Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2003, Side 28
3 MÁNUDAGUR 14.JÚLÍ2003 44 Netfang: tilvera@dv.is Sími: 550 5824 -550 5810 3 Eriksson í hnapphelduna Genginn út: Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, er sagður hafa sagt já þegar ítalska elskan hans til margra ára, Nancy Dell'Olio, bað hans nýlega. Hann er sagður hafa samþykkt að giftast henni í heimalandi hennar, (talíu, einhvern tíma á næsta ári en ekki fylgir sögunni hvenær. Nancy hefur sagt nánum vinum sínum að hún sé í skýjunum yfir því að hann hafi loks fengist til þess að giftast henni en hún er sögð vilja látlausa athöfn utan sviðsljóssins. Eriksson, sem er 55 ára, hefur hingað til ekki verið tilbúinn til þess að festa ráð sitt formlega en fyrir HM á síðasta ári átti hann í leynilegu ástarsambandi við sjón- varpskonuna Ulriku Jonsson sem þá vildi ólm krækja í kauða. Vinir Nancy segja hana hafa átt hjónabandið inni hjá Eriksson fýrir það að standa með honum í stað þess að sparka honum þegar hann varð uppvís að ævintýrinu með Ulriku sem þjarmaði verulega að Svíanum á eftir. Að dansa tangó við flinkan herra er heilt ævintýri - segir Bryndís Halldórsdóttir tangókennari Tangótónlistin, suðræn og seiðandi, mætir manni á milongakvöldinu í Alþjóða- ♦ húsinu. Nokkur pör svífa um gólfið en fyrir áhorfanda er ekki auðvelt að sjá hvernig kerfið er í dansinum því fjöl- breytni sporanna er mikil - þó gengur allt eins og smurt. „Milonga er alþjóðlegt orð yfir „opið tangókvöld" sem aftur þýðir að allir séu velkomnir," segir Bryndís Halldórsdóttir brosandi og er tilbúin að gera hlé á dansin- ^ um til að spjalla við blaðamann DV. Bryndís er driffjöður í íslenska tangóldúbbnum, auk þess að kenna tangó í Kramhúsinu ásamt Þú kemstfljóttad! ...en þú getur Uka pantað tfma Rakarastofan Klapparstíg stofnað w»i8* * síltti 551 2725 0s> umittKaiiifHSie 2S2S imnwMfiiil-m, /jífTj* dvm,a]KW IMsJSþ vmnlnsstatur % uusardasinn ftecau JA • v» nuujftmjml 12. júií V2V2V . Jökertölur vlkunnar ±m onanam! LÉTTfl mMi Wm9 ■ ■ ■P miftviltadðgam manni sínum, hinum austurríska Hany Hadaya. Við Bryndís fáum okkur sæti á Café Kulture, í hinum enda Alþjóðahússins. Þar er hún fyrst spurð í hverju listin við tangóinn felist. „Tónlistin er drif- krafturinn og hún stýrir því hvern- ig dansað er. En tangó er alltaf spuni," segir hún. „Auðvitað þarf að læra ákveðinn grunn en það er ekki þannig að fólk dansi röð af fyrirfram ákveðnum sporum." Á valdi dansins Nálægðin er mikil milli herrans og dömunnar í tangó. Höfuð þeirra snertast og þau virðast al- gerlega á valdi dansins. Hreyflng- arnar eru margslungnar og daman Saga tangósins hófst rétt fyrír aldamótin 18-1900. Um tíma var hann bannaður þar sem hann særði blygðunarkennd siðapostula. tekur fleirí snúninga en herrann - þó alltaf í fangi hans. „Það er herr- ann sem alltaf leiðir dansinn og daman fylgir,“ útskýrir Bryndís. „Hvort tveggja er í raun jafn vandasamt. Þótt daman hreyfi sig yfirleitt mun meira þá er það herr- ann sem leggur línurnar en hún vinnur svo úr því svigrúmi sem henni er gefið sem skapar ýmsa möguleika. Þetta er því mikið samspil og krefst stöðugrar ein- beitingar." Þegar Bryndís er spurð hvort henni þyki þá ekki leiðinlegt að dansa við herra sem lítið kann fyr- ir sér segir hún brosandi: „Ég væri ekki heiðarleg ef ég segði að það væri sama við hvern maður dans- aði." Hún bætir svo við og augun ljóma: „Að dansa tangó við flinkan herra er heilt ævintýri." Nú er spáð aðeins í skóna. „Tangóskór þurfa að hafa gott hald fyrir fótinn og götuskór henta oft betur en samkvæmisskór," segir Bryndís. Sjálf er hún nýkom- in frá Argentínu þar sem hún keypti sér fern pör og sér eftir að hafa ekki fjárfest í fleiri. „Maður er fjótur að dansa niður úr þeim þeg- ar þetta er mikið notað," segir hún. Augnagotur og svipbrigði Argentína er upprunaland tangósins og því er forvitnast um ferð Bryndísar þangað. „Okkur hjónunum bauðst að taka þátt í frábæru Master Class- námskeiði fyrir kennara. Síðan bættust sex pör 1' hópinn þannig að við fórum átta saman. Þarna var mikið dansað, bæði á nám- skeiðinu og í milonga á kvöldin, þar sem innfæddir voru, þannig að þetta var mjög lærdómsríkt." Bryndís segir ýmsar serimóníur fylgja tangónum - til dæmis tíðkist það að boðið sé upp með augna- gotum og svipbrigðum. Svo er spilað í syrpum, kannski fjögur lög í hverri, og þegar syrpunni lýkur og önnur tekur við er skipt og boð- ið upp aftur. „Þess vegna geta allir komið og dansað. Fólk þarf ekki endilega að vera með dansfélaga með sér," segir hún. Nú eru konur oft sólgnari í dans en karlar. Hvernig skyldi ganga að fá íslenska karla í tangóinn? Þá fáum við til okkar frábæran tangódans- ara og kennara, Ceciliu Conzalez, sem við kynntumst í Buenos Aires og er alveg á heimsmælikvarða. „Vonum framar en þeir eru óneitanlega tregari til að prófa en konurnar," segir Bryndís og bætir við. „Hitt þekkist líka að konur dansi saman en það sá ég samt aldrei í Buenos Aires. Karl- mennskan er svo stórt atriði í þjóðarsál Argentínumanna. Það er frekar að við evrópsku konurnar dönsum saman." Allir geta lært Saga tangósins hófst rétt fyrir MILONGA: Um þrjátíu manns mæta að jafnaði á milongakvöldin í Alþjóðahúsinu á miðvikudagskvöldum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.