Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 7
XJV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 7 George Bush gefur The Sun fyrsta einkaviðtalið í ár. Hann hrósar Bretum fyrir samstöðuna með Bandaríkjamönnum og segist vonast til þess að hernáminu ljúki á næsta ári. Hann ræðst gegn forréttindastéttum á Vesturlöndum sem vilji neita írökum um að lifa við frelsi og öryggi. Bush Bandaríkjaforseti staðfesti í viðtali við breskt dagblað í gær að verið væri að flýta fyrir myndun bráðabirgðastjórnar í írak til að her- námsliðið geti yfirgefið landið um mitt næsta ár. I fyrsta viðtali sem hann gefur stóru dagblaði á árinu sagði George Bush Bandaríkjaforseti að breskir hermenn hefðu ekki dáið að ástæðulausu í írak. Hann sagði þetta við dagblaðið The Sun í Bretlandi rétt áður en hann hélt í opinbera heim- sókn til Bretlands. Bush sagði að með því að berjast við hlið bandarískra hermanna hefðu bresku hermenn- irnir hjálpað til við að gera heiminn að öruggari stað. Hann virtist hrærður þegar hann ræddi um hárm fjölskyldna hermannanna sem hefðu fallið í stnðinu og eftir að því formlega lauk. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig mér hefði liðið ef ég hefði misst barnið mitt," sagði hann. Hann varaði við því að það hefði hörmulegar afleiðingar fyrir friðinn í heiminum ef Bretar og Bandaríkjamenn heyktust á því að taka á hætt- unni sem stafar af öfgamönnum í heiminum. Hann hrósaði breskum hermönnum fyrir að vera harðir í horn að taka og góðir hermenn. Hann sagðist lofa því að Bretar og Bandaríkjamenn myndu ekki yfirgefa írak fyrr en ógnarstjórn Sadd- ams yrði með öllu horfin og að frjáls og öflug bráðabirgðastjórn væri komin til valda. Skilur áhyggjur Breta Bush sagðist skilja hvers vegna Bretar hefuðu áhyggjur af stríðinu og veltu fyrir sér hvers vegna forseti réðist í hernað. „Enginn er hrifinn af stríði. Ég skil afleiðingar stríðs. Ég skil það sérstaklega vel þegar ég hitti og faðma mæður og feður, bræð- ur og systur, syni og dætur þeirra sem féllu. En ég skil alveg jafn vel afleiðingar þess að fara ekki f stríð, að vona það besta þegar maður stendur frammi fyrir harðstjórum og morðingjum," sagði Bush í viðtalinu. „Það er hluti af starfi mínu að hugga þá Breta sem hafa þurft að færa fórnir. Ég ætla að útskýra fyrir þeim að lífi ástvina hefur verið fórnað íýrir „Ég mun aldrei gleyma lykt- inni, dauðanum og eyðilegg- ingunni. Ég ákvað mig þá. Við vorum í stríði og ætluðum að vinna það stríð. Ég finn fyrír sömu sannfæringu í dag.“ góðan málstað; frið og frelsi." Hann lagði áherslu á að það að nota herinn væri ekki fyrsta úrræði hans, heldur það síðasta. Hann sagði það vera sitt starf að verja öryggi Bandaríkjanna og að Saddam Hussein hefði ógn- að því öryggi. Hann sagði að Bandaríkjamenn myndu ekki flýja af hólmi. Þeir hefðu lært af bresku hermönnunum sem hefðu reynslu af því að takast á við hryðjuverkamenn á Norður-ír- landi. Hann sagðist ákaflega stoltur af samstöðu Bandaríkjamanna og Breta. Stoltur af því nána samkomulagi sem hann hefði við breska forsætis- ráðherrann Tony Blair, honum væri hægt að treysta. Bush segir það ekki alltaf vera svo í pólitík, sumir horfi beint í augun á honum og lofi ein- hverju, en svíki það síðan þegar snúið sé við þeim baki. Óánægður með forréttindafólkið Bush er ánægður með árangurinn í Irak þar sem óvinurinn er eltur uppi, skólar byggðir, mun- aðarleysingjahæli opnuð, spítalar fylltir af sjúkra- gögnum. Hann ræðst gegn forréttindastéttum á Vestur- löndum sem hafi viljað hafa af Irökum réttinn til að sanna að þeir velji frekar frelsi en ógnarstjórn. „Það er eitthvert forréttindafólk sem heldur að þeir geti ekki tileinkað sér lýðræði. Ég er því al- gjörlega ósammála," segir Bush við Sun. Þegar hann er spurður hvort heimurinn sé nú öruggari en hann var fyrir íraksstríðið, segir hann Frá frak „Enginn er hrifínn afstriöi. Ég skil afleiðingar stríðs. Ég skil það sérstaklega vel þegar ég hitti og faðma mæður og feður, bræður og systur, syni og dætur þeirra sem féllu. * að svo sé. „Já, miklu öruggari, hinn frjálsi heimur hefur áttað sig á hættunni. Til að gera heiminn ör- uggari verður að horfast í augu við raunveruleik- ann. Og raunveruleikinn er sá,“ segir Bush, „að það eru kaldrifjaðir morðingjar tilbúnir að ógna friðinum, skapa ótta og beygja vilja hins sið- menntaða heirns." Hann segir þessa morðingja vera þess megn- uga að fela sig í samfélögum. Þeir séu banvænir og þeir vilji skemma og eyðileggja. „Þeim er sama hverjum þeir tortíma. Þeir munu drepa börn rétt eins og einhvern í einkennisbúningi." Mun aldrei gleyma lyktinni Hann sagði aíveg á hreinu að Bandaríkin myndu grípa til aðgerða, ef þörf krefði, til að tryggja langtímaöryggi heimsins. Hann ætlar ekki að gleyma því sem gerðist 11. september 2001. „Ég mun aldrei gleyma lyktinni, dauðanum og eyðileggingunni. Ég ákvað mig þá. Við vorum í striði og ætluðum að vinna það stríð. Ég finn fyrir sömu sannfæringu í dag." Bush segir að forsetar eigi ekki að hugsa um hvernig sagan dæmi þá til skamms tíma. „Ég hugsa um söguna til langs tíma. Ég set mér háleit markmið og ég veit að það sem við erum að gera á eftir að hafa jákvæðar afleiðingar fyrir heiminn." Bush Bandaríkjaforseti. Kominn til Bretlands i viðhafnarheimsókn. „Það er hiuti afstarfí minu að hugga þá Breta sem hafa þurft að færa fórnir."Ég ætla að útskýra fyrirþeim að llfíástvina hefur verið fórnað fyrirgóðan máistað; frið og frelsi. Ríkið borgi með göngum Óánægja er á Akranesi vegna niðurstöðu nefndar Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra um að ekki sé ástæða til aðgerða af hálfu ríkisins til að lækka gjald fyrir akstur um Hval- fjarðargöng. Bæjarráðið segir í bókun að ljóst sé af skýrslu nefnd- ar ráðherrans að eigandi Hvalfjarðarganganna, Spöl- ur hf., hafi ekki svigrúm til að lækka gjaldið. Bæjarráð- ið minnir þingmenn og ráðherra á umræðu um málið í aðdraganda síðustu kosninga til Alþingis. Nið- urstaða nefndarinnar sé óviðunandi: „Ljóst er að niðurfelling virðisaukaskatts af veggjaldinuog afskrift skulda Spalar við ríkissjóð í áföngum myndi leiða til lækkunar veggjaldsins án þess að slíkt hefði áhrif á framlög ríkisins til vega- framkvæmda," segir bæjar- ráðið og óskar eftir fundi með samgönguráðherra. Sáu engar rjúpur Hvorki rjúpur né skot- veiðimenn bar fyrir augu eftirlitsmanna sem flugu yfir Borgarfjörð um helgina. Lögreglan í Borgarnesi hef- ur haft öflugt eftirlit með því að rjúpnaveiðibanni sé framfylgt. Að hennar sögn hefur enginn verið gripinn við rjúpnaveiði enn sem komið er. Að sögn lögreglu er eftir því er tekið hversu lítið er af rjúpu á þessu svæði, mun minna en vant eiv Eftirliti úr lofti verður haldið áfram í umdæmi lög- reglunnar í Borgarnesi. Harry Potter í 250 millj- ónum Nýjasta bókin um Harry Potter hefur selst í 250 milljónum eintaka. Um- boðsmaður höfundarins, J.K. Rowling, staðfesti þessa tölu í gær og upplýsti jafn- framt að Rowling væri byrj- uð á sjöttu bókinni um galdradrenginn Potter. Bækurnar hafar verið seld- ar í meira en 200 löndum og verið þýdd á um 60 tungumál. Kennarar hafa rakið stóraukinn lestrar- áhuga barna til þessara vin- sælu bóka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.