Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Page 14
14 SKOÐUN —------|— .i I— FIMMTUDAGUR 2. OKTÚBER 2003 Lækkun virðisaukaskatts á matvöru Verð á matvöru er hátt hér á landi í samanburði við önnur lönd. Fólk sem dvelur einhvern tíma í útlöndum finnur það fljótt á pyngju sinni hve miklu munar í matarinnkaupunum miðað við það sem hér þekkist. Ýmslegt kann að ráða þessu - smæð hins íslenska markaðar, flutn- ingskostnaður innfluttrar vöru og dýrar inn- lendar landbúnaðarafurðir, auk álagningar verslana. Þótt virðisaukaskattur á matvæli sé í lægra skattþrepinu er hann engu að síður 14% og munar um minna. í könnun á verði mjólkurvara í fjórum höfuð- borgum Evrópu, sem Neytendasamtökin og Samiðn stóðu að í febrúar sl. og birt var í mars- lok, kom fram að mjólkurvörur voru dýrastar í Reykjavík miðað við vöruverð í Kaupmanna- höfn, Stokkhólmi og Brussel. Könnunin var gerð í kjölfar háværrar umræðu um hátt verð á matvælum hérlendis. Sérstaklega var litið til mjólkurvöru, enda er hún stór hluti matvæla- kaupa hvers heimilis. Verðkönnunin náði til 20 mjólkurvara. Verðið í Reykjavík var hæst í 13 tilfellum. Mesti verð- munurinn var á tiltekinni osttegund. Osturinn var rúmlega 295% dýrari í Reykjavík en Brussel. Nýmjólkurvörur reyndust um og yfír 60% dýrari hér en í nágrannalöndum okkar. Svipað var uppi á teningnum í stærri matvörukönnunum Neytendasamtakanna í sömu borgum og London að auki. Borið var saman verð á 63 teg- undum af algengum matvörum. Matvöruverðið var hæst í Reykjavík. Verðmunur einstakra vörutegunda var feiknalega mikill, jafnvel yfir 1000% á verði tiltekins brauðs. í könnununum Þótt eflaust finnist einhverjir hælbít- ar sem leggjast gegn því að fólk fái að halda stærri hluta sjálfsaflafjár má minna á að skattalækkanir voru meginbaráttumál flestra stjórn- málaflokka í þingkosningunum síð- astliðið vor. var litið til þess að virðisaukaskattur á matvæli er mismunandi í þessum löndum. Hann er 6% í Belgíu, 12% í Svíþjóð, 14% hér á landi, 17,5% í Bretlandi en langhæstur í Danmörku, 25%. Mikilvægt er að reyna að lækka matvælaverð hérlendis með öllum tiltækum ráðum. Sam- keppni á markaði er besta leiðin til þess en hin mikla samþjöppun á markaðnum vekur vissu- lega spurningar um það hvernig þeirri sam- keppni sé háttað. Stjórnvöld ráða talsverðu um matvöruverð með ákvörðun um hlutfall virðis- aukaskatts. Hér á Iandi eru tvö þrep þess skatts, 24,5 og 14%. Matvæli eru í lægra þrepinu. Sam- fylkingin hefur boðað tillögu á nýsettu Alþingi um lækkun virðisaukaskatts í 7%. Sú tillaga er í samræmi við hugmyndir sem flokkurinn kynnti í kosningabaráttunni. Þegar flokkurinn kynnti þessa tillögu sína fyrr í vikunni var bent á að með helmingslækkun virðisaukaskatts á matvælum mætti lækka mat- arreikninga Islendinga um fast að fimm millj- arða króna. DV hvetur aðra stjórnmálaflokka til að tryggja framgang þessa þjóðþrifamáls með Samfylkingunni. Þótt eflaust finnist einhverjir hælbítar sem leggjast gegn því að fólk fái að halda stærri hluta sjálfsaflafjár má minna á að | skattalækkanir voru meginbaráttumál flestra : stjórnmálaflokka í þingkosningunum síðastlið- ið vor. Geir H. Haarde fjármálaráðherra greindi : frá því í gær að 20 milljörðum yrði varið til skattalækkana á síðari hluta kjörtímabilsins, á árunum 2005 til 2007. Samið verður um skatta- : lækkanir í tengslum við kjarasamninga. Lækk- un virðisaukaskatts á matvæli væri meðal : þeirra skattalækkana sem kæmi flestum til : góða, ekki síst þeim sem hafa úr litlu að spila, eins og Samfylkingarmenn bentu réttilega á þegar þeir kynntu fyrirætlan sína. KJALLARI Fangi númer114 vistmaður á Litla-Hrauni Sunnudagskvöld: Axel er að losna úr þunglyndinu. Hann spilaði bridds í dag og hafði opið inn í klefann sinn. Annars er með ólfldndum hvað andrúmsloftið er vinsamlegt á ganginum. Menn hreinlega kepp- ast við að gera hver öðrum til geðs og hlýlegheitin nálgast hitasótt. Menn eru samt viðkvæmir og geta sprungið við ólfldegustu tækifæri. En þótt fyrsti þáttur hvers upp- hlaups sé æði fjölbreytilegur þá er annar og síðri þáttur alltaf sá sami. Sá taumlausi rýkur inn í sinn klefa og skellir á eftir sér með tilþrifum. Skömmu síðar er allt fallið í ljúfa löð aftur. Við þörfnumst hver ann- ars stuðnings til að komast í gegn- um þetta. Skár settur en flestir Ég er að sumu leyti í betri stöðu en flestir. Minn dómur er stuttur og ég horfi fram á að koma úr fangelsinu inn í samfélag sem mun fagna mér. Ég á ekki heldur lítil börn fyrir utan sem lifa við þann ótta að pabbi sé glæpon í fangelsi né eiginkonu sem ég frétti af á skemmtistöðum borgarinnar. Ég þarf ekki heldur að takast á við hatur og höfnun vegna þeirra mis- gjörða sem leiddu mig hingað, óleysanlega skuldasúpu gagnvart mínum nánustu eða fíkn sem væntanlega myndi ræna mig getu til að takast á við það sem bíður mín. Flestir lifa hér í mikilli ein- semd og horfa fram á einangrun eða miskunnarlausan og vina- snauðan félagsskap undir- heimanna - ávísun á næsta dóm. Það er því ekki að furða þótt svart- nættið leiti á menn. Ég fann í fyrsta sinn í gærkvöld fyrir angistinni að vera læstur inni, þegar fangaverðirnir skella hurð- inni aftur og slagbrandinum er rennt fyrir. Það tók fljótt af hjá mér en þetta er það sem sumir upplifa hvert einasta kvöld og sjá ekki fyr- ir endann á. Þá hvolfast minning- arnar yfir, misgjörðirnar og ein- semdin. Það er að engu að stefna, engin dagskrá fram undan, ekkert að hlakka til og jafnvel enginn sem saknar manns. Líkaminn er óþreyttur, sálin úrvinda og hugur- inn vill ekki sofna. Aleinn, innilok- aður næstu tíu klukkustundirnar, vitandi af félögunum í sömu ang- ist, aleinum allt í kring. Það er því engin furða að menn skuli flýja á náðir róandi, slævandi og svæf- andi lyfja þó svo að fráhvörfin bætist þá ofan á allt þegar þeir koma aftur út í samfélagið. Skuggar langir leika tál erlítt vill enda taka. Þegar myrkrið markar sál og margir draugar vaka. * Bjargarleysi Fangelsið gefur sig út fyrir að vera betrunarhús. Vissulega eru tilburðir í þá átt en mér sýnast þeir vera pólitísks eðlis. Þeim er ætlað að friða kjósendur og samvisku þjóðarinnar en ekki hjálpa föng- unum. Skólinn er nánast stefnu- laus dægrastytting. Vinnan sem er í boði er f öllum tilvikum óskap- lega einhæf og í mörgum tilvikum algerlega tilgangslaus. Vinnudag- urinn er ekki nema fimm tímar, hafi menn á annað borð vinnu, og launin svo lág að ekkert getur safnast fyrir. Vinnan er því niður- læging og í ráun staðfesting á bjargarleysinu. Héðan getur eng- inn með dugnaði og elju hjálpað til við framfærslu fjölskyldunnar, greitt niður skuldir eða safnað fé til að takast á við það sem bíður fyrir utan. Ég er ekki þeirrar skoðunar að þetta ástand sé af illum hug held- ur fyrst og fremst af hugleysi og dugleysi. Ég býst við að þar spili samkeppnislögin inn í og and- staða í samfélaginu við opinberan rekstur. Ef hér væri atvinnustarf- semi sem efldi sjálfsvirðingu og tiltrú fanganna þá væri það fram- leiðsla á markaðsafurðum. Sú framleiðsla væri í samkeppni við Núverandi fangelsis- stefna hjálpar ekki þeim sem hafa orðið undir í samfélaginu til að rífa sig upp. Síður en svo, hún girðir nánast fyrirþann möguleika. einkareksturinn og myndi því mæta öflugri andstöðu valdamik- illa aðila. En lausnin felst ekki í því að þykjast, fela ráðleysið með gervi- lausnum. Fangelsin eru ótrúlega dýr í rekstri og glæpirnir enn þá dýrari. Ef tukthúslimir landsins hefðu sér til framfærslu það sem þeir kosta samfélagið þá lifðu þeir allir í vellystingum, væru á banka- stjóralaunum. Þá er það félagslegt markmið að menn fái tækifæri til að spjara sig og bjarga sér á eigin spýtur. Núverandi fangelsisstefna hjálpar ekki þeim sem hafa orðið undir í samfélaginu til að rífa sig upp. Síður en svo, hún girðir nán- ast fyrir þann möguleika. Ólíkum hrúgað saman Ég held að byrja verði á því að skilgreina þá sem eru í fangelsi. Það er margbreytilegur hópur og gjörsamlega út í hött að hrúga þeim öllum í eitt öryggisfangelsi. Hér eru geðsjúklingar, ffldar, þjóf- ar, ofbeldismenn, virðisauka-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.