Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 30
30 DVSPORT FIMMTUDAGUR 3. JÚU2003 Grindavík með Færeyinga í sigtinu Sigmundur Már tíundi FIBA-dómari Islands KNATTSPYRNA; Ingvar Guðjóns- son, framkvæmdastjóri knatt- spyrnudeildar Grindavíkur, sneri heim til fslands í gær eftir þriggja daga dvöl í Færeyjum. Tilgangur ferðarinnar var að skoða þarlenda sóknarmenn sem gætu hugsanlega leyst markaskoraravandamál Grinda- víkurliðsins. Ingvar tjáði DV- Sporti að hann hefði rætt við nokkra leikmenn en fyrst og fremst er Ingvar talinn hafa verið að fylgjast með hinum tvítuga sóknarmanni Kí, Hjalgrim Elttör. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, líst einnig vel á piltinn og staðfesti við DV-Sport að hann væri fyrsti kostur liðsins. „Hann er ágætur og skoraði gott mark í leiknum sem ég sá hann spila. Ég ræddi við hann og nokkra aðra leikmenn og voru þeir allir reiðuþúnir að skoða málin. Annars er ekkert ákveðið í þessum efnum og þetta skýrist ekki fyrr en líklega í næstu viku," sagði Ingvar. „Vlð þurfum klárlega að styrkja hópinn en það er samt ekkert óðagot. Við förum okkur hægt og gætum þess að gera enga vitleysu. KÖRFUBOLTl: Sigmundur Már Herbertsson úr Njarðvík varð í vikunni tíundi íslenski dómarinn til að fá alþjóðleg réttindi til að dæma körfubolta en hann og Jón Bender fóru í sumar til Amsterdam til að sitja námskeið á vegum FIBA, Alþjóða körfu- boltasambandsins. (sland á nú fimm FIBA-dómara en hinir eru Kristinn Albertsson, Breiðabliki, Leifur Garðarsson, Haukum, Helgi Bragason, (S, og Kristinn Óskarsson, Keflavík. Sjötti íslendingurinn, Aðalsteinn Hjartarson er FIBA dómari í Sviss. Sigmundurerfæddur 1968, tók dómarapróf 1994 og hóf dóm- gæslu í efstu deild 1995, alls 163 leiki. Hann var valinn efnilegasti dómari úrvalsdeildar 1996 og 1997. Sigmundur hefur undanfarin ár dæmt í úrslitakeppninni og hef- ur tvisvar dæmt bikarúrslitaleiki karla (2000 og 2003). Hin síðari ár hefur orðið æ erfið- ara að fá alþjóðleg réttindi og framboð dómara í Evrópu hefur verið yfirdrifið nóg svo að ekki er um eiginlegt próf að ræða þar sem menn falla eða ná. 4- 1 Stórsigur 0-1 Matthfas Guðmundsson 31. 0-2 Jóhann Möller 34. 0-3 Hálfdán Gfslason 53. 0-4 Jóhann Möller 60. 0-5 SlgurðurS. Þorsteinsson 66. 0-6 Sigurður S. Þorsteinsson 75. „Þetta var vægast sagt dapurt hjá okkur. Þetta féll ekki með okk- ur að þessu sinni. Við fengum nokkur mjög góð færi áður en þeir skoruðu. Þeir voru orðnir pirraðir í stöðunni 0-0 og famir að rífast en tókst svo að skora tvö mörk fyrir hlé. Þriðja markið skiptir gríðarlega miklu máli í knattspymu og það datt þeirra megin. Eftir það var eins og mínir menn gæfust upp. Við þurfum bara að gyrða okkur í brók," sagði Sigurður Þorsteinsson, þjálfari Aftureldingar, eftir að hans menn höfðu steinlegið heima fyrir Val, 6-0. Valsmenn verða því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit bikarkeppninnar en Afturelding hefur lokið þátttöku þetta árið. Valsmenn vom mikið sterkari aðilinn í leiknum ef fyrsti stund- arfjórðungurinn er undanskilinn. Heimamenn fengu góð færi til að komast yfir en Þorvaldur Guð- mundsson fór illa að ráði sínu í tvígang með stuttu millibili. Vals- menn náði síðan góðum tökum á miðjunni sem þeir héldu út leik- inn. Tvö Valsmörk vom skomð í fyrri hálfLeik og vom það þeir Jó- hann Möller og Matthías Guð- mundsson sem þau gerðu og lögðu þeir einnig upp mörkin hvor fyrir annan. Valsmenn gerðu síðan út um leikinn í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir fengu mark á silfurfati eftir skelfileg mistök í vöm Aftureldingar og eft- ir það var einungis spuming hversu stór sigurinn yrði þar sem heimamenn virtust niðurbrotnir. Sigurður Sæberg Þorsteinsson, sem lék stórvel í vöm Vals megn- ið af leiknum, færði sig framar í seinni hálfleik og gerði tvö góð mörk. Fyrra markið hans var með stórglæsilegu skoti af 22 metra Við vorum steinsof- andi fyrstu 20 mínút- urnar og vorum heppnir að fá ekki á okkurmark. færi og það seinna eftir mikið harðfylgi. Sigurður var ánægður með spilamennsku liðsins þegar harm var tekinn tali að leik loknum. „Þetta kom hjá okkur í seinni hálfleik. Þeir stóðu í okkur í þeim fyrri en í þeim seinni var þetta aldrei spurning. Við vorum steinsofandi fyrstu 20 mínútum- ar og vomm heppnir að fá ekki á okkur mark. Þeir broma sfðan saman í seinni hálfleik. Okkur tókst að spila okkar bolta þar sem við náðum góðu spili og nýttum kantana vel. Við höfum ekki náð þessu spili í mörgum leikjum í sumar en vonandi er þetta komið hjá okkur. Þá emm við í mjög góðu formi og það sýndi sig í lok leiksins. Maður leiksins: Sigurður Sæ- bergÞorsteinsson -Ben Veigar Páll og gerðu gæfumuninn íleik íslandsmeistara 1 -0 Veigar Páll Gunnarsson 26. 2-0 Sigurvin Ólafsson 55. KR-ingar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins í gær- kvöld þegar liðið bar sigurorð af U23 ára liði ÍA í Frostaskjólinu í gærkvöld. Frammistaðan var hins vegar ekki góð og hefði að öllum líkindum verið jafn léleg og gegn Grindvíkingum í síðustu viku ef liðið hefði ekki notið krafta þeirra Sigurvins Ólafsson- ar, og þá sérstaklega Veigar Páls Gunnarssonar, í leiknum. Svart og hvítt á vel við þegar rætt er um mikilvægi Veigars Páls Gunn- arssonar í leik KR. Með hann innan- borðs fær liðið allt aðra ásýn og í leiknum í gærkvöld ákvað Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, að setja hann í uppáhaldsstöðu' sína- rétt fyrir aftan sóknarmennina - leikandi lausum hala - í stað þess að hafa hann á hægri vængnum eins og hlutskipti Veigars hefur verið í upp- hafi íslandsmótsins. „Kominn tími til,“ heyrðist sagt á KR-vellinum, og það með réttu, því að í þeirri stöðu á Veigar heima og hvergi annars stað- ar. Hann sýndi frábæra takta framan af leik, skoraði gott mark og var sí- fellt að velgja varnarmönnunum í liði ÍA undir uggum. En áhyggjuefni Willums felst í því að hann er sá eini sem er að gera það sem til þarf. Hreint ótrúlegt var að fylgjast með „Áhyggjuefni Willums felst íþví að Veigar Páll er sá eini sem gerir það sem tilþarf." Arnari Gunnlaugssyni. Hann virtist frískur á fyrstu fimm mínútum leiks- ins eða svo og var að gera fína hluti, en síðan ekki söguna meir. Honum var endanum skipt út af í hálfleik. Hvort sem um var að kenna meiðsl- um eða formleysi þá átti Amar sennilega slakasta leik sinn í óra- tíma. Sá sem leysti hann af, Einar Þór Daníelsson, gerði ekki neinar rósir. Eftir að hafa haft sig lítið í frammi fyrir fyrsta hálftímann, utan þess að næla sér í gult spjald fyrir kjaftbrúk, braut Einar gróflega á Ellert Jóni Björnssyni, sem átti góðan dag sem fyrirliði ÍA. Brotið var viljaverk og hefði eitt og sér verðskuldað brott- vísun. Einar fékk hins vegar annað gult spjald og var það nóg til að hann fauk út af. Það vildi Einar Þór hins vegar ekki gera og á meðan verið var að huga að Ellert, sem lá óvígur á vellinum, veittist Einar Þór að Þórði Birgissyni. Þetta atvik á mjög líklega eftir að draga dilk á eftir sig og hreint með ólíkindum að sjá jafn reynslu- mildnn leikmann og Einar Þór, sem auk þess er fyrirliði liðsins, láta ung- linga ofan af Skipaskaga fara jafn mikið í taugarnar á sér. Tíðar tæklingar frá ÍA Því verður hins vegar ekki neitað að Skagamenn voru oft á tfðum ein- um of villtir. Tæklingamar vom ekld sparaðar og eftir því sem leið á leik- inn fóm leikmenn KR að hoppa upp úr þessum tæklingum. En Ólafur Þórðarson og lærisvein- ar hans geta borið höfuðið hátt. Þeir sýndu fslandsmeistumnum enga virðingu og hefðu með smáheppni getað skorað mark. Langskotum var mikið beitt og áttu þau vel rétt á sér

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.