Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 18
78 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 Sport DV „Við höfðum fullan metnað til þess að mæta með okkar hesta lið og við töldum okkur trú um að leikmennirnir hefðu það líka en því miður varð raunm onnur. // Eggert Magnússon segir leikmenn islenska landsliðsins skorta metnað til þess að spila vináttulandsleiki. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, ræðir um forföllin í íslenska landsliðinu fyrir leikinn gegn Mexíkó: Vorum oi linir við ákveðna leikmenn íslenska landsliðið í knattspymu leikur aðfaranótt flmmtudags vináttulandsleik gegn Mexíkó í San Francisco. Mikið hefur gengið á í aðdraganda leiksins. Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari sagðist ætla að fara með sitt sterkasta lið og KSÍ sagðist leggja mikla áherslu á að fá bestu leikmenn liðsins f ferðina. Þeir fengu staðfestingu á því frá alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, að þeir hefðu fulían rétt á því að fá alla þá leikmenn sem þeir vildu. Þrátt fyrir það vantar 14 fastamenn í hópinn og því verður stillt upp varaliði gegn Mexikóum. Hver er eiginlega ástæðan fyrir þessu? Er Knattspyrnusamband íslands of lint í samskiptum við félög leikmannanna í Evrópu eða hafa íslensku atvinnumennirnir hreinlega ekki áhuga á því að taka þátt í vináttulandsleikjum? Þvf svarar formaður KSÍ, Eggert Magnússon, í yfirheyrslu DV Sport. Hvað varð um þrýstinginn sem þið sögðust ætla að beitafélögin til þess að fá leikmennina lausa? „Það var ekki á hreinu í byrjun að við hefðum rétt á að fá þessa leikmenn í leikinn, en við fengum staðfestingu á því frá FIFA síðar að rétturinn væri okkar megin. Ég er ekki ánægður með hvernig þessi mál þróuðust og YFIRHEYRSLAN Henry Birgir Gunnarsson henry@dv.is við verðum að skoða það í kjölfar þessa leiks og setja skýrar vinnureglur sem auðvelt verður að fara eftir í framtíðinni." Er KSÍoflint í samskiptum sínum viðfélög leikmanna íEvrópu? „Ég vil ekki segja að við séum linir í samskiptum við félögin en kannski má segja að við höfum verið of linir í samskiptum við ákveðna leikmenn. Það er allt annað mál og það verður að skoða líka. Þetta er því miður þróunin sem hefur verið í gangi undanfarin ár. Þarfir leikmanna hafa verið teknar fram yfir landsliðið, en ef það er metnaður til þess að standa sig og ná árangri í stórkeppnum þá verðum við að vera tilbúnir að grípa til þeirra ráða sem við höfum til þess að fá okkar bestu menn í vináttulandsleiki. Þetta verður skoðað á næstunni í sambandi við einstaka leikmenn." Telja lið í Evrópu að þau geti gengið yfir KSÍ íþessum málum? „Nei, þvert á móti held ég að liðin skilji það að við munum ekkert gefa eftir. Þau voru skjálfandi á beinunum yfir því að við myndum leita réttar okkar og beita þau sektum. Einnig hefðum við getað farið fram á að leikmennirnir leiki ekki með sínum liðum næstu helgi og verið í fullum rétti með það. Þannig að liðin skilja það betur nú en áður hvaða alvara er að baki og við munúm í framhaldinu skrifa þessum félögum bréf og útskýra okkar hlið, því við sættum okkur ekki við að þau séu að beita okkar leikmenn þrýstingi. Með þessu vita liðin nákvæmlega hvar við stöndum." Áðuren hópurinn var valinn fengu nokkrir leikmenn frí. í kjölfarið hefur farið afstað sá orðrómur að fleiri leikmenn hafi dregið sig út úr hópnum því þeir nenntu ekki að fara þar sem leikurinn vœri livort eð er orðinn marklaus án þessara leikmanna. Er það ásœttanlegt? „Þetta hef ég ekki heyrt. Mér finnst það engu að síður ekki bera vott um mikinn karakter ef rétt er. Ég vil líka benda á að ég var mikið gagnrýndur fyrir nokkrum misserum síðan þegar ég sagði að æfmgaleikir ættu ekki lengur rétt á sér. Mér flnnst þetta dæmi enn frekar sanna það því þegar við náum æfingaleik gegn liði sem er á topp tíu á FIFA- listanum þá virðast margir okkar leikmanna ekki hafa metnað til þess að mæta á leikinn, því þetta er æfmgaleikur. Þegar það var samið um þennan leik höfðum við metnað til þess að mæta með okkar besta lið og við töldum okkur trú um að leikmennirnir hefðu það líka en því miður varð raunin önnur. Það er alltaf hægt að skamma félögin en á endanum er þetta líka undir leikmönnunum komið. Við gefum eftir gagnvart leikmönnunum en ekki gagnvart félögunum." Arnar Grétarsson gaf upphaflega ekki kost á sér í leikinn vegna meiðsla en sá sér engu að síður fœrt að leika með Lokeren á laugdardaginn í bikarnum gegn neðri deildarliði. Hvað finnstþér um það? „Arnar tjáði landsliðsþjálfurunum að hann væri meiddur á nára en léki samt eitthvað með liðinu. Þetta er mál sem er á ábyrgð þjálfarans og ég treysti honum til þess að taka ábyrga afstöðu í því.“ Hefðu leikmenn liðsins skilað sér mjög seint aftur til síns lands sökum þess hve leikurinn er langt í burtu? „Við vorum búnir að gera allt sem í okkar valdi stóð til þess að leikmenn sem leika á meginlandi Evrópu kæmust heim seint á fimmtudeginum. Við áttum að fá lögreglufylgd beint eftir leik út á flugvöll svo menn kæmust með fyrstu vél heim. Því hefðu allir átt að komast í sitt rúm á fimmtudagskvöldinu. Með því hefðu leikmenn ekki verið að skila sér mikið seinna en ef þeir hefðu verið að spila í Evrópu en að sjálfsögðu spilar inn í langt flug sem þreytir menn. Svo má ekki gleyma hinni hliðinni því að ef við hefðum beitt öllu okkar afli til þess að fá mennina á leikinn þá hefðu þeir kannski misst sæti sitt hjá félagsliðinu og það er ekki gott fyrir landsliðið því við þurfum á því að halda að okkar bestu menn séu að spila."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.