Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2003, Qupperneq 51
Sakamál HVAÐ: Kvennamorðingi gekk laus. HVAR: (suðvesturríkjum Bandaríkjanna. HVENÆR.-1971 til 1985. LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 DVNELGARRLAÐ 55 Morðóður kvennaliómi MORÐINGINN: Carrol Edward Cole sagðist hafa myrt og svívirt 35 konur. Sú tala kann að vera ýkt en nóg er samt. Ég skal segja ykkur að þegar ég er með konu kemur eitthvað yfir mig og ég verð að drepa hana. Þetta tilkynnti 42 ára gamall flækingur, Carrol Edward Cole, lögreglunni í Dallas sem var að yfirheyra hann vegna grunsamlegs dauða konu. hegarhann var handtekinn og yfirheyrsl- ur hófust spurði hann ekki einu sinni fyrir hvað hann væri grunaður. Hann játaði á sig morð en lögreglan komst brátt að því aðjátningin átti við allt annað morð en þeir voru að rannsaka. En upp úr kafinu kom að Cole hafði framið það líka og jafnvel 33 til viðbótar eins og síðar kom íljós. Morðið sem Dallaslögreglan var að rann- saka átti við líkfund á bflastæði þar sem 32 ára gömul kona fannst látin hálfnakin og hafði henni verið nauðgað. Cole játaði fúslega að hafa hitt konuna á bar og eftir að þau höfðu fengið sér nokkra drykki saman fóru þau heim til konunnar. Eitt Ieiddi af öðru og hið næsta sem náung- inn mundi var að hann vaknaði í rúminu með hendurnar um háls konunnar. Hann mundi ekki hvort hann hafði samfarir við hana fyrir eða eftir að hann kyrkti hana. Hann vaknaði með hræðilega timburmenn og í þrjá daga var hann samvistum við líkið og hafði af því þau gögn sem hann sóttist eft- ir. Þá yfirgaf hann íbúðina. Lögreglumönnunum var ljóst að játningin átti ekki við það morð sem þeir voru að rann- saka. Þeir spurðu nánar um stúlkuna sem hann hitti á barnum. „Hvaða bar?“ spurði sá grunaði. Nú voru langar yfirheyrslur fyrir höndum. Játningarnar runnu upp úr Cole og hann skýrði frá viðbjóðslegum athöfnum sínum í mörgum borgum í suðvesturfylkjum Banda- ríkjanna. Þeir sem önnuðust yfirheyrslurnar skráðu ekki aðeins lýsingar á morðum heldur var maðurinn sem létti á samvisku sinni einnig náserðir og mannæta. Rannsóknin sem leiddi til handtöku Coles hófst með símhringingu snemma morguns 12. nóvember 1980. Sá sem hringdi tilkynnti að hann hefði séð nakta konu á bflastæði og væri hún kannski dáin. Þegar lögregluna bar að lá konan á bakinu og var aðeins í brjósta- haldara og blússu. Meinafræðingur úrskurð- aði að hún hefði verið kyrkt, enda voru mar- blettir á hálsi hennar. Ekki voru nema nokkr- ar klukkustundir síðan hún dó. Önnur föt konunnar voru sundurrifm í kuðli við tré skammt frá líkinu. í vösum fundust skilríki sem sýndu hver hún var. í fyrstu var haldið að konan hefði verið myrt annars staðar en líkið flutt á bflaplanið. En vegsummerki sýndu að einhvers konar átök höfðu átt sér stað við runna skammt frá þar sem líkið fannst. Mikið áfengismagn var í blóði hinnar látnu og var sú ályktun dregin að hún hefði drukkið á einhverjum af nær- liggjandi börum og hefði verið að ganga yfir bflaplanið þegar árásin var gerð. Rannsóknarlögreglumenn fóru með and- litsmynd af líkinu á bari í nágrenninu og þjónn á einum þeirra þekkti konuna. Hún hafði verið að drekka hjá honum kvöldið áður. Hún var tíður gestur á þessum bar og hélt þjónninn jafnvel að hún hefði farið út með manni sem hann kannaðist við sem Cole. Þau drukku og töluðu mikið saman um kvöldið. Hann sagði að Cole hefði verið á barnum þrjú kvöld í röð og hefði hann hafið samræð- ur við allar konur sem komu inn og leit út fyr- ir að hann teldi sig vera mikið kvennagull. Barþjónninn vissi ekki hvar Cole bjó en hann var á skrá fangelsisstofnunar og einnig hjá heilbrigðisráðuneyti. Fyndinn kvennaljómi Á árunum 1963-70 var Cole handtekinn fyrir margs konar afbrot, svo sem bflaþjófn- að, fyrir að útvega unglingum áfengi, íkveikju, mellumang og morðtilraunir. Hann sat í fangelsi í Texas í tvö ár fyrir að kveikja í móteli, í þeim tilgangi að myrða þáverandi eiginkonu sína. Hann hafði einnig verið í Nú voru langar yfirheyrslur fyrir höndum. Játningarnar runnu upp úr Cole og hann skýrði frá viðbjóðslegum at- höfnum sínum í mörgum borgum í suðvesturríkjum Bandaríkjanna. Þeir sem önn- uðust yfirheyrslurnar skráðu ekki aðeins lýsingar á morð- um heldur var maðurinn sem létti á samvisku sinni einnig náserðir og mannæta. gæslu á hælum íyrir geðsjúka. f einni skýrslu er ástandi hans lýst þannig að honum finnist kvenfólk vera ógnandi. Hann þorir ekki að nauðga konu og verður þess vegna að deyða hana og nauðga svo lfldnu. Robinson, rannsóknarlögreglumaður í Dallas, sem hafði yfirumsjón með rannsókn- unum á konumorðunum, komst að því að Cole var nýdæmdur fýrir fjársvik í Missouri og var úrskurðaður til vistar í opnu fangelsi í Dallas. Þar hvarf hann í þrjá sólarhringa. Þótti Robinson með ólíkindum að íjöldmorð- ingja skyldi vera sleppt lausum út í samfélag- ið því að enginn kærði sig um að kanna feril hans. Eftir morðið á bflaplaninu var leit hafin að Cole og voru konur sem vitað var að hann ræddi við á nærliggjandi börum yfirheyrðar. Þær sögðu manninn skemmtilegan og aðlað- andi og ein þeirra taldi hann „vænlega bráð“ og sagðist hefðu farið með honum ef hann hefði orðað það við sig. Aðrir sem þekktu Cole sögðu hann hafa flækst um landið síðasta áratuginn og ráðið sig í vinnu hér og hvar en hvergi tollað til lengdar. Hann fæddist í Iowa en ólst upp í nágrenni San Francisco. Hann hældi sér af því að hafa átt fyrstu samfarirnar sjö ára gam- all og sem unglingur hafði hann gaman af að kyrkja heimilishundinn þar til hann var nær dauða en lífi. Hann hætti námi og gekk í sjóherinn og lenti fyrir herrétti nær tveim árum síðar fyrir að hafa stolið tveim skammbyssum. Þær ætl- aði hann að nota til að kála konu sem hann taldi hafa smitað sig af kynsjúkdómi, að því er hann bar fyrir réttinum. Upp úr því þvældist Cole milli borga og skemmti konum á börum en þeim þótti hann skemmtilegur og aðlaðandi, að því er fram kom þegar loks var farið að rannsaka feril kvennamorðingjans. Hann átti auðvelt með að fá vinnu hér og þar en hvarf frá störfum áður en hann lenti í tölvubönkum hins opin- bera. Svo var það skömmu fyrir miðnætti kvöld nokkurt að íbúar fjölbýlishúss í Dallas heyrðu óp og Iæti úr íbúð 43 ára gamallar konu, Sally Thompson að nafni. Þegar nágrannarnir bönkuðu upp á hjá henni kom drukkinn og óhrjálegur náungi til dyra. Sally lá á grúfu á stofugólfinu og var fáklædd. Hún virtist líf- VEIÐISTAÐURINN: Barinn í Dallas þar sem morðinginn krækti í síðasta fórnarlamb sitt. laus. Lögregla og sjúkraliðar voru kallaðir til og þegar komið var með konuna í sjúkrahús var hún úrskurðuð látin. Engir sýnilegar áverkar voru á líkinu og var álitið að hún hefði látist af ofneyslu áfengis. Cole sagði til nafns og gaf upp heimilisfang sitt og var sleppt lausum. En þegar Robinson lögregluforingi fékk skýrsluna í hendur áttaði hann sig á að Cole var eftirlýstur og grunaður um alvarlegan glæp. Hann var ekki heima þegar lögregluna bar að garði og það var ekki fyrr en nokkrum dögum síðar að hann kom heim en um hríð hvarf hann lögreglunni sjónum en vakt var um íbúðina sem hann sagðist búa í og bar sú árvekni árangur. Sjúklegar ástríður Cole var langdrukkinn, úfinn og illa fyrir kallaður þegar hann loks kom í íbúðina sem lögreglan vaktaði. Hann var færður til yfir- heyrslu og innan þriggja klukkustunda var hann búinn að játa á sig átta morð. En hann tók fram að konurnar sem hann myrti gætu verið þrisvar til fjórum sinnum fleiri. Við nánari rannsókn kom í ljós að morðin sem hann játaði á sig voru áður óupplýst og í sumum tilfellum var állitið að dánarorsakir væru af öðrum toga, svo sem ofneyslu og glannalegu líferni. Morðsagan náði aftur til ársins 1971. Þá myrti Cole 39 ára gamla konu f San Diego. í Oldahomaborg vaknaði Cole við hliðina á konu sem hann kyrkti í rúminu kvöldið áður. Eftir að eiga mök við lfldð át hann af kroppn- um og hlutaði í sundur og kastaði í sorptunn- ur hér og hvar. í Las Vegas hitti hann konu sem fór með honum heimleiðis. Á leiðinni á bflastæði greip ástríðan Cole og hann dró konuna á bak við runna, kyrkti hana og hafði samfarir að því loknum. Hann segist hafa fengið þar fullnægingu nokkrum sinnum. Cole kvæntist Díönu Fay í Texas 1974. Hana myrti hann. Þegar lögreglan braust inn í íbúð þeirra í San Diego fann hún nakið lík frúarinnar í eldhússkáp. Hún hafði látist viku áður. Cole var á brott og fannst hvergi. 1979 myrti hann 51 árs gamla konu í Las Vegas. Hann sagðist hafa átt samfarir við hana í baðkari en var þá búinn að kyrkja hana í rúminu. í allt sagðist Cole hafa myrt 35 konur og hældi sér af. En sú tala kvað vera nokkuð ýkt, að því er lögreglan telur. En nóg er samt. Þeg- ar játningarnar og ferillinn var rannsakaður varð ljóst að undantekningarlaust voru fórn- arlömbin með mikið alkóhólmagn í blóðinu. Var það oft talin vera dánarorsökin og málin li'tið rannsökuð nánar. Oft var talað um að dauðann hefði borið að vegna slysni eða af „eðlilegum" orsökum. Dauðadómur að lokum Við réttarhöldin kvaðst sakborningur vera búinn að fá nóg af aumu lífí sfnu og játaði brot sín fúslega og vonaðist eftir dauðadómi. Hann lagði sérstaka fæð á drukknar konur á börum og fyrirleit léttúð þeirra og fýsnir. Sem barn varð hann vitni að svipuðu líferni móður sinnar og kvaðst hann þurfa að deyða hana aftur og aftur. En hann var hræddur við konur og fannst nálgun þeirra óþægileg. En kynferðisleg þrá hans var sterk og því þurfti hann að senda ástkonur sína yfir í annan heim áður en hann fullnægði þörf sinni og svívirti líkama þeirra eftir andlátið. f Texas var Cole dæmdur fyrir þrjú morð og hlaut þrisvar sinnum lífstíðardóm. Nevada- ríki gerði tilkall til framsals og þar var hann dæmdur fýrir nokkur kvennamorð og hljóð- aði dómurinn upp á fangelsi þar sem afbrot- in voru framin áður en lfflátsdómur var tek- inn upp á ný 1977 í ríkinu. Þá var hann flutt- ur til Carsonborgar og dæmdur til lífláts fyrir morð sem framið var á löglegum tíma dauða- refsingar. Kvennamorðinginn var tekinn af lffi með eitursprautu 6. desember 1985. Rétt fyrir dauðastundina spilaði hann póker við fanga- vörð og bruddi slævandi pillur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.