Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Page 14
74 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003
Díana prinsessa átti
níu laumukærasta
segir Paul Burrell, fyrrum trúnaðarvinur og yfirþjónn prinsessunnar
SWÉir
FRÉTTAUÓS
Erlingur Kristensson
erlingur@dv.is
Breska konungsfjölskyldan er
enn eina ferðina komin í kast-
Ijós fjölmiðlanna eftir að breska
blaðið Daily Mirror hóf að birta
valda kafla úr nýrri bók Pauls
Burrells, fyrrum einkaþjóns Dí-
önu prinsessu, en bókin er
væntanleg er í búðir á Bretlandi
á mánudaginn.
í bókinni er meðal annars vitnað í
bréf sem Filippus prins drottning-
armaður skrifaði Díönu tengda-
dóttur sinni þegar hjónaband
hennar og Karls prins ríkisarfa var
komið í hundana. Bréfm þykja
varpa nokkuð nýju og óvæntu ljósi á
líf og dauða prinsessunnar sem lét
lífið í meintu bflslysi í París haustið
1997, ásamt vini sínum Dodi Fayed
og franska bflstjóranum Henri Paul.
Meðal þess sem fram kemur í
bókinni um bréfaskriftir tengdaföð-
urins er að hann hafi kennt Díönu
að hluta til um það hvernig hjóna-
band þeirra Karls ríkisarfa endaði.
Burrell segir að Filippus prins hafi
sent Díönu íjögur niðrandi bréf ár-
ið 1992, stuttu eftir skilnað hennar
við Karl, þar sem hann hafi jafnvel
kallað hana skækju og léttúðardrós.
„Ég veit að þau særðu Díönu mik-
ið," sagði Burrell og Simone Simm-
ons, gömul vinkona Díönu, sagði að
bréfin hefði verið þau viðbjóðsleg-
ustu sem Díana hefði fengið um
ævina. „Hún hafði jafnvel fengið
morðhótanir sem voru vinsamlegri
en þessi bréf,“ sagði Simone.
Ekki bara andstyggilegur
En eins og fram kemur í bókinni
var Filippus ekki bara andstyggileg-
ur við Díönu og segir f einu bréf-
anna að hann hafi ekki einu sinni
látið sig dreyma um það að Karl
myndi yfirgefa hana fyrir gömlu ást-
ina, Camillu Parker Bowles. „Ég get
ekki ímyndað mér að nokkur maður
með fullu viti myndi yfirgefa þig fyr-
ir Camillu," segir Filippus í einu
bréfanna til Díönu.
I umfjöllun Daily Mirror kemur
einnig fram að Dfana hafi sagt
Burrell frá því í bréfi, sem hann hef-
ur síðan geymt f fórum sínum, að
hún óttaðist það að einhver ákveð-
inn maður, sem hún nefndi á nafn í
bréfinu, ætlaði að eiga við brems-
urnar í bflnum hennar til þess að
valda henni tjóni. „Bremsubilun og
alvarleg höfuðmeiðsli tii þess að
auðvelda Karli að giftast Camillu,"
skrifaði Díana.
Þetta varð til þess að vekja upp
spurningar um það hvort Díana
hefði í raun látist af slysförum og
FILIPPUS PRINS: Filippus prins, fyrrum tengdafaðir Díönu prinsessu, kallaði hana skækju
og léttúðardrós (bréfi sem hann sendi henni eftir skilnaðinn við Karl ríkisarfa.
Aðeins ein sönn ást
En í raun var Díana aðeins gagn-
tekin af einum manni og það var
ekki síðasta ástin hennar, Dodi A1
Fayed, heldur hjartaskurðlæknirinn
og glæsimennið Hasnat Khan,“ seg-
ir Burrell sem nú ílettir hulunni af
sannleikanum um tilfinningar
Díönu til Dodis í fyrsta skipti.
Hann segir að samband þeirra
hafi fyrirfram verið dæmt til þess að
mistakast og að stjórnsemi glaum-
gosans hafi verið að sliga Díönu.
„Hún átti líka eftir að uppgötva
að Dodi átti við áfengis- og eitur-
PAULBURRELL Burrell, fyrrum einka-
þjónn og hjálparhella Díönu prinsessu.
DÍANA PRINSESSA: Filippus prins kennir
henni að hluta til um skilnaðinn við Karl.
sýna nýjar kannanir í Bretlandi að
meira en 85% Breta telja nú að ekki
hafi verið um slys að ræða.
Kvennabósar sátu um hana
I sambandi við ástamál Díönu
segir Burrell að helsti vandi hennar
sem nýfráskilinnar prinsessu, og
þar að auki fallegustu konu í heimi,
hafi verið að allir helstu kvennabós-
ar heims virtust vakna til lífsins og
hugsa sér gott til glóðarinnar.
„Þeir hreinlega sátu
um hana og hún var að
vonum upp með sér.
En málið var að hún
bar aðeins ást til eins
manns, ást sem hún
bar ekki á torg.
Ekki þar með sagt að
vonbiðlarnir hafi gert
sér grein fyrir því...
„Þeir hreinlega sátu um hana og
hún var að vonum upp með sér. En
málið var að hún bar aðeins ást til
eins manns, ást sem hún bar ekki á
torg. Ekki þar með sagt að vonbiðl-
arnir hafi gert sér grein fyrir því þar
sem þetta ástarsamband hennar
var nýtilkomið og hið mesta laumu-
spil. Þeir héldu því áfram að banka
á dyrnar hjá henni en fengu ekki
önnur viðbrögð en kurteisislegar af-
neitanir við gylliboðunum eða
stöðugar afsakanir.
Að vera einkaþjónn Díönu í Kens-
ington-höll á þessum tíma var eins
og að vera sambýlingur í platónsku
sambandi, aðeins til þess deila með
henni spennunni sem fylgdi
ástandinu.
Það féll nú í minn verkahring að
svara símhringingum þeirra gagn-
teknu, sem sumir átti við sín eigin
vandamál að stríða og ég varð sjálf-
ur að meta það við hverja hún vildi
tala og hverja ekki, hverjum ég átti
að vísa frá vinsamlega og hverjir
fengju hreint og klárt, nei,“ segir
Burrell.
Burrell heldur áfram og segir að
Díana hafi átt níu laumukærasta
sem hún með sérvisku sinni hafi
raðað f virðingarröð eftir ákveðnu
kerfi sem hún sjálf kallaði „þrepa-
kerfið“.
Það var eins og mennirnir væru
þátttakendur í keppni á hlaupa-
braut og þar á meðal voru þekktur
Hollywoodleikari og óskarsverð-
launahafi með meiru, iþróttagoð-
sögn, leiðandi tónlistarmaður og
frægur stjórnmálamaður. Auk þess
voru í hópnum frægur skáldsagna-
höfundur, þekktur lögfræðingur,
fjárfestir og milljónamæringur úr
viðskiptah'finu. Allir komu þeir til
sögunnar fljótlega eftir skilnaðinn
við Karl og dældu í hana gjöfum.
lyfjavandamál að stríða auk þess
sem hann var óstjórnlega eyðslu-
samur og sífellt í tygjum við gleði-
konur. Hún óttaðist að hann myndi
biðja sín og spurði mig ráða hvað
hún ætti að gera. Hún sagðist þrá
það að komast í hjónaband og sig
vantaði hvatningu.“
En eins og Burrell segir þá var ást-
in í lífi Díönu aðeins ein og efsta
þrepið í „þrepakerfinu“ frátekið fyr-
ir þann eina sanna.
Það var eins og menn-
irnir væru þátttakendur
í keppni á hlaupabraut
og þar á meðal voru
þekktur Hollywood-
leikari og óskarsverð-
launahafi með meiru,
íþróttagoðsögn, leið-
andi tónlistarmaður...
„Það breyttist aldrei og Khan var
alltaf í efsta sætinu hjá prinsess-
unni. Stundum gerði hún grín að
þessu og sagði að hlaupabrautin
væri orðin yfirfull af keppendum.
Einu sinni skrifaði ég henni og
sagði í gríni að mér hefði verið tjáð
að keppendur f áttunda og níunda
rrepi hefðu verið dæmdir úr leik.
Annar hefði frallið á lyfjaprófi og
hinn ekki staðist læknisskoðun.
Dfana svaraði að dómarinn hefði
beðið um dýrmæta aðstoð Pauls
Burrells í þessu viðkvæma máli og
eftir nákvæma rannsókn hefði
reynst nauðsynlegt að strika lög-
fræðinginn og stjórnmálamanninn
út af keppendalistanum.
Burrell segir að eins og flestir
Bretar hafi Elísabet drottning verið
sannfærð um að Díana og Dodi
hefðu átt í alvarlegu ástarsambandi.
„En á furðulegum þriggja klukku-
stunda löngum fundi í höllinni
sagði ég drottningunni sannleikann
og að Díana hefði gert sér grein fyr-
ir vandamálum Dodis. Því hefði
raunverulegt ástarsamband verið
úr sögunni."
Hann segir einnig að Díana hafi
kvartað yfir því hverning Dodi hafi
hegðað sér í fríinu örlagaríka í
Frakklandi og sagt að hann hefði ít-
rekað lokað sig inni á baðherbergi
þar sem hún hafi heyrt hann sniffa
sem sanni að hann hafi verið háður
eiturlyfjum.
„Díana vissi að Dodi var ástfang-
inn af henni en hún endurgalt ekki
ástina," fullyrðir Burrell og segir
það fáránlegt að halda því fram að
þau hafi verið f giftingarhugleiðing-
um eins og margir hafa haldið fram,
hvað þá að Díana hafi verið ófrísk
þegar hún lést.
-——
Á BÁÐUM ÁTTUM: Karl og Díana á hjúskaparárum sínum, en þau horfðu gjarnan í sitt hvora áttina.