Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Side 37
FÖSTUDAOUR 1 9. SEPTEMBER 2003 DV SPORT 37 Ummæli KA-manna kalla á viðbrögð segir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, sem einnig er ósáttur við umfjöllun DV BARIST GEGN FORDÓMUM: Knattspyrnusamband (slands er í herferð í baráttu gegn fordómum á knattspyrnuvellinum. Geir Þorsteins- son, framkvæmdastjóri KSf, lýsir vonbrigðum með ummæli KA-manna eftir leik (Aog KA ÍVISA-bikarnum og segir þau kalla á viðbrögð. Hann er einriig ósáttur við hlut DV í málinu. DV-mynd Pjetur Ummæli þjálfara KA, Þorvalds Örlygssonar, og leikmanns KA, Slobodans Milisic, í DV Sporti í gær eftir leik ÍA og KA í undan- úrslitum VISA-bikarsins hafa vakið mikil viðbrögð og Ijóst er að KSf mun grípa til aðgerða vegna þeirra en Geir Þorsteins- son, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti það í samtali við DV Sport í gær. Ástæða ummælanna var rautt spjald sem Milisic fékk í leiknum á 56. mínútu þegar hann braut á Garðari Gunnlaugssyni. Milisic sagði meðal annars í samtali við DV Sport eftir leikinn að dómurinn hefði verið bull og vitleysa. Þetta hefði líklega verið í fimmta skiptið sem Kristinn Jakobsson gæfi hon- um rautt spjald á 11 ára ferli á ís- landi. Hann skildi ekki af hverju en bætti því við að Kristinn væri hálf- viti og ekkert annað. Þorvaldur gekk skrefinu lengra og sagði að Milisic hefði aldrei fengið rautt spjald ef hann bæri íslenskt nafn. Við þetta má bæta að eftir því sem DVSport kemst næst hefur Kristinn gefið Milisic tvö rauð spjöld á hans ferli á íslandi. Hið fyrra var í júní á þessu ári, þegar KA mætti Þrótti, og hið síðara á Laug- ardalsvellinum á miðvikudags- kvöld. Var rautt spjald DV Sport setti sig í samband við Kristin í gær og spurði hann út í rauða spjaldið. „Það var aldrei vafi í mínum huga um að þetta væri rautt spjald. Þetta var tveggja fóta tækling sem hann stökk í. Eg tel það hreinlega happ að ekki skuli hafa farið verr fyrir Garðari Gunnlaugssyni. Oft er talað um að fara í boltann en mín túlkun var ekki sú að hann væri að fara í boltann. Einnig má bæta því við að ef Garðar hefði komist áífam þá hefði hann verið kominn einn í gegn en það var kannski nokkuð sem spáð var minnst í,“ sagði Krist- inn sem gefur ekki mikið fyrir um- mæli Þorvalds Örtygssonar. „Ég vísa þeim til föðurhúsanna. Ég trúi því ekki að íslenskir knatt- spymumenn eða forráðamenn vilji bendla annan knattspymumann við slíkt sem Þorvaldur bendlaði mig við. Um ummæli Milisic hef ég ekkert að segja. Þau dæma sig sjálf. Ég hef oft dæmt hjá þessum manni - bæði í meistaraflokki og hjá yngri flokkum sem hann er að þjálfa. Ég hef ekkert á móti þessum manni og samskipti okkar hafa alla tíð verið mjög góð - svo framarlega sem „Ég vísa ummælum Þorvalds til föðurhúsanna. Um ummæli Milisic hefég ekkert að segja enda dæma þau sig sjálf." hann hefur haldist inn á vellinum. Að mínu áliti er þetta mjög fi'nn ná- ungi. Einnig hef ég ekkert upp á Þorvald að klaga því að okkar sam- skipti hingað til hafa einnig verið góð. Því þykir mér þessi uppákoma leiðinleg en ég mun ekki erfa þetta,“ sagði Kristinn Jakobsson knattspymudómari. KA harmar atvikið Knattspyrnudeild KA sendi frá sér fréttatilkynningu síðdegis sem er svohljóðandi: „Knattspymudeild KA harmeir aö þessi ummæli hafi verið látin falla í hita leiksins og hefur Kristinn Jak- obsson veriö beðinn afsökunar á þeim bæði af stjórn deildarinnar sem og þjálfara og leikmanni. Kristinn Jakobsson er drengur góð- ur og efast enginn um hæfileika hans sem dómara enda hefurhann verið einn afokkar bestu dómurum um árabil. “ Ekki kemur fram í tilkynningu KA-manna hvernig þeir tóku á mál- um Þorvalds og Milisic og DV Sport setti sig því í samband við Vigni Þormóðsson, formann knatt- spymudeildar KA, og spurði hvort tekið hefði verið á málinu. „Það er búið að ræða við þá Þor- vald og Slobodan og það verða eng- in eftirmál af þessu atviki. Þeir verða ekki beittir neinum viðurlög- um og það er búið að útkljá málið," sagði Vignir Þormóðsson. í höndum Geirs Framhald málsins er nú algjör- lega í höndum framkvæmdastjóra KSÍ, Geirs Þorsteinssonar, því að samkvæmt 12. grein starfsreglna aganefndar KSÍ er framkvæmda- stjóra KSÍ einum heimilt að vísa til úrskurðar aganefndar atvikum sem skaðað geta fmynd knattspyrnunn- ar eða þeirra sem taka þátt í leikn- um. Slflc atvik hafa þá ekki komið fram í atvikaskýrslu dómara eða eftirlitsmanns á kappleikjum en geta verið hvers kyns ósæmileg ffamkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Viðurlög við slflc- um brotum eru áminning, ávítur, sekt að upphæð 30.000 kr. eða leik- bann. Geir staðfesti það í samtali við DV Sport í gær að til aðgerða yrði gripið af hans hálfu en hann lýsti jafnframt vonbrigðum með þátt DV í málinu. „Ég er mjög ósáttur við að Dagblaðið skuli ekki sýna meiri fagmennsku í framsetningu sinni og umfjöllun um leikinn. Einnig get ég sagt það að þau ummæli KA- manna sem birtust í blaðinu kalla á við- brögð." „Ég er mjög ósáttur við að Dag- blaðið skuli ekki sýna meiri fag- mennsku í framsetningu sinni og umfjöllun um leikinn. Mér finnst framsetningin ósmekkleg. Einnig get ég sagt það að þau ummæli KA- manna sem birtust í blaðinu kalla á viðbrögð. Þau eru ódrengileg og ég lýsi yfir vonbrigðum með þau,“ sagði Geir sem sagðist líta málið al- varlegum augum en ekki væri að vænta niðurstöðu í málinu á næst- unni. Flýti mér hægt „Ég þarf tíma til þess að meta málið f heild sinni. Ég flýti mér hægt í svona málum og það geri ég af fyrri reynslu. Það er vegna þess að ég verð að vanda mig í mínum vinnubrögðum," sagði Geir Þor- steinsson. Næsti fúndur aganefhdar KSÍ er á þriðjudaginn kemur. henry@dv.is ! ■ Utan vallar fMÍN SKOÐUN Óskar Hrafn Þorvaldsson íþróttafréttamaður oskar@dv.is KA-menn kusu að fara auðveldu leiðina eftir tap sitt gegn Skaga- mönnum í undanúrslitum VISA-bik- arsins á miðvikudagskvöld. Þeir kenndu dómaranum alfarið um tap- ið í stað þess að líta í eigin barm og vom stór orð látin falla við blaða- mann DVSports eftir leildnn. Sá blaðamaður þurfd að ekki toga stór- yrðin út úr þeim með töngum heldur fékk gusuna beint í æð. Fúkyrðin sem fuku af vörum norðanmanna voru með mestu ólflandum og þess eðlis að eitthvað varð að gera. DV Sport ákvað að birta þessi um- mæli á baksíðu blaðsins í gær til þess að þau fæm ekki fram hjá neinum og að forystumenn knattspymumála gætu ekki komist hjá því að grípa til aðgerða. Það er nú einu sinni þannig að yfirleitt þurfa menn að bera ábyrgðá orðumsinum. Geir Þorsteinsson! Að ráðast á DV með þeim hætti sem þú gerðir er ekki fagmannlegt og klassískt dæmi um það þegar menn falla í þá gryfju að skjóta sendiboðann. KA-menn birtu fréttatilkynningu í gær þar sem þeir báðu dómara leiks- ins afsökunar á ummælunum en að öðm ieyti væri málið búið. Það sem vekur hins vegar mesta athygli mína em viðbrögð Geirs Þor- steinssonar, framkvæmdastjóra KSÍ, þegar ummæli KA-manna vom bor- in upp á hann í gær. Hann brást ókvaéða við og vildi lítið tjá sig um ummælin en eyddi þeim mun meiri tíma i að tala um ófegmennsku blaðamanna DVSports við frétta- flutninginn. Sú staðreynd að þetta var gert að stórmáli virtist fara illa í hann enda er svo komið að hann einn hefur alræðisvald þegar kemur að því að refsa mönnum fyrir ósæmi- lega hegðun eða rætin ummæli. Hann þarf nefhilega að taka á málinu hið snarasta því að annars er eins hægt að setja lóðrétt pennastrik yfir 12. grein agareglnanna - hún verður ekkert nema hjákátlegt hjóm og orð- in tóm. Geir Þorsteinsson! Að ráðast á DV með þeim hætti sem þú gerðir er ekki fegmannlegt og klassískt dæmi um það þegar menn falla í þá gryfju að skjóta sendiboöann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.