Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 11
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2003 11
Ofstopastúlka
í Keflavík
Lögreglan í Keflavík
handtók stúlku á veitinga-
stað í bænum aðfaranótt
laugardags eftir að hún réð-
st á dyraverði. Henni hafði
verið meinuð innganga
vegna slagsmála á staðnum
fyrr í vikunni. Stúlkan er
fremur smá í sniðum og olli
ekki skaða á dyravörðum,
þrátt fyrir ofstopa sinn.
Hún var tekin á lögreglu-
stöðina þar sem rætt var
við hana þar til hún róaðist.
Að því loknu var henni
sleppt. Að sögn lögreglunn-
ar í Keflavík hefði atvikið
hugsanlega flokkast undir
líkamsárás, hefði verið um
karlmann að ræða, eða
meiri aflkonu.
Síldveiði
glæðist
Sfldveiði hefur verið að
glæðast og hafa skip með
flottroll verið að fá sæmi-
legan afla í Jökuldjúpinu út
af Faxaflóa. Að sögn sjó-
manna er sfldin sæmilega
stór og falleg. Engin veiði
hefur verið í nót. Sfldveiði
hefur verið frekar dræm
það sem af er vertíðinni.
Livingstone
gæti tapað á
flokksaðild
Ken Livingstone hefur
minni möguleika á að halda
borgarstjórastólnum í Lund-
únum ef hann fer fram fyrir
Verkamannaflokkinn. Þetta
kemur fram í könnun sem
breski Ihaldsflokkurinn lét
gera. I könnuninni kom
fram að 23% kjósenda væru
ólíklegri til þess að kjósa
Livingstone ef hann færi
fram fyrir hönd Verka-
mannaflokksins. Living-sto-
ne, sem var rekinn úr
Verkamannaflokknum fyrir
síðustu kosningar, bauð sig
fram sem óháður og vann
kosningarnar. Sátt hefur
tekist á milli hans og verka-
mannaflokksins og hefur
Tony Blair boðið borgar-
stjóranum að ganga aftur til
liðs við hann.
Átján á móti
kaffihúsi
Átján athugasemdir bár-
ust vegna vínveitingastaðar
sem sótt hefur verið um að
fáist innréttaður í Ingólfs-
stræti 5. Bæði meðeigendur
í húsinu og nágrannar allt í
kring eru andvígir
áformunum. Samkvæmt
umsókninni er ædunin að’
reka kaffi- og vínveitinga-
stað á 1. hæð og í kjallara
hússins. Afgreiðslu málsins
var frestað á síðasta fundi
skipulags- og byggingar-
nefndar Reykjavíkur. Það er
fyrirtækið Eldhugar í Kópa-
vogi sem hyggst reka stað-
inn.
Rithöfundurinn Einar Bragi heitir 50 þúsund króna verðlaunum fyrir bestu
hugmyndina til framfara í atvinnu- og menningarlífi Raufarhafnar. Einar Bragi gat
ekki þegið boð á hátíðina Bjart er yfir Raufarhöfn vegna erfiðra veikinda:
Framfarastyrkur
frá rithöfundi
Rithöfundurinn Einar Bragi hefur heitið 50
þúsund króna verðlaunafé fyrir þá hugmynd sem
best horflr til framfara í atvinnu- og menningar-
málum Raufarhafnar.
Einar Bragi stríðir við erfiðan sjúkdóm. Eftir
„róttæka skurðaaðgerð," eins og hann segir
sjálfur, er hann nú í geislameðferð. Af þessum
sökum gat hann ekki þegið boð forstjóra Hótel
Norðurljósa í október um að koma norður á
Raufarhöfn til að vera viðstaddur hátíðahöldin
„Bjart er yfir Raufarhöfn." Á hátíðinni var hins
vegar lesið upp úr bréfi Einars Braga til bæjarbúa.
Hann sagði heimboðið hafa glatt sig mikið og hug
sinn vera hjá bæjarbúum.
„Ég óska Raufarhöfn og íbúum hennar langra
lífdaga og gæfu um alla framtíð," sagði rithöfund-
urinn, sem í endurreista blaðinu „Verk-
smiðjukarlinum" lýsti í sumar eftir raunhæfum
framfarahugmyndum og ítrekaði þær í bréfinu:
„Ég hef brennandi trú á að lausn hvers
vanda búi í höfðinu á hugmyndaríku góð
viljuðu fólki og félagslegu málin verði að
leysa í anda samhjálpar. Það á sérstak-
lega við um litlar einingar eins og ís-
lensku sjávarþorpin. Ef hver skarar
eld að sinni köku og forsmáir hið
forna boð um að gæta
bróður síns, þá er voðinn
vís,“ sagði skáldið.
Sveitastjóri Raufar-
hafnar og forstjóri Hótels
Norðurljósa voru af Ein-
ari Braga tilnefndir í
dómnefnd. Sjálfan til-
nefndi hann sig ritara
nefndarinnar með mál-
frelsi og tillögurétt en án
atkvæðisréttar:
„Nema svo fari að
hinir tveir komi sér ekki
saman, þá öðlast ég at-
kvæðisrétt og ræður at-
kvæði mitt úrslitum," sagði í kveðju Einars Braga
tii veislugesta á Hótel Norðurljósum sem gerðu
góðan róm að efni bréfsins og skemmtu sér kon-
Einar Bragi
Stofnaði veggblaðið
Verksmiðjukarlinn
þegar hann var
slldarstrákur á
Raufarhöfn
sumarið
1944.
■U,.ártangitf ....
—B*rfartwfnZ4jiiltmi
—I- tMuWajl
verksmiðjukari INM
Góðir lesendur!
Langt er umliðið síðan Verksmiðjukarhnn
kvaddi sér seinast hljóðs. Haldið var upp á 10
ára afmæli hans með mannfagnaði á Raufar-
höfn sumarið 1954. Hvort hann kom út eftir
það munum við ekki svo gjörJa en teljum hér
upphaf 11. árgangs. Það fer vel á blaði!
unglega fram eftir
nóttu við undirleik
danshljómsveitarinnar Legó frá nágrannabænum
Kópaskeri.
Einar Bragi segist í samtali við DV enga tillögu
hafa fengið enn. Skilafrestur er til 12. desémber.
Hann segir þá dagsetningu ekki vera tilviljun.
Þennan dag árið 1948 hafi fyrsta bókin með nafni
hans á titilsíðu komið á prent:
„Það var þýðing á Dittu mannsbarni eftir Mart-
in Anderson Nexö. Sama mánaðardag 1953 kom út
fyrsta tölublað tímaritsins Birtings. Þar á ofan á ég
von á að næstkomandi 12. desember komi út sjö-
unda bókin mín í miklum flokki þýðinga á samísk-
um skáldskap," útskýrir Einar Bragi.
Sjálfur er Einar Bragi ffá Eskifirði. Hann kom
fyrst til Raufarhafnar árið 1941 og var þar iðulega á
sfld á sumrum allt-til ársins 1954.
„Ég stofnaði veggblaðið Verksmiðjukarlinn á
Raufarhöfn þegar ég var þar síldarstrákur árið 1944.
Við gáfum þetta út á sumrin í að minnsta kosti tfu
ár. Blöðin vom á fleka og fest á þrærnar hjá
verksmiðjunni," segir Einar Bragi, sem end-
urvakti Verksmiðjukarlinn með sérstöku
hefti í kjölfar frétta af versnandi atvinnu-
ástandi á Raufarhöfn:
„Ég hefði alls ekki getað stundað
nám ef ég hefði ekki fengið þar svo
góða vinnu á hverju sumri. Það
var hörmulegt að svo var komið í
þessu blómlega þorpi, sem var
uppspretta einhverra
mestu auðæfa sem
nokkurs staðar hafa
borist á land í ver-
öldinni miðað við
íbúafjölda, að
menn flýðu stað-
inn unnvörpum.
Þeir sem eftir
voruvissujafnvel
ekki sitt rjúkandi
ráð,“ segir Einar
Bragi sem harmar
að hafa misst af Bjart
er yfír Raufarhöfn. „Það þurfti endilega að hittast
svo djöfullega á að ég var að byrja f geislameðferð
daginn áður en ég átti að koma. En ég vildi telja í
menn kjark og sýna þeim samstöðu og vináttu."
gar@dv.is
Ókádreng
og stakk af
Ökumaður á
hvítum sendi-
bfl keyrði á níu
ára dreng á
hjóli á Hafnar-
götu í Vogum á
Vatnsleysu-
strönd á laug-
ardaginn. Hnokkinn slapp nánast
ómeiddur og reiðhjólið að mestu
óskaddað. Hann fór heim til sín
eftir hremmingarnar en ökumað-
urinn hvarf af vettvangi og hefur
ekki spurst til hans frekar, að
sögn lögreglu.
OgVodafone:
Síminn tengi
Kárahnjúka
Farsímadeila
Úrskurður Póst- og
fjarskiptastofnunarinnar
kveður á um að Siminn þurfi
ekki að veita OgVodafone reiki
á 50 sendum, en aftur ámóti
verði reikiþjónusta veitt við
Kárahnjúka og víðar.
Pétur Pétursson, upplýsinga-
stjóri OgVodafone, æskir þess áð
Landssíminn tengi OgVodafone við
reikiþjónustu við Kárahnjúka,
Gn'msey og Blöndu, um leið og lok-
að verður á reiki viðskiptavina fyrir-
tækisins á 50 sendum á Suður- og
Vesturlandi. Fram kemur í úrskurði
Póst- og fjarskiptastofnunar að
Síminn sé ekki skyldugur til að veita
OgVodafone reiki á sendunum 50,
en jafnframt kemur fram að Og-
Vodafone skuli fá reiki á Kárahnjúk-
um, Grfmsey og Blöndu, þar sem
það svari ekki kostnaði fyrir fyrir-
tækið að koma þar upp eigin send-
um. Síminn áformaði að loka á
sendana á miðnætti liðna nótt. Pét-
ur telur heildar
þjónustu Og-
Vodafone
batna
með úr-
skurði
stofnun-
arinnar.