Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ2003 DVSPORT 29 Óvíst hvað Tryggvi gerir á næsta ári KNATTSPYRNA: Nokkurfé- lög víða um Evrópu hafa undanfarið verið að bera ví- urnar ÍTryggva Guðmund- sonn, íslenska landsliðs- manninn hjá Stabæk í Nor- egi.Tryggvi, sem verður samningslaus þegartímabil- inu í Noregi lýkur í haust, vildi ekki segja hvaða félög um væri að ræða en viður- kenndi að flest væru þau lítið spennandi. „Þetta eru neðri deildar félög víða í Evrópu og það vekur ekki áhuga hjá mér. En ég neita því ekkert að mig lang- ar að spila í svokallaðri vetrar- deild þannig að ég sé á sama róli og margir félagar mínir I landsliðinu," sagði Tryggvi. „Þeir hjá Stabæk skilja mína afstöðu og vita að mig langar að breyta til. Þeir vilja hins vegar halda mér og ef engin áhugaverð tilboð berast mun Stabæk bjóða mér samning og ég mun íhuga hann vel. Markaðurinn í dag er erfiður og ég er nú enginn Zidane, svo að allt getur gerst. En ég vona það besta," segir Tryggvi. mferðunum Mörk úr beinum aukaspyrnum 2. umferð - Laugardalsvöllur 25. maí - Ágúst Gylfason, Fram, skoraði fram hjá Kristjáni Finnbogasyni, KR, af 21 metra færi á 90. minútu. - Fylkisvöllur 26. maí - Gunnar Þór Pétursson, Fylld, skoraði fram hjá Ólafi Gottskálkssyni, Grindavík, af 20 metra færi á 32. mínútu leiksins. 3. umferð - Laugardalsvöllur 29. maí - BJörgólfur Takefusa, Þróttl, skoraði fram hjá Sören Byskov, KA, af 22 metra færi á 69. mínútu. 4. umferð - Fylkisvöllur l.júní- Gunnar Þór Pétursson, FyHd, skoraði fram hjá Daða Lárussyni, FH, af 18 metra færi á 56. mínútu. - Akureyrarvöllur 3. júní - Pálml Rafn Pálmason, KA, skoraði fram hjá Kristjáni Finnbogasyni, KR, af 20 metra færi á 35. mínútu. 5. umferð - KR-völlur 16. júní — Slgurbjöm Hrelöarsson, Val, skoraði fram hjá Kristjáni Finnbogasyni, KR, af 22 metra færi á 63. mínútu. 7. umferð - Akureyrarvöllur 25. júní — Slgurbjöm HrelBarsson, Val, skoraði fram hjá Sören Byskov, KA, af 26 metra færi á 73. mínútu. GLÆSILEG AUKASPYRNA SIGURBJARNAR: Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Valsmanna, hefur skorað tvö mörk beint úr aukaspyrnum það sem af er sumri og hér á þessari myndasyrpu sést annað þeirra marka sem hann skoraði fram hjá Kristjáni Finnbogasyni, markverði KR, í leik liðanna á KR-velli á dögunnum. DV-mynd Hilmar Þór Eyjólfur fær kveðjuleik Hertha Berlin, þýska félagið sem Eyjólfur Sverrisson hefur leikið með frá árinu 1995 allt þar til hann lagði skóna á hill- una í vor, hefur skipulagt kveðjuleik til heiðurs Eyjólfi sem mun fara fram 26. júlí nk. á ólympíuleikvanginum í Berlín. Að öllum líkindum verður leik- ið gegn tyrkneska stórveldinu Gaiatasary en einnig er AC Milan inni í myndinni sem mótherji Berlínarliðsins (leiknum. Þetta er í fyrsta skipti sem Hertha heiðrar leikmann sinn með kveðjuleik svo að ekki þarf að fara mörgum orðum um það í hversu miklum metum Eyjólfur er hjá félaginu. „Þetta er gert fyrir mig og sókn- armanninn Micheal Preetz en eins og ég þá þá hætd hann knatt- spymuiðkun í lok síðustu leiktíð- ar. Við höfum báðir staðið í upp- gangi félagsins síðusm ár og þeir einu sem hafa ekki farið frá félag- inu í neinu fússi. En auðvitað er mjög skemmtilegt að fá þennan kveðjuleik og jafnframt mikill heiður," sagði Eyjólfur í samtali við DV-Sport í gær. Þess má geta að þegar Eyjólfur gekk tíl liðs við Hertha var félagið í þýsku B- deildinni og ætlaði sér stóra hluti. Það gekk heldur betur eftir og að- eins nokkrum árum síðar var Iiðið að leika á meðal þeirra bestu í meistaradeildinni. Kannski með í sumar Eyjólfur segist enn enga ákvörðun hafa tekið um hvort hann spilar hér heima eftir að fé- lagaskiptaglugginn opnaðist 15. júlí nk. Hann sé enn að vinna að því að koma sér í form og það sé með öllu óvfst hvað úr verði. Spurður hvort hann hygðist gefa kost á sér í landsliðið, með þeim fyrirvara að hann tæki fram skóna síðla sumars, sagði Eyjólfur það einnig óráðið. „Það var talað um að ég myndi hugsanlega hjálpa þeim þegar málin stóðu hvað verst en nú hafa hlutimir breyst. Það hefur gengið vel hjá landsliðinu í síðustu leikj- um og ég veit nú ekkert hvort ég kæmist í liðið í dag,“ sagði Eyjólf- ur hlæjandi og tekur greinilega allri þessari umræðu af mikill rósemi. vignir@dv.is Bullandi gangur í veiðinni Veiðiskapurinn heldur áfram og fyrstu laxarnir eru komnir á land úr mörgum veiðiám, svo sem Laxá á Asum þar sem þrír laxar hafa komið á land og einnig eru fyrstu laxar sumars- ins komnir úr Heiðarvatni í Mýrdal, Brynjudalsá í Hvalfirði og Langadalsá í (safjarðar- djúpi. f Langá á Mýmm hafa veiðst 100 laxar og þar var Ingvi Hrafn Jóns- son ígærdag. „Við emm komnir í 100 laxa og það er mjög góður gangur í veiði- skapnum hjá okkur, það koma lax- ar á hverju flóði, sagði Ingvi Hrafh Jónsson við Langá á Mýmm í gær. „Það er kominn flskur um alla á og á fjallinu em komnir um 100 laxar en það hefur ekki gerst síðan 1978 þegar 2400 laxar veiddust í ánni. Af þessum 100 löxum, sem em komn- ir á land, er næstum helmingur á fluguna en veiðimenn virðast nota hana miklu meira en áður. Flugan er greinilega að taka völdin," sagði Ingvi Hrafn. Veiðin hefur verið nokkuð góð í „Við erum komnir í 100 laxa og það er mjög góðurgangurí veiðiskapnum hjá okkur." Hftrará en veiðimenn, sem DV ræddi við við ána fyrir fáum dög- um, voru komnir með 2 laxa og í Haffjarðará hefur verið góður gangur og stærsti laxinn á land þar er 20 pund. Veiðimenn, sem vom á Vatnasvæði Lýsu, dunduðu sér við að veiða bleikjur en ekki höfum við ffétt að lax hafi veiðst þar, en það kemur að því. Er allt að detta inn Fyrir nokkrum dögum veiddist fýrsti laxinn í Heiðarvami í MýrdaJ og var hann 8 punda. Fyrsti laxinn er kominn á land í Brynjudalsá í Hvalfírði og var hann 5 pund. í Langadalsá í ísafjarðardjúpi veidd- ist fyrstí laxinn á Ennisflúðinni. Veiðiskapurinn er greinilega að detta inn þessa dagana, það hefur rignt aðeins og það er fyrir mestu í veiðinni núna. G.Bender ENGINN LAX ENN ÞÁ: Ari Slgvaldason og Kristján Ari Arason viö Slká (fyrradag, tilbúnir að eiga viö laxa í ánni. Enn þá hafa bara veiðst bleikjur en laxinn er þar en tekur ekki. DV-mynd G. Bender 4 * LOOP veióivörurmr eru hannaðar og þróaðar af veiðimönnumfyrir veiðimenn. Þess vegna velja sifelltfleiri sér útbúnaðfrá LOOP. Sportlegt útlit, þtegindi og vasarfyrirhinarýmsu þatfir veiðimannsins eru einkenni nýju línunnarfrá LOOP. I sumar verthu opu) sem hérsegir: mán-fim 9-19. fós 9-20. lau lO-l', sun 11-16 Siðumúla 11 • 108 Reykjavík 588-6500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.