Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 Flosi enn í fangelsi í morgun INNILOKAÐUR: Flosi Arnórs- son stýrimaður sat enn í fang- elsi í Dubai í morgun. Að sögn Jónu Arnórsdóttur, systur Flosa, hafði hún ekkert frétt af málinu síðan í gær. Þá fóru norskir sendiráðsmenn með alla umbeðna pappíra í fang- elsið. Var talið að þar með væru öll skilyrði uppfyllt til að Flosa yrði hleypt út. Af því varð þó ekki. Jóna sagðist því vart búast við að Flosi yrði látinn laus í dag og ekki heldur á morgun. í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er komin helgi og stendur hún í dag, fimmtudag, og á morgun. Sagði Jóna að reynslan sýndi að ekkert gerðist í stjórnsýsl- unni þessa daga. Dræm veiði VEIÐI: Á miðvikudag höfðu að- eins 33 hreindýr verið felld í Aust- ur-Skaftafellssýslu á þessu veiði- tímabili sem lýkur 15. september. Enn þá er mikill hiti á Austurlandi og veður fádæma gott miðað við árstíma. Hamlar veðurblíðan veið- inni. Kvótinn í sýslunni er 124 dýr en heimilt er að veiða allt að 800 hreindýr á tímabilinu 1. ágúst til 15. september. Ríkisstjórnin áttaði sig ekki á kröfunum Siglfirðingar telja flestir að rík- isstjórnin hafi alls ekki áttað sig á því hvað það gæti kostað að fresta framkvæmdum við gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð. íslenskir aðalverktakar og sænska verktakafyrirtækið NCC áttu lægsta tilboð í Héðinsfjarðar- göng, 6,2 milljarða króna. Stjórn- völd frestuðu verkinu áður en það hófst og nú hefur Kærunefnd út- boðsmála úrskurðað að ákvörðun stjórnvalda um að hafna tilboði verktakanna hafi verið ólögmæt. Stefán Friðfmnsson, forstjóri LAV, segir að ólögleg ákvörðun stjórn- valda verði ekki kærð og krafist skaðabóta. Sverrir Sveinsson á Siglufirði, fyrrverandi varaþingmaður Fram- sóknarflokksins og einn helsti bar- áttumaður Siglfirðinga fyrir því að ráðist yrði í gerð Héðinsfjarðar- ganga, segist fagna því að að það sé verið að taka upp málið að nýju svo að vissu leyti séu Siglfirðingar að taka gleði sína að nýju. „En það urðu margir hér á Siglu- firði geysilega sárir þegar fram- kvæmdum við göngin var frestað. Ég trúi ekki öðru en rfkisstjórnin setji málið aftur af stað og semji við verktakana til að komast hjá því að þurfa að greiða skaðabætur. Það er eins og ríkisstjórnin hafi ekki áttað sig á þeim kröfum sem hún má eiga von á og starfsmaður íslenskra að- alverktaka segir mér að það and- varaleysi ríkisstjórnarinnar hafi komið þeim á óvart,“ segir Sverrir Sveinsson. gg&dv.is BJARTSÝNI: I marsmánuði sl. þegar allt lék í lyndi og allir héldu að jarðgangagerð væri í höfn. F.v.: Skarphéðinn Guðmundsson bæjarfulltrúi, Sigríður Ingvarsdóttir fyrrv. þingmaður, Freyr Sigurðsson form. áhugamannafélagsins Samgangs og Guðmundur Guðlaugsson bæjarstjóri. íslandsferðir verða nýtt dótturfyrirtæki Flugleiða: Selja íslenska ferða- þjonustu erlendis íslandsferðir ehf. verða nýtt dótt- urfyrirtæki Flugleiða um áramótin og innan vébanda þeirra ætlar fé- lagið að sameina krafta Flugleiða- samstæðunnar til markaðssetn- ingar og sölu á íslenskri ferðaþjón- ustu erlendis Breytingin er einnig liður í að skilja betur áð rekstrarþætti innan Flugleiðasamstæðunnar, með það að markmiði að ná betri rekstrarár- angri, auka ábyrgð stjórnenda og gera heildarstarfsemina gagnsærri. Hannes Hilmarsson, svæðisstjóri Icelandair í Skandinavíu, verður framkvæmdastjóri íslandsferða. EB Hannes Hilmarsson, ■ svæðisstjóri I lcelandair í Skand- B inavíu Undir íslandsferðir fellur rekstur á ferðaskrifstofum í 9 Evrópulönd- um og rekstur innanlandsdeildar Ferðaskrifstofu íslands. Erlendu ferðaskrifstofurnar sérhæfa sig í sölu á ferðum til íslands. Þessi fyr- irtæki starfa í dag sem dótturfyrir- tæki Icelandair en þau eru Island Tours í Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Sviss, Spáni og Ítalíu, Islandia Travel í Noregi og Dan- mörku og Islandsresor í Svíþjóð. Innanlandsdeild Ferðaskrifstofu fslands hefur sérhæft sig í ferða- heildsölu og ráðstefnuþjónustu undir nafninu Iceland Travel. Um 80 manns munu starfa hjá íslandsferðum ehf. Höfuðstöðvar íslandsferða ehf. verða á íslandi en starfsemi verður til að byrja með í 10 löndum. Við starfi Hannesar í Skandinav- íu tekur Helga Þóra Eiðsdóttir sem hefur verið forstöðumaður Vildar- klúbbs Icelandair sl. 7 ár. hlh@dv.is Seiðavísitala þorsks og ýsu sú mesta í áratugi Lokið er 19 daga árlegum rann- sóknum á fjölda og útbreiðslu fiskseiða á vegum Hafrannsókna- stofnunar á hafsvæðinu kringum ísland. Einnig fóru fram rann- sóknir á hita- og seltumælingu sjávar, mælingar á koltvísýringi og næringasöltum í sjó. Sunnan og vestan fslands var sjór hlýr og selturíkur og upphitun yfir- borðslaga mikil. Mikið var af þorskseiðum og var vísitalan sú sjötta hæsta sem mælst hefur frá því seiðarann- sóknirnar hófust árið 1970. Út- breiðsla þorskseiða var mikil og fundust seiði víðast á landgrunn- inu. Seiðin voru með norðlægari útbreiðslu en verið hefur undan- farin ár og endurspeglar það vafa- lítið útbreiðslu hlýsjávar fyrir Norðurlandi. Stærð seiðanna var meiri en sést hefur áður. Seiða- vísitala ýsu var sú langhæsta síð- an mælingar hófust og var stærð seiðanna talsvert yfir meðallagi. Seiðavísitala loðnu var sú lægsta sem mælst hefur og stærð undir meðallagi. gg@dv.is ÞAKRENNUR '£? MARLEY Frábært verð! 594 6000 www.merkur.is Bæjarflöt4,112 R. BYQGINGAVÖRUR Fjárdrátturí Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Framkvæmdastjórinn Framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Vestfirðinga hefur orðið uppvís að því að draga sér hátt í 7 milljónir króna úr sjóð- um sambandsins, líkt og forveri hans í starfi. Framkvæmdastjórinn, Ingimar Halldórsson, hætti fyrirvaralaust störfum eftir stjórnarfund í fyrradag en þá var komið í ljós að hann hafði dregið sér fé úr sjóðum sambands- ins á árunum 2002 og 2003, samtals tæpar 7 milljónir króna. Nam fjár- drátturinn rúmlega 2,2 milljónum króna árið 2002 en framkvæmda- stjórinn greiddi þá upphæð til baka fyrir áramót. Á þessu ári mun hann hafa haldið áfram að draga sér fé, samtals um 4,6 miUjónir króna. Þar dró sér um af greiddi framkvæmdastjórinn tU baka um 3 milljónir á mánudag og stóðu þá eftir um 1,6 miUjónir króna. Stjóm sambandsins ákvað í gær að fela lögmanni sínum að kæra máUð tU lögreglu. Ingimar er annar framkvæmda- stjórinn í röð sem dregur sér fé úr sjóðum Fjórðungssambandsins en hann var ráðinn framkvæmdastjóri 7 milljónir í ársbyrjun 2001. Forveri hans, sem var ráðinn eftir aðalfund 1998, dró sér um 6 milljónir króna á árunum 1999 og 2000. Það mál var gert upp án lögregluafskipta. Fjórðungsþing Vestfirðinga, sem er ársfundur Fjórðungssambands Vestfírðinga, verður haldið í Reykja- nesi við Isafjarðardjúp um helgina. hkr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.