Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 WHBUZA8BLAH 25
DV-myndir Pjetur
Friðrik var búinn að elda núðl-
urnar og léttsteikja grænmetið
og hneturnar þegar okkur bar
að garði en hér veiðir hann
núðlurnar upp úr soðinu, eins
og sjá má.
Núðlurnar eru settar með gætni
út í pottinn með olíunni og
grænmetinu og að síðustu er
ostrusósunni bætt i og allt
hrært saman.
Litríkt grænmeti er lystaukandi
og hér sker Friðrik niður papriku
til að dreifa yfir núðlurnar á
diskinum.
erval Hildar Harnar
Hrefnukjöt er loks á boðstólum í ein-
hverju magni og margir sem freistast til
að smakka. Sjálfsagt eru viðbrögðin á alla
vegu en Friðrik á Fjörukránni býður upp
á skemmtilega útfærslu á hrefnukjöti hér
til hliðar sem ætti að hugnast mörgum.
Hildur Hörn Daðadóttir hjá Karli K.
Karlssyni tók hiklaust áskoruninni um að
velja vín með kræsingunum. Ákvað hún
að leita alla leið til andfætlinga okkar í
Vestur-Ástralíu eftir hinum dýru dropum.
Rétturinn hér til hliðar er spennandi og
því ekki úr vegi að sýna áræði og velja
djörf vín frá vínræktarhéruðum á þessu
landsvæði. Þar sem hrefnukjötsrétturinn
hefur ákveðna sætu í sér en um leið
ákveðna remmu valdi Hildur vínin með
hliðsjón af eikar- og sýrustigi. Þannig er
hvítvínið eikað en þó með áberandi köld-
um ávexti til að vega á móti ostrusósunni
og engiferinu. Shiraz vínið er hins vegar
einfalt og kryddað með gott sýrustig sem
hún telur að nái að fanga saman hin ólíku
Daðadóttur hjá Kar
bragðeinkenni núðlanna og hrefnukjöts-
ins. En snúum okkur að vínunum.
Palandri Chardonnay er flaggskip
framleiðandans Palandri, ættað frá
Margaret River f Vestur-Ástralíu. Palandri
Chardonnay hefur ilm af sítrus og suð-
rænum ávöxtum og það vottar fyrir
eplatónum. f munni er vínið mjúkt og
fágað með yndislegum, mjúkum keim af
perum, grænum eplum og múskati.
Smávegis vottur af eik og vanillu er að
finna í eftirbragðinu sem er hreint, langt
og ferskt. Vínið var 10 mánuði á amerískri
og franskri eik. Flaskan af Palandri
Chardonnay kostar 1590 krónur í ÁTVR,
Solora Shiraz, rauðvínið, er mjúkt og
ríkulegt vín með léttum ávaxtakeim sem
kitlar bragðlaukana allt frá því það renn-
ur í munninn og þar til því hefur verið
kyngt, þ.e. frá byrjun til enda. Solora Shir-
az hefur áberandi ávaxtakeim frá plóm-
um og svörtum berjum með hvítum pip-
ar í undirtóni. í munni er vínið einnig
i K. Karlssyni
ávaxtaríkt, með safaríkum plómum og
skógarberjum ásamt kryddtónum. Um 20
prósent þess voru gerjuð á amerískum
eikartunnum, blöndu gamalla og nýrra
tunna. Solora Shiraz er annars best með
bragðmiklum mat en flaskan af því kostar
1190 krónur í ÁTVR.
Þess má geta hér til fróðleiks að Vestur-
Ástralíu, þ.e. svæðinu í kringum Perth, er
skipt í vínræktarsvæðin Margaret River,
Perth Hills og Swan Valley. Vínframleiðsl-
an í Vestur-Ástralíu er ekki mikil en á
móti kemur að það sem vantar í magni er
bætt upp með gæðum. Vínrækt í Vestur-
Ástralíu byrjaði snemma á 20. öldinni í
Swan Valley. Margaret River er eflaust
þekktasta svæðið í Vestur-Ástralfu, þó svo
að vínframleiðsla hafi ekki byrjað þar fyrr
en á 7. áratug síðustu aldar. Það var þeg-
ar rannsóknir sýndu að jarðvegi og veð-
urfari svipaði mjög til þess sem gerist í
Bordeaux í Frakklandi, þekktasta vínhér-
aði heims.