Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Blaðsíða 24
24 TíLVERA FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003
Tilvera
Fólk ■ Heimllíð • Dægradvtíl
Netfang: tilvera@dv.is
Sími: 550 5824 • 550 5810
Kúluskítshátíð við Mývatn
Fyrsta Kúluskítshátíðin hefst við
Mývatn í kvöld. Kúlúskítur er
hringlaga þörungur sem vex ein-
göngu I tveimur vötnum í heimin-
um. Þau eru Mývatn og Akan á
eynni Hokkaido í Japan. Við Akan-
vatn hefur verið haldin kúlukítshá-
tíð frá árinu 1950. Við Mývatn
verður haldin hátíð að japanskri
fyrirmynd en þó með íslensku
ívafi. Dagskráin hefst með kyndil-
göngu, þar sem mývetnskur veiði-
maður kemur með kúluskít að
landi og afhendir kúluskítshöfð-
ingja til varðveislu. Að flugelda-
sýningu lokinni verður nýr kúlu-
skítsdrykkur kynntur á Sel-Hóteli
Mývatni. Á morgun verður bæna-
stund í Skjólbrekku og síðan verð-
ur skemmtun með ýmsum uppá-
komum. Um kvöldið verður kúlu-
skítsgrillveisla og kúluskítsball.
Jeppaferð
Hin árlega jeppaferð Ingvars Helga-
sonar og Bílheima verður farin á
morgun, laugardaginn 20. septem-
ber. Ferðin er bæði fyrir breytta og
óbreytta Nissan og Isuzu-jeppa. Að
þessu sinni verður farin dagsferð
inn í Þórsmörk og þegar þar er
komið verður boðið upp á grill og
leiki fyrir börnin. Mæting er kl. 8 við
Ingvar Helgason, Sævarhöfða 2, og
verður lagt af stað um klukkan 9.
Olíuverk og Ijósmyndir
Tvær sýningar verða opnaðar í
Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14-16, á
morgun, 20. september, kl. 15. Pét-
ur Gautur opnar sýningu á olíumál-
bergskórinn, undir stjórn Kjartans
Ólafssonar, syngja og leika við opn-
unina. Þetta er önnur einkasýning
Steinlaugar og þar eru vatnslita-
myndir í meirihluta.
________ Sýningin stendur fram
í nóvember. Opið er
mán.-föst. kl. 10-17 og
lau.-sunnud. 13-16.
verkum í Baksalnum og Jóna Þor-
valdsdóttir sýningu á ljósmyndum í
Ljósfold. Listakonan nefnir sýning-
una Þjóðsögu. Sýningarnar standa
til 5. október. Gallerí Fold er opið
daglega frá kl. 10 til 18, laugardaga
frá kl.10 til 17 og sunnudaga frá kl.
14 til 17.
Kjólar úr hreindýra-
leðri
Signý Ormarsdóttir
fatahönnuður opnar
sýningu á á morgun, 20.
september, kl. 16-18, í
Listhúsi Ófeigs að Skóla-
vörðustíg 5 í Reykjavík.
Þar sýnir Signý kjóla úr
íslensku hreindýraleðri
sem hún hefur unnið nú
í sumar.
Big Bird
Gallerí Dvergur: Elín Hansdóttir
myndlistarmaður hefur opnað sýn-
ingu í Gallerí Dvergi, Grundarstíg
21. Sýningin kallast Big Bird og er
opin flmmtudaga til sunnudaga kl.
17-19 og stendur til 4. október.
Grasrót 2003
f Nýlistasafninu verður sýningin
Grasrót opnuð, sú fjórða á jafn-
mörgum árum sem ber það heiti. Á
Grasrót 2003 koma einungis til
greina listamenn sem hafa lokið
BA-námi í myndlist. Að þessu sinni
Yfir bjartsýnisbrúna
Listasafn Reykjavíkur, Hafnar-
hús: Þrjár sýningar verða opnaðar í
dag kl. 16 í Listasafni Reykjavíkur
Hafharhúsi. Úr byggingarlistar-
safni - Sýning á húsateikningum og
líkönum, Yfir bjartsýnisbrúna -
samsýning alþýðulistar og sam-
tímalistar og Vögguvísur - innsetn-
ing Bryndísar Snæbjörnsdóttur og
Mark Wilson.
Minningarsýning
Opnuð verður sýning á verkum
Guðmundar Thoroddsens í sal
SÍM, Hafnarstræti 16, á morgun.
Guðmundur lést 1996 en sýningin
er haldin í tilefni af fimmtugsaf-
mæli hans sem var á síðasta ári.
Jafnframt verður endurútgefin
fyrsta hljómplata Diabolus In
Musica á geisladiski, en Guðmund-
ur var píanóleikari í þeirri hljóm-
sveit og inniheldur platan m.a. tón-
sóttu ríflega 50 myndlist-
armenn um þátttöku en
þrettán úr þeim hópi
voru valdir til að vinna að
sýningunni í ár og sýna
verk sín. Þau eru: Arndís
Gísladóttir, Baldur G.
Bragason, Birgir örn
Thoroddsen, Birta Guð-
jónsdóttir, Bryndís E.
Hjálmarsdóttir, Bryndís
Ragnarsdóttir, Elín Hel-
ena Evertsdóttir, Hanna
Christel Sigurkarlsdóttir,
Hrund Jóhannesdóttir,
Huginn Þór Arason, Hug-
leikur Dagsson, Magnús
Árnason og Rebekka Ragnarsdóttir.
Myndasýning og söngur
Steinlaug Sigurjónsdóttir opnar
myndlistarsýningu í Félagsstarfi
Gerðubergs í dag, 19. sept. kl. 16.
Félagar úr Tónhorninu og Gerðu-
verk hans. Hljómplatan kom út
fyrst árið 1976 og bar nafnið Hana-
stél á Jónsmessunótt. Með Guð-
mundi í hljómsveitinni voru Aagot
V. Óskarsdóttir, Jóhanna V. Þór-
hallsdóttir, Jón Sigurpálsson, Jóna
Dóra Óskarsdóttir og Páll Torfi ön-
undarson.
Reykjavík að missa
„Útlöndin heilla," segir Þóroddur Bjarnason félagsfræðingur
íslensk ungmenni vilja flest
færa sig um set og helst búa er-
lendis í framtíðinni.
„Ef búsetuáætlanir íslenskra
krakka ganga eftir mun fólki enn
fækka verulega í sveitum og sjávar-
þorpum landsins en minni breyt-
ingar verða í sterkum byggðar-
kjörnum og íslendingum fjölgar
verulega erlendis," segir Þóroddur
Bjarnason félagsfræðingur. Nú í
vikunni fjallaði hann um framtíðar-
sýn íslenskra unglinga og viðhorf
þeirra til heimahaganna 1992-2003
í fyrirlestri á vegum félagsvísinda-
deildar Háskólans á Akureyri. Er-
indið nefndist „Ertu að fara, elsku
vinur?"
Nauðugir eða viljugir
Búferlaflutningar ungs fólks frá
landsbyggðinni til Reykjavíkur hafa
lengi verið nokkurt áhyggjuefni.
Rannsóknir benda til að langanir
unglinga hafi talvert forspárgildi
um slíka þróun í einstökum byggð-
arlögum. í fyrirlestrinum kynnti
Þóroddur breytingar á búsetuósk-
um og búsetuvæntingum íslenskra
unglinga frá 1992 til 2003 og ræddi
um þá þætti sem tengjast slíkum
viðhorfabreytingum. Sérstaklega
Mínar helstu niðurstöð-
ur eru þær aðmun fleiri
nemendur í 9. og 10.
bekk vilja færa sig um
set nú en fyrir ellefu
árum
var litið til unglinga á höfuðborgar-
svæðinu, á Akureyri, í sjávarþorp-
LEKTORINN: Þóroddur Bjarnason félagsfræðingur hefur rannsakað búsetuóskir íslenskra ungmenna síðan 1992.
Blómlegt par með
blaðaútgáfu í Mosfellsbæ
Rit og rækt er lítið útgáfufyrir-
tæki sem gefur út tímaritið
Sumarhúsið og garðurinn, en
fjórða tölublað þess var að
koma út fyrir skömmu.
Þetta tímarit hefur verið gefið út í
ellefu ár og þar af í sjö ár af hjónun-
um Auði I. Ottesen og Páli Péturs-
syni. Þau Auður og Páll hafa bæði
góðan bakgrunn sem nýtist vel í út-
gáfunni, en Auður er garðyrkjufræð-
ingur og smiður og Páll hefur starf-
að í yfir 10 ár að útgáfumálum'. Þau
vinna blaðið að mestu leyti sjálf, fá
til liðs við sig lausapenna sem senda
inn efhi og eru í góðu sambandi við
ýmsa sérfræðinga í ræktun.
„Við höfum ieitast við að gera
blaðið fjölbreytt svo að lesendur
finni alltaf eitthvað sem vekur
áhuga þeirra, til dæmis er alltaf
umfjöllun um fugla eða dýr í blað-
inu og við erum nýverið farin að
fjalla um útivistarmöguleika og
gönguleiðir sem fólk getur prófað
sjálft," segir Páll, „en aðalefni
blaðsins fjallar um sumarbústaði
og gróður eins og nafnið bendir til."
Auður segir að í nýjasta tölublaði
líti þau meðal annars inn í tvo ólíka
en mjög sérstaka sumarbústaði þar
sem hugvitið og vandvirknin skín í
gegn. „Annar er í stíl íslensku
burstabæjanna með lilöðnum
veggjum, klömbrum og streng og
torfþald en að öðru leyti mjög ný-
tískulegur að allri gerð. Hinn er
steyptur í hólf og gólf, málaður
rauður að utan og hvítur að innan
með stórum gluggum og boga-
dregnu grasi vöxnu þaki. I báðum
þessum tilfellum eru eigendurnir
að fara óhefðbundnar leiðir.
Blaðið sem var að koma út núna
er númer tuttugu og fimm frá upp-
hafi útgáfu Sumarhússins og hið
fimmta eftir að nafni þess var
breytt í Sumarhúsið og garðinn á
síðasta ári." Páil segist vilja nota
tækifærið og koma á framfæri leið-
réttingu á útbreiddum misskilningi
varðandi blaðið. „Margir sem hafa
hringt til okkar halda að Sumarhús-
ið og garðurinn sé gefinn út af
Landssambandi sumarhúsaeig-
enda, en svo er ekJd. Við erum á
engan hátt tengd þeim samtökum
og þetta er tímarit fyrir alla sem
annaðhvort eiga sumarhús eða
garð, eða bara láta sig dreyma um
það." kip@dv.is