Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Qupperneq 14
74 SKQÐUN FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003
“t*
v:::i
m
Frestun verður sjaldan án kostnaðar
Vandinn sem Vegagerðin og samgönguráðherra
standa frammi fyrir er ekki síst sá að í framtíð-
inni munu verktakar, sem taka þátt í útboði,
taka tillit til þess að hugsanlega sé ekki alvara á
bak við útboðið. Þeir munu reikna inn sérstaka
áhættu er snýr að því að ríkið geti alltafhætt
við, frestað eða breytt viðkomandi verkefni.
Ríkisstjómin tilkynnti á fyrstu dögum júlí-
mánaðar að Héðinsfjarðargöngum yrði
frestað um tvö ár. Að vonum vakti ákvörðunin
hörð viðbrögð heimamanna, sem margir
hverjir hafa litið á gángagerðina sem forsendu
fyrir lífvænlegri byggð við norðanverðan Eyja-
ijörð.
Þegar útboðsgögn vom send út til fjögurra
verktakahópa í maí síðastliðnum fögnuðu
Siglfirðingar enda töldu þeir að nú myndi
langþráður draumur um tengingu við Eyja-
fjarðarsvæðið rætast. DV greindi frá því að
talsverður hópur bæjarbúa hefði komið sam-
an í Skútudal á þeim stað sem gangamunninn
verður. Flutt vom ávörp og afhjúpað málverk
sem Bjarni Þorgeirsson hafði gert og sýnir
gangamunnann.
Síðan kom reiðarslagið. Ríkisstjórnin ákvað
að fresta gerð jarðganganna um tvö ár og í yf-
irlýsingu samgönguráðherra sagði að ekki
þætti ráðlegt að fara í framkvæmdir nú í því
þensluástandi sem í uppsiglingu væri vegna
stóriðjuframkvæmda. Hagfræðilega var
ákvörðunin skynsamleg en pólitískt sársauka-
full eftir allt sem hafði verið sagt nokkmm vik-
um fyrr.
Fólk sem bíður eftir því að stjórnmálamenn
efni gefin loforð verður sárt og reitt þegar það
telur að verið sé að sniðganga það sem lofað
og sagt hefur verið. Eftir að hafa tekið út tölu-
verðan pólitískan sársauka ákvað ríkisstjórnin
að standa við frestunina en stytta framkvæmdatím-
ann um eitt ár. Með þessu var reiði heimamanna
milduð - smyrsl vom sett á sárin.
Vegagerðin gerir ráð fyrir því að Héðinsfjarðargöng
verði boðin út að nýju fyrri hluta árs 2006 og að hafist
verði handa við framkvæmdir síðar sama ár. Heima-
menn hafa sætt sig við sinn hlut en verktakinn sem
átti lægsta tilboðið í verkið unir hag sínum eðlilega
ilia. Kæmnefnd útboðsmála komst að þeirri niður-
stöðu að ákvörðun Vegagerðarinnar og ríkisstjórnar-
innar um að hafna tilboði verktakanna hafi verið
ólögmæt. Vegagerðin er því skaðabótaskyld gagnvart
lægstbjóðendum vegna kostnaðar við að undirbúa til-
boð og taka þátt í útboðinu.
Stefán Friðfinnsson, forstjóri íslenskra aðal-
verktaka sem ásamt NCC átti lægsta tilboðið,
telur að það væri hálfhlálegt að bjóða verkið út
að nýju enda liggi fyrir allar kostnaðartölur.
Stefán segir það vonda niðurstöðu að ljúka
málinu með skaðabótum og í viðtaii við DV í
gær sagði hann meðal annars: „Það er ekki það
sem við emm að fara fram á, en það gæti auð-
vitað komið tii þess. Við teljum eðlilegt að Vega-
gerðin semji við fyrirtækið um gerð Héðins-
fjarðarganga þegar farið verður í framkvæmd-
ir.“
Hér er talað af skynsemi þó vissulega sé
Vegagerðin og yfirvöld samgöngumála í raun
komin í vítahring. Auðvitað hefur verktíminn
áhrif á það verð sem verktakar bjóða á hverjum
tíma - slíkt er eðlilegt. Og ef til vill hefðu borist
hagstæðari tilboð í upphafi ef ijóst hefði verið
að verktíminn væri tveimur ámm síðar en upp-
haflega var áætlað. En eftir stendur verktakinn,
sem bauð lægst í góðri trú, með sárt ennið og
þarf að sækja skaðabætur á hendur ríkinu og
em göngin sjálft þó nægilega dýr fyrir sameigin-
legan sjóð landsmanna.
Vandinn sem Vegagerðin og samgönguráð-
herra standa frammi fýrir er ekki síst sá að í
framtíðinni munu verktakar, sem taka þátt í út-
boði, taka tillit til þess að hugsanlega sé ekki al-
vara á bak við útboðið. Þeir munu reikna inn
sérstaka áhættu er snýr að því að ríkið geti alltaf
hætt við, frestað eða breytt viðkomandi verk-
efni. Niðurstaðan gæti orðið sú að tilboð í verklegar
framkvæmdir á vegum ríkisins verða óhagstæðari.
Hvernig staðið hefur verið að verki er langt frá því
að vera til eftirbreytni. Aðeins klúður getur lýst fyrir-
hyggjuleysinu sem kostar tugi milljóna eða jafnvel
meira.
1
Nýir þingmenn ætla að sei
€S
Átján nýir þingmenn náðu kjöri
til Alþingis í vor. Nú er um mán-
uður þangað til Alþingi kemur
saman og því taldi DV tíma-
bært að spyrja nýja þingmenn
hvaða málurn þeir myndu helst
berjast fyrir í vetur.
Þingflokkur Samfylkingarinnar
sat á löngum fundi í gær þar sem
drög voru lögð að þingstörfunum í
vetur, en gera má ráð fyrir að
helstu þingmál verði kynnt sér-
staklega skömmu áður en þing
kemur saman líkt og undanfarin
ár. Nýliðar innan stjórnarliðsins
hafa sömuleiðis legið yfir því í
sumar hver af helstu stefnumálum
þeirra séu innan marka hins
mögulega. Enginn vafi virðist á því
að ný kynslóð þingmanna láti
kröftuglega til sín taka á Alþingi í
vetur.
Menntamál í forgrunni
„Þau mál sem ég hef unnið að í
sumar og haust lúta svo til ein-
göngu að menntamálum,“ segir
Björgvin G. Sigurðsson, 32 ára
þingmaður Samfýikingarinnar.
Flokkurinn hefur falið einum full-
trúa í hverri þingnefnd að bera
ábyrgð á þingmálum flokksins í
þeirri nefnd og gegnir Björgvin því
hlutverki í menntamálanefnd, en
hann situr auk þess í iðnaðar-
nefnd.
„Hámark á námskostn-
að hverrar fjölskyldu
kæmi sér vel fyrir unga
foreldra sem þurfa
bæði að standa undir
þungri endurgreiðslu-
byrði af námslánum og
leikskólagjöldum," seg-
ir Katrín Júlíusdóttir.
„Eitt þessara mála lýtur að efl-
ingu iðn- og tæknináms og stofnun
styttri námsbrauta í því námi. í
öðru lagi átak gegn brottfallsvand-
anum í framhaldsskólum. Og í
þriðja lagi þrjú stór mál sem lúta
að Lánasjóði íslenskra náms-
manna, þ.e. að afnema ábyrgðar-
mannakerfið, endurskoða fram-
færslugrunn og lækka endur-
greiðsluhlutfallið. Éggæti talið upp
fjölda annarra mála en þetta eru
„flaggskipin" í menntamálum sem
við fulltrúar Samfylkingarinnar í
menntamálanefnd höfum verið að
vinna að. Við lögðum upp með 28
mál, völdum 14 sem við ætlum að
leggja fram í vetur og þar af eru
þessi stærst," segir Björgvin.
„LÍN-ívilnun"
Flokkssystir Björgvins, Katrín
Júlíusdóttir, 29 ára, segir að þessa
dagana sé henni hugleiknast að
skilgreindur verði svokallaður
námskostnaður
á hverja fjöl-
skyldu, líkt og
gert sé í Þýska-
landi og víðar.
„Námskostnað-
ur myndi inni-
fela kostnað við
leikskóla, af-
borganir af lán-
um LIN og ann-
an slíkan kostn-
að. Hugmyndin er að þessi kostn-
aður fari ekki yfir ákveðið hámark,
en því mætti til dæmis ná fram
með einhvers konar ívilnun í skatt-
kerfinu. Þetta kæmi sér vel fyrir
unga foreldra sem þurfa bæði að
standa undir þungri endur-
greiðslubyrði af námslánum og
leikskólagjöldum. Ég mun líklega
leggja fram mál eða skýrslubeiðni
um þetta í vetur," segir Katrín, sem
situr í menntamálanefnd og alls-
herjarnefnd. Hún er einnig að
vinna að beiðni um skýrslu um
stöðu forsjárlausra foreldra og fyr-
irspurn um hvort þær forsendur,
sem lagt var upp með þegar kvóta-
kerfið var sett á, hafi staðist.
Frjálslyndi njóti sín
Agúst Ólafur Ágústsson, 25 ára,
situr í allsherjarnefnd og heilbrigð-
is- og trygginganefnd. Hann vill að
FRUMRAUNIN: Nýir þingmenn tóku sæti á Alþingi í fyrsta sinn í vor á stuttu þingi, en eitt
helsta verkefni þess var að kjósa forseta Alþingis og skipa í nefndir þess.
kynning á einstökum málum sem
hann ætlar að beita sér fyrir bíði
betri tíma en segir af nógu að taka:
„Og að sjálfsögðu vona ég að frjáls-
lynd viðhorf minnar kynslóðar fái
að njóta sfn í sem flestum mála-
flokkum."
Jón Gunnarsson, 43 ára, segir að
hann vilji ekki að mál, sem séu nú í
vinnslu í þingflokki Samfylkingar-
innar og hjá einstökum þing-
mönnum, komi fyrst fram í fjöl-
miðlum. „En ég sit í sjávarútvegs-
nefnd og fjárlaganefnd og verð fyr-
irferðarmestur á þeim sviðum."
Rjúpur og bændur
Dagný Jónsdóttir, 27 ára þing-
maður Framsóknarflokksins, hefur
varið sumrinu í að setja sig inn í
málaflokka þeirra fimm fastanefnd
Alþingis sem hún á sæti í, en sam-
kvæmt lauslegri athugun er það
met frá því að þingið var sameinað
1991. „Eg held að ég leyfi haust-
þinginu að líða og haldi áfram að
setja mig inn í þessa málaflokka,
en auk þess mun fjárlagaumræðan
taka sinn skerf,"
segir Dagný.
Hún er vara-
formaður
menntamála-
nefndar og um-
hverfisnefndar
og situr auk
þess í efnahags-
og viðskipta-
Dagný Jónsdóttir. nefnd, heil-
brigðis- og trygginganefnd og