Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Síða 11
LAUGARDAGUR 25. OKTÚBER 2003 SKOÐUN 11 Femínisti - eða hvað? Sj U(KARCA4S?IST1U Jónas Haraldsson aöstoöarritstjóri - jhar@dv.is Ég er svo lukkulegur að vera um- kringdur konum. Eftir að synir mínir fóru að heiman hef ég notið þess að búa með konum, eigin- konu og dætrum. Það sambýli hef- ur gengið vel. Þær eru ljúfar við- móts og ég reyni af fremsta megni að hegða mér eins og maður. Ég vil hlut þeirra allra sem mestan og bestan í lífinu. Konan vinnur ekki síður langan vinnudag en ég, ber mikla ábyrgð en fær um leið notið atgervis síns. Stúlkurnar eru í skóla og standa sig með prýði. Þær upp- skera vel vegna þess að þær eru duglegar og samviskusamar. Upphafsdagur jafnréttisviku Femínistafélags Islands var í gær. Þann dag hvatti félagið konur til að leita réttar síns, fara fram á launa- hækkun enda væri kerfisbundinn launamunur kynjanna frá 8 til 30 prósent. Mér varð hugsað til minna kvenna, konu og dætra. Auðvitað eiga þær rétt á sömu launum og karlar fyrir sömu vinnu. Hið sama gildir um allar konur. Þetta er svo sjálfsagt að það þarfnast ekki frek- ari rökstuðnings. Flekklaus fortíð Þar sem ég var farinn að hugsa um jafnréttismál, svo sem eðlilegt er í upphafi jafnréttisviku, leit ég í eigin barm. Það er hollt hverjum manni. Ég spurði sjálfan mig hvort ég væri sannur jafnréttissinni, ekki bara í orði, heldur líka á borði. Við nána innri skoðun skoðun sann- færðist ég um að svo væri. Ég hvarf allt aftur til bernskunnar. Gekk ég á rétt systra minna þá? Nei, ég gat ómögulega munað það. Ef þær þurftu að þvo upp oftar en ég, leggja á borð eða ryksuga var það varla mér að kenna. Ég man ekki betur en ég hafi tölt út í búð þegar um var beðið eða tekið það mesta af gólfinu í herberginu. Mamma stjórnaði heima. Ég treysti því að hún hafi séð til þess að framlagi okkar systkinanna til heimilishjálp- ar hafi verið deilt á syni jafnt sem dætur af sanngirni. Ég varð að vita vissu mína. Hafði ég gengið oflangt með því að leyfa myndbirtinguna? Hafði ég sært mína andlegu systur? Var ég ekki femínisti þegar allt komtilalls? Hvað með minn eigin búskap, framlag til heimilisverka, barna- uppeldis og umsjónar allrar? Jú, vera kann að konan hafi verið held- ur drýgri hvað þetta varðar þegar börnin voru lítil en það veit guð að ég reyndi. Ég gerði það sem um var beðið, þvoði upp þegar þannig stóð á og sýndi stöðugar framfarir í bleiuskiptum eftir því sem á leið. Kunnáttan var svo sem ekki með- fædd. Örlítið kann að hafa hallast á í matargerðinni en ég átti mína spretti, það má ég eiga. Formálalaust Hafandi komið þetta jákvætt út úr fortíðinni ákvað ég að skoða nú- tímann. Staðfesting á því hvort maður sé sannur jafnréttissinni fæst ekki nema með nákvæmum, helst vísindalegum samanburði. Spurningin var raunar sú hvort ég gæti ekki gengið alla leið og fullyrt, án teljandi efasemda, að ég væri ekki aðeins jafnréttissinnaður, heldur hreinn og beinn femínisti. Sú spurning hafði raunar vaknað aðeins áður en jafnréttisvikan rann upp í gær, björt og fögur. Til mín, á ritstjóm blaðsins, leitaði nefnilega femínisti á dögunum, ung kona og gott ef ekki fulltrúi í staðalhópi Femínistafélagsins. Það er virðu- legt starfsheiti. Því varð ég, jafnrétt- issinnaður sem ég er, glaður þegar fulltrúi hópsins heimsótti mig. Sæll í hjarta vildi ég bjóða femínistan- um kaffi, uppveðraður af þeim heiðri sem mér var sýndur. Það hvarflaði að mér að fulltrúinn ætl- aði að heiðra mig á einhvern hátt fyrir jafnrétti í hugsun og gjörð eða jafnvel fá mig, fyrir hönd blaðsins, til að ávarpa aðra femínista, bræð- ur og systur í andanum. Ég hugðist grípa hönd femfnistans, kynna mig og segja: „Sæl, ég er femínisti,“ en því náði ég ekki. Áður en ég mátti mæla, hvað þá nefna kaffisopann við konuna, bar hún það á mig for- málalaust að ég væri klámhundur, réttnefndur pornódog eins og þeir verða svæsnastir. Þátttakandi í soranum Ég missti andlitið fyrir framan femínistann, konuna sem ég hafði örskömmu fyrr talið systur f andan- um. Gat það verið að ég, sem ekki má vamm mitt vita og taldi mig í útvöldum hópi femínista, væri klámhundur? Hvað hafði ég til saka unnið? Konan skellti blaði dagsins á borðið fyrir framan mig. „Sérðu þetta?" sagði hún og benti á mynd í blaðinu af léttklæddri konu. „Já,“ tautaði ég og horfði skilningssljór á myndina enda sá ég ekki glæpinn. Konan á myndinni var að sönnu ekki klædd til útivistar að vetri á norðlægum slóðum en varla ósið- samlega að mínu mati, í brjósta- haldi, með snúrur og sundbuxur um sig miðja. „Þú tekur þátt í klám- væðingunni með því að birta þessa mynd í blaðinu," hélt konan áfram, benti enn á myndina og horfði í augun á meintum klámhundi. „Er ekki of langt gengið að kalla það klám þótt kona sjáist í baðföt- um á síðu dagblaðs," stamaði ég og bætti því við að annað veifið birtust slíkar myndir af piltum á mittis- skýlum, svona smækkuðum tarzanútgáfum. „Ekki eins oft, greip femínistinn fram í, ekki eins oft.“ Ég horfði aftur á myndina (blaðinu og síðan á konuna sem stóð fyrir framan mig. „Hvað má, ef ekki þetta?“ Það vildi ég í einlægni vita, hafandi skömmu áður talið mig sannan femínista, Unga konan horfði kalt á mig. „Enga útúrsnún- inga,“ sagði hún, „þið lítilsvirðið konur með þessu." Ég ætlaði að segja ungu konunni sem heimsótti mig þetta síðdegi að blaðið mitt væri siðprútt og hætti sér lítið lengra en Kirkjuritið í myndbirtingum en náði því ekki. Hún snerist á hæli og fór. Eftir sat ég, stimplaður klámhundur. Undir því var hart að sitja. Ég varð að vita vissu mína. Hafði ég gengið of langt með þvf að leyfa myndbirtinguna? Hafði ég með framferði mínu sært mína andlegu systur? Var ég ekki femínisti þegar allt kom til alls? Bragarbót Ég leitaði þegar uppi helstu markmið femínista, markmið sem ég taldi mín ekki síður en burt- flognu konunnar. Þau voru helst að vinna að jafnrétti kynjanna. Fráleitt var ég á móti þeim markmiðum og því síður baráttu gegn kynjamis- rétti, ofbeldi, mansali og vændi. Hugur minn róaðist nokkuð. Var ég ekki tilbúinn að berjast fyrir bættri stöðu kvenna á vinnumarkaði og útrýma kynjabundnum launamun? Ég hélt það nú og mitt vildi ég leggja af mörkum til að styrkja þátt- töku kvenna í opinberu lífí, fjöl- miðlum og stjórnmálum. Hef raun- ar skrifað um nauðsyn þess, ekki einu sinni heldur þráfaldlega. Hvað hafði ég þá gert af mér? Gat það verið ein lína meðal markmið- anna þar sem sagði að femínistum bæri að uppræta staðalmyndir um hlutverk og eðli kvenna og karla? Hafði ég brugðist þar með þvf að birta myndina af baðfatastúlkunni en sjaldnar af tarzandrengjum á lendaskýlum? Vera kann. Hugsgn- legt var að ég hefði í hugsunarleysi, með því að leyfa myndbirtinguna, brenglað huga lesenda. Staðal- myndir um hlutverk og eðli kvenna og karla gengju úr lagi vegna þessa. Slíkt er ekki gott fyrir sannan femínista, eins og ég hélt mig vera. Bragarbótar er þörf nú í jafnrétt- isvikunni. Deilur um eðli karla og kvenna eru ekkert grín. Þar er tekist á um grundvallaratriði. Hafi jafn- réttið brugðist ber að leiðrétta kúr- sinn. Tarzanmyndir skulu það vera. Hér dugar ekki hálfkák. Skrefið verður að stíga til fulls. Annaðhvort er maður femínisti eða ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.