Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Blaðsíða 11
b LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 SKO0M 7 7 1 Vilji, plástur og tyggjó er allt sem þarf IWÍMIMIWim Kjartan Gunnar Kjartansson blaðamaður - kgk@dv.is Ég hef aldrei litið á mig sem reyk- ingamann enda alinn upp á reyklausu heimili. Á tímabili átti pabbi það til að púa hálfan vindil um helgar en að öðru leyti var heimilið svo reyklaust að maður fann það á lyktinni í eldhúsinu í viku ef nágrannakona hafði komið við á heimleiðinni úr fiskbúðinni, þegið kaffibolla hjá mömmu og reykt eina sígarettu. Svona vorum við heilbrigð fjölskylda. Heilbrigður unglingur Á unglingsárunum var ég svo mótfallinn reykingum að ég um- turnaðist ef einhver vina minna fór að fikta og hellti yfir hann öllum forvarnarpakkanum, löngu áður en forvarnarfulltrúar höfðu samið öll þessi hrollvekjandi slagorð sín, og reyndar áður en forvarnarfulltrúar urðu til. Slíkur fyrirmyndar ung- lingar byrjar ekki að reykja. Enda reykti ég aldrei á unglingsárunum. Heimdallarvindlar En þegar ég var um tvítugt settist ég í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar voru þá - eins og fyrr og síðar - efnilegir, ungir lögfræðinemar, vel til hafðir -og ábyrgir og iðuðu í skinninu að geta sem fyrst orðið máttarstólpar samfélagsins. Ég var hins vegar svolftið sér á parti í þessum einsleita hópi, í mol- skinnsbuxum frá Vinnufatagerð- inni, með sítt hár og kringlótt John Lennon gleraugu, að læra heim- speki í Háskólanum. Við þessar afslöppuðu aðstæður, innan um þessa verðandi máttar- stólpa, varð ég fyrst tóbaksfreist- ingunni að bráð. Ég var þá svolítið veikur fyrir allri sundurgerð og hugsaði sem svo: ,,Það er best að fá sér stærri vindil en lögfræðistrák- arnir reykja. Kannski minni ég þá óþyrmilega á Fidel Castro." Sannleiksleit í reykjarkófi Tóbakspúkinn lifði einnig góðu lífi í heimspekideild Háskóla ís- lands á þessum árum. Tveir helstu kennarar deildarinnar voru mildir tóbaksreykingamenn. Ónefndur, núverandi rektor skólans hafði stundum meðferðis í fyrirlestrana heilt pípusett með tilheyrandi hirslum og hreinsunarverkfærum sem minntu helst á topplyklasett hjá bifvélavirkja. Þorsteinn Gylfason dró hins veg- ar upp Dunhill-sígarettur með mildum stæl úr gullslegnu sígar- ettuveski, bankaði nett með enda vindlingsins á lok veskisins og lcveikti í með kveikjara sem var í stíl við hulstrið og vasaúrið. Þessum andans mönnum þótti ekkert sjálfsagðara en að nemend- ur reyktu í tímum og einhver þeirra hélt því fram að reykingar ykju á spunann við heimspelcilegar vangaveltur. Fyrirlestrarnir urðu því að miklum reykingasamkom- um. í Aristótelískri siðfræði sat ég á fremsta bekk og reykti vindla en á aftasta bekk glotti Eiríkur Jónsson, síðar þekktur, ef ekki alræmdur blaðamaður og dagskrárgerðar- maður. Hann var sleipur í siðfræðinni og reykti pípu sem gaf heimspekitímunum • framandi blæ. Ekkert var smásálarlegra né óheimspekilegra en að hugsa um heilsuna þegar menn voru að glíma við hinstu rök tilverunnar. Hjá al- vöru heimspekingi var leitin að sannleikanum forgangsverkefni. Og árin líða Síðan gerðist í rauninni ekkert markvert í þessu samhengi annað en það að árin liðu mun hraðar en ég átti von á. Fyrr en varði uppgötv- aði ég mér til skelfingar að ég hafði reykt í tuttugu ár án þess að hafa fært mannkynið nær sannleikan- um svo orð væri á gerandi. Þá fór ég að velta því fyrir mér sem ég gat um hér í upphafi að í rauninni væri ég ekki reykinga- maður og ætti þess vegna ekki að vera að þessum skolla. En það er hægara sagt en gert að hætta. Ég hætti fyrst fyrir nokkrum ár- um, og stóð mig bara býsna vel ( . nokkur ár - þangað til ég féll. Svo hætti ég aftur f desember 2001 og hélt bindindið þar til sl. vor. Og nú er ég enn að hætta og hef aldrei verið brattari í bindindis- áformunum, enda er allt þegar þrennt er. Ekkert var smásálar- legra né óheimspeki- legra en að hugsa um heilsuna þegar menn voru að glíma við hinstu rök tilverunnar. Hjá alvöru heimspek- ingi var leitin að sann- leikanum forgangs- verkefni. Að vera með Ég var að því kominn nú um dag- inn að hella mér út í þriðja reyk- ingabindindið þegar stúlka úr skrif- stofugenginu á neðri hæðinni kom upp á ritstjórnina, nálgaðist mig varfærnislega og spurði afsakandi hvort ég reykti ekki. Mér varð orð- fall eitt augnablik, enda hef ég alltaf átt erfitt með að játa þessari spurn- ingu. Sú hafði heldur betur laumast aftan að mér. Mér leið eins og áfengissjúklingi í pontu á sfnum fyrsta meðferðarfundi: „Ég heiti Kjartan Gunnar Kjartansson og ég er reykingamaður." Hins vegar gat ég ekki svarað neitandi nema fara með ósannindi. Ég svaraði því með þjósti: „Jú og hvað með það?“ Stúlkan varð ennþá meira afsak- andi en náði samt að greina mér frá því að nú stæði til að halda reyk- inganámskeið hér í fyrirtækinu. Hvort ég vildi ekki vera með. Ég varð aftur hvumsa því ég er einfari að eðlisfari og feiminn við allt meðvitað hópefli allsgáðra ein- staklinga. En þegar ég hafði full- vissað mig um að námskeiðið væri mér að kostnaðarlausu og ég hefði kannski upp úr krafsinu afslátt á nikótíntyggjói lét ég tilleiðast. Reykinganámskeiðið Á námskeiðið voru aðeins mætt- ir tveir aðrir karlmenn, Kristján í auglýsingunum sem hefur tottað pípu frá því hann man eftir sér og Gylfi auglýsingastjóri, manískur, harður nagli sem ég hélt að myndi reykja fram í rauðan dauðann. Að öðru leyti voru þarna þrifaleg- ar skrifstofukonur af neðri hæðinni á óræðum aldri, skömmustulegar og með voðalegt samviskubit yfir því hvað þær hefðu reykt mikið og lengi, hvað þær hefðu gert börnun- um sínum og valdið foreldrum sín- um miklum vonbrigðum. Þær voru alveg að fara af hjörunum við að kinka sífellt kolli, samþykkjandi allt það sem stjórnandinn sagði. Stjórnandi námskeiðsins var kona úr heilbrigðisstétt, geislandi af heilbrigði og leit út fýrir að vera mun yngri en hún var. Hún hafði sjálf einhvern tfmann reykt og reykti síðan í laumi hjá aldraðri frænku sinni í Mosfellsbænum áð- ur en hún hætti alveg. „Heimsótti þá nokkur aumingja frænkuna eftir að þú hættir?" spurði púkinn f mér, en stjórnand- inn sneri sér liðlega út úr því. Hún sagði okkur síðan nokkrar hryllingssjúkrasögur af reykinga- fólki og lét okkur því næst blása í rör, áfast tæki sem birti tölustafi á skjá. En í stað þess að svipta okkur ökuleyfi lýsti hún því yfir að við Gylfi værum klárlega í hámengun- arflokki stórreykingamanna. Að hætta fyrir sjálfan sig Síðan hófust almennar umræður þar sem ég stóð mig augljóslega best. Félagsleg samheldnisþrá- hyggja skrifstofukvennanna fór svolítið í taugarnar á mér. Þegar þær kvörtuðu undan því að verst yrði að þurfa að horfa á eftir vin- konum sínum fara út í smók, en vera sjálfar hættar, var mér nóg boðið. Þá sagði ég sem satt var að mér stæði nákvæmlega á sama um það hvort aðrir reyktu í kringum mig. Ég hefði alltaf reykt fýrir sjálfan mig og ætlaði að hætta fyrir sjálfan mig, hefði helst alltaf viljað reykja í ein- rúmi og hefði hætt að reykja um ár- ið vegna þess að ekki var friður f reykherberginu fyrir innantómu þvaðri misviturra vinnufélaga. Þegar hér var komið sögu glottu Gylfi og Kristján en konurnar urðu hálfforviða - ef ekki smeykar. Þær litu hver á aðra, litu mig hornauga og ein þeirra áræddi að spyrja hvort ég væri kvæntur. Það var ekki vegna þess að henni litist vel á mig, held- ur langaði hana að vorkenna kon- unni minni. Ég játaði því og spyrj- andinn gat farið að vorkenna eigin- konu þessa andfélagslega fýlupoka. Eftir á að hyggja held ég samt að þetta hafi verið ágætistinnlegg hjá mér og hafi hreint ekki eyðilagt fundinn þó það hafi ekki alveg ver- ið samkvæmt félagslegri hrynjandi þessara ágætu kvenna. Mestu máli skipti þó að við hætt- um öll að reykja fyrir hálfum mán- uði - og ekkert okkar hefur byrjað aftur. Ekki ennþá að minnsta kosti, - sjö, níu, þrettán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.