Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 17
ri ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER2003 77 UV Sport eftir ijögurra ára starf: við lykilhlutverkum í liðinu, fyrr en margir höfðu grunað. Ég fann það á þessum strákum að þeir höfðu mikinn metnað til að leika erlendis og ná langt sem mér finnst mjög mikilvægt. Nú eru tveir þeirra farnir að spila í toppdeildum í heiminum, Logi Gunnarsson er með tveggja ára samning í úrvalsdeildinni í Þýskalandi og Jón Arnór Stefánsson er síðan með fimm ára samning við Dallas Mavericks í NBA-deildinni. Það má því sjá á því að við höfum veðjað á réttan hest og ég sannfærður að þessir strákar geta farið á næstu árum með íslenska landsliðið hærra en nokkru sinni fyrr,” sagði Friðrik. Á eftir að gera fína hluti „Ég gerði mér alveg grein fyrir því að ég yrði ekkert endilega við stjórnvölinn þegar liðið myndi ná að springa út, en hins vegar veit ég það innst í mínu hjarta að starf mitt á eftir að nýtast íslenskum körfubolta. Ég veit að landsliðið á eftir að gera frábæra hluti í framtíðinni og ég óska Sigurði alls hins besta í sínu starfi. Eg veit að hann er hæfur „Ég gerði mér alveg grein fyrirþví að ég yrði ekkert endilega við stjórnvölinn þegar að þetta lið myndi ná að springa út. Ég veit það hinsvegar innst í mínu hjarta að það sem ég hef verið að gera á eftir að nýtast íslenskum körfubolta." þjálfari og á eftir að gera fi'na hluti" sagði Friðrik Ingi um kollega sinn Sigurð Ingimundarson sem er sestur f hans stól sem landsliðsþjálfari. Fyrsta alvöru verkefni liðsins er hinsvegar ekki fyrr en næsta haust. ooj@dv.is METNAÐARFULLUR: Friðriklngi Rúnarsson lagði mikinn metnað í starf sittsem iandsliðsþjálfari og vann að þeirri hugsjón að stækka hópinn og breikka hóp teikmanna i landsliðskiassa. • --sSg- Breytingar í Formúlunni: Montoya til McLaren Bakslag hjá Helga Jónasi Helgi Jónas Guðfinnsson, bakvörður toppliðs Grindavíkur í Intersport-deildinni og leikmaður ársins í fyrra, leikur væntanlega ekki með liðinu á næstunni. Meiðsli, sem erfitt hefur reynst að greina nákvæmlega, hafa hrjáð Helga Jónas um nokkurt skeið, en hann virtist vera að jafna sig á þeim meiðslum og kom við sögu f síðustu tveimur leikjum Grindavíkurliðsins. Mikið áfall fyrir Grindvíkinga Meiðslin hafa hins vegar tekið sig upp og það kemur í Ijós á allra næstu dögum hversu alvarleg þau eru og hversu lengi Helgi Jónas verður frá. Þetta er nokkurt áfall fyrir Grindvíkinga, enda Helgi Jónas einn allra besti körfuknattleiksmaður landsins, en þeirn hefur reyndar gengið bærilega í fjarveru hans og eru taplausir á toppi Inter- sportdeildarinnar. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, sagði í samtali við DV Sport í gær að þetta væri mikið áfall fyrir liðið enda væri Helgi Jónas lykilmaður f leik þess. snorri@dv.is Kólumbíski Formulu 1- ökuþórinn Juan Pablo Montoya hefur ákveðið að söðla um og færa sig frá Williams yfir til McLaren. Montoya klárar reyndar samninginn við Williams, sem þýðir að hann ekur hvíta og bláa bílnum á næsta keppnistímabili en færir sig svo yfir til McLaren árið 2005. Þetta þykja ansi merkileg tíðindi í Formúlunni og benda til þess að McLaren-menn séu stórhuga og ætli að leggja allt í sölurnar til að velta Ferrari af stalli. Ron Dennis, æðsti prestur hjá McLaren, er hæstánægður með nýja ökumanninn. Styrkir okkur mikið „Við ætlum okkur að vinna titla og tilkoma Montoya styrkir okkur mikið. Við bíðum spenntir eftir því að sjá hvað hann getur gert á McLaren-bíl og ég held að hann eigi eftir að gleðja Formúlu-aðdáendur umallanheim,"sagðiDennis. Leiða má að því líkur að Montoya taki sæti hins skoska David Coulthard hjá McLaren og að McLaren-liðið verði þá skipað Montoya og Finnanum Kimi Raikkonen, sem veitti Michael Schumacher verðuga keppni um heimsmeistaratitilinn í ár. TIL MCLAREN: Kólumbiski ökuþórinn Juan Pablo Montoya er á leiðinni frá Williams til McLaren eftirnæsta tímabil. AFTUR MEIDDUR: Það verður bið á þviað HelgiJónas Guðfinnsson spili með Grindavik. Skotar sættast viö Þjóðverjann Berti Vogts: Kominn í dýrlingatölu Hann er hafinn upp til skýjanna og menn keppast um að lofa leikskilning Vogts og skipulagsgáfur. Það er ekki ýkja langt síðan ístenskir íþróttafréttamenn urðu vitni að því þegar skoskir kollegar þeirra hreinlega slátruðu landsliðsþjálfara Skota, Berti Vogts, á blaða- mannafundi í Lauga- rdalnum. Fundurinn var haldinn i tilefnl leiks Islendinga og Skota í undankeppni EM og Skotar voru fjarri því að vera sáttir við sína menn, töldu Vogts ekki rétta manninn til að stýra landsliðinu, and- leysi einkenndi liðið, liðsvalið væri tilviljana- kennt, leikskipulagið kolrangt, skilningur Vogts á skoskri knattspyrnuhefð tak- markaður og þar fram eftir götunum. Nú er öldin önnur. Skotar tóku sig til og nældu í annað sæti riðilsins, þvert á spár spekinganna í Skotlandi og ekki síst með tveimur sigur-leikjum gegn fslandi, og komust þar með í umspil um laust sæti á EM. Þá lyftist nú brúnin á mörgum knattspyrnu- spekúlantinum í Skot- landi. Ekki varð það til að spilla gleðinni að Skotar unnu Hollend- inga í fyrri leiknum í umspili sl. laugardag og nú eiga skoskir vart orð til að lýsa snilli Berti Vogts. Hann er hafinn upp til skýjanna og menn keppast um að lofa leikskilning Vogts og skipulagsgáfur og hrósa honum i hástert fyrir að gefa ungum mönnum tækifæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.