Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Page 6
6 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 14.JÚLÍ2003
Pipar undir eftirliti
Laxaslátrun í Neskaupstað
LITAREFNI: Umhverfisstofnun
hefur nú hafið sérstakt eftirlit
með innflutningi á þurrkuðum
gróf- og fínmöluðum sterkum
chilepipar og afurðum úr hon-
um. Ástæðan er litarefnið súd-
an I sem bannað í matvælum
en hefur mælst í slíkum pipar.
Innflutningur er einungis
heimilaður að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum sam-
kvæmtauglýsingu.
Innflytjendur verða að fram-
vísa vottorði frá opinberum
aðila sem sýnir að litarefnið
súdan I hafi ekki mælst í pip-
arnum. Vottorðið þarf að vera
þannig útbúið að hægt sé að
rekja það til viðkomandi send-
ingar. Ef það skilyrði er ekki
uppfyllt þá er farið fram á
sýnatöku og rannsókn á kostn-
að innflytjenda.
Litarefnið súdan I er ekki leyfi-
legt í matvælum en talið er að
það geti verið krabbameins-
valdandi.
FISKELDI: Mikil laxaslátrun fer
fram þessa dagana í Neskaup-
stað en alls er áætlað að slátra
2.300 löxum í fiskiðjuveri Síld-
arvinnslunnar í Neskaupstað
en laxinn kemur frá Sæsilfri í
Mjóafirði.
Meðalþyngd fisksins sem slátr-
að er í dag er um 4,5 kg eða
rúmlega 10tonn samtals. Fisk-
urinn fer samdægurs í gám og
um borð í flutningaskip sem
liggur við bryggju á Eskifirði,
en laxinn fer á markað í Evr-
ópu. Laxeldið gengur vel hjá
Sæsilfri í Mjóafirði og engin
stór vandamál hafa komið upp
varðandi eldi, slátrun og
vinnslu.
Vegabréf með líf-
tækniupplýsingum
Vegna þrýstings af hálfu
Bandaríkjamanna hafa Evrópu-
sambandslöndin hafið undir-
búning að gerð nýrra vegabréfa
sem innihalda munu líftækni-
upplýsingar um eiganda vega-
bréfsins í lítilli örflögu. Hollend-
ingar eru þegar farnir að gefa út
slík vegabréf og í lok síðasta árs
mun útgáfa þeirra verða hafin í
Danmörku og fleiri EB-löndum..
Vegna þrýstings af hálfu Banda-
ríkjamanna hafa Evrópusam-
bandslöndin hafið undirbúning að
gerð nýrra vegabréfa sem innihalda
munu líftækniupplýsingar um eig-
anda vegabréfsins í lítilli örflögu.
Hollendingar eru þegar farnir að
gefa út slík vegabréf og í lok síðasta
árs mun útgáfa þeirra verða hafin í
Danmörku.
Frá og með 1. október á næsta ári
munu bandarísk yflrvöld krefjast
slíkra upplýsinga í vegabréfum hjá
öllum sem koma til Bandaríkjanna
frá öðru landi. Að öðrum kosti
verður viðkomandi að sækja um
vegabréfsáritun til Bandaríkjanna
og fara í viðtal. Þetta kemur fram í
frétt danska dagblaðsins Berlingske
Tidende.
Þærlíftækniupplýsingar, sem hér
um ræðir, eru fingraför, sjónhimna
og höfuðkúpulag. Þessum upplýs-
ingum verður komið fyrir í örflögu
sem sett verður í vegabréfið. Verða
þær lesnar af sérstökum skönnum
við komuna til Bandaríkjanna.
Fingraför og sjónhimna hafa þótt
afar áreiðanleg einkenni til að að-
greina einn einstakling frá öðrum
en samkvæmt fréttum munu
myndir af höfuðkúpunni vera
áreiðanlegri og um leið einfaldari í
vinnslu.
Jóhann Jóhannsson hjá Útlend-
ingastofnun staðfesti að þessar
kröfur yrðu gerðar af hálfu Banda-
ríkjamanna í október á næsta ári.
Mikil umræða væri um líftækni-
upplýsignar í vegabréfum en óvíst
væri um kostnað við gerð þeirra.
Útlendingastofa mundi væntan-
lega þurfa að auka verulega við
tækjabúnað sinn. „Við erum mjög
framarlega í útgáfu vegabréfa og
gefum nú út tölvulesanleg vegabréf
Margur er knár þótt hann sé smár
Lynghálsi 11 - sími 555 6433
NÝTTVEGABRÉF: Frá og með 1. október á næsta ári munu nýju vegabréfin, eins og það sem hér sést, ekki duga ætli menn að heimsækja
Bandaríkin. Þá verður krafa um að vegabréfin innihaldi líftækniupplýsingar sem komið verður fyrir í örflögu.
sem allir verða að hafa ætli þeir að
heimsækja Bandaríkin eftir 1. októ-
ber á þessu ári. Að öðrum kosti
þurfa þeir vegabréfsáritun," sagði
Jóhann.
Nýtt vegabréf kostar 4600 krónur
en vegabréfsáritun hjá sendiráði
Bandaríkjanna mun kosta að
minnsta kosti 7000 krónur.
Auk tæknilegra forsendna, sem
verða að vera í lagi fyrir október
2004, eru lagalegar hliðar málsins
óræddar en ekki er útilokað að ný
lög þurfi til að geyma megi líftækni-
upplýsingar um fólk á einum stað.
Það hefur vakið nokkra furðu hjá
yfirvöldum f Evrópusambands-
löndunum að Bandaríkjamenn ætli
ekki að krefjast þess að bandarískir
ríkisborgarar beri slík vegabréf.
Mun það mál væntanlega verða
tekið upp innan Evrópubandalags-
Þær líftækniupplýsing-
ar, sem hér um ræðir,
eru fingraför, sjón-
himna og höfuðkúpu-
lag. Þessum upplýsing-
um verður komið fyrir í
örflögu sem sett verður
í vegabréfið.
ins.
Auknar öryggiskröfur komu í
kjölfar hryðjuverkanna 11. septem-
ber 2001. Nokkurrar gagnrýni hefur
gætt vegna þess litla tíma sem yfir-
völdum í löndum utan Bandaríkj-
anna er gefinn til að koma hinum
nýju vegabréfum í umferð. Tals-
menn ferðaþjónustunnar í Banda-
ríkjunum óttast að hertar öryggis-
kröfur eins og þær sem hér um
ræðir muni hafa afar neikvæð áhrif
á straum ferðamanna til landsins.
Heimsóknir erlendra ferðamanna
til Bandaríkjanna hafa minnkað
um 19 prósent frá því í september
2001.
Auk vegabréfanna hafa banda-
rísk sendiráð fengið tilskipun þess
efnis að taka ítarleg viðtöl við þá
sem sækja um vegabréfsáritun og
safna líftæknilegum upplýsingum
eins og fingraförum og ljósmynd-
um.
Mh@dv.is
Varnarliðsmaðurinn fluttur á Keflavíkurflugvöll:
Fimm dæmi um framsal á tólf árum
Á sl. tólf árum hafa komið upp
fimm mál þar sem varnarliðs-
menn hafa brotið af sér í ís-
lenskri lögsögu en mál þeirra
verið meðhöndluð af herrétti.
Þetta segir Gunnar Snorri Gunn-
arsson, ráðuneytisstjóri í utanríkis-
ráðuneytinu, í samtali við DV. Varn-
arliðsmaðurinn, sem ákærður er fyr-
ir tilraun til manndráps í miðborg
Reykjavíkur í júníbyrjun, var á föstu-
dagskvöld færður á Keflavíkurflug-
völl og mun verða í gæsluvarðhaldi
hjá herlögreglu þar. Aður var hann á
Lida-Hrauni.
Rfldssaksóknari gaf grænt ljós á
þetta til að liðka fyrir lausn málsins.
Þó er tiltekið að lögsaga í málinu
verði áfram í höndum íslenskra yfir-
valda og dæmt verði eftir íslenskum
lögum fyrir Héraðsdómi Reykjavík-
ur. „Formlega séð breytir þetta engu
í málinu en ætti að skapa þægilegra
andrúmsloft til að vinna í,“ segir
Gunnar Snorri Gunnarsson.
Þrætueplið í þessu máli er hver
eigi að hafa lögsögu. Utanrfldsráðu-
neytið hefur talið að krafa Banda-
ríkjamanna um að maðurinn verði
framseldur í þeirra hendur eigi sér
stoð í vamarsamningnum. Fordæmi
séu fyrir því að lögbrot varnarliðs-
manna í íslenskri lögsögu séu með-
höndluð þannig. Erþar vitnað til áð-
umefndra fimm tilvika frá síðustu
tólf ámm, „... og þau em fleiri sé far-
ið lengra eftir“, segir Gunnar Snorri.
Hann bætir við að utanrfldsráðu-
neytið hafi nú komið sjónarmiðum
sínum í þessu máli á framfæri við
ríkissaksóknara og fleiri með ítar-
legri hætti en áður lá fyrir.
-sigbogi@dv.is