Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Page 11
I-
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ2003 DVSPORT 7 7
Ver loks titilinn
en íslandsmeistarinn í fyrra,
Sigurpáll Geir Sveinsson, var
aðeins einu höggi frá því að
jafna met félaga síns hjá GA.
Sjö högga sigur
Sjö högga sigur Birgis Leifs
Hafþórssonarfyrir sjö árumer
stærsti sigur í karlaflokki á síð-
ustu 11 árum eða síðan Úlfar
Jónsson vann með níu högg-
um í Grafarholti árið 1992.
Birgir Leifur vann með miklum
yfirburðum, hafði meðal ann-
ars 11 högga forustu fyrir síð-
asta daginn.
44 ár
Það eru liðin 44 ár síðan
heimamaðurfagnaði sigri í
Vestmannaeyjum en Sveinn
Ársælsson úr GV vann fyrsta (s-
landsmótið sem fram fór í Eyj-
um 1959. Sveinn hafði einnig
orðið íslandsmeistari tveimur
árum áður og kom því GV svo
sannarlega á kortið á íslands-
mótinu en hann varð fyrsti ís-
landsmeistarinn fyrir utan GR
og GA sem höfðu einokað titil-
inn 15 fyrstu árin.
GOLF: Birgir Leifur Hafþórs-
son, sem keppir nú fyrir GKG,
ver nú loksins titil sinn frá 1996
en hann hefur ekki tekið þátt í
mótinu síðustu sex árin enda
upptekinn í atvinnumennsk-
unni. Birgir Leifur vann glæsi-
legan sigur fyrir sjö árum eða
einmitt þegar mótið fór fram
síðast ÍVestmannaeyjum en
hann keppti þá undir merkjum
Leynisá Akranesi.
Hann tók fyrst þátt í
íslandsmótinu 1991, lék á 27
höggum yfir pari og hafnaði í
21. sæti. Árið 1992 lék hann á
25 höggum yfir pari og
hafnaði í níunda sæti sem og
1993 þegar hann lék á 28
höggum yfir pari. Hann varð
annar 194 og 1995 og vann
síðan 1996.
VER HANNTITIUNN: Birgir Leifur
Hafþórsson tekur þátt í fýrsta sinn
í sex ár.
ÍSLANDSMÓTIÐ í HÖGGLEIK i TÖLUM
Nú fer fram 61. (slandsmótið í golfi
karla og 36. mótið hjá konunum
en fyrst var keppt hjá körlunum
1942 en konurnar kepptu fyrst 25
árum síðar eða 1967. Björgvin Þor-
steinsson, GA, og Úlfar Jónsson,
GK, hafa unnið flesta titla í karla-
flokki eða sex hvor en Karen Sæv-
arsdóttir úr GS vann átta sinnum í
röð á árunum 1989 til 1996 sem er
einstakt afrek.
Karlar:
Björgvin Þorsteinsson, GA 6
(1971,1973-77)
Ulfar Jónsson, GK 6
(1986-87,1989-1992)
Magnús Guðmundsson, GA 5
(1958,1963-66)
Björgvin Sigurbergsson, GK 3
(1995, 1999-2000)
Gfsli Ólafsson, GR 3
(1942-44)
Hannes Eyvindsson, GR 3
(1978-1980)
Sigurður Pétursson, GR 3
(1982,1984-85)
Sigurpáll Geir Sveinsson, GA 3
(1994,1998,2002)
Þorbjörn Kjærbo, GS 3
(1968-1970)
Þorvaldur Ásgeirsson, GR 3
(1945,1950-51)
Konur:
Karen Sævarsdóttir, GS 8
(1989-1996) Jakobína Guðlaugsdóttir, GV 4
(1970,1972-74) Guðfinna Sigurþórsdóttir, GS mgm
(1967-68,1971)
Jóhann Ingólfsdóttir, GR 3
(1977-79)
Ólöf María Jónsdóttir, GK 3
(1997,1999, 2002)
Sólveig Þorsteinsdóttir, GR 3
(1980-82)
Flestir (slandsmeistaratitlar
klúbba:
Sjö golfklúbbar hafa eignast (s-
landsmeistara í golfi, þar af aðeins
fjórir þeirra í kvennaflokki. GR hef-
ur unnið flesta (slandsmeistaratitla
hjá bæði körlum (20) og konum
(14) en Sigurpáll Geir Sveinsson úr
GA jafnaði met GR í karlaflokki
með því að vinna 20. meistaratitil
GA í fyrra.
Flestir íslandsmeistartitlar golf-
klúbba:
GR 34 (20+14)
GA 20 (20+0)
GS ■■1^17 (6+1-1) JHI
GK 16(9+7)
GV ■Mf7(3+4) wm
GL 2 (2+0)
NK 1 (1+0)
Karlar:
@ GR : • 20 (síðast 1985)
GA 20 (2002)
GK 9 (2000)
GS 6(2001)
GV 3(1993)
GL 2 (1997)
NK ■K 1 (1972)
Konur:
|GR . 14(2001)
GS 11 (1996)
§GK ■K 7 (2002) Wþt
GV 4(1974)
ooj.spori@dv.is
Islandsmótið í höggleik hefst í Vestmannaeyjum í dag:
Hörkukeppni
Flestir bestu kylfingar landsins mættir til Eyja, tilbúnir í slaginn
íslandsmótið í höggleik hefst í
Vestmannaeyjum í dag. Flestir
bestu kylfingar landsins eru
mættir til leiks, þar á meðal at-
vinnumennirnir Birgir Leifur
Hafþórsson, Björgvin Sigur-
bergsson og Olafur Már Sig-
urðsson. í kvennaflokknum
mun Ólöf María Jónsdóttir taka
þátt en Herborg Arnarsdóttir,
einn besti kvenkylfingur lands-
ins, keppir ekki þar sem hún átti
barn ekki alls fyrir löngu.
Flestir búast við því að baráttan í
karlaflokki komi til með að verða á
milli atvinnumannanna Birgis
Leifs, Björgvins og Ólafs Más.
Birgir Leifur lék frábærlega á
meistaramóti GKG um helgina og
virðist vera í geysigóðu formi.
Hann lék hringina fjóra á 22 högg-
um undir pari, sem er besta skor ís-
lendings frá upphafi, og hlýtur
hann því að teljast ansi sigur-
stranglegur. Heimamaðurinn Júlí-
us Hallgrímsson, sem hafnaði í
öðru sæti á Hellu í fyrra, verður
væntanlega ofarlega en það eru fáir
sem þekkja golfvöllinn í Eyjum jafn
vel og hann. Meistari síðasta árs,
Sigupáll Geir Sveinsson, ætti einnig
að blanda sér í toppbaráttuna.
Ólöf María líklegust
í kvennaflokknum er Ólöf María
Jónsdóttir talin vera sigurstrangleg-
ust. Hennar helstu keppinautar
verða væntanlega hinar gamal-
reyndu Ragnhildur Sigurðardóttir
og Þórdís Geirsdóttir.
Sigurpáll Geir Sveinsson, úr Golf-
Hann lék hringina fjóra
á 22 höggum undir
pari, sem er besta skor
íslendings frá upphafi,
og hlýtur hann því að
teljast ansi sigurstrang-
legur.
klúbbi Akureyrar, bar sigur úr být-
um á íslandmótinu í höggleik í
fyrra á Hellu og lék hreint stórkost-
lega. Hann lék holurnar 72 á 271
höggi eða níu höggum undir pari -
glæsilegt það.
Besta golf á ævinni
„Þetta er besta golf sem ég hef
spilað á ævinni þannig að ég get
ekki verið annað en ánægður,“
sagði Sigurpáll Geir eftir mótið í
fyrra.
Ólöf María Jónsdóttir, úr Golf-
klúbbnum Keili, vann kvennaflokk-
inn eftir harða og æsispennandi
baráttu við Herborgu Arnarsdóttur
úr GR. Ólöf María lék á 285 högg-
um, tveimur höggum minna en
Herborg.
Þvílíkur léttir
„Það var þvílíkur léttir að vinna.
ég ætlaði ekki að klúðra þessu ann-
að árið í röð. Þetta var tæpt og ég
sló bara eitt högg í einu,“ sagði Ólöf
eftir mótið í fyrra en hún hefur
dvalið í Bandaríkjunum í vetur og
reynt fyrir sér sem atvinnumaður.
oskar@dv.is
ÍSLANDSMÓTIÐ í HÖGGLEIK
Karlaflokkur
Sigurpáll Geir Sveinsson, GA 271
Júlíus Hallgrímsson, GV 275
Ottó Sigurðsson, GKG 279
Úlfar Jónsson, GK 280
Haraldur Heimisson, GR 280
Kristinn Árnason, GR 281
Ólafur Már Sigurðsson, GK 281
Örn Ævar Hjartarson, GS 282
Ómar Halldórsson, GA 284
Sigurjón Arnarsson, GR 284
Helgi Birkir Þórisson, GS 284
Styrmir Guðmundsson, GK 284
Kvennaflokkur
Ólöf María Jónsdóttir, GK 285
Herborg Arnarsdóttir, GR 287
Nína Björk Geirsdóttir, GKJ 308
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 308
Helga Rut Svanbergsd., GKJ 313
Þórdís Geirsdóttir, GK 314
Karen Sævarsdóttir, GS 315
Anna Lísa Jóhannsdóttir, GR 318
Helena Árnadóttir, GA 319