Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 9
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 9 Fyrrverandi formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur segir enga óreiðu á fjár- málum nefndarinnar. Markaðsmenn ehf. fá fjórðung af tekjunum fyrir símsölu á geisladisknum Betra líf fyrir Mæðrastyrksnefndina og Fjölskylduhjálp íslands. IMðsmenn In fjóröung al mæðrastyrkjum Fyrirtækið Markaðsmenn ehf. fær um fjórðung alls þess fjár sem kemur inn vegna símasölu fyrirtæk- isins á geisladisknum Betra líf sem gefinn er út til styrktar Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur og Fjölskyldu- hjálp íslands. Sala gengur þokkalega Karl Guðlaugsson hjá Markaðs- mönnum segir fyrirtækið nú hafa selt Betra líf í einn til tvo mánuði. Ekki sé hægt að segja til um það að svo stöddu hversu háa upphæð fyr- irtækið hefur unnið sér inn með söl- unni. „Við hringjum í fyrirtæki og biðj- um um framlög gegn disknum. Við nefnum tíu þúsund krónur en upp- hæðin er þó frjáls. Salan hefur geng- ið þokkalega," segir Karl. Samkvæmt heimildum DV nem- ur þóknun Markaðsmanna um 25% af því fé sem skilar sér vegna sölu fyrirtækisins. „Ég tel ekki rétt að upplýsa í hverju samningur okkar við Mæðrastyrksnefnd er fólginn. Hins vegar get ég upplýst að þóknun fyrir okkar vinnu er venjulega 30%,“ segir Karl. Engin óreiða segir Ásgerður Eins og fram kom í DV í gær íhug- ar Mæðrastyrksnefnd næstu skref í kjölfar brotthvarfs fyrrverandi for- manns, Ásgerðar Jónu Flosadóttur. Mörg atriði tengd styrktarsöfnun- inni og öðrum þáttum þykja tor- tryggileg og þarfnast nánari skýr- inga. Nýr formaður nefndarinnar, Hildur G Eyþórsdóttir, sagðist í gær ekkert hafa um. málið að segja. Fundur var hjá nefndinni í gær- kvöldi vegna málsins. Ásgerður Jóna, sem fer fyrir Fjöl- skylduhjálp íslands, sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist um málið í DV í gær. Hún seg- ir meðal annars að rangt væri að Mæðrastyrksnefnd væri að leita að 1,5 til 2 milljónum króna sem verið hefðu á söfnunarreikningi vegna Betra lífs og að 600 þúsund króna yf- irdráttur hefði kominn í staðinn. Yf- irdrátturinn væri nú aðeins 300 þús- und krónur og gjaldkeri nefndarinn- ar hefði bókhaldið undir stjórn. Sjálf fjármunir sem höfðu verið lagðir inn á reikninginn vegna fyrirframsölu disksins eyddust þegar kostnaður við útgáfuna væri greiddur. Þetta var heimildarmönnum blaðsins ljóst og söguburður þeirra hlýtur því að stafa af meinfýsi og ef til vill öfund. Útistandandi í dag eru geisladiskar að andvirði um krónur 10 milljónir," segir meðal annars í yfirlýsingu Ás- gerðar. gar@dv.is Hjá Mæðrastyrksnefnd Útistandandi eru geisladiskar fyrir um 10 milljónir króna, segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- svarsmaður Fjölskylduhjálpar l'slands. Söguburður hljóti afstafa afmeinfýsi og eftil vill öfund. kæmi Ásgerður þar hvergi nærri: Meinfýsinn söguburður „Þessir fjármunir sem þarna er rætt um voru vegna þessa sérstaka verkefnis sem varðaði útgáfu geisla- disksins og allt reikningshald í sam- bandi við hann liggur fyrir. Þegar hefur verið greiddur verulegur kostnaður vegna útgáfunnar svo sem til listamanna, auglýsingagerð og stefgjöld og því eðlilegt að þeir hjálp Íslíinds: Nlæöpastypksnetnú leitar að millionam ai |x*»n «8 NV“°<J v'ýn* fmrMul fíift. .ímar. “li ** 'J ÍÍX rn SZTSSSSfSSS&iis: SSSÍ.cíSC 1 „b i.'ud 2 i«ö h<ift um. f « kutnwo kðð þúsund ólt.iM DV í gær Þorbjörg Inga Jónsdóttir, lögmaður Mæðrastyrksnefndar og formaður Kvenréttindafélags Islands, sagði í DV i gær að fjármál nefndarinnar væru til skoðunar. Mí i aftsdðras Ke\kjane:s Duushús í Keflavík Árnasýning eftir áramót Efnt verður til sýningar á Reykjanesbæ fljót- lega eftir áramót á höggmyndum Árna Johnsen sem hann vann í fangelsisvist sinni á Kvíabryggju. Myndirnar voru fluttar í gær að vestan og í Njarð- vík þar sem þeim hefur verið komið fyrir í geymslu. Sýningin verður væntanlega haldin í Duushúsunum í Keflavík, en hvenær nákvæmlega er ekki ákveðið að sögn Valgerðar Guðmunds- dóttur menningarfulltrúa Reykjanesbæjar. „Mér þykja myndirnar skemmtilegar og virki- lega öðruvísi," sagði Valgerður í samtali við DV. Hún fór vestur á Kvíabryggju fýrir nokkru, skoðaði myndverkin og heillaðist af. Falaðist eftir því í framhaldinu að fá þau til sýninga í sínum ranni og það hafi blessunarlega gengið eftir. sigbogi@dv.is Listaverkin Lista- verk Árna Johnsen skipta tugum, I fjölda sem tonna. Sýnd suður með sjó. Mynd frá 4. nóvember 2003. Bill lenti út afveginum Islæmu skyggni. Atvikið var rannsakað af öryggisdeild Impregilo og tjóna- skýrsla var skrifuð. Á að tilkynna óhöpp „Þegar slys verður við Kárahnjúka á að tilkynna það til Neyðarlínunnar," segir Ómar R. Valdimarsson upp- lýsingafulltrúi Impregilo. „Þá er sent út neyðarkall á björg- unarlið Impregilo. I slfkum tilvikum fær lögregla ávallt boð,“ segir hann. „Þegar um er að ræða vinnuslys er ávallt haft samband við Vinnueftir- lit ríkisins. Þá sendir öryggis- deild Impregilo ávallt mann á staðinn til að kanna að- stæður og meta hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.“ DV greindi fr á því á laug- ardag að umferðaróhöpp væm algeng við Kárahnjúka og væm oft ekki tilkynnt til lögreglu. Ómar segir að þegar umferðaróhöpp verði þar sem engin slys verða á fólki, sé öryggisfulltrúi sendur á staðinn. Þá er einnig skrifuð tjónaskýrsla, sem síðan er send til tryggingarfélaga. „Frá upphafi starfsemi Impregilo við Kárahnjúka, heftir verið haldið nákvæm- lega utan um slysatíðni. Mánaðarlega em þessar tölur sendar sem hluti af mánað- arskýrslu til Landsvirkjunar. Sama verklag er viðhaft á öll- unt starfstöðvum Impregilo út um allan heim,“ segir Ómar. Hagnaður banka ræddur Hagnaður bankanna verður til umræðu á Alþingi í dag. Utandagskrámmræða verður þar sem ræða á um vexti, bæði innláns- og út- lánsvexti og þjónustugjöld. Jón Bjarnason þingmaður Vinstri Grænna segist vilja kanna hvernig viðskiptavin- irnir komi til með að njóta þess þegar bankarnir raki saman gróða. Hagfræðileg rök ráði evruaðild Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, sagði í gær að Bretar mættu ekki úti- loka upptöku evrunnar í framtíðinni. í ræðu sem for- sætisráðherrann hélt á við- skiptaráðstefnu í Birming- ham ítrekaði hann að Bretar ættu eingöngu að láta hag- ffæðileg rök ráða því hvort að þeir gerist aðilar að myntbandalaginu. Lögreglan engu nær Lögreglan í Hafnarfirði er engu nær um hver ffamdi vopnað bankarán í Spari- sjóði Hafnarfjarðar að morgni föstudagsins síðasta. Unnið er hörðum höndum að rannsókn málsins og em lögreglumenn meðal annars að tala við vitni og vinna úr vísbendingum sem borist hafa ffá almenningi. Lýsing á ræningjanum er ekki tiltæk þar sem hann huldi andlit sitt við ránið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.