Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Blaðsíða 34
38 DVHBLGAR8LAÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 Á draugaslóðum íViðfirði MEÐ BJÖRGUM FRAM: Þessir litríku klettar eru utarlega á Barðsnesinu og heita Rauðubjörg sem kemur ekki sér- lega á óvart. Draugaslóðir Viðfjarðar Þegar ferðalangur ekur til baka úr Vöðlavík kemur hann fljótlega að gatnamótum og þá er upplagt að velja veginn sem liggur til hægri og stefna niður í Viðfjörð. Viðfjörður og Hellisfjörður skerast inn úr Norðfjarðarflóa og eru báðir löngu komnir í eyði. Vegurinn sem við ökum eftir var eitt sinn eina vegatengingin við þetta svæði og þá fóru allir sem vildu fara landveg til Norðfjarð- ar akandi þessa leið og biðu svo í Viðfirði eft- ir bátsferð yfir flóann. Þess vegna var rekið hótel og matsala í Viðfirði í glæsilegu húsi sem Guðjón Samúelsson teiknaði og stendur enn og er fallega við haldið af eigendum. Þeir Eyðibyggðir á Austfjörðum laða til sín ferða- ianga, bæði gangandi og akandi. Hér er fjaiiað um útivistarmöguleika og gönguleiðirí Vöðlavík og Viðfirði. Þegar ferðamenn eru staddir á Austfjörð- um er auðvelt að bregða sér bæjarleið og heimsækja fagrar eyðibyggðir sem leynast á skaganum milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Þegar ekið er út með Eskifirði að norðan er utarlega í firði komið að skilti sem á stendur Vöðlavík. Það liggur ágætur vegur, fær öllum bflum, yfir heiði og í bröttum sneiðingum niður í Vöðlavík. I Vöðlavík er allmikið undirlendi en þar var búið nokkuð fram eftir 20. öld og voru nokkr- ir bæir í byggð. Það standa hús uppi á flestum bæjanna, sýnilega við haldið af burtfluttum afkomendum. Það er um nokkra áhugaverða kosti að velja í Vöðlavfk til útivistar. Einn kostur er til dæmis sá að aka út að ysta bænum sunnan í víkinni og ganga síðan um brattar hlíðar Kirkjubólsskriðna. Þarna gnæfa mikil hamra- þil yfir höfði göngumanns og fætur kynslóð- anna hafa markað djúpar götur. Það eru rústir af gömlum naustum og sjó- búðum rétt utan við Kirkjuból en það gæti verið hóflegt verkefni að ganga eftir gömlu götunum alla leið að eyðibýlinu Krossanesi sem er á nesinu miðju og þar vitna miklar rústir og minjar um dugnað ábúenda sem hér bjuggu án þess að komast nokkru sinni í vegasamband. Það er sagt að uppi á hjalla hátt í fjallinu, ekki langt frá Krossanesi, megi enn sjá nokkur brot úr þýskri flugvél sem brotlenti þar á árum seinni heimsstyrjaldar- innar og heimamenn trúðu að völvan í völvu- leiðinu á Hólmahálsi hefði þar sannað mátt sinn og megin og haldið verndarhendi yfir byggðunum en steypt Þjóðverjunum í glöt- un. Að ganga út að Krossanesi og til baka aft- ur er þægilegt verkefni við allra hæfl og hent- ar vel allri fjölskyldunni og ætti ekki að taka lengri tíma en 2-3 klukkustundir. Göngum upp í skarðið Hitt verkefnið sem gaman er að takast á við í Vöðlavík er öllu erfíðara og varla nema við hæfi nokkuð brattgengra. Það er fólgið í því að ganga á Gerpi sem rís hér norðan víkur- innar og er austasti oddi Islands. Vaskir menn í ferðafélagi sem starfrækt er á fjörðun- um hafa gert okkur þann greiða að stika leið- ina upp í Gerpisskarð. Það er farið beint upp frá bænum á Vöðlum og gangan er allbrött í fyrstu en þegar sæmilegri hæð er náð er stefnt þvert yfir brattar skriður og þýðir ekk- ert að vera með neina lofthræðslu hér. Fljót- lega koma göngumenn í Gerpisdal sem er lít- ið dalverpi undir Gerpinum. „Það er sagt að uppi á hjalla hátt í fjallinu, ekki langt frá Krossanesi, megi enn sjá nokkur brot úr þýskri flugvél sem brotlenti þar á árum seinni heimsstyrjaldarinnar og heimamenn trúðu að völvan í völvuleiðinu á Hólmahálsi hefði þar sannað mátt sinn og megin og haldið verndarhendi yfir byggðunum en steypt Þjóðverjunum í glötun." Leiðin upp úr dalnum og upp í Gerpisskarð er allbrött og verða göngumenn á köflum að nota fleiri en tvo útlimi til að bera sig upp. En þótt svitinn renni og einhverjum blöskri hve bratt og tæpt er farið fá allir verðlaun þegar komið er upp. Sé skyggni gott má sjá yfir endalaust hafið og virða fyrir sér Austfjarða- fjöll eins langt og augað eygir en skyggnast eftir skipaumferð. Það er skemmtilegt verkefni að prfla fram á brúnir Gerpis sem er nær þverhníptur í sjó fram. Norðan Gerpisskarðs er Sandvík, lítil vík sem var búið í fram yfir strfð. Nútíminn kom aldrei í Sandvík því þangað mun aldrei hafa komið neitt vélknúið ökutæki. Vildu menn fara f kaupstað varð að setjast undir árar og róa til Norðfjarðar eða fara snarbratta götu um Sandvíkurskarð yfir á strönd í Norðfirði. FYRRUM í ALFARALEIÐ: Þetta fallega hús f Viðfirði, sem hefur verið gert upp af alúð, var fyrrum áningarstaður og greiðasala fyrir farþega sem komu landleið í Viðfjörð á leið til Norðfjarðar og biðu þarna sjóferðar yfir í kaupstað- inn. DV-myndir Rósa Sigrún Jónsdóttir GAMU VEGURINN: Landrover skríður eftir gömlum upphlöðnum vegi á leið í Viðfjörð. Hér lá fyrrum þjóðleiðin til Norðfjarðar en náði ekki alla leið. Hvar eru hreindýrin? Það er hægt að fá ágæta sýn yfir Sandvíkina með því að ganga úr Gerpisskarði niður á fyrsta hjallann í fjallinu. Brattgengir og vaskir göngumenn hika auðvitað ekki við að fara niður á grundir í Sandvík. Kannski sjáum við hreindýr ef heppnin er með því lítil hjörð hreindýra sem er nokkrir tugir hefst við á Gerpissvæðinu og mun rása milli vflcna eftir hentugleikum. Þegar greinarhöfundur gekk um þessar slóðir sumarið 2002 sá hann spor eftir hreindýr, hornin af þeim, spörðin úr þeim og hárflóka hér og hvar en ekkert lifandi dýr. Sé farið upp í Gerpisskarð úr Sandvík er það 4-6 tfma verkefni en þetta verður dags- ferð sé farið fram og til baka. Svo þarf auðvitað ekki endilega að prfla eins og geit upp um öll fjöll til að njóta úti- vistar. Það er líka hægt að ganga um náttúr- una niðri á flatlendinu og horfa á lífrfldð. Þeg- ar blautt er á er hægt að undrast þann fjölda stórra svartra snigla sem skríða við fætur manns. Það er líka hægt að ganga um sand- inn í Vöðlavík án þess að láta kríurnar taka sig á taugum en þær verpa þar í hundraðatali. Hér við ströndina var eitt sinn háð barátta upp á líf og dauða þegar björgunarskipið Goðinn fórst og þyrluflugmenn vamarliðsins unnu afrek við að bjarga mannslífum. sýna ferðalöngum það fáheyrða traust að láta húsið stóra standa opið og rétt að misnota það traust ekki. Það er varla hægt að segja að vegurinn nið- ur í Viðfjörð sé fær öllum bflum eða það var hann eiginlega ekki sumarið 2002 því umtals- vert hafði runnið úr honum á köflum. Gengið í Hellisfjörð Vegurinn endar við bæinn í Viðftrði ’og héðan gefst færi á tveimum skemmtilegum gönguferðum sem hvor um sig getur tekið heilan dag. Annars vegar er hægt að rölta eft- ir skýrum stíg út með firðinum að norðan og fyrir nesið inn í Hellisfjörð. Þar sést fátt af minjum um fyrri búsetu en þar var starfrækt hvalstöð fyrr á ámm og vom mikil umsvif norskra hvalfangara. Á nesinu milli Hellis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.