Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Page 27
LAUGARDAGUR25. OKTÓBER 2003 DV HELGARBLAÐ 27 land hins vegar mun öflugra þegar kemur að heilbrigðisþjónustu og félagslega kerfinu. Hér er gott sam- félag og menn hafa það almennt mjög gott. Þegar maður ferðast um Rússland sér maður aftur á móti hrikalegar andstæður og það getur verið sorglegt að horfa upp á það að lítill hluti þjóðarinnar á allt, á með- an meirihlutinn rétt skrimtir. Ef ís- land er hvorki á leið inn í Evrópu- sambandið né hyggur á nánari samskipti við Bandaríkin er alveg ljóst að það eru miklir möguleikar fólgnir í því fyrir íslendinga að styrkja til muna sambandið í aust- urveg og efla viðskiptin við Rúss- land. Ég er þeirrar skoðunar að ef íslendingar vilja tryggja áfram sjálf- stæði sitt þá er þetta einn af þeim kostum sem gætu haft mikla þýð- ingu fyrir landið.“ „Það gengur allt út á valdagræðgi og pen- ingagræðgi hjá nýríku Rússunum, enda keyrir efnishyggjan þá áfram. Ef efnahagurinn tæki mið afhinu gagnstæða gæti Rússland orðið stór- veldi á ný, en efþetta arðrán heldur áfram þá blasir ekkert gott við þessari þjóð." Halidór Laxness, ull og síld - Hvað er líkt með íslandi og Rússlandi? „Það er margt líkt með þeim, að- allega það að fólkið er yndislegt og gott heim að sækja. Rússar eru norræn þjóð eins og við íslending- ar og að mínu mati eru mörg tæki- færi fyrir íslendinga þarna úti. Rússar eru vel menntaðir og vel les- in þjóð og til að mynda hafa margir lesið þýðingar á Halldóri Laxness. Þá muna margir eftir íslensku ull- inni og síldinni, sérstaklega gaffal- bitunum sem voru vinsælir á sín- um tíma. Samskipti okkar við Rússa hafa alltaf verið góð, enda hafa þessar þjóðir aldrei eldað saman grátt silfur. Við höfum séð hvernig Björgólfsfeðgum hefur gengið í sínum viðskiptum og við höfum líka séð hvaða jákvæðu áhrif það hefur haft á íslenskt viðskipta- líf að fjármunir þeirra rúlla áfram á íslandi. Það er mikið af tækifærum í Rússlandi og ef menn eru reiðu- búnir að grípa þau, eins og Björg- ólfsfeðgar gerðu á sínum tíma, og ef allt gengur upp skilar það ávinn- ingi. Feðgarnir hafa verið heppnir, réttir menn á réttum stað á réttum tíma.“ Rússland er ríkt af auðlindum á borð við gas, olíu og kol, en yfirráð- in yfir þeim tengjast harðvítugri valdabaráttu. Alþjóðavæðingin hefur haft sín áhrif og auðlindirnar eru ekki þjóðnýttar, heldur haldið í höndum einkaaðila. „Það má eiginlega segja að Rúss- land sé orðið að auðlindaupp- sprettu fyrir Vesturveldin og auðrisa. Það finnast öll frumefnin í rússneskri jörð, en á meðan mafían stýrir þessu og selur að mestu óunnið til Vesturlanda, og á meðan peningarnir verða ekki eftir í land- inu, getur þetta ekki kallað annað en hörmungar yfir rússnesku þjóð- ina. Almenningur nýtur því miður ekki góðs af auðlindunum og hefur það frekar slæmt. Vissulega er það heilbrigðismerki að það hefúr risið ákveðin millistétt sem hefur það betra, sérstaklega í Moskvu og öðr- um stórum borgum, þar sem menn reyna að koma sér áfram með einkaframtakinu og eru til dæmis farnir að ferðast 'um allan heim. Það er ákveðinn hópur manna sem vill halda völdum og svífst einskis og gerir hvað sem er til að halda þeim og hleypir ekki öðrum að. Það gengur allt út á valdagræðgi og peningagræðgi hjá nýríku Rússun- um, enda keyrir efnishyggjan þá áfram. Ef efnahagurinn tæki mið af hinu gagnstæða gæti Rússland orð- ið stórveldi á ný, en ef þetta arðrán MÖGULEIKAR: „Ef (sland er hvorki á teið inn í Evrópusambandið né hyggur á nánari samskipti við Bandaríkin er alveg Ijóst að það eru miklir möguleikar fólgnir í því fyrir islendinga að styrkja til muna sambandið í austurveg og efla viðskiptin við Rússland." heldur áfram þá blasir ekkert gott við þessari þjóð," segir Haukur. Vafasamt að forseti fslands þiggi boð Abramovich veit hvernig almenningi ltður og hvað er að gerast, en sjálfúr er hann kominn af mjög fátæku fólki í Leníngrad. Það kemur trúlega fátt í veg fyrir að hann sitji á forsetastóli til ársins 2012, eða í þrjú kjörtíma- bil. Það verður kosið í mars á næsta ári en það er enginn líklegur til að velgja honum undir uggum." 11. september hefur breytt heimsmyndinni - Hvernig er staðan í Tsjetsjeníu um þessar mundir? „Astandið íTsjetsjeníu heíúr ver- ið með rólegra móti að undanförnu og menn binda vonir við að það verði að minnsta kosti ekki verra en það hefur verið, í kjölfar kosninga sem fóru fram í haust. Það eru 120 þjóðir sem búa í Kákasus og það þyrfti eflaust ekki mikið til að koma af stað atburðarás eins og þeirri sem varð þegar Júgóslavía leystist upp á Balkanskaga. Hryðjuverka- árásirnar á Bandaríkin 11. septem- ber árið 2001 hafa breytt heims- myndinni og haft gríðarleg áhrif á stöðu mála í þessum heimshluta. Andstaða hefur til að mynda aukist verulega gegn íslömskum öfga- mönnum, enda hafa stjórnvöld í Moskvu lýst yfir eindregnum stuðningi við baráttuna gegn hryðjuverkum." - Þú ert á leiðinni aftur til Rúss- lands. Hvað er það sem þú munt starfa við? „Ég er markaðsstjóri á Rúss- landsmarkaði fýrir íslensku ferða- skrifstofuna Bjarmaland. Ég tek þátt í því að undirbúa ferðir frá Is- landi til Rússlands og mun enn fremur vinna að því að semja við ferðaskrifstofur hér heima um að taka á móti rússneskum ferða- mönnum. Við byrjuðum að skipu- leggja ferðir tU Rússlands fýrir þremur árum og það hefur gengið vel. Við teljum að það séu miklir möguleikar í þessum bransa og ferðir síðastliðið sumar til Péturs- borgar, Stalíngrad og Moskvu hafa gefið góða raun. Við erum bjartsýn- ir á markaðinn í framtíðinni. Rúss- ar hafa sýnt íslandi mikinn áhuga og millistéttin getur leyft sér og vill ferðast og greiðir vel fyrir góða þjónustu. Mér finnst þetta gríðar- lega skemmtilegt starf og stefni líka að því að ljúka námi í Ferðamála- skóla Islands." bryndis@idv.is „Milljarðamæringurinn Roman Abramovich, sem keypti breska knattspyrnuliðið Chelsea á dögun- um, er dæmi um valda- og pen- ingagrægði, en hann hefur verið valdamikUl á stóru svæði í Rúss- landi. Hann á sitt veldi að þakka Berezovskíj nokkrum sem flýði tU Lundúna tU að forða sér frá því að lenda í fangelsi í Rússlandi. Eg spái því að Abramovich muni flýja land innan nokkurra mánaða, og þá trú- lega tU Lundúna. Mér finnst það frekar vafasamt að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, skuli þiggja boð frá þessum manni um að fara á knattspyrnuleik yfir hálfan hnöttinn. Það er skrýtinn gjörning- ur af hálfu manns í hans embætti." Atvinnuleysi er mikið í Rússlandi en samkvæmt opinberum tölum er það um 15%. Haukur telur að þessi tala gefi ekki rétta mynd af ástand- inu. Glæpatíðni er gríðarlega há í Rússlandi, en um þrjátíu þúsund morð eru framin í landinu á hverju ári. Að sögn Hauks er tíðni sjálfs- morða haldið leyndri af yfirvöld- um, en talið er að allt að áttatíu þúsund manns svipti sig lífi árlega. 145 milljónir búa í Rússlandi, en þjóðinni hefur verið að fækka um eina milljón á ári, sem þykir graf- alvarlegt mál. „Ef þessi fækkun heldur áfram gæti þjóðin verið að deyja út,“ segir Haukur. „Fólksfjöldinn hefur reyndar alltaf verið mjög sveiflu- kenndur, meðal annars vegna hreinsana Stalíns og heimsstyrjald- anna. Þegar Gorbatsjov tók til að mynda við völdum í lok níunda áratugarins, með nýjar stjórnmála- hugmyndir í tengslum við glasnost og perestrojku, ríkti mikil bjartsýni í landinu og fólki fjölgaði talsvert. Á tímum Jeltsíns varð aftur á móti ótrúleg fólksfækkun, sem þýðir að vonleysi og óöryggi einkenndu líf fólks vegna efnahagslegrar og póli- tískrar óvissu. Þrátt fyrir sterka stöðu Pútíns forseta er andrúms- loftið í landinu ekki gott núna, sem bendir til þess að almenningur horfi ekki björtum augum til fram- tíðarinnar. Pútín hefur staðið sig vel og fólk ber virðingu fyrir hon- um. Hann þykir einbeittur og nýtur almennrar hylli í embætti. Hann Knattspyrnuskóli í FÍFUNIMI og EGILSHÖLL 5 vikna námskeið 5 vikna námskeið 28. október-29. nóvember ' Sé greitt meö MasterCard fá handhafar kortsíns verulegan afslátt. 5 víkna námskeið kostar þá 20.000. EGILSHÖLL: Þriðjudaga og Fimmtudaga kl. 0B.3D-07.30 Laugardagar kl 08.00-09.00 Amór Guðjohnsen Guðni Bergsson FÍFAINI: Þriðjudaga og Fimmtudaga kl. OB.30-07.30 Laugardaga kl. 13.00-14.00. Yfirþjálfari er Þoriákur Árnason og Zeljko Sankovic Þjálfarar: Þorlákur Árnason, Zelkjo Sancovic, Sigurður Jónsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Pavol Kretovic, Magni Magnússon, Dragi Pavlov o.fl. Markmannsþjálfari er Bjarni Sigurðsson. Sérstök áhersla er á markmannsþjálfun l ■'¥% Eyjólfur Sverrisson Sigurður Jónsson Kwöttspy^W Aködemta Jslands Hámarksfjöldi per námskeið er 80 nemendur. skyr.is I ^ i MasterCátá PnoftsTAR Allar nánari upplýsíngar í síma 89B 1523 og 896 2386 og á heimasíðu okkarvwwv.knattspymuskoli.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.