Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Side 37
LAUQARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 DV HELGARBLAD 41
Bandarísk lyfjayfirvöld:
Bregðast
við af hörku
gegn THG
SÁ FYRSTI: Breski spretthlauparinn Dwain Chambers var fyrsti íþróttamaðurinn sem viðurkenndi að hafa neytt
nýja steralyfsinsTHG. Reuters
Bandarísk lyfjayfirvöld, sem
hafa hingað til verið þekkt
fyrir að taka með silkihönsk-
um á íþróttamönnum sem
hafa neytt ólöglegra lyfja,
hafa tekið upp nýja stefnu
gagnvart noktun ólöglegra
lyfja í íþróttum. Hér eftir
verður engin eftirgjöf og
íþróttamenn geta átt yfir
höfði sér allt að lífstíðarbann
fyrir fyrsta brot.
Craig Masback, forseti banda-
ríska frjálsíþróttasambandsins,
sagði á blaðamannafundi í gær að
það væri ekki lengur hægt að leyfa
íþróttamönnum að svindla og
komast upp með það.
Masback kynnti áætlun sem
bandaríska frjálsíþróttasambandið
hefur verið að búa til í viðleitni
sinni við að stemma stigu við lyfja-
misnoktun. Þar er kveðið á á um
allt að 100 þúsund dollara (rúmlega
7,5 milljónir íslenskra króna) sekt
við lyfjamisnotkun og verða bæði
íþróttamaðurinn, sem fundinn
verður sekur, og þjálfarar þeirra
gerðir ábyrgir.
„Það er eins gott að
þetta sé í lagi því að
heiður frjálsra íþrótta í
Bandaríkjunum er í
húfi. Þetta er vandamál
og það verður að taka
áþvístrax
Bandaríska Ólympíunefndin hef-
ur verið á bakinu á frjálsíþrótta-
sambandinu í nokkurn tíma vegna
slælegs framgangs sambandsins í
lyfjamálum og Masback viður-
kenndi að harkan sem gengið væri
fram með nú væri að einhverju
leyti samtvinnuð því að sambandið
hefði gert allt sem í þess valdi stóð
til að stemma stigu við þessum vá-
gesti íþróttanna áður.
Masback staðfesti jafnframt að
fjórir bandarískir frjálsíþróttamenn
hefðu fallið á lyfjaprófi vegna
neyslu THG en bandarískar heim-
ildir herma að aflt að tuttugu
íþróttamenn hafi fallið á lyfjaprófi
vegna neyslu lyfsins á bandaríska
meistaramótinu í júní.
Forseti bandarísku Ólympíu-
nefndarinnar, Jim Scherr, var
ánægður með áætlun frjálsíþrótta-
sambandsins og sagði hana mjög
gott skref í áttina að öflugu og skil-
virku lyfjaeftirliti.
„Það er eins gott að þetta sé í lagi
því að heiður frjálsra fþrótta í
Bandaríkjunum er í húfi. Þetta er
vandamáf og það verður að taka á
þvj' strax," sagði Scherr.
Masback hefur trú á því að notk-
un ólöglegra lyfja sé ekki eingöngu
bundin við frjálsar fþróttir og hefur
því beðið æðstu menn annarra
stórra íþróttagreina í Bandaríkjun-
um að hitta sig á fundi í Was-
hington á næstu vikum til að sam-
ræma aðgerðir sem flestra íþrótta-
greina.
SYNINGIN LIFANDI LANDAKORT
VERÐUR OPNUÐ í TJARNARSAL RÁÐHÚSS REYKJAVÍKUR SUNNUDAGINN 26. OKTÓBER KL. 14
Kl. 14:30 Landupplýsingar og landakort frá ólíkum og ólíklegum sjónarhornum:
Einar Garibaldi - Himininn yfir Reykjavik
Stefán Pálsson - Kort sem söguna skapa og skemma
Guðmundur Steingrlmsson - Garðurinn sem ég vissi ekki um
Ólafur Stefánsson - Skokkað á vefsjánni
Sigurður Grétar Guðmundsson - Það er líf undir malbikinu
Starfsmenn frá Reykjavíkurborg, Orkuveitu Reykjavíkur, Símanum, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Lögreglunni í
Reykjavfk, Neyðarlínu, Reykjavíkurhöfn og Strætó verða á staðnum og sýna hvernig landupplýsingar nýtast í þeirra starfi.
Yfir 20 fermetra loftmynd af borginni sýnir notkunarmöguleika Landupplýsingakerfis Reykjavíkur.
Borgarvefsjáin og fleiri spennandi kerfi kynnt - öll borgin i tölvunni þinni!
Alvöru slökkviliðsbill, stjórnborð neyðarvarða, prentari sem prentar í þrívídd, blöðrur og fleira skemmtilegt.
Ráðstefna um LUKR mánudaginn 27. október kl 9-16. Tjarnasal Ráðhúss Reykjavíkur.
Allar upplýsingar um sýninguna Lifandi landakort og viðburði tengda henni má finna á www.reykjavik.is
www.borgarvefsja.is
Orkuveita
Reykjavíkur
I f.
> Wk
k
\
f