Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Side 25
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ2003 TILVERA 25 Spuming dagsins: Hvað ætlarþú að gera um verslunarmannahelgina? Aslaug Haraldsdóttir: Ætla I Vatnaskóg á Sæludaga. Helga Björnsdóttir: Ég held ég fari norður, í sumarbústað hjá ömmu. Áslaug Svava Svavarsdóttin Bara heima hjá mér. Halla Kristín Guðfinnsdóttin Verð í sumarbúðum á Laugarvatni. Aron Helgason: Hjá pabba mínum. Sigriður Bima Sigvaldadóttin Heima með nýfædda bróður mínum. Stjömuspá 'V\ Vatnsberinnf2ftM-/«.few V\ ------------------------- Þú ert eitthvað eirðarlaus þessa dagana og átt í erfiðleikum með að finna þér skemmtileg verkefni. Fjölskyldan er afar samhent í dag. Gildirfyrirföstudaginn 25. júlí Ljonið (23.júll-22. ágúst) Einhver heldur einhverju leyndu fyrir þér. Ekki vera óþolin- móður, þú munt komast að sannleikanum fyrr eða síðar. ^ Fiskamirw. febr.-20. mars) Þú gerir einhverjum greiða sem viðkomandi verður afar ánægður með. Þetta veldur skemmtilegri uppákomu sem þú minnist lengi. Meyjan (23. ágúst-22. septj Þú ert að skipuleggja ferða- lag og hlakkar afar mikið til. Það er í mörg horn að líta og töluverðurtími fer í að ræða við fólk. < y : Hrúturinn (2lmars-19.april) Þér gengur vel í vinnunni og færð mikla hvatningu. Kvöldið verður rólegt í hópi góðra vina. Þú ert sáttur við allt og alla. Q Vogin (23.sept.-23.okt.) Fólk treystir á þig og leitar ráða hjá þér í dag. Þú þarft að sýna skilning og þolinmæði. Happatölur þínar eru 6, 20 og 41. ö NdlltÍð (20.april-20.mai) Fjármálin valda þér miklum áhyggjum en líkur eru á að þau fari batnandi á næstunni. Ekki er ólíklegt að brátt dragi til tíðinda í ástarlífinu. Sporðdrekinn (24.on.-21.1mj Eitthvað sem hefur breyst í fjölskyldunni hefur truflandi áhrif á þig og áform þín. Þú þarft að skipuleggja þau upp á nýtt. T,íbllra,"irc, .mai-2l.júni) Þú færð óvæntar fréttir sem hafa áhrif á fjölskyldu þína. Ferðalag verður til umræðu og von er á frekari fréttum sem snerta það. Bogmaðurinn (22.n0v.-21.desj Þú kynnist einhverjum mjög spennandi á næstunni og á sá eða sú eftir að hafa mikil áhrif á líf þitt. Það verður mikið um að vera í kvöld. Krabbinn (22.júni-22.júh) Vertu bjartsýnn þótt útlitið sé svart um þessar mundir. Erfiðleik- arnir eru ekki eins miklir og virðist við fyrstu sýn. ^ Steingeitin (22.ies.-19.janj Vinur þinn sýnir þér skilningsleysi sem fær þig til að reiðast. Hafðu stjórn á tilfinningum þínum og ræddu málið við vin þinn. Krossgáta Lárétt: 1 vond, 4 hreyfa, 7 gát, 8 ólærð, 10 óvild, 12 bors, 13 þý, 14 fugl, 15 eðja, 16 grömu, 18 varningur, 21 æsir, 22 landabréf, 23 truflun. Lóðrétt: 1 andi, 2 aldur, 3 sérstakt, 4 mataráhyggjur, 5 þjóta, 6 flýtir, 9 hlífir, 11 karlmannsnafn, 16 blað, 17 lyftiduft, 19 gruna, 20 brotleg. Lausn neðst á síðunni. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Svartur á leik! Evgení Agrest varð Svíþjóðar- meistari í ár og voru flestir bestu Svíarnir með. Agrest er öflugur stórmeistari og er ættaður frá Rúss- landi en hefúr búið í Svíþjóð í rúm 10 ár. Hann er 37 ára og núverandi Norðurlandameistari og hefur teflt á 1. borði fyrir Svía á síðustu Ólympíumótum - reyndar ekki síð- ast því þá var Ulf Andersson á fyrsta borði og sá um að bjarga hálfum vinningi líkt og venjulega. Hér vinnur Agrest Tiger Hilíarp Persson með skemmtilegum og athyglis- verðum leppunum sem enda með máti. Hvítt: Tiger Hillarp Persson (2474) Svart: Evgení Agrest (2591) Sænska meistaramótið Umeá (6), 4.7. 2003 33. - De7 34. Dc3 Bxc5 35. Dxc4 Bxf2+ 36. Kh2 Bxel 37. He3 Dxh4+ 0-1. Lausn á krossgátu •>|9S oz 'BJO 6 L 'Js6 L l 'J|JO 9 L 'snje-j t l 'juja 6 '|se g 'egae s 'J!6jos>)nq y 'isne|e>|euj £ '|Aae z j?s l tH?JQ91 >)sej £j 'ijo>| zz 'J|dsa iz 'sso6 8t 'n6jo gt 'jne st '|JJO yi jaejcj £L 's|e 2L '!|b>| 01 '>|!3| 8 'gnjBA l 'BJæq y 'tuæ|s l Hl?J?j Myndasögur Hroilur Margeir Pant vera Patton! DAGFARI **’ Erlingur Kristensson eriingur@dv.is „Mínar eru betri en þínar,1' sagði Níkíta Krútsjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna sálugu, við Richard Nixon, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, fyrir nákvæmlega fjörutíu og fjórum árum, upp á dag eða þann 24. júlí árið 1959. Krúsi sagði þetta við Nixon þegar þeir voru við opnun bandarískrar vörusýningar í Sokolniki-sýningar- höllinni í Moskvu en Nixon var af því tilefni boðið í ellefu daga opin- bera heimsókn til Sovétríkjanna. Auðvitað átti Krúsi við kjarn- orkuflaugarnar sínar en umræð- urnar höfðu spunnist á þetta stig eftir að til metings hafði komið þeirra á milli um það hvort banda- rískar eða rússneskar brauðristar væru betri. Þeir voru staddir á sýningarbási þar sem nýtísku bandarískt eldhús var til sýnis og eftir að Nixon hafði dásamað frjálsu eldhúsin í Banda- ríkjunum, svaraði Krúsi: „Iss, við eigum alla þessa hluti í okkar eld- húsum og miklu flottari." Þetta var á þeim tíma sem kalda strfðið var hvað kaldast og Kúbu- deilan í uppsiglingu og á þeim tím- um sem við seldum bestu við- skiptavinum okkar, Rússum, hvað mest af saltsíld auk skinnavöru og ef ég man rétt lakk á blessaða freð- mýrarvagnana þeirra, þ.e.a.s. sjálfa Moskvftsana, sem við fengum svo að njóta í staðinn. Mér datt þetta svona í hug þegar við leitum okkur nýrra óvina svo áhugamenn um stofnun þjóðvarð- liðs geti látið gamla drauma rætast, en þar sem bæði hamarinn og sigð- in eru fyrir bí, Hitier löngu dauður og búningarnir flestallir brenndir, þá gæti það reynst erfitt. Ég viðurkenni það fúslega að sjálfur átti ég mér þann draum í dentíð að skríða um hraunin í Hafnarfirði í alvöru hernaði eftir að hafa heillast af Combat-þáttunum í Kanasjqnvarpinu. Ég var svo hepp- in að erfa gamlan Bretaherhjálm frá afa gamla og á hann enn. Því ekki að dusta af honum rykið. Pant vera Patton!!!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.