Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Side 12
12 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 24. JÚLl2003 Útlönd Heimurinn í hnotskurn Umsjón: Erlingur Kristensson / Kristinn Jón Arnarson Netfang: erlingur@dv.is / kja@dv.is Sími: 550 5828 Skýrsla um hryðjuverkaárásir BANDARlKIN: (dag verður gef- in út skýrsla sem unnin hefur verið um aðdraganda hryðju- verkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001. Þar kemur fram að alríkislögreglan FBI og leyniþjónustan CIA hafi gert ýmiss konar mistök þegar ábendingar bárust um þá ein- staklinga sem síðar áttu eftir að ræna fjórum farþegaflug- vélum og fljúga þeim á World Trade Center og Pentagon. Hins vegar segir í niðurstöðum skýrslunnar að þau gögn sem stofnanirnar fengu hafi ekki sýnt afdráttarlaust að um- ræddir menn væru hættulegir. Án þessara mistaka og með ör- lítilli heppni hefði hins vegar verið mögulegt að koma í veg fyrir árásirnar. Fellibylur ASÍA: Imbudo, einn kraftmesti fellibylur sem gengið hefur yfir Asíu um árabil, stefnir nú að suðurströnd Kína og Víetnam. Hann hefur látið til sín taka á Filippseyjum og í Hong Kong og að minnsta kosti 10 manns hafa látist afvöldum hans, auk þess sem gríðarlegar skemmd- ir hafa orðið á uppskeru. Áframhaldandi spenna í írak: Sýna myndir af líkunum Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, lofaði því í gær að myndir yrðu sýndar af líkum þeirra Uday og Qusay, sonum Saddams, til þess að sanna að bandarískir hermenn hafi skotið þá til bana í fyrra- dag. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem Rumsfeld boðaði til í Washington í gær og sagði hann að myndirnar yrði sýndar opinberlega mjög fljótlega en tilgreindi ekki nánar hvenær það yrði. Richardo Sanchez, undirhers- höfðingi og talsmaður bandaríska hersins í frak, hafði áður sagt að samanburður við tannlækna- skýrslur hefði sannað að líkin væru af bræðrunum og einnig hefðu Qórir fyrrum háttsettir embættis- menn Saddamstjórnarinnar borið kennsl á líkin. Sanchez sagði að einn fjórmenninganna hefði verið Tariq Aziz, fyrrum aðstoðarforsæt- isráðherra íraka, sem gaf sig fram við bandaríska innrásarliðið í Bagdad í lok apríl. „Við erum ekki í minnsta vafa um að þetta eru líkin af þeim Uday og Qusay," sagði Sanchez á blaðamannafundi í Bagdad í gær. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að fall þeirra bræðra væri sönnun þess að ógnarstjórn Sadd- ams væri horfin og kæmi aldrei aft- ur. „Við munum standa við loforð- in um að eyða leifunum af stjórn Saddams," sagði Bush. Frændi Saddams Samkvæmt óstaðfestum fréttum frá Bagdad var það eigandi hússins í Mosul þar sem bræðurnir voru skotnir, sem lét bandaríska herinn vita um dvalarstað þeirra og á hann því tilkall til lausnargjaldsins, þrjá- tíu milljóna dollara, sem lagt var til höfuðs þeim. Hann er sagður frændi Saddams Husseins og hér- aðsleiðtogi. Að sögn Joe Andersons, talsmanns bandarfska hersins í Mosul er uppljóstrarinn nú í örygg- isgæslu. „Það vita allir hver á húsið og þess vegna er nauðsynlegt að halda honum í gæslu," sagði And- erson. Hóta hefndum Fljótlega eftir að fréttirnar bárust af falli sona Saddams, sendi al-Ara- biya-sjónvarpsstöðin, staðsett í Dubai, út hljóðupptöku sem sögð er geyma rödd Saddams og talin frá því á sunnudag. Þar segir rödin að stríðinu í írak sé alls ekki lokið. „Ég hvet ykkur liðsmenn Lýðveldis- varðarins og öryggisvarðarins til nýrrar byltingar. Stríðinu er alls ekki lokið og innrásarliðið mun ör- ugglega hugsa sig tvisvar um áður en það ræðst aftur inn í írak," segir röddin. Þrátt fyrir fall sona Saddams halda and- stæðingar setuliðsins áfram skæruárásum á bandarískar hersveitir í írak en í morgun féllu þrír bandaríkir her- menn í nágrenni Mosul. Þá sendi arabíska al-Jazeera- sjónvarpsstöðin út myndbands- upptöku frá stuðningsmönnum Saddams þar sem þeir hóta hefnd- um fyrir drápin á sonum Saddams. f meðfylgjandi frétt segir að upp- takan hafa verið gerð á ónafn- greindum stað í írak en hún sýnir grímuklædda menn halda rifflum og sprengjuvörpum á lofti hótandi áframhaldandi árásum á banda- ríska setuliðið í írak. Þrír Bandaríkajamenn féllu Þrátt fyrir fall sona Saddams halda andstæðingar setuliðsins áfram skæruárásum á bandarískar hersveitir í írak en í morgun féllu þrír bandaríkir hermenn til viðbót- ar þegar sprengjuárás var gerð á eftirlitssveit, sem var á leið til borg- arinnar Mosul, þar sem synir Sadd- ams voru drepnir í fyrradag. Þar með eru fimm bandarískir hermenn fallnir síðan bræðurnir voru drepnir því í gær féllu tveir og annar þeirra í nágrenni Mosul. HUGAÐ AÐ SÆRÐUM (MOSUL Bandariskir sérsveitarmenn huga hér að saerum íröskum borgara, sem var- fýrir skoti í átökunum í Mosul (fyrradag, þegar árásin var gerð á íbúðarhús í baenum þar sem þeir Uday og Qusay voru drepnir ásamt tveimur öðrum. íranar viðurkenna í fyrsta skipti að Bandaríkjamenn og ísraelsmenn: hafa marga al-Qaeda-liða í haldi Stvðlð AbbðS (vn nrh SAvntiXlrl wíAi ivl/annrJl ■ Allo trarra Vtofo l/iumifoþ otinrn ^ frönsk stjórnvöld viðurkenndu í gær í fyrsta skipti opinberiega að þau hefðu háttsetta með- limi al-Qaeda-samtakanna í haldi. Þetta kom fram þegar AIi Yu- nesi, upplýsingaráðherra írans, ræddi við blaðamenn í Teheran í gær en hann fullyrti að margir al- Qaeda-liðar bæði „háir sem lágir“ væru í haldi íranskra yfirvalda. Yunesi nefndi engin nöfn né hve háttsettir umræddir fangar væru, en grunur leikur á að Sulaiman Abu Ghaith, helsti talsmaður samtaknna, sé einn þeirra. SULAIMAN ABU GHAfTH: Grunurleikurá að Abu Ghaith, helsti talsmaður al-Qaeda- samtakanna, sé f haidi (rana. Alla vega hafa kúveitsk stjórn- völd haldið því fram að þau hafi nýlega hafnað boði írana um að fá Abu Ghaith framseldan en hann er fyrrum kúveitskur ríkisborgari. Yunesi sagði að „nokkuð marg- ir“ al-Qaeda-liðar hefðu verið handteknir frá falli talibanastjóm- arinnar í Afganistan, en sumum hefði þegar verið vísað úr landi og enn aðrir sendir til síns heima. Áður höfði írönsk stjórnvöld ítrekað neitað því að gefa nokkar upplýsingar um þá al-Qaeda-liða sem þau hugsanlega hefðu í haldi þar sem ennþá væri verið að rann- saka hverjir þeir væm. Bandaríkjamenn og fsraels- menn hétu því í gær að styðja við bakið á Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínu. Abbas mun ræða við George Bush Bandaríkjaforseta í vikunni og mun lenda í vandræðum heima- fyrir ef honum tekst ekki að tryggja lausn sem flestra palestínskra fanga úr ísraelskum fangelsum. Ut- anríkisráðherrar Bandaríkjanna og ísraels ræddst við í gær og sagði Colin Powell eftir fundinn að sam- mælst hefði verið um að reyna að styrkja stöðu Abbas eins og hægt ABBAS: Hittir Bush Bandaríkjaforseta i vik- unni og vinnur að lausn fanga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.