.is Sími: 550 5829 Vilja fá að hitta Suu Kyi BURMA: Alþjóðanefnd Rauða krossins lýsti í morg- un yfir bjartsýni á að herfor- ingjastjórnin í Burma myndi leyfa fulltrúum RK að hitta stjórnarandstöðuleiðtogann Aung San Suu Kyi sem hefur verið í haldi (rúman mánuð. Michel Ducreaux, fulltrúi Rauða krossins í Burma, sagði Reuters fréttastofunni að hann hefði heyrt orðróm um að Suu Kyi hefði verið flutt úr hinu alræmda Insein- fangelsi á „meira viðeigandi" stað. Hann sagðist þó ekki geta staðfest það en sagðist vonast til að hitta hana. Dýr hráki BANDARlKIN: Maður nokkur í Oklahoma, sem var handtekinn fyrir að berja eiginkonu sína, og átti yfir höfði sér eins árs fang- elsisdóm og sekt fór heldur illa að ráði sínu. Hann hrækti fram- an í lögregluþjóninn sem handtók hann og var umsvifa- laust dæmdur í lífstíðarfangelsi. Ástæðan er sú að líkamsvessar eru taldir geta borið smit. Evrópuþingið í Strassborg: Berlusconi veldur titringi Líkti þingmanni við fangavörð nasista Leiðtogar Evrópuþingsins í Strassburg hafa farið fram á formlega afsökunarbeiðni frá Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, vegna ummæla hans á þinginu í gær þar sem hann líkti þýska þingmann- inum Martin Schulz við fanga- vörð í útrýmingarbúðun nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Hafi Berlusconi, sem segist harma ummælin, ekki farið að kröfu þeirra fyrir klukkan 12.30 í dag hóta þeir að íhugað verði að slíta öll tengsl við ráðherraráð ESB sem Berlusconi leiðir næstu sex mánuðina en ítalir tóku í gær við formennsku í ráðinu af Grikkjum. Berlusconi líkti þýska þingmanninum Martin Schulz við fangavörð í útrýmingarbúðun nas- ista í seinni heims- styrjöldinni. Berlusconi viðhafi þessi ummæli í þinginu í gær eftir að Schulz, sem er þingmaður sósíalista, gagnrýndi hann en viðbrögð hins blóðheita Berlusconis við gagnrýninni voru að segja Schulz tilvalinn í hlutverk fangavarðar í kvikmynd sem verið er að gera á Ítalíu um útrýmingar- búðir nasista á Hitlerstímanum. Fleiri þingmenn gagnrýndu Berlusconi þegar hann reyndi að gera grein fyrir því hvaða mál hann hygðist setja á oddinn á því hálfa ári sem hann fer með formennsku í ráðherraráðinu. Þar höfðu þing- menn þýskra græningja sig mest í frammi og mættu með mótmæla- spjöld á þingpalla þar sem hann var sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar heima á Ítalíu og á einu þeirra stóð: „Engan guðföður fýrir Evrópu". Þegar Schulz hafði ítrekað gripið fram í fyrir Berlusconi var honum nóg boðið og lét umrædd ummæli flakka. í kjölfarið var sendiherra ítala í Berlín kallaður til fundar í aðal- stöðvum Gerhards Schröders kanslara og honum afhent formleg mótmæli æðstu stjórnvalda þar sem ummæli Berlusconis voru sögð óásættanleg og frekari skýr- inga krafist. Stuttu síðar var sendiherra Þjóð- verja í Róm kallaður á fúnd í ítalska utanríkisráðuneytinu þar sem framferði og ummælum Schulz var mótmælt. Að ítalski sendiherrann skuli kallaður til fundar í aðalstöðvum kanslarans en ekki f utanríkisráðu- neytið eins og venjan er þegar milliríkjamál bera á góma, þykir sýna að málið er litið mjög alvar- legum augum. Eftir að hafa neitað að biðjast afsökunar á ummælum sfnum að kröfu forseta Evrópuþingsins, hef- ur Berlusconi boðist til þess að aðstoðarmaður sinn biðji Evrópu- þingið afsökunar á sumum um- mælum sínum en ekki öllum en alls ekki Schulz sjálfan. Sendiherra ítala var kallaður til fundar í aðalstöðvum Gerhards Schröders kanslara og honum afhent formleg mótmæli stjórnvalda þarsem ummæli Berlusconis voru sögð óásættanleg og frekari skýringa krafist. Þessi uppákoma á fyrsta degi ítala í forystu ESB þykir að vonum ekki gefa góð fyrirheit um fram- haldið og virkar að mati stjóm- málaskýrenda eins og olía á bál þeirra sem kynt hafa undir óánægju og efasemdir um trú- verðugleika Berlusconis og hæfni hans til að stýra ESB vegna orð- spors hans heima á Ítalíu. Schulz sagði í viðtali við BBC í gær að það væri vissulega broslegt að heyra forsætisráðherra ítala, með fortíðardraug Mussolinis í eftirdragi, viðhafa svo kaldhæðnis- leg ummæli. „Auðvitað er ég hon- um reiður," sagði Schulz sem bygg- ir gagnrýni sína á Berlusconi á óeðlilegum hagsmunatengslum hans sem fjölmiðlajöfurs og ríkasta manns Ítalíu. Schröder, kanslari Þýskalands, krafðist þess í ræðu í þýska þinginu í morgun að Berlusconi legði fram formlega afsökunarbeiðni á öllum ummælum sínum. Aðalþjóðveginum á Gaza lokað í morgun Bjartsýnir á að finna morðingja Miu litlu Bjartsýni ríkir innan lögregl- unnar í Ringsted í Danmörku á að morðingi hinnar tólf ára gömlu Miu Teglgaard Sprotte muni finnast þótt hann leiki enn lausum hala. Lögreglunni hefur borist mikill fjöldi ábendinga frá almenningi sem er mjög í mun að aðstoða við að góma morðingjann. Lík Miu fannst grafið í jörðu á mánudags- kvöld, skammt frá heimili henn- ar. Stúlkunni hafði verið nauðgað og hún síðan kyrkt með nælonsnúru. Síðast hafði sést til Miu á föstudagskvöld. „í augnablikinu höfum við ekk- ert í höndunum sem gefur vís- bendingar um hver morðinginn geti verið. Við höfum fengið margar ábendingar um ákveðið nafn og við höfum fengið upplýs- ingar um fleiri nafngreindar per- sónur. Við verðum þó að hafa traustan grundvöll að vinna á áð- ur en við förum út og bönkum upp á hjá fólki," segir Erik Ander- sen, varðstjóri í lögreglunni í Ringsted, í viðtali við danska blaðið Jyllands-Posten í morgun. Vasahnífur undir smásjánni Lögreglumennirnir einbeita sér að því að rannsaka svissneskan vasalmíf sem fannst þar sem lík Miu var grafið í jörðu. Hnífurinn er rauður, með áletruninni „Maersk Drilling Safety Award". Hjá Maersk var í gær verið að kanna hversu margir hefðu fengið svona hníf og þá hugsanlega hverj- ir. Danska blaðið Ekstra Bladet seg- ir frá því í dag að móðir stúlkunnar, hin 34 ára gamla Marianne Sprotte, hafi mátt ganga í gegnum miklar þjáningar á lífsleiðinni. Fyrir sex árum missti hún eiginmann sinn, sem þá var aðeins 35 ára, og nú er tæp vika síðan dóttirin varð fómar- lamb morðingja. Lögreglan telur næsta víst að morðinginn búi í smábænum Ben- lose við Ringsted, sama bæ og Mia, litli bróðir hennar, móðir og stjúp- faðir búa í. ísraelar lokuðu aðalþjóðvegin- um milli suður- og norðurhluta Gaza í morgun fyrir allri umferð Palestínumanna eftir sprengju- árás á gyðingabyggð. Sjónarvottar sögðu að fsraelskar jarðýtur hefðu komið stórum og þungum steinsteyptum hindrun- um fyrir á þjóðveginum. Ekki em nema örfáir dagar liðnir sfðan þessi sami þjóðvegur var opnaður fyrir umferð Palestínumanna, í fyrsta sinn í tvö og hálft ár. Sú ráðstöfun vakti vonir manna um að friðvæn- legar horfði nú fyrir botni Miðjarð- arhafsins. Israelskar hersveitir skutu einnig í morgun til bana Palestínumann á Vesturbakkanum, fáeinum klukku- stundum eftir að George W. Bush Bandaríkjaforseti bar lof á ísraelsk stjórnvöld fyrir að hafa kallað her- menn sína burt frá Betlehem. REYNIR HVAÐ HANN GETUR: Mahmoud Abbas, forsaetisráðherra palestlnsku heimastjórnarinnar, hét því I gaer að fang elsa alla þá sem myndu rjúfa vopnahléið við Israel. Honum hefur reynst erfitt að hafa hemil á harðlínumönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.