Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST2003 DV HELGARBLAÐ 25
DV-myndir E.ÓI.
Eins og Ágústa tekur fram í lok
uppskriftarinnar má nota hvaða
fisk sem er í súpuna og sjálf
skellti hún nokkrum bitum af
laxi út í hana ásamt ýsunni.
Þar sem Ágústa ræktar sjálf
sítrónumelissu þá skipti hún
steinseljunni og sítrónunni út
og setti melissuna i staðinn.
Guðrún Gunnarsdóttir hjá Eðalvínum ehf. mælir með vínum með fiskisúpu:
rt
vaxtaríkt hvítvín
og svalandi sérrí
„Til að byrja með mæli ég með frábæm
hvítvíni ffá Argentínu, Trivento
Chardonnay. Þetta er algjört „nammi“-
vín eins og Þorri Hringsson orðaði það
eitt sinn,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir
hjá Eðalvínum, en hún velur tvær vínteg-
undir með matnum sem framreiddur er
hér á opnunni.
Guðrún segir marga þætti gera það að
verkum að vínrækt í Argentínu er mjög
vel heppnuð. „Jarðvegur og veðurfar er til
dæmis eins og best verður á kosið fyrir
vínrækt. Þess vegna var það að Concha y
Toro fór að framleiða vín í Argentínu
undir nafninu Trivento. Þeir völdu
Mendoza-svæðið og hófu framfeiðslu
1996. Meðalhitastig þar er lágt og því
þroskast þrúgumar hægt. Mikill munur
er oft á hitastigi á nóttu og degi og þvíeru
vínin tannínnk. Stefnt var að því að ffam-
leiða bestu vínin í Argentínu og hefur það
tekist," segir Guðrún.
Trivento Chardonnay vann nýverið
silfurverðlaunin í keppninni
„Chardonnay du Monde“, en það er
keppni sem haldin er í hjarta
Chardonnay-þrúgunnar, þ.e Chaintré í
Burgundy. Þar komu saman vínffamleið-
endur frá 37 löndum og aðeins til að
keppa í Chardonnay-þrúgunni. Það þykir
mikill heiður að vinna til verðlauna í
keppninni.
Trivento-nafnið þýðir vindamir þnr.
Fyrst ber að nefna hinn ískalda Polar-
vind sem herjar á víngarðana á veturna.
Kuldinn nær djúpt inn í vínviðinn og er
honum hvatning að halda áfram áð vaxa.
Zonda-vindurinn kemur á miklum hraða
niður Andesfjöllin úr vestri. Þessi hlýi
vindur umvefúr plöntumar og vekur þær
af vetrardvala. Þriðji vindurinn,
Sudestada, kemur úr austri, ftískur en
rakur á sumrin. Hann lætur þrúgurnar
þroskast ásamt sólinni.
„Ávöxtur vindanna gefúr plöntunum
tækifæri tif þroska í takti við náttúmna.
Náttúran skaffar sálina en við búum bara
til vínið," segir víngerðarmeistari Tri-
vento. Trivento Chardonnay er mjög
ávaxtaríkt og ljúft vín, frábært með fiski-
súpu, ræður vel við kumminið, sítrónuna
og tómatinn. Vínið fæst í öllum verslun-
um ÁTVR og kostar 910 krónur.
Sérrí með súpu
„Fyrir þá sem þora mæli ég hiklaust
með Tio Pepe-sérríi með súpunni. Tio
Pepe er tvímælalaust eitt vanmetnasta
vfn á íslandi. Það er þurrt, ferskt, fíngert,
með keim af eplum. Það á alltaf að drekka
vel kælt,“ segir Guðrún um Tio Pepe-sér-
rfið.
Þetta er Fino sérrí þar sem yngsta
blandan í „Solera" er aldrei yngri en sjö
ára, sem orsakar það að Tio Pepe er mjög
„konsentrerað". Það er mikil fylling í
keim og bragði og smávegis sveppakeim-
ur getur verið í ilmi.
„Tio Pepe er alveg ótrúlega fjölhæft vín
þar sem það nýtur sín sem fordrykkur,
sem svaladrykkur á heitum degi eða með
öllum sjávarréttum og köldum kjötrétt-
um, hvort sem það em bragðmiklar
kryddpylsur eða kalt svína- eða fuglakjöt.
Það hentar einstaklega vel með tapas-
réttum," segir Guðrún um leið og hún
óskar lesendum skemmtunar á Menn-
ingamótt og minnir á þjónahlaupið sem
hefst á Café Victor klukkan 15. Tio Pepe
fæst í öllum verslunum ÁTVR og kostar
1.830 krónur.