Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Side 20
+ 20 SKOÐUN FÖSTUDACUR 19. SEPTEMBER 2003 m ■ Viðskiptalíf á öru breytingaskeiði Því var haldið fram í leiðara DV í lok síðasta mánað- ar að gríðarlegar breytingar væru fram undan í ís- lensku viðskiptalífi á næstu mánuðum, miklu róttæk- ari en menn hefðu áður látið sér til hugar koma. Þar sagði að kaup Landsbankans og Samsonar, eignar- haldsfélags Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar, á ráðandi hlut í fjárfestingarfélaginu Straumi hefðu gjörbreytt valdahlutföllum í íslensku viðskiptalífi. Þau kaup væru að líkindum upphafið að uppstokkun á ríkjandi kerfi. Vart var þetta ofmælt eins og sannaðist á viðskipta- markaði í gær. Þar gerðust stórtíðindi sem sýna að hörð barátta um nokkur af stærstu fyrirtækjum lands- ins er að taka á sig mynd. Tilkynnt var að samið hefði verið um kaup íslandsbanka á 33% hlut í Sjóvá-Al- mennum tryggingum hf. og að bankinn hefði í hyggju að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Bankinn ætlaði sér að eignast 100% hlut í tryggingafélaginu, það yrði dótturfélag hans. Kaldbakur jók og eignar- hlut sinn í Tryggingamiðstöðinni í gær og er nú stærsti hluthafmn í félaginu með um þriðjungshlut. Þá greindi Ríkisútvarpið frá því í fréttum í gær, og taldi sig hafa fyrir því traustar heimildir, að Björgóifur Guðmundsson og félagar hans í Landsbankanum hefðu náð undirtökunum í Eimskipafélaginu en hefðu í staðinn selt hluti sína í Straumi auk fleiri upp- skipta milli annarra félaga. Samkvæmt þessum heim- ildum nær Landsbankinn ráðandi hlut í Eimskipafé- laginu en eftirlætur Islandsbanka Straum. Jafnframt selur Burðarás, dótturfélag Eimskipa, Straumi hluta- bréf sín í Flugleiðum, íslandsbanka, Sjóvá-Almennum og Steinhólum, eignarhaldsfélagi um Skeljung. Með öllum þessum viðskiptum breytist eignarhald nokkurra stærstu hlutafélaga landsins verulega. Með þeim er t.d. slitið áralöngum eignatengslum milli Vart var þetta ofmælt eins og sannað- ist á viðskiptamarkaði í gær. Þar gerð- ust stórtíðindi sem sýna að hörð bar- átta um nokkur afstærstu fyrirtækj- um landsins er að taka á sig mynd. Eimskipa og Flugleiða. Þar með gengur eftir það sem Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Lands- bankans, sagði í yfirlýsingu nýlega að markmið hans væri að losa um flókin eignatengsl í félögum á markaði og auka arðsemi f þeirra. Brevtingar á íslensku + viðskiptalífi munu halda áfram. Markmið með rekstri fyrirtækja hlýtur || fyrst og fremst að vera að S þau skili eigendum sínum + góðum arði auk þess sjálf- sagða að þau veiti neyt- endum góða þjónustu og vöm á sem hagstæðustu verði. Aukið frelsi á fjár- málamarkaði og jafnvægi • í efnahagsmálum er for- senda þeirra breytinga i sem nú eiga sér stað í ís- lensku viðskiptalífi. Fyrir- tækjum og einstaklingum er nú kleift að taka b einan þátt í atvinnulífinu og ! sem betur fer hafa margir auðgast. Engin ástæða er til að sjá ofsjónum yfir þeirri þróun enda er hún jákvæð. Þau auðæfi skila sér með beinum og óbeinum hætti inn í þjóðarbúið. í fyrrgreindum leiðara DV, þar sem spáð var ömm breytingum á fjármála- og viðskiptakerfi landsins, var auknu bolmagni þessara fyrirtækja og einstaklinga fagnað enda þyrftu þessir aðilar ekki lengur að ganga með betlistaf til að fjármagna reksturinn. Hugarfarið er breytt. Ný vinnubrögð hafa verið innleidd. Dugn- aður og útsjónarsemi hafa borið ríkulegan ávöxt. Hagnaður og hagkvæmni em drifkraftur breyting- anna samfara öguðum og hröðum vinnubrögðum. Nei er ekkert svar £ Grímur Svo sjaldgæft er það að maður fái ástæðu til að hrósa Svíum að nú er um að gera að nota tæki- færið. Þeir stóðu sig nefnilega fjári vel um helgina. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin, stjórn- arandstaðan, fjölmiðlarnir, verka- lýðshreyfmgin og forysta atvinnu- lífsins - í stuttu máli eiginlega allir málsmetandi menn í landinu - legðu hart að löndum sínum að hætta nú að brúka sænsku krónuna en taka í staðinn upp gjaldmiðil Evrópusambandsins þá neitaði hinn almenni Svíi að gefa sig. Með meirihluta sem var stærri en nokk- ur hafði opinberlega giskað á höfn- uðu Svíar evmnni og sendu Evr- ópusinnum allra landa það merki sem aðeins þrautþjálfaðir menn geta misskilið. En þá reyndar kem- ur að því vandamáli að þeir sem ættu að taka skilaboðin til sín, Evr- ópusinnar, það em einmitt sömu menn og virðast alls ekki geta skilið skilaboð eins og þau sem bámst frá Svíþjóð um síðustu helgi. Evrópu- sinnar neita að horfast í augu við ákvörðun Svía, rétt eins og Evrópu- sambandið hefur aldrei gefið neitt fyrir óhagstæðar niðurstöður í þjóðaratkvæðagreiðslum aðildar- landanna. Nauðungaráróður Meira að segja hér á íslandi em Evrópusinnar farnir að telja upp á nýtt úr sænsku kössunum. Ef marka má íslenska Evrópusinna þá sögðu Svíar alls ekki nei þrátt fyrir að halda það sjálfir. Af öllum ís- lenskum Evrópusinnum em þeir hjá Samtökum iðnaðarins senni- lega verstir, þó að rétt sé að viður- kenna að það val er erfitt og margir sem koma til greina. En Samtök iðnaðarins em sennilega áköfust í baráttunni gegn fullveldi fslands og nýta sér ótrúlega aðstöðu sína til fulls í þeirri baráttu. Samtök iðnað- arins em fjármögnuð með geysihá- um nauðungargjöldum sem heimt em af íslenskum iðnfyrirtækjum, hvort sem þeim líkar betur eða verr, og þessi nauðungargjöld em svo notuð til að hafa her manns í vinnu við áróður fyrir Evrópusam- bandinu, evmnni, eurostat og eurofighternum. í fyrradag skrifaði hagfræðingur þessara huggulegu samtaka-blaðagrein sem segir tals- vert um hvað Evrópusinnar gefa fyrir vilja þeirra þjóða sem þeir vilja koma undir Brússelstjórnina. „Úr- slitin gefa þó ekki tilefni til að álykta að með þessu hafi Svíar tek- ið endanlega afstöðu til mynt- bandalagsins eða dregið sig út úr þessu ferli. Það rétta er að vegna óvissu í efnahagsmálum sam- bandsins um þessar mundir og sér- stöðu sinnar tóku þeir sér frest til að fylgjast betur með framvindunni áður en þeir stíga skreflð til fulls“, skrifaði Þorsteinn Þorgeirsson, sameiginlegur hagfræðingur ís- lenskra iðnfyrirtækja, og veit betur en allir aðrir hvað talið var upp úr sænsku kjörkössunum. Svíar vom sem sagt ekki að segja nei við evr- unni, þeir vom að sögn þessa tals- manns sænsku þjóðarinnar ein- faldlega að taka „sér meiri tíma til að íhuga næsta skref í þátttökuferl- inu“. Áríðandi grein Það er afar áríðandi að þessi góða grein íslenska hagfræðingsins verði hið snarasta þýdd á sænsku og kynnt sænskum almenningi og stjórnvöldum í Stokkhólmi. I Sví- þjóð er nefnilega enn álitið að Svíar hafi hafnað evmnni en ekki verið að taka sér „frest til að fhuga næsta skref í þátttökuferlinu", eins og Þorsteini Þorgeirssyni, c/o Samtök iðnaðarins, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, er þó kunnugt um að var það sem fyrir þeim vakti. Meira að segja forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Persson, hamraði á því fyrir kosningar að ef evmnni yrði hafnað þá sætu Svíar uppi með þá ákvörð- FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 SKOÐUN 2 7 NEI EÐA JÁ: Ætli einhver heföi haldlS þvf fram, ef Svíar hefðu samþykkt evruna, að (raun hefðu þeir ekki samþykkt hana heldur aðeins viljað taka sér lengri frest til að hafna henni? un um ijölmörg komandi ár. Ekki virtist hvarfla að Persson að valið stæði um evm núna eða evm rétt strax; hann virtist, eins og fleiri, halda að verið væri að velja um evm bráðum eða bara ekki taíck fyr- ir. Þegar sjálfur forsætisráðherra Svíþjóðar veit ekki betur þá sjá nú allir hversu áríðandi er að þær upp- lýsingar sem hagfræðingur Sam- taka iðnaðarins býr yfir verði þegar í stað þýddar og þeim komið til Stokkhólms. Best væri sennilega ef hagfræðingurinn sjálfur gæti fylgt upplýsingunum sem sérstakt sann- indamerki. Hvergi samþykkt Þó er ekki víst að íslendingar megi við því að missa slíkan sjá- anda úr umræðunni hér heima. Grein sinni lýkur hagfræðingurinn nefnilega með svo spámannlegri framsýni að fremur sjaldgæft er nú á tímum. „Á endanum er viðbúið að borgararnir og fyrirtæki stór og smá fái sínu framgengt og að öll Evrópa sameinist í stærra og opn- ara samfélag og markað með sam- eiginlega mýnt og löggjöf' skrifar hagfræðingur Samtaka iðnaðarins og virðist tala í alvöru. Það er eins og maðurinn telji að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Sví- þjóð hafí hreinlega verið í andstöðu við vilja sænsks almennings! Rétt eins og aðrir Evrópusinnar horfir hagfræðingurinn gersamlega fram hjá því að engin einasta þjóð hefúr samþykkt að taka upp hinn sam- eiginlega gjaldmiðil Evrópusam- bandsins. Þar sem evran er notuð, þar var þjóðin ekki spurð. Þær þjóðir sem hafa verið spurðar, Svíar og Danir, hafa hins vegar báðar neitað. En Evrópusinnum er alger- lega sama; fyrir þeim er nei hvort sem er ekkert svar. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóðanna um breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar: Ógnar ekki réttindum lífeyrisþega Samkvæmt nýrri mannfjölda- spá Hagstofu íslands verða aldraðir hlutfallslega tvöfalt fleiri árið 2.040 en í dag. Áhrifin á lífeyrissjóðina eru minni en ætla mætti og koma líklega einkum fram á fjármagnsmark- aði vegna minni fjárfestinga sjóðanna þegar fram líða stundir. Auknar lífslíkur íslend- inga valda sjóðunum hins ákveðnum „áhyggjum", ef svo mætti að orði komast, og munu líklega kalla á breytingar. „Við verðum að átta okkur á því að íslenska lífeyrissjóðakerfið bygg- ist á sjóðssöfnum, það er að segja: Hver kynslóð sparar fyrir sig," segir Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, aðspurður hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af hækkandi meðal- aldri þjóðinnar. Þetta þýðir á mannamáli að jafn- vel þótt íslendingar hættu að eign- ast börn, þannig að á endanum yrðu hér eintóm gamalmenni, þá gætu lífeyrissjóðirnir staðið við skuldbindingar sínar við hvern og einn. Lífeyrisþegum framtíðarinn- ar stendur því engin ógn af þeirri þróun einni og sér að meðalaldur þjóðarinnar fer hækkandi. Langlífið er „vandamál" Það skiptir lífeyrissjóðina hins vegar mjög miklu máli hve lengi fólk lifir eftir að það fer á eftirlaun vegna þess að þeim er skylt að greiða fólki lífeyri allt til dauðadags. Og meðalævilengd þjóðarinnar hækkar jafnt og þétt samkvæmt spá Hagstofúnnar. Ahrifin eru þegar komin fram að hluta. Árlega fer fram trygginga- fræðilegt mat á stöðu hvers lífeyris- sjóðs og f fyrra kom í ljós að staða fjögurra sjóða af þeim 43 sem starfa án ábyrgðar ríkis eða sveitarfélaga var svo bágborin, samkvæmt lög- bundnum viðmiðunum, að grípa þurfti til skerðingar á réttindum sjóðsfélaga. Ástæðan var einkum tvíþætt: I fyrsta lagi var ávöxtun sjóðanna neikvæð nokkur ár í röð en í öðru lagi var miðað við nýjar tölur um meðallífslíkur þjóðarinn- ar. Þannig hækkuðu lífslíkur 25 ára einstaklings um ríflega 1%. Tvennt til ráða „Þetta hafði í för með sér að tryggingafræðileg staða sjóðanna versnaði," segir Hrafn Magnússon. „Auknar lífslíkur höfðu f för með sér að heildarskuldbindingar sjóð- anna hækkuðu um 2% sem er býsna mikið. Ef þessi þróun heldur áfram, eins og Hagstofan er að spá, er í rauninni bara tvennt til ráða, annars vegar að lækka lífeyrinn, en þar eru sjóðirnir bundnir af lág- marki sem ákveðið er í lögum, eða hins vegar að hækka iðgjaldið." - Eða, í þriðja lagi, að hækka eftirlaunaaldurinn, ekki satt? „Jú, en hér gengur umræðan frekar í þá átt að lækka lífeyrinn. Það er gffurlegt vandamál mjög víða í heiminum hvað fólk fer snemma á eftirlaun en hér er allt annað uppi á teningnum; atvinnu- þátttaka aldraðra er hvergi eins mikil og eftirlaunaaldurinn er hærri en víða annars staðar. Eflaust munu íslendingar, eins og aðrir, vilja hætta fyrr að vinna en þeir gera í dag, ekki síst með tilkomu viðbótariífeyrissparnaðarins en það mun að óbreyttu ekki koma niður á almennu lífeyrissjóðunum og „eftirlaunakreppan" sem spáð er víða í heiminum fer að mestu leyti fram hjá okkur." HRAFN MAGNÚSSON: Segir að hækkandi meðalaldur einn og sér ógni ekki réttindum lífeyrisþega en auknar lífslíkur þýði hins veg- ar meiri skuldbindingar fyrir lífeyrissjóðina. Minnkandi fjárfestingar? Vegna þess hve lífeyrisþegar á ís- landi eru fáir í hlutfalli við þá sem eru á vinnumarkaði hafa fjárhirslur lífeyrissjóðanna gildnað stöðugt. Afleiðingin er vitanlega sú að lífeyr- issjóðirnir fjárfesta fyrir tugi millj- arða króna á hverju ári og hafa gegnt lykilhlutverki á íslenskum fjármálamarkaði. En með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar kemur óhjákvæmilega að því að útgreiddur lífeyrir verður jafnhár iðgjöldunum sem streyma inn. Og það mun hafa mikil áhrif á fjármálamarkaði, til dæmis má leiða að því líkur að þegar eftir- spurnin frá lífeyrissjóðunum minnkar eða jafnvel hverfur hafi það áhrif til lækkunar á verði hluta- bréfa þótt vitanlega sé ekki hægt að slá neinu föstu um það. Hrafn segir að það hafi ekki verið reiknað út hvenær útgreiðslur líf- eyrissjóðanna í heild verða jafnar inngreiðslum þótt það hafi verið reiknað út fyrir einstaka sjóði. Hann segir þetta verðugt rann- sóknarefni sem vafalítið verði kannað en ekki sé fráleitt að giska á að þetta gæti gerst eftir tuttugu til þrjátíu ár eða svo. Hann vill engu spá um áhrifin: „Það er ómögulegt að spá svo langt fram í tímann. Fyrir tuttugu árum fjárfestu lífeyrissjóðimir til dæmis ekki í neinum hlutabréfum. Þetta ræðst meðal annars af því hve miklar eignirnar verða, þ.e. hvernig tekst til með ávöxtun fram að þess- um tíma." Með hækkandi meðal- aldri þjóðarinnar kem- ur óhjákvæmilega að því að útgreiddur líf- eyrir verður jafnhár ið- gjöldunum sem streyma inn. Fjárfest- ingar sjóðanna minnka líklega í kjölfarið sem gæti haft áhriftil lækk- unar á hlutabréfaverði. En Hrafn telur að nú þegar þurfí að huga að því að veita lífeyrissjóð- unum svigrúm til að koma meira fjármagni út úr landinu - fjárfesta í útlöndum. „íslenska hagkerfið mun ekki þola það til lengdar að taka við öllu þessu fjármagni," seg- ir Hrafn. Lært af reynslunni Enginn vafi er á því að almennt er staða lífeyrissjóðanna góð. Til skamms tfma hafa menn einkum áhyggjur af því að einhver þeirra fjórtán sjóða sem vom nálægt því að lenda undir fyrrgreindum viðmiðun- armörkum þegar tryggingaffæðileg úttekt var gerð í fyrra lendi undir þeim í ár - og þurfi í kjölfarið að skerða rétt- indi sjóðsfélaga sinna. Hrafh segist hins vegar bjartsýnn á að þetta gerist ekki enda séu allar líkur á að lífeyrissjóðimir sýni mjög góða ávöxtun í ár. „Ávöxtun þeirra fyrstu sex mánuði ársins var á bilinu 6-10% og síðan þá hefúr orðið mikil hækkun á innlendum hlutabréfum. Það em því líkur á að raunávöxtun sjóðanna í ár verði svipuð og hún var að meðaltali árin 1990-1999, eða um 7%.“ Spurður um hvert hann telji vera helsta vandamál lífeyrissjóðakerfisins (fyrir utan bættar lífslíkur þjóðarinnar!) svarar Hraih því úl að ýmsir smærri sjóðir valdi sér áhyggjum. „Við teljum að sú þróun verði að halda áffam að sjóðir sameinist og einingamar stækki. En það er mín sannfæring að það sé komið allgott skikk á þetta núna. Það tók menn dálítinn ú'ma að læra á fjár- magnsmarkaðinn en menn hafalært af reynslunni og við lítum björtum aug- um til framtíðarinnar." Óvenjuleg starfsumsókn Sérkennileg „frétt" birtist um það á listasíðu Morgunblaðsins í gær að Júlíus Vífill Ingvarsson, lögfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi, hefði verið orðað- ur við starf Þjóðleikhússtjóra. Júlí- us viðurkennir I viðtali við blaðið Július Vffill Ingvarsson. að hann hafi „tekið eftir því" að hann hafi verið nefndur í þessu sambandi. Og núna hefur náttúr- lega öll þjóðin tekið eftir því líka - reyndar ekki því að Júlíus hafi verið nefndur heldur því að hann hafi sjálfur tekið eftir því að hann hafi verið nefndur. 1 tilefni af þessari eftirtektarsemi segist Júlí- us í viðtali við Morgunblaðið hafa áhuga á leiklist og sviðslistum al- mennt. Starfsumsókninni hefur þar með verið komið á framfæri. Magnús sagður líklegur Áhugamenn um sviðslist geta hins vegar sofið rólegir í bili því að Stefán Baldursson þjóðleik- hússtjóri lætur ekki af störfum fyrr en í lok næsta árs. Fjölmargir hafa verið „orðaðir" við starfið, meðal annarraTinna Gunnlaugs- dóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Hávar Sigurjónsson, Viðar Egg- ertsson og Guðjón Pedersen. Margir sem til þekkja segjast hins vegarveðja á Magnús Ragnars- son, leikara og formann Leiklist- arráðs. Liðsstyrkur Þórlindur Kjartansson, ritstjóri vefritsins Deiglunnar, hefur verið ráðinn til starfa sem blaðamaður á Fréttablaðinu. Þórlindur var í sumar afleysingamaður á Morg- unblaðinu en þar áður sérlegur aðstoðarmaður Geirs H. Haarde fjármálaráðherra. Þá bauð hann sig fram til formennsku í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, í fyrrasumar en beið lægri hlut fyrir Magnúsi Þór Gylfasyni. Þykir mörgum sem Fréttablaðinu hljóti að vera feng- ur í fyrrverandi innanbúðarmanni í fjármálaráðuneytinu í Ijósi stirðra samskipta við Stjórnarráð- ið á köflum. Einn í stuði Einn eitraður „Ég vona að ráðherrann rembist ekki eins og rjúpan við staurinn í umhyggju sinni fyrir !■ fuglunum. Sjálfbærar nytjar eiga ^ rétt á sér." p Gunnar Birgisson alþingismað- Eur um rjúpnaveiðibann Sivjar Frið- leifsdóttur I aðsendri grein I Morg- 2 unbtaðinu. „Eins og alþjóð er kunnugt nota íslenskir fjölmiðlar utarirík- isráðherra sem helstu heimild sína um alþjóðamál í stað þess að leita til sérfróðra manna." Steindór Heiðarsson á Múrn- um.is, igrein um misheppnaða samningalotu WTOI Cancun. Einn á Netinu „Afsökunarbeiðnin hefur vak- ið nokkrar umræður og m.a. ver- ið gagnrýnd á spjallþráðum á Netinu..." Leiðarahöfundur Morgunblaðs- ins leggur útí rökræðu við fjöl- skrúðugan lýðinn sem lætur móð- an mása á spjallþráðum Netsins. Einn afdráttarlaus „Þeir fáu drættir, sem sýnilegir eru í heildarmyndinni, benda til að hér sé pottur brotinn, jafnvel margir pottar mölbrotnir." Sverrir Hermannsson í aðsendri grein iMorgunblaðinu um sam- skipti Impregilo við starfsmenn við Kárahnjúka. EinníESB „Við svo búið [verður] ekki unaðöllu lengur." Árni Magnússon félagsmála- ráðherra i hádegisfréttum Útvarps um óþolandi galla BES-samnings- ins. Ein hagmælt „ftalana ástarsjúka eflaust verður hægt að brúka. Piltar munum pfum strjúka á pizzustað við Kárahnjúka." Hrönn Jónsdóttirá hagyrðinga- móti á Djúpavogi i vor. Birt í hér- aðsfréttablaðinu Austurgiuggan- um. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.