Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Síða 2
2 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRTTSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingan auglys- ingar@dv.is. - Dreiflng: dreiflng@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Ölvaður á lögreglubíl - frétt bls. 4 Sjóvá-Almennar dóttur- félag íslandsbanka -frétt bls. 12-13 Golfferðir í haust - Ferðir bls. 10 Ummæli KA-manna kalla á viðbrögð - DV Sport bls. 37 Horfinn snjókarl sendir póstkort Dularfullt mál er komið upp í bænum Tondu f Suður-Wales eftir að póstkort fóru að berast til eig- anda snjókarls sem horfið hafði sporlaust úr garði hennar rétt fyrir sfðustu jól. Að sögn hinnar 42 ára gömlu Helen Bevan, skapara snjókarls- ins, berast kortin víða að úr heim- inum eins og frá Tenerife, Antigúa, Taílandi, Mexíkó, Malasíu og Hong Kong og eru öll undirrituð: „Með kærri kveðju frá Frosta". Helen segist reyndar hafa séð Frosta einu sinni eftir að hann hvarf fyrst en það hefði verið á jólanótt. „Þá bankaði einhver og þegar ég opnaði blasti Frosti við með vídeóspólu bundna um háls- inn. Upptakan sýndi hann á ýms- um stöðum og m.a. á pöbbnum." Atlanta með milljarðasamning í Þýskalandi LUFTHANSA: Flugfélagið Atlanta hefur gert saming við Lufthansa Cargo í Þýska- landi um þjónustuleigu á þremur fraktvélum af Boeing 747-gerð sem verða stað- settar í Frankfurt. Samning- urinn er upp á um 20 millj- arða króna. Flugið hefst í júnímánuði 2004 og gildir samningurinn til þriggja ára. Atlanta mun kaupa vélarnar sem nú eru í rekstri hjá Luft- hansa Cargo. Flogið verður til Bandaríkjanna, Samein- uðu arabísku fursta- dæmanna, Saudi-Arabíu, Indlands, Sri Lanka og Flong Kong. Lufthansa mun ein- beita sér að rekstri MD11 fraktvéla í eigin flota, það mun styrkja þeirra flugflota og gera reksturinn sam- keppnisfærari og sveigjan- legri. Að sama skapi styrkir samingurinn rekstur Atlanta verulega, en þetta er stærsti samningur sem Atlanta hef- ur gert. Amstel ódýr BJÓR: (umfjöllun DV um verð á mismunandi tegundum lager- bjórs í ÁTVR láðist að geta mjög ódýrrar bjórtegundar, Amstel Light í 33 cl flöskum. Flaskan kostar aðeins 99 krónur sem jafngildir því að hálfs lítra dós mundi kosta 150 krónur. Sam- kvæmt því er Amstel Light næstódýrasti bjórinn í Ríkinu á eftir Egils Pilsner. Vopnað rán framið í íslandsbanka við Lóuhóia: Stökk yfir gjaldkerastúk- una vopnaðureggvopni Maðurinn sem framdi vopnað bankarán í útibúi fslandsbanka við Lóuhóla í gær er ófundinn. Ránið var framið á þriðja tíman- um í gær og var allt tiltækt lögreglu- lið kvatt að Lóuhólum í kjölfarið. Maðurinn mun hafa komið inn í bankann og gert sér lítið fyrir og stokkið yfir gjaldkerastúku með vopn sem líktist hnífi. Hann tæmdi skúffuna og lagði síðan á flótta út úr bankanum. Að sögn sjónarvotta stefndi maðurinn hraðbyri í átt að Blikahólum en starfsmaður ís- landsbanka veitti honum eftirför. Hann missti hins vegar sjónar á honum. Víðtæk leit var gerð að mannin- um í gær og voru meðal annars notaðir leitarhundar. Maðurinn var hins vegar ófundinn í morgun. Eft- irlitsmyndavélar eru í útibúinu og rannsakar lögregla nú myndir af at- burðinum. Ekki fæst uppgefið hversu mikið ræninginn hafði upp úr krafsinu en sennilegt er að það séu nokkur hundruð þúsund krón- ur. Lögregla varðist frekari frétta af málinu í morgun og sagði rann- sóknina í fúllum gangi. Að sögn sjónarvotta stefndi maðurínn hraðbyrí í átt að Blikahólum en starfsmaður íslandsbanka veitti honum eftirför. Engan sakaði í ráninu en starfs- fólk íslandsbanka fékk áfallahjálp í gær og var útibúinu lokað í kjölfar ránsins. íslandsbanki vinnur sam- UPPNÁM: Starfsfólk (slandsbanka fékk áfallahjálp í gær og var útibúinu lokað í kjölfar ránsins. Þetta er fjórða bankaránið á suðvesturhorni landsins það sem af er þessu ári. DV-myndir ÞÖK VÍÐTÆK LEIT: Allt tiltækt lið lögreglunnar f Reykjavík leitaði ræningjans f gær. Leitar- hundar voru einnig við störf. kvæmt ákveðinni viðbragðsáætlun í tilfellum sem þessu. Sjónarvottur að ráninu segir manninn hafa virst á unglingsaldri; hann hefði verið klæddur blárri dúnúlpu og með svartan trefil um hálsinn. Þessi lýsing hefur ekki ver- ið staðfest af lögreglu. Bankaránið í gær er fjórða vopn- aða ránið sem framið er á suðvest- urhorni landsins á þessu ári. Það fyrsta var framið í Sparisjóði Hafn- arfjarðar þann 1. aprfl, annað þann 16. maí í Sparisjóði Kópavogs og það þriðja í Landsbankanum þann 6. júní síðastíiðinn. Fyrri ránin þrjú hafa verið upplýst. amdls@dvJs Árni Magnússon félagsmálaráðherra um EES-samninginn: Við svo búið verður ekki unað „Endurskoðun EES-samningsins er stærsta verkefni [e. biggest challenge] íslenskra utanrfkis- stjórnmála á næstu árum," sagði Árni Magnússon félagsmálaráð- herra á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í gær. í ræðu sinni (sem flutt var á ensku) gerði Árni ýmsar athugasemdir um núverandi stöðu íslands innan EES, ekki síst þá staðreynt að EES gerði ekki ráð fyrir því að sveitarfélög kæmu með neinum hætti að mótun laga og reglna, þrátt fyrir að stór hluti þeirra gerða sem Islendingum bæri að taka upp frá Evrópusambandinu vörðuðu einkum sveitarfélögin. Sagði hann að lýðræðishallinn innan EES minnti sig á orð George Orwells um að sumir væru jafnari en aðrir. í viðtali við fréttastofu Útvarps í hádegisfféttum sagði Ámi: „Fram- sóknarflokkurinn hefur mótað sér þessa stefhu, að það beri að byggja á EES samningnum og á honum þurfi að gera ákveðnar breytingar. Ef að það takist ekki þá hljóti að koma til þess að við veltum því fyrir okkur af fullri alvöru hvort okkar hagsmunir kunni betur að vera komnir innan Evrópusambandsins heldur en utan þess." Fréttamaður spurði Áma: Vilt þú að fslendingar gangi í Evrópu- sambandið? „Ég hef ekki myndað mér slíka skoðun á þessu augnabliki. Ég tel að við þurfum að ná ff am þess- um breytingum á samningnum, en ég tel hins vegar að við svo búið verði ekki unað öllu lengur." oiafur@dvJs DV helgarblað Draugaslóðir í Viðfirði Helgarblað DV segir til vegar um ökuleiðir og gönguslóðir í Vöðlavfk og Viðfirði á Austfjörðum. Heill- andi eyðibyggðir þar sem öflugir draugar em hluti af sögunni. Víglína við Kárahnjúka Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, segir Helgarblaði DV frá ástandinu við Kárahnjúka, deilunum við Impregilo og vonum sínum um friðsamlega lausn. Lítill heimur Frank Hojbye Christiansen er 138 sentímetrar á hæð. Hann hef- ur leikið dverg bæði í sjónvarpi, auglýsingum og nú síðast í Hafn- arfjarðarleikhúsinu. Hann segir Helgarblaði DV frá lífinu í heimi þeirra smávöxnu og hvernig hann hefúr aldrei látið smæðina hindra sig í neinu. Vélmennið mjólkar Helgarblað DV heimsækir unga og bjartsýna bændur í Miklaholti þar sem vélmenni annast mjaltir í stærsta fjósi á íslandi og rækir starfið betur en mannshöndin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.