Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 Fréttir W Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir. 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingan auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Bjór og kaffi Lögmanni Mýrdals- hrepps hefur verið falið að koma á framfæri athuga- semdum vegna kæru Jönu Kjerúlf vegna þeirrar ákvörðunar sveitar- stjómarinnar í Vflc að veitaÁgústi Frey Bjart- marssyni vínveitinga- leyfl fyrir Halldórskaffi. Máliðerívinnslu. Veisla á Helgafelli Fyrir skemmstu fóm þeir Stefán Aðalsteins- son og Tryggvi Sigurðs- son, íbúar á Helga- felli, á svartfuglsveiðar á bátn- um Svala frá Djúpavogi. Á eftir slógu þeir upp svartfúglsveislu heima hjá sér en Stefán er að verða áttræður og Tryggvi er nýlega orðinn 74 ára. Þeir félagar þykja lunknir veiðimenn og duglegir við að draga björgíbú. Kynjaskepnur Einar Sigmarsson heldur fyrirlestur á vegum Félags íslenskra fræða í Sögu- félagshúsinu í Fischersundi í Reykjavík annað kvöld klukkan 20:30. Þar mun Einar fjalla um kostulegar kynjaskepnur og meðal annars rýna í orðið finn- gálkn sem að hluta hefur óljósa merkingu. Telur Einar merkingu orðsins jafnvel tviþætta og fennt hafi yfir hana á langri leið til nútimans. Löggan flytur Almenn afgreiðsla lög- reglustjóraembættisins við Hverfisgötu hefur verið flutt yfir í Borgar- tún 7. Þar var Bifreiða- skoðun rfldsins til húsa fyrir mörgum ámm. Fyrsta hæðin í austur- enda lögreglustöðvar- innar við Hverfisgötu stendur nú auð eins og eftir stjórnarbyltingu. Nýting atkvæðakvóta Framsókn vann stórkostlegan varnar- sigur í síðustu kosningum við erfiðar aðstæður. Með djúpt hugsaðri tilfærslu á ímynd flokksins skilaði markaðssam- skiptaherferð hans tilætluðum árangri, auknu fylgi meðal kvenna og yngra fólks, ásamt góðri samningsstöðu og Halldóri Ás- grímssyni forsætisráðherrastólnum." Svo segir orðrétt í forsendum dómnefnd- ar, sem veitti Framsóknarflokknum Effie- verðlaunin fyrir að takast vel að innheimta vonarfylgi meðal kjósenda í vor. Verðlaunin sýna, að stjórnmálaflokkar eru farnir að ráða sérfræðinga, sem eiga að geta selt kjós- endum ímyndir um innihald. í nútímanum er ímynd eitt og innihald allt annað, mest fyrir tifverknað sérfræð- inga. Bandarfkjamönnum var talin trú um, að George W. Bush hefði samúð með smæ- lingjum og vildi takmarka afskipti af útlönd- um. Raunveruleikinn var síðan þveröfugur. Bretum var talin trú um, að Tony Blair væri allra manna einlægastur, en raunveruleik- inn varð þveröfugur. Þegar tækni ímyndarfræðinga eykst margfalt hraðar en skilningur kjósenda í löndum, sem hafa langa reynslu af lýðræði og fjölmiðlun, er við að búast, að Island fylgi í kjölfarið. Effie-verðlaun Framsóknar- flokksins eru gott dæmi um, að nútíminn gengur í garð hér á landi sem annars staðar. Samkvæmt kenningu úr háskólanum, sem byggð er á langvinnum kosningarann- sóknum, eru sölumennskunni takmörk sett af svigrúmi hvers stjórnmálaflokks. Þannig hafði Framsóknarflokkurinn í vor svigrúm eða fylgiskvóta upp í 33% og náði ekki nema 18% eða rétt rúmlega helmingnum. Kannski átti flokkurinn bara alls ekki Effie-verðlaun- in skilið. Samkvæmt kenningunni hafði Sjálf- stæðisflokkurinn kvóta upp á 41% fylgi og náði 38% eða nánast hverjum haus. Það er frábær árangur. Þess vegna hefði verið nær- tækara að verðlauna þann flokk fyrir árang- ur í innheimtu kvótans. Dómnefndin hefði mátt veita skammar- verðlaun. Þá hefði frammistaða Vinstri grænna stungið í augu. 9% innheimta af 22% útistandandi fylgi bendir til, að þar í flokki séu verkefni fyrir ímyndarfræðinga að hætti nútímans. Samfylkingin stóð sig ekki heldur sem skildi, með 31% innheimtu af 45% fylgiskvóta. Sá galli er á notkun kenningarinnar um svigrúmið, að það breytist milli kosninga. Að vísu er breytingin í flestum tilvikum lítil, nema hjá Sjálfstæðisflokknum, þar sem svigrúmið milli kosninga lækkaði úr 53% í 41%. Því er girnilegt og líklega arðbært fyrir sérfróða ímyndarfræðinga að afla ekki bara verðlauna fyrir að hala kvótann inn á síð- ustu vikum kosningabaráttunnar, heldur afla verðlauna fyrir að víkka svigrúmið og fjölga vonarpeningi milli kosningabarátta, stækka kvótann. Framtíð sérfræðinga er björt. En tvísýnni er framtíð kjósenda, sem hafa ekki þekkingu til að standast áhlaup hálærðra sérfræðinga. Jónas Krístjánsson Arnaldur alpjoða væðist í nýrrí skáldsögu Arnaldar Indríðasonar heita allar persónurnar þjálum alþjóðlegum nöfnum í nýrri skáldsögu Amaldar Ind- riðasonar heita allar persónurnar þjálum alþjóðlegum nöfnum Þráinn Bertelsson vakti í Frétta- blaðinu athygli á fregnum utan úr heimi af því að fólk væri í vaxandi mæli farið að skíra böm eftir fyrir- tækjum og vömmerkjum. Jafnframt væm menn í Noregi orðnir áhyggju- fullir yfir því að þar í landi væri tölvunotkun farin að þrengja mjög ~ að nöfnum sem innihéldu bókstafi ™ er ekki fyndust í ensku, alþjóðamáli o tölvusamskipta. Mætti nefna æ og ö. Á íslandi væri ástæða til að hafa S sams konar áhyggjur af nöfnum þar 3 sem ð og þ væri að finna. Þaö er ekki aðeins íraunveruleik- 2. anum sem hætta steðjar að íslensk- „ um mannanöfnum. Við höfum tekið „ eftir sams konar tilhneigingu í ís- ™ lenskum skáldsögum, fyrst og fremst x hjá höfundunum sem gera sér vonir > um að slá ígegn íúúöndum. Þeir eru 3 / auknum mæli farnir að nota þjál al- S þjóðleg nöfn á persónur sínar í stað <= séríslenskra nafna. Hugsunin er ™ væntanlega að úúenskir lesendur x kynnu að missa fljótt áhugann á per- ’Z sónum sem hétu til dæmis Thorgerd- ■° ur Thorsteinsdottir eða Aevar Thor- ^ mundur Thrainsson. E Hvergi er þetta þó meira áberandi ™ en í nýjustu hók Arnaldar lndriða- ~ sonar. Arnaldur er, sem kunnugt er, í « óða önn að slá ígegn í úúöndum og ™ nýjasta bók hans gefur skýrt og skil- 2 merkilega til kynna að hann ætii ekki -J; að láta rammíslensk nöfn þvælast um of fyrir lesendum sínum í öðrum löndum. Ekki er nóg með að bókin sjálf heiti Bettý, eftir einni aðalper- sónunni, heldur Rnnum við í Rjótu bragði aðeins eittnafn þarsem sérís- lenskan staferað Rnna. Að öðru leyti er ekki eitt einasta þ eða ð í nöfnum persónanna í bókinni. Flest nöfnin eru alþjóðleg, eða að minnsta kosti sérlega auðveld í framburði fyrir út- lendinga. Þegar við Rettum bókinni fundum við auk Bettýjar persónur sem heita Dóra, Lárus, Leó, Sara, Tómas (kallaður Tozzil), Stella, Mínerva, Sylvía ogsvo framvegis. Fangavörðurinn Guðlaug er, eRir því sem við sjáum best, undantekn- ingin sem sannar regluna. Þá er eftirtektarvert hversu sjald- an föður- eða móðurnöfn persón- anna eru nefnd. Þessi stefna er eRaust vænleg til árangurs þegar maður æúar að ná ár- angri á alþjóðavettvangi. Við æúum leyfa okkur að vona að Arnaldur fari ekki að skipta um nöfn á sínum góð- kunnu aðalpersónum í fýrri bókun- um ogErlendur, Sigurður Óli ogElín- borg heiti ekki allt í einu Aron, Alex- ander og Ellen ínæstu bók sem hann skrifar um ran nsðknarlögreglu - mennina knáu. Sjaldan eða aldrei hefur það vakið jafn mikla athygli þegar ihað- ur losnar úr fangelsi eins og nú þeg- ar Árni Johnsen er farinn frá Kvía- bryggju. í Fréttablaðinu í gær var haft eftir honum sjálfum um þessi kaflaskil ævi sinnar: „Ætli ég sigli ekki bara í rólegheitum inn í þjóð- félagið aftur?“ Allar góðar óskir okkar fylgja Árna eins og öllum öðrum í svipaðri aðstöðu. Hins vegar erum við eigin- lega alveg viss um að hvað sem Árni Johnsen tekur sér nú fyrir hendur, þá munu alveg áreiðanlega ekki fylgja þvínein rólegheit.... Morgunblaðið skýrði frá því á sunnudag að fundist hefði ný, áður óþekkt krabbategund á íslandi. Hún er mjög smá eða aðeins um millimetri að lengd. Þar eð dýrið er appelsínugult að lit og lifir í pollum hefur það hlotið nafnið pollatígur. Mogginn ræddi við Maríu Björk Steinarsdóttur líffræðing um þessa uppgötvun: „Að sögn Maríu Bjarkar var svolítið magnað að finna þetta dýr, enda hafa menn verið að li'ta eftir þessari tegund um langt skeið hér á landi. „Þetta er rosalega lítið dýr og það getur verið að fólk hafl verið að leita í pollum þar sem þetta dýr hefur verið“.“ Þetta Rnnst okkur yndisleg frétt. Sú tilhugsun að út um allt land sé fjöldi fólks vakinn og soRnn íþví að leita að nýjum millimetra löngum krabbadýrum er beinlínis æsandi. Þetta er endanleg sönnun þess hve líRð er fjölbreytt og mannlíRð óvænt. Nú mun þessari grein Ijúka og við á DV erum öll farin útað leita að hlandkoppaljónum, forarfílum og niðurfallshýenum. Við höfum fengið okkur sterka sjónauka og skulum Rinna þessi dýr. Og þegar við Rmnum þau mun hríslast um okkur magnaður sæluhrollur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.