Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003
Peugeot 307 Station
l.6i, 110 hestöfl,5 gíra, 6 loftpúðar,
ABS.fjarstýrðar samlaesingar, rafmagn
í rúðum og speglum, fjarstýrt útvarp
og geislaspilari. Frábaer fjölskyldubíll!
Verð kr. 1.779.000
Rekstrarleiga* frá kr. 29.800
Peugeot 406 1.8i Station
117 hestöfi, 5 g(ra, 4 loftpúpar, ABS,
loftkaeling, þokuljós, viðarinnrétting,
rafmagn í rúðum og speglum.fjarstýrt
útvarp og geislaspilari. Einstaklega
þaegilegur I akstri og með
mikið farangurspláss!
Verð kr. 2.059.000
Sjálfskiptur: 2.165.000
Rekstrarleiga* frá kr. 33.995
Peugeot 307
1.4i, 75 hestöfl, S gíra, S dyra,
6 loftpúðar.ABS, fjarstýrðar
samlaesingar, 5 þriggja punkta belti,
rafmagn ! rúðum, fjarstýrt útvarp
og geislaspilari.
Verð kr. 1.619.000
Rekstrarleiga* frá kr. 26.820
Peugeot 406
1.8i, 117 hestöfl, 5 gíra, 4 loftpúðar,
ABS, loftkaeling, þokuljós, viðar-
innrétting, rafmagn í rúðum og
speglum, fjarstýrt útvarp og geisla-
spilari. Einstaklega þaegilegur í akstri!
Verð kr. 1.959.000
Sjálfskiptur: 2.059.000
Rekstrarleiga* frá kr. 32.360
Peugeot 206
1.4i, 75 hestöfl, X-line innrétting,
S gíra, S dyra, 4 loftpúðar,ABS,
fjarstýrðar samlaesingar, rafmagn í
rúðum, 5 þriggja punkta öryggisbelti,
fjarstýrt útvarp og geislaspilari.
Verð kr. 1.435.000
Rekstrarleiga* frá kr. 25.795
Peugeot 206 SW
Station 1,4i, 75 hestöfl, X-line
innrétting, 5 gíra,4 loftpúðar.ABS,
þakbogar, fjarstýrðar samlaesingar,
rafmagn í rúðum, 5 þriggja punkta
öryggisbelti, fjarstýrt útvarp og
geislaspilari.
Verð kr. L565.000
Rekstrarleiga* frá kr. 25.965
Peugeot 607
Þessi glaesilegi bíll er vaentanlegur
I nóvember. Margar útfaerslur í boði,
eftir þínum þörfum. Hafið samband
við sölumenn til að fá frekari
upplýsingar.
Peugeot 807
Öruggasti bíllinn í sínum flokki, fékk
5 stjörnur af 5 mögulegum í Euro
NCAP árekstrar-prófunum. Bíllinn
vaentanlegur til landsins í nóvember.
ATH! Bíllinn er 7 manna.
3ja ára áb/rgð • 12 ára ryðvarnarábyrgð • Útreikningur rekstrarleigu miðast við 36 mánuði.
í rekstrarleigu eru innifaldar smur- og þjónustuskoðanir. Rekstrarleiga er háð breytingum á gengi
erlendra mynta og vöxtum þeirra.
Umboðsaðilar:
Reykjanesbaer, Bílavík, sími 421 7800
Akranes, Bílver, sími 431 1985
Akureyri, Höldur, sími 461 6020
Vestmannaeyjar, Bragginn, sími 481 1535
Uei nhar *f cnt \ at nagai ðai :.
PEUGEOT
Ljón á veginum
FRÓÐLEG BÓK: Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Eignastýringar (slandsbanka, afhendir Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra eintak af bókinni Hlutabréf og eignastýring - að velja hlutabréf og byggja upp eignir sem (slandsbanki gefur út.
íslandsbanki gefur út bókina Hlutabréfog eigna-
stýring - að velja hlutabréfog byggja upp eignir:
Lýsir vænlegum
aðferðum við
ávöxtun peninga
íslandsbanki hefur gefið út
bókina Hlutabréf og eignastýr-
ing - að velja hlutabréf og
byggja upp eignir. f bókinni er
leitast við að lýsa á einfaldan
hátt helstu leiðum við val á
hlutabréfum og tveimur ólíkum
leiðum lýst sérstaklega. Margir
af frægustu fjárfestum 20. ald-
arinnar koma við sögu og dreg-
ið er saman hvernig hinn al-
menni fjárfestir getur nýtt sér
þessar aðferðir við ávöxtun
peninga.
„Markmiðið með þessari bók er
að kynna fyrir lesandanum allar
helstu aðferðir við val á hlutabréf-
um og hvernig þeim má beita við
uppbygingu eigna. Við viljum fá
lesandann til að gera sér fulla grein
fyrir því hvaða aðferð hann er að
beita þegar hann fer af stað með
hlutabréfaviðskipti. Að hann viti í
hvaða sporum hann stendur og
hvaða aðferðir eigi við hverju
sinni," segir Sigurður B. Stefáns-
son, framkvæmdastjóri Eignastýr-
ingar íslandsbanka, en hann er rit-
stjóri bókarinnar.
Sigurður segir bókina hafa verið
unna frá nóvember í fyrra til októ-
ber í ár. Hugmyndin að henni var
hins vegar búin að gerjast í 2-3 ár.
„Þessi bók er ætluð öllum áhuga-
mönnum um hlutabréf og eigna-
stýringu og þeim sem þurfa að
ávaxta sparifé sitt. Það má líka orða
þetta þannig að við höfum verið að
skrifa niður okkar eigin aðferðir,
lýsa því hvernig við gerum hlutina
öðrum til fróðleiks og upplýsingar.
Við vonum að áhugasamir geti lært
af bókinni," sagði Sigurður en bók-
in kom út í gær.
Sigurður sagði aðspurður að
HLUTABRÉF
&
EIGNASTÝRING
*D VEl|* HUITAXM
OG IVGGI* VTP (IUNIH
þessi bók ætti sér vart hliðstæðu.
„Hún er frumsamin og svipar
ekki til nokkurrar annarrar bókar
um þessi efni. Söguþráðurinn í
bókinni er tvær ólíkar leiðir. Annars
vegar hlutlausa leiðin og hins vegar
virðisfjárfesting með tímasetningu.
Þetta eru þær tvær leiðir sem við
notum við okkar fjárfestingar-
myndun. í bókinni er tekið fyrir
Þessi bók er ætluð ö//-
um áhugamönnum um
hlutabréfog eignastýr-
ingu og þeim sem þurfa
að ávaxta sitt sparifé.
hvemig þessar aðferðir urðu til og
hverjir eru frægustu mennirnir sem
hafa ýmist þróað þær, notað þær
og grætt mikið á því. Svo er komið
að áhrifum tækninnar sl. 25 ár. Sfð-
ustu kaflarnir taka mið af íslensk-
um aðstæðum, eignastýringu hér á
landi."
Meðal nýmæla í framsetningu er
hlutabréfahringurinn, þ.e. grafískt
yfirlit yfir helstu aðferðir í hluta-
bréfaviðskiptum. Hann gengur
eins og rauður þráður í gegnum
bókina.
Sigurður segir að lesendur þurfi
ekki að vera sérfróðir um verð-
bréfaviðskipti til að hafa gagn af
bókinni. Leitast hafi verið við að
setja efnið fram á ským og einföldu
máli fyrir hinn almenna lesanda.
- En þið hafið væntanlega haft
byr í seglin við ritun bókarinnar
vegna ykkar eigin árangurs á þessu
sviði?
„Við emm að nota ákveðnar að-
ferðir og emm að segja frá af hverju
þessar aðferðir hafi orðið fyrir val-
inu en ekki einhverjar aðrar. Það
felst ákveðinn agi og aðhald í því að
lýsa því sem við emm að gera og
standa síðan við það. Við reynum
að hafa nálgunina fræðilega en þar
sem við emm líka að lýsa okkar eig-
in aðferðum þá tökum við einstaka
dæmi af okkar eigin afurðum, t.d.
árangri atvinnugreinasjóðanna.“
Bókin var unnin frá nóvember í
fyrra til október í ár. Fmmvinnan
við mótun bókarinnar var, auk Sig-
urðar, í höndum þeirra Margrétar
Sveinsdóttur, forstöðumanns Sölu
og þjónustu hjá Eignastýringu, og
Rósu Jónasardóttur og Sigurðar
Sveinssonar, sérfræðinga hjá
Eignastýringu, og Sigurveigar Jóns-
dóttur blaðamanns.
Bókin, sem er rúmar 400 bls. og
er ríkulega skreytt gröfum og skýr-
ingarmyndum, kom út í gær og
kemur í verslanir í dag.
hlh@dv.is