Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2003, Blaðsíða 18
18 SKOÐUN FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 Lesendur Innsendar greinar ■ Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í s(ma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.ls eða sent bréf til: Lesendaslða DV, Skaftahllð 24,105 Reykjavtk. Lesendur eru hvattirtil að senda mynd af sértil birtingar. Lífið gegnum bílrúðu Sakna Silfurs Egils Sjúkraliði skrífan Þaðermikil sjálfselska í þeirri sál sem metur lífið svo lítils að stuðla vísvitandi að því að strekkja líkama sinn og liðamót með því að sitja í bíl svo að segja alla sína ævi utan hús- dyranna. Þetta fólk ætti að líta til hinna lömuðu og fötluðu sem þurfa bílinn sem hjálpartæki. Þeir eru alltof margir hinir heilbrigðu sem ekki sjá lífið nema gegnum bílrúðuna. Svo furða þeir sig á því að verða stirðir, fá verki í liða- mót og mjaðmir og flýta för sinni þannig í körina eða á biðlistana fyrir einhverja aðgerðina. Það er áberandi að eldra fólk í dag er mun verr á sig komið líkamlega en áður var. Margir eiga þar sjálf- ir sök á, þeir vildu ekki liðka lið- ina og gera líkamann móttæk- legri fyrir efri árin. Guðmundur Magnússon skrifan Margir af minni kynslóð - og auð- vitað margir aðrir eflaust - sakna Egils Helgasonar með þátt sinn á Skjá einum. Hann var orðinn fast- ur liður sunnudagsáhorfs og lífg- aði vel upp á staðnað umræðu- form á hinum sjónvarpsstöðvun- um. Þátturinn Maður á mann á sömu stöð kemur ekki í stað Eg- ils-silfursins. Maður á mann er dæmigerður útvarpsþáttur sem ekki á heima í sjónvarpi. Viðmæl- endur hafa heldur ekki verið upp á marga fiska. Svo virðist sem erfitt sé að fá eftirminnilega við- mælendur því ekki er lengur get- ið hver næsti viðmælandi verður líkt og gert var eftir fysta þáttinn. Mun heldur engu breyta héðan af þótt rokið verði til að leita eftir konu sem viðmælanda. Ollíubirgðastöð í Helguvík Skarphéðinn Einarsson skrifar: Oftar en einu sinni hef ég fjallað um hugsanlega olíubirgðastöð í Helguvík fyrir alþjóðaflugvöll- inn á Keflavíkurflugvelli og þá svívirðu að eldsneyti, sem not- að er á Keflavíkurflugvelli, skuli vera landað í Reykjavík og síð- an ekið á háannatíma umferðar um Hafnarfjörð og nágranna- byggðarlög um Reykjanes- brautina til birgðastöðvar við Leifsstöð. Ég hef bent á að nær væri að landa þessu eldsneyti í Helguvík. Þar er nú eldsneytisstöð af full- komnustu gerð hvað varðar alla þætti meðferðar á eldsneyti enda hönnuð sem slfk frá upphafi en verklok þar syðra voru 1992. Þegar hún var byggð var sagt að hvergi í öðrum NATO-löndum væri til full- komnari birgðastöð né hafnar- mannvirki. Þar geta olíuskip, allt að 130 þús. tonn að stærð, athafnað sig með góðu móti. Allt er snertir forvarnir, svo sem mengunar- og eldvarnir, er fyrsta flokks í stöðinni. Það á einnig við um eldsneytis- og birgðastöð NATO og varnarliðsins sem stendur skammt frá. Nú eru aðeins nýtt 30% af geymslugetu þarna og stefnir allt í að enn dragi úr umsvifum varnar- liðsins á næstu árum. Eins hefur komið fram að NATO og varnarlið- ið hafa boðið íslendingum afnot af stöðinni. Núna hafa menn töluverð FRAMSÝNN OG MIKILVIRKUR: Hefur unnið kapphlaupið um sagnaritun um nóbelsskáldið. Kapphlaupið um nóbelsskáldið Guðlaug Guðmundsdóttir skrifar: Ég horfði á viðtalsþátt Stöðvar tvö við þau Sverri Jakobsson sagnfræðing og skáldkonuna Steinunni Sigurðardóttur um rit- un bókanna um Halldór Laxness. Mér fannst skáldkonan allt of strekkt á tauginni og gera lítið úr Hannesi Hólmsteini prófessor, sem hefur nú þegar unnið kapp- hlaupið um þessa sagnaritun um nóbelsskáldið. Hannes verður fyrstur með sína bók á markað og því verður bók Halldórs Guð- mundssonar ekki ýkja spennandi fyrir kaupendur. Að slá því fram að Hannesi sé ekki teystandi fyrir svona skrifum, eins og skáldkon- an hélt fram, er ósæmileg fullyrð- ing og lyktar af einhverju hatri eða andúð á Hannesi vegna pólitfsks ferils hans. Hvað mætti þá al- menningur segja um feril nóbels- skáldsins? En lesendur láta ekki slíkt á sig fá, þeir munu rífa út bók Hannesar um hið virta og afkasta- mikla skáld, Halldór Laxness. Pólitík skiptir ekki neinu máli lengur, hvorki af hálfu skáldsins né Hannesar Hólmsteins. Aðalat- riðið er að Hannes er framsýnn, mikilvirkur og einstaldega skemmtilegur rithöfundur. f HELGUVÍK: (slendingum hafa verið boðin afnot af eldsneytisstöðinni. not af höfninni í Helguvík. fslend- ingar hafa reist viðlegukant og þar komast nú að okkar stærstu kaup- skip þegar þess er þörf. I fréttum nú er rætt um siglingar um norðurslóðir og ef sama þróun verður veðurfarslega þá hafa verið uppi hugmyndir um að koma á fót uppskipunar- og umskipunarhöfn á íslandi. Kemur Helguvík þar mjög sterk inn í myndina. Margir hafa sýnt þessari olíuhöfn áhuga, nú síðast fyrirtækið Baugur sem fékk synjun. Margir spyrja hvers konar hugsunarháttur rfld hjá utanríkisráðuneytinu sem ann- ast mál fyrir vamarmálaskrifstof- una. Úr þessu kjördæmi fær þó Framsóknarflokkurinn mikið fýlgi við ráðherra og aðstoðarráðherra og einn þingmaður er meira að segja búsettur f Keflavík. Mín skoðun er sú að leggja beri varnarmálaskrifstofu niður (áður varnarmálanefnd) og koma aftur á fót sömu stjórnskipan og var fyrir 22. maí 1954. Þá tilheyrðu öll mál á varnarsvæðinu og vellinum við- komandi ráðuneytum, t.d. flugið, samgönguráðherra, lögsaga dóms- málaráðhera, o.s.frv. Eg tel að nú- verandi fyrirkomulag sé dragbítur á alla uppbyggingu við Leifsstöð og að hana megi margfalda. Það er einnig eitthvað mikið að þegar ekki fást afnot af birgðastöð NATO og varnarliðsins. Reisa ætti risastöð á svæðinu - ekki bara fyrir flugið heldur landið allt. Stofna þarf hlutafélag um byggingu slíkrar stöðvar og rekstur hennar því að greinilegt er að olíufélögin vilja óbreytt ástand. Reisa ætti risastöð á svæðinu - ekki bara fyrir flugið heldur land- ið allt. Stofna þarf hlutafélag um bygg- ingu slíkrar stöðvar og rekstur hennar. Þá ættu aðilar eins og bæjarstórn Reykjanesbæjar og annarra sveitar- félaga að beita sér af hörku í mál- inu. Öll aukin umsvif eru til góðs fyrir Suðurnesin, skapa ótal ný störf og aukna búsetu sem síðan auka skatttekjur. Von er á betri tíð með ráðherraskiptum; vonandi tekur þá Davíð Oddsson við utanrfldsráðu- neytinu. Hann verður ekki í mörg ár að hugsa málið. Allir vita að af- skiptum hans af varnarliðsmálun- um má þakka að óbreytt ástand verður í þeim málum um sinn. Ég á að sjálfsögðu við þá sem hefðu annars borið mestan skaða af breyttu ástandi. Hluthafaréttur umfram allt Gunnar Kristjánsson skrifar: Talsverður urgur hefur orðið í fyrirtækjunum Sjóvá-Almenn- um og fslandsbanka vegna kröfu þeirra félaganna og híut- hafanna Margeirs Péturssonar, Styrmis Þórs Bragasonar og Þorsteins Vilhelmssonar fyrir hönd fjárfestingarfélaganna Afls og Atorku um að boðað verði til hluthafafundar í Sjóvá- Almennum tryggingum hf. hið bráðasta. Vildu þessir hluthafar höfða mál á hendur íslandsbanka eða stjóm- armönnum í Sjóvá-Almennum til að fá skaðabætur vegna sölu félags- ins á eigin bréfum. Til vara eða samhliða vilja þessir hluthafar að- Sjóvá-Almennar bjóði öll viðskipti sín út í almennu útboði. Þeir sem em almennir hluthafar í öðmm fé- lögum em flestir þeirrar skoðunar að félagarnir Margeir og Styrmir Þór hafi til þess fullan rétt að krefj- ast hluthafafundar, ekki síst þegar þeir standa fyrir rúmlega 10% hlutafjár í fýrirtækinu. Hafa þeir nú útbúið tillögu sem þeir vilja að verði tekin fýrir á hlut- hafafundi Sjóvár-Almennra og hef- ur verið birtur útdráttur úr tillög- unni í fjölmiðlum svo allir megi sjá um hvað málið snýst. Eitthvað virðist stjórn Sjóvár-Al- mennra hafa dregið í land eftir að kröfugerð þeirra tvímenninganna var gerð opinber og leiddi síðan til þess að Sjóvá-Almennar og fs- landsbanki létu viðskipti með 2% hlutafjár (um 11 milljónir króna) í Sjóvá-Almennum ganga til baka. Málshöfðun á hendur fslands- banka eða stjóm hans er því ekki á dagskrá hluthafafundarins lengur en talið er að stjórn félagsins sé skylt að hafa tillöguna uppi á borði fundarins. Tvímenningarnir ætla því ekki að hvika frá því að hlut- hafafundur fjalli um málið í heild sinni. Eiga enda hluthafar rétt á að mál þeirra séu tekin fýrir á slíkum fundum ef eftir því er leitað. Þetta er að mörgu leyti tíma- mótamál f sögu hlutafélaga hér á landi þar sem hér virðist eiga að brjóta blað í þætti og eign minni- hluta í hlutafélögum en þeir hafa ekki haft mikið að ségja til þessa og meirihlutinn hefur getað farið sfna leið að vild - stundum meira að. segja sölsað undir sig hlutabréf annarra hluthafa, án þess að þeir hafí fengið rönd við reist. Á því leik- ur heldur enginn vafl að brotið hef- ur verið á hluthöfum í ótal félögum og fýrirtækjum hér á landi gegnum árin. Það sætir hins vegar furðu hve hluthafar, almennt talað, hafa verið gæfir og gegnir, nánast niðurlútir, þegar kemur að umfjöllun um mál þeirra á fundum margra fýrirtækja. Á aðalfundi fýrirtækja er það við- Á aðalfundi fyrirtækja er það viðburður efal- mennir hluthafar gera fyrirspurnir til stjórnar eða forstjóra eða halda til streitu sinni sannfær- ingu, fái þeir svar stjórn- ar eða forstjóra um eitthvað sem hluthafa finnst orka tvímælis. burður að almennir hluthafar geri fyrirspumir til stjórnar eða for- stjóra eða haldi til streitu sinni sannfæringu, fái þeir svar stjórnar eða forstjóra um eitthvað sem hlut- hafa fmnst orka tvímælis. Það hefur því verið bmgðið á það ráð í stærri fyrirtækjum (og þau minni hafa leikið það eftir f æ ríkari mæli) að fá „harðan" fundarstjóra (oft beinlínis ráðinn fýrir ærið fé) til að „halda skikk“ á aðalfundi þegar þess þarf með og „óþægir" hluthaf- ar beina fýrirspurnum til stjómar- innar. „Harður" fundarstjóri getur lflca beinlínis þaggað niður í horsk- um hluthafa með því að „upplýsa" hann um að „svona mál þurfi að bera upp skriflega" - eða jafnvel óska eftir umræðunni viku fyrir fundinn! Hún hefur löngum verið dapur- leg, staða minnihluta í félögum, að þurfa að sæta yfirgangi og stundum fjármálalegu ofbeldi meirihlutans eða þá sjálfskipaðs „einkaeiganda". Þetta er nú að breytast, sem betur fer, og tími til kominn. Eignarhlut- ur stærstu hluthafanna hefur oftar en ekki snúist um völd og aðstöðu fyrir sig og sína, ferðalög og fríð- indi, en ekki fýrirhyggju og arðsemi af fjármagni í hlutfalli við inngreitt hlutafé.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.