Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2003, Blaðsíða 8
8 DVSPORT FIMMTUDACUR 3. JÚLÍ2003
DV Sport
Keppni i hverju orði
Netfang: dvsport@dv.is
Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889
Hvaða stöðu spilar þú?
„Miðju."
Hvert er uppáhaldslið/leik-
maður í enska boltanum?
„Manchester City og Nicolas
Anelka."
Hverjir verða ísiandsmeistar-
ar?
„KR"
Hvað er skemmtilegast við
Akureyri?
„fsinn."
Haraldur Franklín Magnússon,
12ára,úrKR.
Hvaða stöðu spilar þú?
„Vörn."
Hvert er uppáhaldslið/leik-
maður íenska boltanum?
„Man. Utd. og að sjálfsögðu
David Beckham."
Hverjir verða islandsmeistar-
ar?
„Fylkir"
Hvað er skemmtilegast við
Akureyri?
„Fótboltinn."
Fríðrik Ari Viðarsson,
11 ára, úrHK.
Stuð fyrsta
Esso-mótið á Akureyri byrjaði með glæsibrag í , Éfc
Mótið fer
vel af stað
segir Gunnar „Gassi" Gunnarsson
mótsstjóri Esso-mótsins á Akureyri
Gunnar „Gassi" Gunnarsson
er mótsstjóri Esso-mótsins og
hefur haft í mörg horn að líta
undanfarna daga. í gær hófust
herlegheitin og okkur hjá DV-
Sporti lék forvitni á að vita
hvernig mótið hefði farið af stað.
„Alveg frábærlega, nú þegar
eru mjög margir komnir á móts-
svæðið, eiginlega fleiri en við
gerðum ráð fyrir, og stemningin
meðal þátttakenda og áhorf-
enda er góð,“ segir Gassi en eng-
ir verulegir vankantar varðandi
skipulag og mótshaldið hafi
komið upp.
„Stemningin meðal
þátttakenda og
áhorfenda er góð"
„Ef þeir voru einhverjir þá er
ég búinn að gleyma þeim.
Esso-mótið í ár er það lang-
fjölmennasta hingað til, og
spurning hvort það geti nokkuð
orðið stærra í framtíðinni. „Við
höfum sagt það á hverju ári að
við gætum ekki tekið á móti fleiri
þátttakendum, en alltaf fjölgar
þeim ár frá ári og alltaf hefur
okkur tekist að koma leikjum
fyrir og útvega gistingu, þannig
að það er best að segja sem
minnst um þetta mál nú,“ segir
Gassi, en stærsta vandamál
skipuleggjenda mótsins er að út-
vega gistingu fyrir ailan þann
fjölda drengja sem koma þessa
daga til Akureyrar. Árið 1995
gistu allir keppendur Esso-
mótsins í Lundarskóla, en nú er
Lundarskólinn yfirfullur og því
hefur Verkmenntaskólinn á Ak-
ureyri einnig verið tekinn undir
gistingu þátttakenda auk þess
sem gist er í íþróttahúsinu við
Laugargötu og í júdósalnum við
íþróttahús KA.
Ofan í 1500 stráka þarf heljar-
innar ósköp af mat og að sögn
Gassa verða nú í kvöld (miðviku-
dagskvöld) matreidd 500 kg af
kjúklingi sem verða borin fram
með 100 kg af hrásalati, 150 kg af
frönskum, 50 kg af kokkteilsósu
í MÖRG HORN AÐ LfTA: Gunnar
„Gassi" Gunnarsson er mótsstjóri
Esso-mótsins og hefur haft í mörg
horn að líta undanfarna daga.
DV-mynd Ægir
og 750 lítrum af gosi. „Það eru 25
manns sem starfa við matseldina
og hún fer fram á 3 tímum, frá
klukkan 5 til 8."
Auk þess sem nær allt gisti-
pláss í skólum bæjarins er upp-
tekið er sömu sögu að segja af
gistiheimilum og orlofsíbúðum
en nær undantekningarlaust
fylgir heil fjölskylda hverjum
þátttakanda og þvf fjölgar mjög
mikið í bænum þessa fjóra daga.
„Já, við höfum heyrt að tjald-
svæðið við Þórunnarstræti sé
orðið fullt og tjaldsvæðið við
Hamra, nálægt Kjarnaskógi, sé
að fyllast," segir Gassi og gerir
ekki ráð fyrir öðru en allt muni
ganga eins og í sögu næstu dag-
ana. akureyri@dv.is
Fyrsti keppnisdagur á Esso-
mótinu var í gær. Fyrstu leikir
mótsins hófust kiukkan 15.00
og þá strax fylltist KA-svæðið af
þátttakendum og fylgismönn-
um liðanna. Örlitið rigndi en
fólk var ekki að láta það fara í
taugarnar á sér heldur var góða
skapið í fyrirrúmi. Alls voru
leiknir 88 leikir í gær í alls 20
riðlum A, B, C ,D, E liða.
I’ dag, fimmtudag, eru leiknir 180
leikir og hefst keppnin klukkan 8.00
og stendur til um klukkan 20.00 í
kvöld. Þá hefst formleg setning
mótsins klukkan 20.15 með skrúð-
göngu liðanna frá gististöðum
þeirra að KA-svæðinu.
Skúli Gautason leikari mun þar
taka á móti liðunum og stjórna
setningarathöfninni. Vonast er til
að veður fari batnandi næstu dag-
anna en spákort Veðurstofunar
hafa tekið miklum breytingum dag
frá degi þannig að ómögulegt er að
segja til um hvernig veður mun
herja á drenginna á völlunum
næstu daganna. Eitt er þó víst að
Freyr Sverrisson, þjálfari Njarð-
víkur, er mættur með lið sitt tÚ Ak-
ureyrar. Freyr gerði góða ferð tU
Eyja um síðustu helgi þar sem
strákarnir hans í 6. flokki komu
heim með gullið.
Spurður hvort hans menn
mundu fara heim með gullið frá
Akureyri segir Freyr það alls ekkert
ólíklegt en tU þess að það gerist,
verði aUt að ganga upp hjá sínum
strákum, allt getur gerst í stórmót-
um lOcu Esso-mótinu. Þetta er ní-
unda skiptið f röð sem Freyr mætir
með lið tU keppni norður tU Akur-
eyrar og að hans mati er Esso-mót-
ið frábrugðið öðrum mótum. „Það
veðrið skiptir litlu máli þegar inn á
völlinn er komið, mestu máli skipt-
ir að gera sitt besta og reyna að ná
sem hagstæðustu úrslitum.
Dagskrá Esso-mótsins í dag
og á morgun:
Fimmtudagur 3. júlf
- Morgunverður kl. 7.00 - 10.00
- Fyrstu leikir hefjast klukkan 8.00 og
verður spilað til klukkan 19.35
- Kvöldmatur frá klukkan 17.00 -
20.00
- Setning mótsins fer fram klukkan
20.15
- Fararstjórnarfundur í KA-heimilinu
klukkan 23.00
Föstudagur4. júlí
- Morgunverður kl. 7.00 -10.00
- Fyrstu leikir hefjast klukkan 8.00 og
verður spilað til klukkan 19.20
- Kvöldmatur frá klukkan 17.00 -
20.00
- Hátið í miðbæ Akureyrar hefst
klukkan 20.30 þar sem ýmsir lands-
þekktir skemmtikraftar troða upp og
jafnframt verður frábær grillveisla þar
sem boðið verður upp á Goða-pylsur,
gos og ís.
akureyri@dv.is
er meiri fótbolti fyrir strákana, fleiri
leildr," segir Freyr en að hans mati
hefur margt breyst undanfarin ár.
„Fjöldi þátttakenda hefur marg-
faldast og einnig gæði fótboltans."
Freyr er afar ánægður með alit
skipulag í kringum mótið. „Starfs-
fólk á þessu móti á heiður skilinn
fyrir gott skipulag og gestrisni og
gaman er að sjá sömu andlitin ffá
ári til árs.“ Spurður hvort meðal
strákanna nú á mótinu sé að finna
framtíðar Eið Smára telur Freyr
það ekki ólíklegt. „Það eru örugg-
lega margir sem ætla sér að verða
næsti Eiður Smári en hann er mik-
il fyrirmynd hjá strákunum f dag.“
ALLT KOMIÐ AF STAÐ:
Essomót-karla hófst f gaer
og hér sjást strákar úr KA
ogHKeigast viðígær.
DV-mynd W-Pedromyndir.is
-
Oft getur verið erfitt að halda
utan um stóran hóp af strákum á
stórmóti en að mati Freys eru aga-
vandamál nú næstum úr sögunni,
þjálfarar haldi almennt vel utan
um hópa sína auk þess sem auldn
þátttaka foreldra geri það að verk-
um að nær undantekningarlaust sé
hegðun leikmanna til fyrirmyndar
á svona stórmótum.
„Það er gaman að sjá foreldra
taka þátt í keppnishaldinu á svona
jákvæðan og skemmtilegan hátt,“
segir Freyr og verður að flýta sér í
burtu því að hans menn eru byrj-
aðir að hita upp fyrir næsta leik úti
á velli. akureyri@dv.is
Smáauglýsingar £
550 5000 ?
„Nær undantekning-
arlaust fylgir heil fjöl-
skylda hverjum þátt-
takanda og því fjölg-
ar mjög mikið í bæn-
um þessa fjóra daga"
FreyrSverrisson, þjáifari Njarðvíkur, erkominn á Essomótið:
Mættur níunda árið í röð
VTTA ALLT UPP Á HÁR: Það er greinilegt hvaða hártíska er vinsælust hjá 5. flokks drengjunum í dag eins og sjá má á nokkrum
hressum Víkingum uppi á KA-svæðinu í gær. DV-mynd Ægir