Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Side 29
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ2003 DV SPORT 29
Gerðum það sem þurfti
Fyrsta markið í 363 mínútur
KNATTSPYRNA: Mihai
Stoichita, þjálfari Pyunik, virtist
ekki vera skemmt þegar blaða-
maður DV Sports ræddi við
hann eftir leikinn í gær, jafnvel
þótt lið hans væri komið áfram
í aðra umferð forkeppni meist-
aradeildarinnar.
„Við gerðum það sem þurfti,
meira ekki. Ég var ánægður
með varnarleikinn hjá liðinu
og við hefðum sennilega átt
að skora fleiri mörk því að við
brenndum af vítaspyrnu og
öðru mjög góðu færi skömmu
seinna.
KR-liðið kom mér ekki á óvart.
Ég vissi að liðið var gott. Leik-
mennirnir vinna vel saman og
þeir voru skemmtilegir and-
stæðingar sem eiga framtíðina
fyrir sér."
NÓG: Mihai Stoichita, þjálfari
Pyunik, var jarðbundinn.
KNATTSPYRNA: Þegar Arnar
Gunnlaugsson jafnaði leikinn
úr víti fyrir KR gegn armenska
liðinu Pyunik Jerevan í gær
batt hann enda á 363 mínútna
markaþurrð íslenskra liða í
keppninni.
Markið skoraði Arnar á 82.
mínútu þessa seinni leiks lið-
anna í forkeppni fyrstu um-
ferðar Meistaradeildar Evrópu.
íslenskt lið hafði ekki skorað í
Meistaradeild Evrópu síðan
Sigurvin Ólafsson tryggði KR
2-1 sigur á albanska liðinu VII-
aznia á 79. mínútu 11. júlí 2001
en KR tókst þó ekki að komast
áfram úr þeim leikjum.
Á sama tíma höfðu mótherjar
íslensku liðanna skorað sjö
mörkgegn engu íslensku.
skoraði fyrir KR gegn Pyunik.
\
ski.'Wðl ílðan úr.
EVRÓPH -
MEI5TARADEILD
1. umferð forkeppni,
seinni leikur
Skonto-Sliema 3-1
Biutkus, Verpakovskis, Dedura -
Brincat.
Sliema vann á marki skoruðu á útivelli.
Bohemians-BATE 3-0
Caffrey, Ryan, Crowe.
Bohemians vann samanlagt, 3-1.
Kaunas-HB 4-1
Beniusis 2, Kancelskis, Opic - Jacob-
sen.
Kaunas vann samanlagt, 5-1.
HJK Helsinki-Glentoran 1-0
Makelá.
HJKvann samanlagt, 1-0.
Irtysh-Omonia Nicosia 1-2
Agayev - Rauffmann, Georgiou.
Omonia vann samanlagt, 2-1.
KF Tirana-DinamoTblisi 3-0
Suad Lici, Indrit Fortuzi, Mahir Halili.
Tirana vann I vitakeppni, 4-2.
BarryTown-Vardar Skopje 2-1
Jarman, Moralee - Oliveira.
Vardar vann samanlagt, 4-2
Leotar-Grevenmacher 2-0
Dusan Kerkez 2.
Leotar vann samanlagt, 2-0.
Flora-Sheriff 1-1
Kristen Viikmae - Andriy Nesteruk.
Sheriffvann samanlagt, 2-1.
KR-Pyunik 1-1
Arnar G., víti - Mkrtchyan.
Pyunik vann samanlagt, 2-1.
ISLENSK I.IÐ I MEISTARADEILDINNI
Þriðja árið í röð út úr fyrstu umferð
Þriðja árið í röð þurfa íslensk lið að
sætta sig við að detta út úr fyrstu
umferð forkeppni Meistaradeildar
Evrópu en íslensku liðin hafa fallið út
gegn albönsku (KR, 2001), bosnísku
(ÍA, 2002) og armensku (KR, 2003)
liði síðustu þrjú tímabil.
Allt frá árinu 1997 hafa íslensk lið
tekið þátt í forkeppni
Meistaradeildar Evrópu. Hún hófst
1994 og var lokuð fyrstu þrjú
tímabilin en íslensku meistararnir
fengu þá þátttökurétt í UEFA-
keppninni.
Saga íslenskra liða í
Meistaradeildinni:
1997 lA 1. umferö
Kosice (Slóvakíu) 0-4 samtals
1998 IBV 1. umferð
Obilic (Júgóslavíu) 1-4
1999 (BV 2. umferð
SKTirana (Albaníu) 3-1
MTK Búdapest (Ungverjalandi) 1-5
2000 KR 2. umferö
Birkirkara (Möltu) 6-2
Bröndby (Danmörku) 1-3
2001 KR 1. umferð
Vllaznia (Albaníu) 2-2
2002 lAl.umferö
■Zeljaeznicar (Bosníu) 0-4
2003 KR 1. umferð
Pyunik Jerevan (Armeníu) 1-2
ooj.sport@dv.is
ENGIN VETTLINGATÖK: Leikmenn KR fengu oftar en ekki óblíðar viötökur þegar þeir
nálguðust vítateig gestanna. Hér sést Arnar Gunnlaugsson stöðvaður á frekar ólöglegan
hátt. DV-mynd E.ÓI.
„Engin skömm"
Willum Þór Þórsson, þjálfari
KR-inga, var daufur í dálkinn
þegar DV Sport ræddi við
hann eftir leikinn gegn Pyunik
í gærkvöld.
„Auðvitað er svekkjandi að
hlutimir skyldu ekki ganga eins-
og við hefðum viljað. Það kom
hins vegar á daginn, sem við viss-
um, að armenska liðið er sterkt og
við náðum ekki að opna vömina
hjá þeim. Það er engin skömm að
tapa fyrir þessu liði en ég neita
þvf ekki að ég hefði gjaman viljað
komast áfram í leikina gegn
Búlgömnum.
Við spiluðum góðan vamarleik
og gáfum fá færi á okkur allt þar
til við fengum markið á okkur en
eftir það var á brattann að sækja.
Fram að því fannst mér við vera
„Það er engin skömm
að tapa fyrir þessu liði
en ég neita því ekki að
ég hefði gjarnan viljað
komast áfram í leikina
gegn Búlgörunum
inni í leiknum og það var mín til-
finning að ef við hefðum náð einu
marki þá hefðu þeir brotnað. Það
tókst hins vegar ekki og því fór
sem fór," sagði Willum Þór.
„Ég var mjög ánægður með
baráttuna í liðinu - allir lögðu sig
100% fram og meira er ekki hægt
að fara fram á," sagði Willum Þór.
Svekkjandi
Sölvi Davíðsson, hinn ungi
kantmaður KR-inga, var svekktur
eftir leikinn.
„Það var svekkjandi að ná ekki
að klára þetta. Við vorum inni í
leiknum allt þar til þeir skoruðu
en þá var á brattann að sækja fyrir
okkur." oskar@dv.is