Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Qupperneq 36
r 40 DVHELGARBLAD LAUGARDAGUR 16.ÁGÚST20Q3 KOMDU MEÐ HANN: Hvorki (ris Andrésdóttir, fyrirliði Vals, né Michelle Barr, fyrirliði (BV, vildi sleppa takinu af bikamum þegar þær brugðu á leik fyrir Ijósmyndara DV á Laugardalsvellinum á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik VISA- bikars kvenna sem fram fer á morgun kl. 14. DV-myndTeitur Valur og ÍBVmætast í úrslitum VISA-bikars kvenna á Laugardalsvelli á morgun: Munur á sigurhefð Valsstúlkur hafa átta sinnum orðið bikarmeistarar en ÍBVIeikurí fyrstasinn til úrslita Valur og ÍBV mætast á morgun í úr- slitaleik VISA-bikars kvenna. Leikur- inn ferfram á Laugardalsvelli og hefst „ kl. 14. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, sagði á blaða- mannafundi á fimmtudag, þar sem leikurinn var kynntur, að hann vonað- ist eftir að fólk fjölmennti á leikinn því að þessir leikir væru nær undantekn- ingarlaust mikil skemmtun. Það er óhætt að segja að félögin tvö sem mætast á morgun eigi sér ansi ólíka sögu í bikarkeppninni. Valur hefur þrettán sinnum komist í bikarúrslitaieikinn og unnið bikarinn átta sinnum, síðast 2001, en Eyjastúlkur spila nú í fyrsta úrslitaleik sínum frá upphafi. Það verður þó ekki annað sagt en að Eyjastúlkur hafi farið erfiðu leiðina í úrslitaleikinn því að þær lögðu KR og Breiðablik á leið sinni á - Laugardalsvöllinn. Halda spennustiginu niðri Heimir Hallgn'msson, þjálfari liðsins, sagði í samtali við DV Sport að það væri langþráður draumur fyrir Eyjaliðið að spila þennan leik. „Við höfum horft öfundaraugum á sömu þrjú liðin spila úrslitaleikinn undanfarin níu ár og því er það kærkomið fyrir okkur að fá tækifæri til að spila þennan leik. Ég heid að það sé líka bara gott fyrir íslenska kvennaknattspyrnu að eitthvert annað lið brjóti sér leið upp á milli þessara liða. Það hefur verið kallað á breidd undanfarin ár og ég held að við séum að svara því kalli," sagði ” Heimir. Hann sagðist jafnframt ekki vera í vafa um að það yrði smávegis stress í sínum stúlkum í leiknum. „Aðalatriðið hjá okkur er að njóta þess að spiia þennan leik. Það verður örugglega svolítið stress í mannskapnum en við verðum bara að vinna í því. Margar stúlknanna hafa ^ aldrei stigið inn á Laugardalsvöllinn, hvað þá heldur spiiað í beinni útsendingu í sjónvarpi. Það verður mitt verkefni að halda spennustiginu hjá liðinu niðri.“ Vestmannaeyingar fengu til sín marga góða leikmenn fyrir tímabilið og óhætt að segja að miklu hafi verið til tjaldað. Heimir sagði að vissulega hefðu sterkir leikmenn verið fengn- ir til liðsins en krafan um titil væri ekki til staðar og eina pressan sem væri á liðinu væri sú sem það sjálft setti á sig. „Það er engin hefð í kvennaknattspyrnunni í Vestmannaeyjum og því er erfitt að gera kröfur um titla. Við fmnum fyrir mikilli já- „Liðin eru að vísu frekar ólík því að Valsliðið er frekarjafnt og engin sem sker sig neitt sérstaklega úr en ekki er hægt að loka augunum fyrir því að nokkrir einstaklingar bera hit- ann og þungann afleik Eyjaliðsins." kvæðni í garð liðsins frá bæjarbúum og miklum meðbyr. Það er stutt alveg ofboðslega vel við bakið á okkur og stelpurnar vilja að sjáffsögðu endurgjalda þann stuðning en þessi leikur er bara hluti af lærdómsferli liðs- ins og við lítum á hann sem slíkan." Heimir sagði aðspurður að Valsliðið væri gífurlega sterkt. „Ég held ég sé ekki að ljúga því þegar ég segi að liðið er skipað eintómum landsliðsmönn- um. Það er enginn veikleiki í þessu liði en ég held samt að við stöndum þeim fyllilega jafn- fætis fótboltalega séð. Andlega hliðin er sennilega sterkari hjá þeim fyrir þennan leik því að þær hafa reynsluna fram yfir okkur.“ Heimir sagðist ætla að einbeita sér að liði sínu í stað þess að hugsa of mikið um Valslið- ið. „Það er nóg að hugsa um okkur og ég held að ef mínar stelpur mæta tiltölulega afslapp- aðar til leiks þá þurfi Valsstúlkurnar að passa sig. Ég horfi til þess að leikmenn eins og Karen Burke, Michelle Barr og Olga Færseth dragi vagninn í leiknum á morgun. Þær hafa reynsluna og eiga að hjálpa ungu og óreyndu stelpunum í gegnum þennan leik.“ Eyjamenn ætla að fjölmenna á leikinn, að sögn Heimis, og bjóst hann við öflugum stuðningi. Hann vildi ekki spá um úrslit leiks- ins en lofaði hörkuleik. Sigur það sem skiptir máli Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals, stjórnaði sfnu liði í fyrsta sinn í bikarúrslitum í fyrra og hún sagði við DV Sport á fimmtudaginn að hún væri reynslunni ríkari. „Það er alltaf góð tilfinning að spila bikar- úrslitaleik. Við töpuðum leiknum í fyrra en það er ekki eins og við höfum dvalið eitthvað við hann. Núna er nýr leikur með nýjum tæki- færum og við ætlum að njóta hans til hins ýtrasta. Stelpurnar unnu bikarinn fyrir tveim- ur árum, töpuðu í fyrra og þekkja því muninn á því að sigra eða tapa. Það eitt ætti í sjálfu sér að vera nægileg hvatning fyrir leikinn." Helena sagði að sú hefð og reynsla sem Valsliðið hefði fram yfir Eyjastúlkur kæmi ekki til með að hafa mikil áhrif þegar út í al- vöruna væri komið. „Mér hefur oft fundist það enda þannig að allar hefðir fjúki út 1' veður og vind í leikjum sem þessum. Það gefur okkur ekkert að hafa spilað í fyrra eða unnið árið þar á undan," sagði Helena. Valur vann ÍBV, 3-2, í eina leik iiðanna í sumar á Hlfðarenda, í hörkuspennandi leik, en hvernig metut Helena liðin? „Ég held að þessi lið sé mjög áþekk að getu. Þau vilja bæði spila sóknarknattspyrnu og ég á ekki von á öðru en að úrslitaleikurinn verði mjög skemmtilegur. Liðin eru að vísu frekar ólík því að Valsliðið er frekar jafnt og engin sem sker sig neitt sérstaklega úr en ekki er hægt að loka augunum fyrir því að nokkrir einstaklingar bera hitann og þungann af leik Eyjaliðsins. Hvort tveggja getur verið gott og það verður spennandi að sjá hvor blandan hefur betur í leiknum á sunnudag." Helena sagðist ekki ætla að spá um úrsiit leiksins en það væri alveg ljóst hvert mark- miðið væri hjá henni og liðinu. „Við ætlum okkur sigur og mér er alveg sama hvort það verður, 1-0, eða 4-3. Það eina sem skiptir máli er að vinna titilinn - allt ann- að er aukaatriði." Gleymum ekki tapinu íris Andrésdóttir, fyririiði Vals, man vel eft- ir tapinu í fyrra og sagði í samtali við DV Sport að Valsstúlkur ætluðu ekki að láta það endur- „Við höfum horft öfundaraug- um á sömu þrjú liðin spila úr- slitaleikinn undanfarin níu ár og því er það kærkomið fyrir okkur að fá tækifæri til að spila þennan leik. Ég held að það sé líka bara gott fyrir ís- lenska kvennaknattspyrnu að eitthvert annað lið brjóti sér leið upp á milli þessara liða." taka sig. „Það var ömurleg tilfinning að tapa leikn- um í fyrra og eitthvað sem enginn vill upplifa aftur. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að leikurinn verður mjög erfiður þar sem ÍBV hefur frábæru liði á að skipa. Við þurfum að geta haldið aftur af Margréti Láru, Burke og Olgu og ef það tekst þá er mikið unnið. Annars er mikil tilhlökkun í hópnum fyrir leikinn og allir stefna á sigur," sagði Iris Andr- ésdóttir, fyrirliði Vals. oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.