Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2003, Blaðsíða 22
22 DVmtmHBlMB LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003
Betri helmingurinn
Umsjón:
Arndís Þorgeirsdóttir, arndis@dv.is
Signý Ormarsdóttir sýnir hönnun úr hreindýraleðri:
Kjólar hafnir yfir tískustrauma
Signý er meðal frumkvöðla þegar kem-
ur að hönnun og vinnslu á fatnaði úr ís-
lensku hreindýraleðri. Undanfarin tíu ár
hefur Signý getið sér gott orð íyrir hönn-
un á fatnaði úr hreindýraleðri. Hún hefur
að mestu leyti einbeitt sér að klassískum
fatnaði. Meðal þess sem hún hannað og
saumað eru jakkar, kápur, veiðivesti og
húfur. Einnig hefur hún hannað heimilis-
línu úr lambs- og nautsleðri; diskamott-
ur, dúka, púða og svuntur sem margir
kannast vafalaust við.
„Það er alltaf einstakt að vinna með
hreindýraskinn því ég kaupi húðirnar
beint af veiðimönnum. Síðan læt ég súta
þær og vinn svo áfram með þær. Þannig
ræð ég ferlinu frá upphafi til enda,“ segir
Signý.
Hún segir flíkurnar á sýningunni vera
TOPPUR: Þessi toppur er unninn úr laxaroði en
það er efni sem Signý vinnur jafnframt með.
Kjólar úr hrelndýraleðri eru meðal þess sem
ber fyrir augu í Listhúsi Ófeigs frá og með
deginum í dag. ÞarsýnirSigný Ormarsdótt-
ir, menningarfulitrúi á Austurlandi, glæsi-
lega hönnun á flíkum sem unnar eru úr
hreindýraleðri og einnig öðrum skinnum.
Auk þess að vinna úr hreindýraleðri
notar Signý einnig laxaroð, lambaskinn,
kálfaskinn, úlfaskinn, refaskinn og kaníu-
skinn. Signý kveðst leggja áherslu á há-
gæðahönnun; þar sem fatnaðurinn er
ávallt hafinn yfir breytilega tískustrauma
og úreldist því ekki. Því má vel segja að
hver flík sé einstök enda engar tvær húð-
ir. Sýning Signýjar stendur til 8. október
næstkomandi.
árangur þróunarstarfs
sem hún hefur unnið
síðustu ár.
„Flíkurnar á þessari
sýningu eru svolítið frá-
brugðnar því sem
áður gert. Það má
segja að brjóti margar
hefðir því nú vinn ég
sérstaklega með hverja
húð og nota ekki hefð-
bundin snið. Þess í stað
drappera ég flíkina á lík-
amann og vinn þannig
með hverja flfk sem ein-
stakt listform," segir
Signý um hönnun sína.
Það að flíkin sé drapperuð
SfÐKJÓLL: Stórglæsilegur síðkjóll eftir Signýju. Kjóllinn er úr
hreindýraleðri og snýr holdrosinn út.Til hliðarsést mittisjakki
úr sams konar leðri.
á lfkmann þýðir að Signý getur ekki not-
ast við hefðbundnar gínur. Hún segir
langskemmtilegast að hanna kjóla á kon-
ur sem hafa pantað fyrir fram. Þá segir
Signý það spennandi við hreindýraskinn-
in að hún komist jafnan yfir húðir af
gömlum hreindýrum. Húðirnar séu oft
með skotgötum og fláningsgötum eftir
hnífa veiðimannsins. Þá sjáist stundum
för eftir hryggjarsúluna á eldri húðum.
Signý snýr holdrosanum á húðinni út,
þ.e. bakhliðinni.
Húðirnar eru oft með skot-
götum og fláningsgötum
eftir hnífa veiðimannsins.
JD: Signý hafði I nógu að snúast í gær þegar hún var að leggja
á sýningu sína í Listhúsi Ófeigs.
Margrét Rósa Einarsdóttir er aivaldur í Iðnó en þar rekur hún fjölbreytt leikhús
og veitingastaðinn Tjarnarbakkann. Um þessar mundir er Margrét að leggja
lokahönd á dagskrá haustsins og því í nógu að snúast. Dagskráin er afar fjöl-
breytt og oflangt mál að telja upp hér en hægt er að kynna sér málin á heima-
síðu Iðnó. Atla jafna notar Margrét Rósa snyrtivörur íhófi þrátt fyrir að snyrti-
buddan hennar sé full affínu dóti.
Alltaf eftir bað
„Ég er nýbúin að eignast þetta dag
krem og líkar það vel. Það heitir No
Age og er frá Christian Dior. Ég á
það til að prófa alltaf ný og ný dag-
krem því ég man sjaldnast nafn-
ið á síðasta kremi.
Þetta er ekkert
síðra en önnur
sem ég átt.“
Fínn maskari
„Maskarann nota ég ekki dags daglega.
Þessi heitir Flextencils og er frá Lancóme.
Hann er sagður lengja og þykkja
augnhárin. Það kann vel að
vera. Mér hefur
líkað hann
ágætlega."
legt að bera það
sig. Mér finnst
oft þægilegra að vera
með litað dagkrem
heldur en stífan farða."
Pínulít-
ið spari
„Þetta krem heitir
Créme Teintée og er frá
Christian Dior. Þetta er sem
sagt litað dagkrem. Ég nota
kremið ef ég ætla aðeins að punta
mig enda fljót-
Mikið spari
„Ég á alltaf meik í snyrti-
buddunni og nota það þegar
eitthvað mikið stendur til.' Ég'
hef undanfarin misseri notað
þessa tegund; Teint Diorlift frá V
Christian Dior. Ég sé enga ástæðu \
til að skipta því út enda passar það ^
mér ágætlega."
1
Ofurfyrirsætuilmur
„Ég keypti þetta ilmvatn í fríhöfn-
inni fyrir þó nokkru. Þetta er ilmvatn
Naomi Campbell og er mjög frísklegt.
Það léttir lundina og er langt frá því að
vera yfirgnæfandi eins og sumir ilmir
geta verið. Þegar ég fer eitthvað fínt þá
nota Coco frá Chanel."
Frískandi fyrir augu
„Augnkremið er ansi sniðugt.
Þetta tiltekna krem heitir
„Capture Essente Yeux“ og er
frá Christian Dior. Ég ber
þetta gjarnan í kringum
augun og þetta er af- 3^
skaplega frískandi.
Svo hefur þetta
einnig þægileg
kælandi áhrif."
I
I
í