Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Blaðsíða 41
Sakamál HVAÐ: Kona auðmanns myrt HVAR: Atlanta LAUOARDAOUR 20. SEPTEMBER 2003 DVHELCARBLAÐ 45 HVENÆR: 1987 Blómin látintala Hún var ung og falleg stúlka afvirðulegri blakkri fjölskyldu í Atlanta í Georgíuríki. Hann var 10 árum eldri og var alinn upp I fínu hverfi I Boston og framganga hans og írskt yfirbragð minnti suðurríkjamenn á Kennedybræðurna. Þegar parið giftist urðu pau sjálfsagðir gestir í fínustu kreðsum Atlanta. En hjónabandið varð fljótiega fúlt og einkenndist afgagnkvæmum ásökunum um heitrof, peningagræðgi og svik. Daginn sem frúin átti að mæta fyrir rétti til að bera fram kærumál í skilnaðarmáli þeirra hjóna hringdi dyrabjattan James Sullivan bar upp bónorðið þegar þau hittust fyrst og Lita McClinton játaðist glæsilega Bostonarbúanum þegar í stað. James hafði þá nýlega fengið áfengisdreifing- aríyrirtæki í arf eftir frænda sinn og þegar hann seldi það fyrir 5 milljónir dollara gat hann auðveldlega boðið sinni ungu frú upp á vegabréf að glanslífi efnaða fólksins í Atlanta. Þau giftust á gamlársdag 1976 og flottheit- in hrúguðust upp í kringum þau. Hjónin keyptu fínasta postulín og kristal og dýrustu bila. Þau áttu íbúð við sjóinn á Palm Beach f Flórída, glæsivillu í Macon í Georgíu og topp- íbúð í Atlanta. Þau höfðu úr mun meira að spila en fimm milljón dollara arfinum því að James var slyngur peningamarkaðsmaður og sást oft ekki fyrir í gróðabrallinu, að því er orð lék á. Því meira sem hjónin eignuðust þvarr lífs- gleðin að sama skapi og hjónabandið tók að riðlast og var orðið óþolandi um miðjan ní- unda áratuginn. Það einkenndist einkum af gagnkvæmum ásökunum um glæpsamlegt athæfi og rifist var heiftarlega um eignaskipt- ingu auðsins. Að lokum yfirgaf Lita heimili þeirra á Balm Beách og sneri til Atlanta og hafði þegar í stað samband við lögmann sem sérhæfði sig í skilnaðarmálum og ferillinn var hafin. Aftakan Að morgni 16. janúar 1987, nokkrum klukkustundum áður en Lita átti að mæta fyrir rétti til að bera upp sín klögumál gagn- vart eiginmanninum, var dyrabjöllunni hringt og sagði sá aðkomni að hann væri með sendingu til hennar. I annarri hendi var hann með blómavönd og hlaupstutta skammbyssu t' hinni. Send- ingunum skilaði hann af trúmennsku. Hann skaut af dauðafæri í vinstra gagnauga Litu og blómunum dreifði hann yfir Ukamann sem lá líflaus á stéttinni framan við dymar. Ekki var augljóst hver morðinginn var. Ná- grannar báru að þeir hefðu séð miðaldra mann ganga með blómvönd að húsi Litu og hefði hlaupið þaðan á brott skömmu síðar. Orðrómur læddist manna á milli að James Sullivan hefði staðið að baki morðinu á konu sinni og þótti ástæðan liggja í augum uppi. 13. maí 1997 yfirheyrðu rannsóknarlögreglu- menn hann í villunni í Macon. Þá grunaði að auðmaðurinn hefði keypt leigumorðingja til að granda konu sinni áður en hún gæfi rétt- inum skýrslu um eigur búsins og krefðist síns hluta af þeim. James Sullivan gerði lítið til að kveða niður orðróminn um að hann hefði staðið að baki írskur Bostonbúi: James Sullivan minnti mjög á Kenne- dyana í útliti og framkomu. Þau höfðu úr mun meira að spila en fimm milljón dollara arfinum því að James var slyngur peningamarkaðsmað- ur og sást oft ekki fyrir í gróðabrallinu, að því er orð lék á. Því meira sem hjónin eignuðust þvarr lífsgleðin að sama skapi og hjónabandið tók að riðlast og var orðið óþolandi um miðjan níunda áratuginn. Það einkenndist einkum afgagnkvæmum ásökunum um glæpsamlegt athæfi og rifist var heiftarlega um eignaskiptingu auðsins. morði konu sinnar. Fimm mánuðum síðar kvæntist hann Suki Rogers, sem hafði verið ástkona hans í tvö ár. Hann lét almennings- álitið ekkert á sig fá og var ýmsu vanur. Þegar hann kvæntist blökkustúlkunni Litu var það hjónaband litið hornauga af mörgum Atl- antabúum þar sem hjónabönd milli einstak- linga af öðrum kynþætti þykja ekki við hæfi í betri húsum. Veist var að heimilum þeirra með ýmsum hætti, svo sem að henda rotn- uðu grænmeti og ávöxtum inn í garðana og fleira í þeim dúr. En góð vinkona Litu segist álíta að mismunandi hörundslitur hefði ekki haft nein áhrif á hjónabandið né verið orsök þess að upp úr því slitnaði. Það var annað sem var þar að baki. Fyrstu árin var hjónabandssælan tak- markalítil og lífsgæðin einkenndust af dýrum lúxusvarningi og fínasta samkvæmislífi. Ekki vantaði flott fórnarstarf sem ríkir iðjuleys- GLÆSILEIKi: Lita tók þátt í samkvæmislífinu á fullu og safnaði rándýrum borðbúnaði. Leigumorð: Morðinginn Phillip, til vinstri, játaði gegn loforði um vægan dóm. LAUSMÁL Suki, þriðja eiginkona milljónamæringsins, kjaftaði frá hvernig hann losaði sig við konu tvö. ingjar stunda af mikilli íþrótt í BNA. Lita staf- aði í hjartaverndarsamtökum og styrkti nám- skeið í skrautsýningum, sem kennt var við ungfrú Macon, en þar var stóra villa þeirra hjóna í sveit sett. Maður hennar lét sitt ekki eftir liggja og varði hluta af sínum dýrmæta tíma í stjórn Lista- og vísindasafnsins í Macon. Konur hrifust mjög af James og ummæli nokkurra þeirra sýna að þeim þótti hann að- laðandi og eftirsóknarverður í heimboð og veisluhöld. Framkoma hans og raddhreimur minnti á Kennedyana, sem var eðlilegt því að hann var írskur Bostonarbúi eins og þeir, og ljósleitur eins og góðum fra sómir. En hann hafði einnig önnur karakterein- kenni sem ekki þóttu eins flott. Hann kærði sig ekkert um samneyti við fólk sem hann gat ekki haft gott af, svo sem eins og í viðskiptum eða til að styrkja stöðu sína í samfélaginu. Háleit markmið James Sullivan er háskólalærður og átti konu og með henni fjögur böm og 10 ára frama í viðskiptalífinu þegar hann kom til Georgíu 1973 til að taka við stjórn áfengisfyr- irtækis frænda síns þar. Tveim árum síðar skildi Catherine við hann vegna hjúskapar- brota. Henni var tryggð staðfesta og fram- færsla og yfirráð barnanna. 1975 fékk ríki frændinn hjartakast og ánafnaði James fyrirtæki sitt. Sá gamli rak fyr- irtækið samkvæmt siðvenjum kaupsýslu- manna í suðurríkjunum þar sem orð stóðu og menn treystu hver öðmm. En James var annars sinnis og aflaði sér margra óvildar- manna í viðskiptaheiminum með ósvífnum starfsháttum, en sjálfum sér morðs fjár með vafasömum viðskiptaaðferðum. Eftir sölu fyrirtækisins setti James sér háleit markmið. Hann keypti stóra villu á Palm Beach fyrir 3 milljónir dollara árið 1983. En Lita kunni aldrei við sig þar og fékk hann til að kaupa íbúð í Atlanta og bjó hún ýmist þar eða með bónda sínum á Palm Beach þar til í ágúst 1985, að hún fyllti húsvagn af fötum, antikkristal, postulíni og silfri og hvers kyns dýrmæti úr búinu og dró þetta aftan f fína Benzinum sínum til Atlanta og bað mann sinn hvergi þrífast. Lögfræðingar eiginmannsins kröfðust þeg- ar í stað að dýrmætinu yrði skilað, encja hefði Lita ekki neinn rétt til að tæma húsið öllum verðmætum og láta sem þau væru hennar einkaeign. Víglínurnar voru dregnar og nú hófust orr- ustur um eignaskipti. Lita sakaði mann sinn um að eiga leynireikninga í bönkum og að hann hefði stundað viðskipti sem ekki þoldu dagsins ljós. Hann hefði ávallt notað auð sinn "S. sem vopn gegn henni. Ef hún léti ekki að vilja hans í hvívetna lokaði hann reikningum fyrir henni og hótaði að gera hana eignalausa. Lögfræðingar hjónanna bjuggu sig undir miklar og langvarandi málsóknir sem gæfu þeim „bunch of money“ í aðra hönd. En dag- inn sem réttarhöldin áttu að hefjast var Lita myrt. Heimshornaflótti Gmnur féll strax á eiginmanninn sem hafði ömgga fjarvistarsönnun því að hann var á 4 fundi með öðmm kaupsýslumönnum á Flór- ída þegar kona hans var myrt í Atlanta. Þá þótti lögreglunni ljóst að hann hefði keypt leigumorðingja til að vinna verkið en ekkert var hægt að sanna. 1990 fyrirskipaði dómstóll í Atlanta að rannsókn á morði Litu yrði tekin upp á ný. Þá fannst í skrá um sfmtöl hans að hringt liafði verið í síma hans á Flórída, 40 mínútum eftir að Lita var myrt, úr almenningssíma í út- hverfi Atlanta. James sagðist ekkert muna eft- ir þessu símtali og taldi að hringt hefði verið í rangt númer. En það kom ekki heim og sam- an við að sjálfur hafði hann boðist til að sím- talið yrði greitt af sínu númeri. Að því kom að þriðja eiginkonan, Suki, var orðin þreytt á hjónabandinu og kjaftaði frá og sagði að James hefði sagt sér að hann _ hefði látið myrða Litu. Haustið 1990 endur- tók hún hið sama fyrir rétti og foreldrar Litu fóru fram á að James yrði ákærður og bætur greiddar fyrir morðið á dóttur þeirra. í desember 1991 var réttur settur yfir James Sullivan og hann ákærður fyrir að hafa látið myrða konu sína. Ári síðar var málið látið niður falla vegna skorts á sönnunum. En dómstóll í Atlanta dæmdi foreldrum Litu 4 milljónir dollara í dótturbætur. Það var ekki fyrr en 1998 að málið kom upp enn á ný. Vinkona Phillips Harwoods, 48 ára gamals vörubílstjóra, skýrði yfirvöldunum frá að vinur sinn fyrrverandi hefði sagt sér að hann hefði skotið Litu og fengið 25 þúsund doUara fyrir viðvikið. Hún hefði verið við- stödd þegar ókunnur maður afhenti Phillip peningana 1' veitingahúsi á Flórída. Hún þekkti manninn aftur þegar henni voru sýnd- ar myndir af James Sullivan, sem þá var flú- inn til Kostaríka og þaðan tU Panama. Hann var nógu ríkur til að vera flóttamaður víða um heim. Hann fór tfl Venesúela og um mitt ár 1998 kom hann tU Taílands. Phillip Harwood var handtekinn en neitaði staðfastlega að hafa skotið Litu. Lýst var eftir James víða um heim og eftir að sjónvarps- þáttur um eftirlýsta glæpamenn var sýndur í Taílandi var bent á milljónamæringinn og bjó hann þá á lúxushóteli í Bangkok. í júlí 2002 var hann handtekinn. James er nú 61 árs og situr í taflensku fangelsi og hefur enn ekki verið framseldur til BNA þrátt fyrir ítrekaða beiðni þar um. Vörubflstjórinn hefur nú játað morðið á sig gegn því að hann verði ekki dæmdur tU dauða en fær í þess stað 20 ára fengelsisdóm. Sullivan á dauðadóm yfir höfði sér og síð- asta kona hans, Suki, lofar að vitna gegn hon- um. En fyrst er að fá James framseldan og síð- an að sanna sekt hans til að réttlætið nái fram að ganga, hvenær sem það verður. •**’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.