Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIF, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003
Grænfáninn afhentur
Mótmæla fullyrðingum
UMHVERFl: Hallormsstaðaskóli
fær Grænfánann í ár, viðurkenn-
ingu fyrir framúrskarandi starf
að umhverfisvernd og umhverf-
is- og náttúrufræðslu. Fáninn
verður afhentur á þriðjudag að
viðstöddumTómasi Inga Olrich
menntamálaráðherra. Grænfán-
inn er umhverfismerki sem nýt-
ur virðingar víða í Evrópu sem
tákn um góða fræðslu og um-
hverfisstefnu í skólum. Fánann
fá skólar í kjölfar þess að hafa
leyst Ijölþætt verkefni sem efla
vitund nemenda, kennara og
annarra starfsmanna skólans
um umhverfismál. Að baki
Grænfánanum stendur sjálfs-
eignarstofnun, Foundation for
Environmental Education (FEE).
Landvernd hefur umsjón með
Grænfánanum á (slandi.
SJÁVARÚTVEGUR: Forstjórar
tveggja útgerðarfyrirtækja á
Austfjörðum, þeir Björgólfur
Jóhannsson hjá Síldarvinnsl-
unni hf. í Neskaupstað og Elfar
Aðalsteinsson hjá Eskju hf. á
Eskifirði, sendu í gær frá sér
tilkynningu þar sem þeir mót-
mæla fyllyrðingum alþingis-
mannanna Einars Odds Krist-
jánssonar, Sjálfstæðisflokki, og
Jóns Bjarnasonar, Vinstri
grænum, þess efnis að meðal-
afli íslenskra kolmunnaskipa
sé þúsundirtonna. Forstjór-
arnir segja þingmennina fara
rangt með staðreyndir. Þeir
segja þingmennina
ennfremur slíta staðreyndirnar
úr samhengi og blása málið
upp í fjölmiðlum.
Nýtt nafn
KOSNINGAR: íbúar sameinaðs
sveitarfélags Búða- og Stöðvar-
hrepps kjósa nýja sveitarstjórn í
dag. Samhliða verður kosið um
nýtt nafn á sveitarfélagið. Valið er
um Austurbyggð, Búða- og
Stöðvarhrepp, Suðurfjarðabyggð
og Sjávarbyggð.Tveir listar bjóða
fram, B-listi Framsóknarfélags Fá-
skrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar
og S-listi Samfylkingar og óháðra.
Starfshópur
SAMKEPPNI: Iðnaðar- og við-
skiptaráðherra mun í samráði
við dómsmálaráðherra skipa
starfshóp til að kanna hvort
breytinga sé þörf á samkeppn-
islögum. Verður kannað hvort
Samkeppnisstofnun þurfi að
senda formleg erindi til ríkis-
lögreglustjóra til þess að lög-
regla geti hafið rannsókn á
samkeppnismálum.
Útlit fyrír að einangrun gæludýra hverfi afborði landbúnaðarráðuneytis
Opnað á einkareknar
einangrunarstöðvar
Ljóst þykir að landbúnaðar-
ráðuneytið muni draga sig út úr
rekstri einangrunarstöðvar fyr-
ir gæludýr sæki þar til bær
einkaaðili um slíkan rekstur og
uppfylli settar kröfur.
Tveir aðilar hafa spurst fyrir um
rekstur einangrunarstöðvar fyrir
gæludýr hér á landi. Annars vegar
er Dýralæknastofan í Garðabæ og
varnarliðið hins vegar, að sögn Há-
konar Sigurgrímssonar hjá land-
búnaðarráðuneytinu. Ein stöð er
nú starfrækt fyrir állt landið, í Hrís-
ey, og er rekstur hennar á könnu
ráðuneytisins.
Með tilkomu nýrrar reglugerðar
frá því í júnf síðastliðnum geta
einkaaðilar sótt um rekstur ein-
angrunarstöðvar. Landbúnaðar-
ráðuneytið mun veita leyfi til
rekstrarins, að uppfylltum ákveðn-
um skilyrðum. Ljóst er að uppsetn-
ing slíkrar stöðvar er kostnaðar-
söm, svo sem strangar reglur um
aðbúnað og umönnun hafa í för
með sér.
Hákon Sigurgrímsson sagði við
Tveir aðilar hafa spurst
fyrir um rekstur ein-
angrunarstöðvar fyrir
gæludýr hér á landi.
DV í gær að forráðamenn Dýra-
læknastofunnar í Garðabæ hefðu
sótt um leyfi á sínum tíma. Ljóst
hefði verið að ekki væri hægt að
svara þeim fyrr en nýja reglugerðin
væri tilbúin. Um leið og það hefði
gerst hefði hún verið send forráða-
mönum Dýralæknastofunnar til
upplýsingar. Engin umsókn hefði
HUNDALÍF: Með tilkomu nýrrar reglugerðar frá þvi I júní sl. geta einkaaðilar sótt um rekst-
ur einangrunarstöðvar.
borist þaðan enn sem komið væri.
Þá hefði varnarliðið einnig sent
inn fyrirspurn um hvort það mætti
setja upp eigin stöð. Ekkert frekar
hefði gerst í því máli.
„En þetta er alveg opið með til-
komu nýju reglugerðarinnar,1'
sagði Hákon.
„Meðan engin önnur stöð er í
rekstri ber landbúnaðarráðuneyt-
inu skylda til þess að sjá um ein-
angrunina. En ég geri ráð fyrir því
að um leið og einkarekin stöð tekur
til starfa dragi ráðuneytið sig út úr
rekstrinum. Ef sú staða kemur upp
er líklegt að ráðuneytið leigi út eða
selji rekstur Hríseyjarstöðvarinnar.
Það eru engar forsendur fyrir því að
ríkið sé að standa í þessu eftir að
einn eða fleiri einkaaðilar eru
komnir inn."
-JSS
Landbúnaðarráðherra skiparnefnd um vanda sauðfjárbænda:
Nefndinni er ærinn vandi á höndum
Landbúnaðarráðherra, Guðni
Ágústsson, hefur skipað nefnd
sem fjalla á um vanda sauðfjár-
bænda og þann tekjusamdrátt
sem þeir hafa orðið fyrir síðustu
misseri. Nefndin á að skila tillög-
um til stjórnvalda.
Sýnt er að sauðfjárbændur hafa
orðið undir að ýmsu íeyti í baráttunni
á kjötmarkaðinum við framleiðendur
svínakjöts og kjúldingakjöts. Lækkun
afurðaverðs á innanlandsmarkaði er
orsök þessarar samkeppni, sem og of-
framleiðsla, en hvort tveggja hefur
orðið til þess að flytja þarf á erlenda
markaði hærra hlutfall af kindakjöts-
framleiðslu en verið hefur mörg síð-
ustu árin. Markaðsverð erlendis er
mun lægra en fæst fyrir dilkakjöt á
innlendum markaði. Landbúnaðar-
ráðherra telur mikilvægt að leitað
verði raunhæffa leiða til að tryggja
sauðfjárbændum viðunandi rekstrar-
umhverfi og afkomu.
- En er ekki fullreynt að ekki næst
samkomulag þar sem engin grein vifl
draga úr kjötframleiðslunni?
„Fyrsti fiandurinn hefur nú ekki ver-
ið haldinn en verður í dag (fostudag,
innsk. blm.) svo erfitt er að segja um
það. Það er þó Ijóst að okkur er ærinn
vandi á höndum þó við fjöllum ein-
göngu um vanda sauðfjárbænda. En
við ædum okkur ekki langan tíma og
stefnum á að skila nefndarálitinu eigi
síðar en um miðjan októbermánuð.
Ég vil ekkert segja um líkur á árangri,
nefndin þarf frið til að fara yfir verk-
efnið," segir Drífa Hjartardóttir, for-
maður landbúnaðarnefndar Alþingis
og einn nefndamianna. Formaður
nefndarinnar er Þórólfur Gíslason,
kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, en
nefndina skipa einnig, auk Drífu, þeir
Ari Teitsson, formaður Bændasam-
takanna, Jóhannes Sigfússon, formað-
ur Landssambands sauðljárbænda,
og Ólafúr Friðriksson, skrifstofustjóri í
landbúnaðarráðuneytinu. gg @dv.is
Álf askeifl
Mjög snyrtileg 50 ferm. stúdíóibúö á þessum sívínsæla
stað í Firöinium, auk 23,7 ferm. endabílskúrs. Parket
á öllu, góðir skápar í svefnherbergi, stórar suðursvalir.
Áhv. byggingarsj. og húsbr. Verð 8,9 m
Oddrún (825-3060) og Davíð
(696-4959) taka vel á móti þér
sunnud milli 15.00 og 17.00.
Formaður utanríkismálanefndar:
EES-samningurinn
stendur fyrir sínu
Sólveig Pétursdóttir, formaður
utanríkismálanefndar Alþingis,
er ekki sammála Árna Magnús-
syni félagsmálaráðherra um að
ekki verði unað við óbreyttan
EES-samning öllu lengur.
„Samningurinn um EES stendur
alveg fyrir sínu og hefur dugað okk-
urvel," segir Sólveig. „Evrópuréttur-
inn er auðvitað í stöðugri þróun og
ríki ESB eru að dýpka samstarf sitt.
Það breytir því þó ekki að EES-
samningurinn hefur að mínu mati
reynst okkur vel, ekki síst varðandi
Sólveig Pétursdóttir.
vöruviðskipti og aðgang að mörkuð-
um, sem er okkur íslendingum auð-
vitað afar mikilvægt."
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra gerði lýðræðishallann í EES-
samningnum að umtalsefni f ræðu í
Háskólanum í Reykjavík í gær og
ræddi einkum takmarkaða aðkomu
sveitarfélaga að lagasetningu ESB.
„Ég tel að við þurfum að ná fram [...]
breytingum á samningnum," sagði
Árni í viðtali við fréttastofu Útvarps
í kjölfarið og bætti við að hann teldi
að „við svo búið [yrði] ekki unað
öllu lengur".