Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Side 8
8 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 16.ÁGÚST2003
Mótmæla flugsýningu á Menningarnótt
MÓTMÆLI: Stjórn Höfuðborg-
arsamtakanna mótmælir harð-
lega fyrirhugaðri flugsýningu í
og yfir miðborg Reykjavíkur á
Menningarnótt. Segir hún að
flug yfir þéttbýli sé varasamt
og óæskilegt og flugsýning yfir
þéttri miðborgarbyggð og
stjórnsýslumiðstöð íslenska
lýðveldisins með öllu óverj-
andi. A flugsýningum sé, í hita
leiksins, tekin mun meiri
áhætta en í hefðbundnu at-
vinnuflugi en reiknað sé með
að á sama tíma verði tugþús-
undir manna á götum mið-
borgarinnar í tilefni af Menn-
ingarnótt. Þess er óskað að
borgaryfirvöld, flugmálayfir-
völd og lögregluyfirvöld sjái til
þess að fallið verði frá flugsýn-
ingunni og búið svo um hnút-
ana að slíkar sýningar verði
ekki haldnar yfir byggð á höf-
uðborgarsvæðinu meðan flug-
rekstur er enn í miðborg
Reykjavíkur. Stjórn Höfuðborg-
arsamtakanna hveturstjórn-
endur Flugfélags (slands og
lcelandair til að hætta við flug-
sýninguna og styðja menning-
arlíf höfuðborgarinnar með
öðrum hætti.
Vísindamaraþon Hl
MENNINGARNÓTT: Háskóli (s-
lands flytur í miðbæinn á
Menningarnótt og verður þar
með fjölbreytta dagskrá, sann-
kallað vísindamaraþon. Vís-
indamenn sitja fýrir svörum og
velta fyrir sér lífinu og tilver-
unni. Furður og forngripir úr
eigu Háskólans verða til sýnis,
fluttir verða örfyrirlestrar um
efni sem efst eru á baugi og
farið í vísindaleiki af ýmsu tagi.
Vísindavefur Háskólans gegnir
veigamiklu hlutverki í dag-
skránni, rannsóknakafbátur í
sjávarlíffræði verður til sýnis og
ýmis verðlaunatæki úr hönn-
unarkeppni verkfræðinema.
Vísindamaraþonið er ætlað fyr-
ir alla aldurshópa og fer fram í
Lækjargötu 4 frá klukkan 16 til
21.
Glæsileg dagskrá á Flughátíð
ICELANDAIR ZZZS,
0?K3***) Tropic leðursófasett með 2 hægindastólum
Sérstakt
tilboð
395.000,- \m
stgr.
Fjölbreytt
úrval af
spænskum
húsgögnum
Icelandair, Flugfélag Islands og
fjölmargir aðilar, tengdir flugstarf-
semi, halda flughátíð á Reykjavík-
urflugvelli í dag til að fagna 30 ára
afmæli Flugleiða, 100 ára afmæli
flugs í heiminum og 60 ára afmæli
„þristsins", DC3-flugvélarinnar
sögufrægu. Hátíðarsvæðið verður í
og við flugskýli númer 4, við af-
greiðslu Flugfélags íslands á
Reykjavíkurflugvelli, frá 15.00 til
20.00. Hátíðin fer fram bæði á jörðu
niðri og í loftinu og er hluti af dag-
skrá Menningarnætur í Reykjavík.
Meðal dagskrárliða er að þyrla
Landhelgisgæslunnar sýnir flug-
hæfni, samflug innanlandsflugvéla
frá 1946, Flugbjörgunarsveitin sýn-
ir björgunarfalihlífarstökk, yfirflug,
lendingu og flugtak Boeing 757 vél-
ar Icelandair, svifflug, karamellu-
kast, listflug, tólf manna fallhlífar-
stökk, marklendingu, samflug
Flugfélags fslands, eltingaleikur í
háloftunum, sjö vélar frá Flugskóla
Islands sýna listir sínar og listflug
tveggja Pitts Special-listflugvéla í
einu. Framan við flugskýlið verður
FLUGMENNING: Reykjavíkurflugvöllur leikur stórt hlutverk í dagskrá tengdri hátíðahöldum Menningarnætur og hefst viðamikil dagskrá
þar klukkan 15.00. DV-myndGVA
komið fyrir áhugaverðum flugvél-
um fyrir almenning, stórum vélum
og litíum, sögufrægum vélum og
sérstæðum. Á sýningarsvæðinu
munu flugmenn, flugvirkjar og
flugfreyjur kynna störf sín og Flug-
björgunarsveitin, sem annast ör-
yggisgæslu á svæðinu, mun kynna
starfsemi sína. í skýlinu verður
einnig myndræn sýning á töfrum
flugsins.
í tilefni hátíðarinnar og 30 ára af-
mælis Flugleiða verður efnt til af-
mælisleiks sem fer þannig fram að
gestir búa til pappírsskutíu, merkja
hana nafni sínu og kasta í mark.
Dregnir verða 60 ferðavinningar úr
skutíunum og 100 aukavinningar.
Siðumúla 35 - Sími: 588 5108
www.micasa.is
Á100 ára afmæli flugs í heiminum:
Stóri flugmódeldag-
urinn í Hafnarfirði
Flugmódelfélagið Þytur heldur
upp á „stóra flugmódeldaginn"
á félagssvæði sínu á Hamranes-
flugvelli, sunnan við Hafnar-
fjörð, í dag.
Þetta er einn af fjölmörgum af-
mælisviðburðum á þessu ári í til-
FLUGMÓDELDAGUR: Richard Rawle, flugmódelsmiður frá Bretlandi, er í heimsókn hjá Flug-
módelfélaginu Þyt. Hér er hann með eitt af sínum glæsilegu módelum af Spitfire-gerð.
efni af 100 ára sögu flugsins. Pétur
Hjálmarsson, formaður flugmódel-
félagsins Þyts, segir að félagið hafi
fengið hingað til lands þá Steve
Holland og Richard Rawle. Þessir
menn eru frægir í heimalandi sínu,
Englandi. Hæfni þeirra í smíði fug-
módela og listflugshæfni eru nán-
ast engin takmörk sett. Steve Hol-
land er einn af bestu módelflug-
mönnum í heiminum í dag. Hand-
verk og útfærslur Richards Rawle á
smíði og tæknilausnum eru á
heimsmælikvarða.
Módelin sem þeir félagar eru
með í þessari ferð hingað eru sum
með ólíkindum stór. Vænghaf
einnar vélarinnar er yfir 5 metrar.
Dagskráin á Hamranesflugvelli
hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 14.00.
Munu félagsmenn Þyts, ásamt
gestum, fljúga fjarstýrðum flug-
módelum af ýmsum stærðum og
gerðum. Allan tfmann verður sam-
felld dagskrá.
Flugvöllurinn er sunnan við
Hafnarfjörð. Ekin er Reykjanes-
brautin uns komið er að íþrótta-
svæði Hauka á vinstri hönd. Þaðan
eru eknir sléttir 2 kílómetrar eftir
Krísuvíkurveginum að fiskitrönum
á vinstri hönd og þar er afleggjarinn
að Hamranesflugvelli.
hkr@dv.is
í Florida þarftu að:
Fara með krakkana í Disney World.
Heimsaekja St. Augustine, sem er einn af
elstu bæjum Bandaríkjanna.
á mann í 8 daga m.v. hjón með 2 börn yngri en 12 ára
með 10.000 kr. afslætti. Innifalið: flug, gisting á Best
Western Plaza, flugvallarskattar og þjónustugjöld.