Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ2003 Landakotsskóli hæstur í íslensku og stærðfræði í 10. bekk: l^Esju gönguleiðir Nýtt stafrænt unnið útivistarkort af 42 gönguleiðum Esjunnar meðöllum hugsanlegum upplýsingum. Hvert sem leiðin liggur, vísum við þér veginn - út í náttúruna, út í heim, uppá fjall og í átt að sögu og menningu, hvort sem (xi ferðast í flugvél, á reiðhjóll, kajak eða tveimur jafníljótum. I Komdu við hjá okkur og skoðaðu frábært ún'al íslenskra og erlendra ferðakorta. göngukorta og bólca... “ BOKA Jf J i BUDIR j/cy yj / Laugavegí • Bankastræti • Siðumula • Mjódd Nær helmingur er ári á undan Fjölmargt er fréttnæmt í niðurstöð- um samræmdra prófa í 10. bekk í vor. Stúlkur standa sig mun betur en strákar, miklu færri nemendur á landsbyggðinni ná góðum árangri en á höfuðborgarsvæðinu og landsmeðaltal í stærðfræði er að- eins 5,6. Góður árangur barna í Landakotsskóla er einnig mark- verður. Landakotsskóli hafði mjög mikið for- skot í stærðífæði, eins og sést á með- fylgjandi töflu. Þar eru gefnar upp normaldreifðar meðaleinkunnir (sjá umfjöllun neðar á síðunni) en raun- veruleg meðaleinkunn nemenda skól- ans í stærðfræði var 7,7. Til saman- burðar fengu böm á öllu landinu að meðaltali aðeins 5,6 í einkunn í stærð- fræði. Meðaleinkunn Landakotsskóla í íslensku var 7,8, hún var 6,6 á landinu öllu. Skólinn hefur nú nokkur ár í röð verið með hæstu meðaleinkunn í ís- lensku. Þá var Landakotsskóli með hæstu meðaleinkunn á landinu í dönsku, ensku og samfélagsfræði. Sex nemend- ur á landinu öllu náðu 9,5 í ensku og þeir vom allir úr 20 manna útskriftarár- gangi Landakotsskóla! Opinn öllum „Skýringin er náttúrlega fyrst og síð- ast gott skipulag og mikill námsáhugi og það góða starf sem fer fram bæði í bamaskólanum og í unglingadeild- inni,“ segir Marta Guðjónsdóttir, um- sjónarkennari útskriftarárgangsins í Landakotsskóla. Marta bendir á þá athyglisverðu staðreynd að níu þeirra tuttugu bama sem útskrifuðust úr 10. bekk í vor með þessum ágæta árangri em ári á undan í skóla, þ.e.a.s. fædd árið 1988. „Sam- kvæmt nýju námsskránni mega þau KAT í LANDAKOTI: Námsáhugi nemenda í Landakoti á stóran þátt í góðum árangri þeirra, að sögn kennara þeirra. þreyta samræmdu prófin ári fyrr. Ég tel að þessi breyting, sem Bjöm Bjamason átti veg og vanda af, skipti gríðarlegu máli og mörg bamanna hafa nýtt sér það. Sum færðust hins vegar upp um bekk þegar þau vom yngri," segir „Skýringin er náttúrlega fyrst og síðast gott skipu- lag og mikill námsáhugi." Marta. Landakotsskóli er ásamt Isaksskóla annar tveggja gmnnskóla sem bjóða upp á 5 ára bekk. Marta segir að margir þeirra sem útskrifuðust ívor hafi byrjað í 5 ára bekk og hugsanlega hafi það haft áhrif, þótt erfitt sé að henda reiður á því. Hins vegar telur hún þennan ár- angur 1988-árgangsins til marks um að skynsamlegra væri að stytta gmnnskól- ann um eitt ár en að stytta ffamhalds- skólann úr fjómm ámm f þrjú. Landakotsskóli er rekinn af kaþólsku kirkjunni. Hann er hins vegar opinn öll- um bömum og kaþólsk böm em raun- ar í minnihluta. „Við veljum ekki nem- endur inn í skólann heldur fömm ein- Fjölmiðlar hafa birt rangar tölur um samræmdu prófin: Meðaleinkunnin í Eyjum var ekki 2,8 Það er alls ekki rétt sem fullyrt hefur verið í fjölmiðlum að með- aleinkunn 10. bekkjar Barna- skóla Vestmannaeyja í stærð- fræði í vor hafi verið 2,8. Raunar hafa engar upplýsingar um raunverulegar meðaleinkunnir t einstökum skólum verið birtar. Fjölmiðlar hafa ekki látið það stoppa sig. Það var sjálfsagt mörgum Eyja- mönnum áfall að heyra og sjá hvem fjölmiðilinn á fætur öðmm fuflyrða um helgina að meðaleinkunn í stærðffæði í bamaskólanum hefði verið 2,8. En þessi og raunar allar aðrar tölur sem fjölmiðlar hafa kynnt sem „meðaleinkunnir" í ein- stökum skólum em hreint ekki með- aleinkunnir. Það sem Námsmatsstofnun hefur birt em svokallaðar „normaldreifð- ar" einkunrúr. Það þýðir að einkunn- um hefur verið breytt þannig að dreifing þeirra falli að svokallaðri „normalkúrfu", sem felur f sér að fyr- ir ffam ákveðinn fjöldi nemenda fær lægstu einkunn, næstlægstu ein- kunn og svo framvegis. Mikilvægt er að hafa í huga að ein- kunnaskalanum er fyrst breytt úr 0-10 í 1-9. Síðan em þau 4% nem- enda sem fengu lægsta einkunn lát- in fá einkunnina 1; næstu 7% fá ein- kunnina 2; 12% fá 3; 17% fá 4; 20% fá 5; 17% fá 6; 12% fá 7; 7% fá 8; og síð- Einkunnirnar sem Námsmatsstofnun birt- ir gefa fátt annað til kynna en hlutfallslegan mun á milli skólanna. ustu 4% fá einkunnina 9. Þetta þýðir að sjálfsögðu að meðaltal yfir allt landið verður 5,0 í hverri námsgrein. Það er því rangt sem fjölmiðlar hafa haldið ffam að meðaleinkunn í stærðfræði í Landakotsskóla hafi verið 7,0. Það eina sem hægt er að fullyrða um raunverulega meðalein- kunn út frá tölunni er að hún er vel yfir landsmeðaltali. Afla þarf upplýs- inga hjá skólanum sjálfum til að fá sjálfa einkunnina - sem var 7,7 í þessu tilviki. Aðstoðarskólastjóri Bamaskóla Vestmannaeyja vissi hins vegar ekki hver meðaleinkunn- in í stærðffæði hefði verið í vor þannig að enn er allt á huldu um hana. En kannski er eftirfarandi dæmi Vestmannaeyingum huggun harmi gegn: Segjum að enginn nemandi á gervöllu landinu hafi fengið lægri einkunn en 5 í stærðfræði. Normal- dreifingin þýðir að jafrivel þótt allir nemendur í tilteknum skóla fái 5 í einkunn þá verður meðaleinkunn skólans í kringum 1 eða 2, vegna þess að nemendur hans em allir í hópi þeirra lægstu á landinu. - Það er því óþarft að gera of mikið veður úr hinni normaldreifðu einkunn 2,8 áður en fyrir liggur hvaða raunveru- leg meðaleinkunn liggur að baki henni. Einkunnimar sem Námsmats- stofriun birtir gefa sem sagt fátt ann- að til kynna en hlutfallslegan mun á milli skólanna. Sigurgrímur Skúla- son hjá Námsmatsstofhun segir að þetta sé gert til þess að gera ein- kunnimar samanburðarhæfar á milli ára. Prófin séu til dæmis mis- jafrilega þung eftir árum, sem þýði að samanburður á sjálfum einkunn- unum sé ekki marktækur. Normal- dreifingin leiðrétti þessa skekkju. olafur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.