Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Atgangur á Alþingi Þegar þingfundur átti að hefjast í gær með óund- irbúnum fyrirspurnum til ráðherra, kvaddi Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, sér hljóðs til að tala um störf þingsins. Helgi vildi fá svör frá forsætisráðherra um hvað- an heimildir kæmu til að framkvæmdavaldið sendi Alþingi bréf þar sem þess var farið á leit að fulltrúar þeirra leituðu ekki beint til fjárlaganefndar Alþingis með erindi um aukin út- gjöld. Halldór Blöndal for- seti Alþingis sagði að málið ætti heima í óundirbúnum fyrirspurnum. Guðmundur Arni Stefánsson sem situr í forsætisnefnd sagðist ætla taka málið upp í nefndinni á morgun. Ekki gengi að framkvæmdavaldið skipaði löggjafarvaldinu fyrir verk- um. Helgi Hjörvar sá ástæðu til að gera athuga- semdir við fundarstjórn forseta. Mörður Árnason bað um málið og vildi for- seti vita um hvað hann ætl- aði að ræða. Þegar Mörður kom upp ávarpaði hann Halldór aðeins með orðun- um forseti, ekki hæstvirtur forseti eins og flestir aðrir sem tóku þátt í umræð- unni. Lúðvík Bergvinsson kallaði eftir svörum frá for- seta Alþingis um hver hans afstaða væri til slíkra skeyta frá framkvæmdavaldinu um að stofnanir Alþingis ættu ekki að tala við fjár- laganefnd. Halldór svaraði: „Ef ég sé ástæðu til að skrifa bréf, þá geri ég það.“ Málið á dagskrá fjár- laganefndar Jón Bjarnason benti á að fjárlaganefnd hefði þeg- ar óskað eftir upplýsingum um bréfin og efni þeirra og að málið verði tekið sér- staklega upp þar á bæ. Hann sagði þetta varða sjálf- stæði þingsins. Tilskrifm væru forkastanleg. Bryndís Hlöðversdóttir fór í pontu og lagði til að forseti Alþingis ritaði for- sætisráðherra bréf til að minna hann á valdmörk framkvæmda- og löggjafar- valds. Hún gagnrýndi að hvorki forseti þingsins né ráðherrar hefðu reynt að svara því sem fram hefði komið heldur sætu oddvit- arnir og brostu eins og þeir væru að fylgjast með börn- urn að gera skammarstrik. Davíð Oddsson kom upp og sagðist virða vilja þingsins um að ræða ætti málið undir öðrum lið þótt hann væri leiðtogi fram- kvæmdavaldsins. Ekki kom til þess að málið yrði rætt í fyrir- spurnartíma og varð það tilefni þess að Össur Skarp- héðinsson tók til máls og lýsti furðu á samspili for- sætisráðherra og forseta Alþingis til að skjóta óþægilegri spurningu út af borðinu. Skattrannsóknarstjóri gerði húsleitir hjá Baugi í gær. Nánast allt starfsliðið leitaði gagna á nokkrum stöðum. Skattrannsóknarstjóri frestaði húsleit vegna kaupa Baugs á Oasis-verslununum í Bretlandi. Embættismenn frá Skattrannsóknarstjóra leituðu ffam á kvöld að gögnum í húsakynnum Baugs. Þeir gerðu í gærmorgun húsleit í höfuð- stöðvum félagsins. Fimmtán til tuttugu manns, nánast allt starfslið embættisins, leitaði gagna á fleiri stöðum í bænum. Málið er umfangsmikið og samkvæmt heimildum DV beinist rann- sóknin sérstaklega að JóniÁsgeiri Jóhannessyni og skattamáium hans. Samkvæmt heimildun- um er ekki ráðist í slíka húsrannsókn nema grunur leiki á að um brot á skattalögum sé að ræða. Starfsmenn skatt- rannsóknarstjóra fóru aftur til starfa á vett- vangi við skrifstofur Baugs í Grjótaþorpinu Q f\|J Cj U f\ í gærkvöldi. Þeir höfðu ekki fengið afhent öll þau gögn sem þeir ósk- uðu eftir í upphafi. Jón Ásgeir er forstjóri Baugs Group og hefur leitt starf þess í ýmsum viðskiptum hér á landi og í útiöndum. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að umsvif Baugs f Bretlandi næmu næstum fjörutíu milljörðum króna. Félagið og forráðamenn þess eru stórtæk á íslenskum smásölu- og fjölmiðlamarkaði. Baugur hefur skilgreint sig sem fjárfestingarfélag í Norður- Evrópu. Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs segir að féiagið hafi ekkert að fela og hafi sætt „Höfum ekkert að fela" segir Hreinn Loftsson skýrum endurskoðunarreglum. Hann segir að einu skýringarnar sem starfsmenn Baugs hafi fengið á húsleitinni hafi verið að hún væri sprottinn upp úr lögreglurannsókninni sem hófst fyrir rúmu ári síðan. Rannsókn lögreglu hófst þegar starfsmenn efnahagsbrotadeildar gerðu húsleit í höfuð- stöðvum Baugs. Hreinn segir að embættismennirnir CjÍROUP h^fi tjáð sér að til hafi staðið að gera húsleit- ina síðastliðinn föstu- dag en við það hafi verið hætt þegar það spurðist út að Baugur væri í þann mund að kaupa tískuvörukeðjuna Oasis. Hann segir að það sé jáicvætt að skattrannsóknarembættið taki tiilit til slíkra aðstæðna en bætir því við að hann voni að einhverjar niðurstöður fari að koma úr sjálfri rannsókninni. Hún hafi tekið langan tíma og valdið starfsfólki Baugs óþæg- indum og hugarangri. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson. kgb@dv.is ornarn@dv.is Skúli Eggert Þórðarson Hreinn Loftsson Starfsfólk skattrannsóknarstjóra safnaöi gögnum fram á Segir starfsfólk oröið þreytt á óþægindum. kvöld. Jón Ásgeir Jóhannesson I antutd sinn a lialfti öðrti ári leita yfirvöld i hókhaldsgögrwm hja fyrirl.vki hans. Les Les Lindu? Það þarf stóra manneskju til að græta heila þjóð. Díönu prinsessu tókst það í heintalandi sínu og nú virðist Linda Pétursdóttir vera að leika sama leikinn hér heima. Svart- höfði hefur verið að fylgjast með markaðssetningu á ævisögu hennar sem virðist pottþétt í framsetningu og líklega til að heppnast. Linda mætir í hvern spjallþáttinn á fætur öðrum og ef hún grætur ekki sjálf í þáttunum þá grætir hún áhorfend- ur heima í stofu. Þetta er ekki afrek. Þetta er list. Það er hann Les Robertson, fýrr- um kærasti Lindu, sem veldur þessu öllu. Mikil ósköp sem hann gat ver- ið vondur við hana Lindu öll þessi ár sem þau voru saman. Það er varla hægt að hafa það eftir. Nærri lætur að hann standist samjöfnuð við Rík- harð þriðja, Neró keisara eða Hitler. Svarthöfði er með iðnaðarmann í vinnu þessa dagana og sá mátti vart mæla eftir að hafa skroppið heim í kvöldmat og séð Lindu í Kastljósinu í leiðinni. Allt að því miður sín og kallar þó ekki allt ömmu sfna. Nú vill Svarthöfði fá að vita hvort Les Robertson sé kunnugt um hvað er að gerast hér uppi á Islandi. Les býr víst í London og unir hag sínum sæmilega. Svarthöfði er í raun hissa á því að engin fjölmiðill hafi enn reynt að ná sambandi við hann þó ekki nema til að færa honum fregn- irnar af ástandinu eins og það í raun er. Svarthöfða finnst eiginlega að Les þyrfti að lesa Lindu og leyfa okk- ur hinum síðan að heyra átlit sitt. I það minnsta hefur Svarthöfði áhuga á því að heyra frá Les. En það er svo sem ekkert að marka. Svarthöfði er sér á parti þegar kemur að svona ósköpum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.