Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2003, Blaðsíða 21
DV Fókus MÁNUDAGUR 17. NÚVEMBER 2003 21 Stjörnuspá Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumað- ur Höfuðborgarstofu, er 38 ára í dag, „Kynlíf og ást eru án efa mjög mikil- vægir þættir í lífi hennar en þeir fullnægja ekki þörf hennar fyrir veraldlegri viðurkenningu. Hún veit svo sannarlega hvað hún þráirað upplifa og er sigurvegari á því sviði sem hún velur sér," segir í stjörnu- spá hennar. Svanhildur Konráðsdóttir VV Vatnsberinn (20.jan.-i8. febrj W -------------------------------------- Ekki hika við að biðja um það sem þig vanhagar um en láttu ímynd- unaraflið ekki hlaupa með þig í gönur og hafðu hugfast að góðir hlutir gerast sannarlega hægt. Fiskarnir (i9.febr.-20.mars) Ef dagsformið er ekki í lagi ættir þú að taka þér stutt leyfi og hlaða orkustöðvar þínar. Ekki loka dyrum gagnvart ástinni næstu daga og vikur. Leyfðu þér að njóta stundarinnar til fullnustu með þeim sem þú elskar og þráir. HfÚtW'm (21. mars-19.apn1) H T Gættu þess vel að hafa gott jafnvægi í kringum þig. Þú birtist hér næm/ur i nóvember og sækist ómeðvit- að eftir því góða sem lífið hefur upp á að bjóða en átt það til að gleyma smá- atriðum líðandi stundar. Nautiö (20.april-20.mai) Ö Ómarkvisst skref, þegar ástin er annars vegar, gæti kostað þig tilfinn- ingalegan sársauka af einhverjum ástæðum þegar stjarna nautsins er könnuð. Ekki hika við að taka áhættu þegar hjarta þitt kallar til þín. Tvíburamirpf. mai-21.júni) Þér finnst þú jafnvel til- neydd/ur að berjast fyrir eigin frelsi þegar ástin er annars vegar, jafnvel af óskiljanlegum ástæðum. Þú verð að sama skapi rétt þinn til hamingju og fullnægir eigin tilfinningasviði. Krabbinn (22.júni-22.júii) Glettnisglampi þinn er áber- andi og segir til um jákvæða spennu sem ríkir innra með þér. Þú ert hér til- búin/n að fórna þér fyrir aðra og ættir því að hugsa þig tvisvar um varðandi þann eiginleika næstu daga. l\6n\b (23. júli-22. ágúst) Ekki bæla eigin veikleika og ekki gera aðra ábyrga fyrirtilfinningum þínum. Hlustaðu betur og sýndu þolin- mæði næstu vikur. Þegar þú leyfir hlut- unum að hafa sinn gang gengur allt sem þú óskar þér einfaldlega upp. Meyjanf23.fljiisr-22.se/rrj Þú ert án efa mjög við- kvæm/ur þessa stundina en hér kemur einnig fram að þú ættir að sleppa tak- inu af ýmsum gömlum minningum sem tengjast reynslu fortíðar. Q Vogin (23.sept.-23.okt.) Þú kýst hér að vera frjáls eins og loftið eða vindurinn og að sama skapi kemur fram að þú skarar án efa fram úr og ert meðvituð/meðvitaður um það. Hér kemur fram að stjarna þín er skrefi á undan öðrum á sama tíma og hún fer óhefðbundnar leiðir. Sporðdrekinn (24.ota.-21.mv.) Yndislegt skopskyn einkennir þig hérna þar sem þú virðist ávallt finna jákvæðar hliðar á hverju sem þú tekur þér fyrir hendur. Gefðu fólki lausan tauminn og minnkaðu kröfur þínar ef þú ert fær um það næstu daga og vikur. / Bogmaðurinnr22.nw.-2í.<fej Þú kýst að hafa stórt hlutverk og vald en kemst varla hjá því að hafa áhyggjur af því að standast ekki eigin kröfur. Hættu þessu og efldu eiginleika þína með þvi að taka hverri stund eins og hún birtist þér áhyggjulaus og frjáls. Steingeitin (22.des.-19.janj Þú verður bæði að fá útrás í vinnu og ást til að geta blómstrað og gefa og þjóna jafnt í starfi sem í einkalífi. Þú gætir hins vegar átt það til að gleyma þér í ánægju af sama krafti og þú helgar þig vinnu þinni og skyldum. Slakaðu á og hættu að leita að fullkomnun. Öl’AMADl 'lvlÖ Birgitta Haukdal og félagar í hljómsveitinni írafári voru aö senda frá sér nýja plötu. Sigurður Samúelsson, bassaleikari sveitarinnar, myndi seint teljast hafa týpískt poppstjörnuútlit. Mgwður Samúelsson er bastatríhnri Ira- (grs oi) ri) sem lielur siq minnst i frammi iifmeðlimum sveitgrinnar Hann segir að harm ng Palli hljómbDrðsteikori fái lang mlnnstu athygllna þegai Iratár kemui fram en et alls ekkl ásáttur við það. DV Mynd Pjetui sem „Við erum hæstánægð með út- komuna," segir Sigurður Samúels- son, bassaleikari írafárs, en sveitin sendi fyrir helgi frá sér aðra breið- skífu sína, Nýtt upphaf. Sigurður er uppalinn á Isafirði en flutti í bæinn 1995. Hann hefur verið í hljómsveit- inni frá stofnun hennar. Siggi segir írafár hafa viljað breyta til við kynningu á plötunni. í stað þess að þræða sveitaballarúnt- inn er sveitin byrjuð á tónleikaferða- lagi um landið, á alls tólf stöðum. „Þetta eru hörkutónleikar sem við bjóðum upp á, spilum alla nýju plöt- una í gegn og tökum svo fimm lög af fyrri plötunni svo fólk fái líka að heyra lög sem það þekkir." Hvernig fer salan afstað? „Hún fer bara mjög vel af stað. Ég var einmitt að tala við útgáfustjór- ann áðan og hann sagði mér það þannig að við erum mjög ánægð.“ Þið selduð eins og ég veit ekki hvað af síðustu plötu, verður ekki erfítt að fylgja því eftir? „Já, við seldum rúmlega 18 þús- und eintök á níu mánuðum, sem er víst hraðamet. Við viljum ekki gera okkur of miklar væntingar núna og stefnum ekki á neina ákveðna tölu. Það má auðvitað ekki verða þannig að ef við seljum 10 þúsund þá verði það álitið flopp,“ segir Siggi en á næstunni mun sveitin taka upp nýtt myndband við lagið Stel frá þér. Hvað viltu segja um þá gagnrýni að lagið Fáum aldrei nóg hljómi al- veg eins og Todmobile? „Það er nú dálítið fýndin saga á bakvið þetta lag. Við vorum í æfmga- húsnæðinu og Hanni var að leika sér að tromma lag með Todmobile sem heitir Sætari en sýra af plötunni Spillt. Hann sagði við Vigni að það væri gaman að gera lag í þessum takti og þá kom Vignir með laglínu á móti og lagið varð til. Við vorum bara að djamma þetta lag og það átti ekk- ert að fara á diskinn, en það komst inn bakdyramegin. Ég held að það sé söngurinn, þegar Vignir og Birgitta syngja saman, sem minni fólk á Tod- mobile. Mér er nú svo sem sama þó okkur sé líkt við Todmobile, það er ekki leiðum að líkjast." Hvernig er svo lífíð á bak við Birgittu? „Hún er ótrúlega sterk að höndla þessa athygli og allar kjaftasögurnar. Við vitum náttúrlega betur heldur en að trúa þessum sögum, sem ég ætla ekki að fara út í, en maður dáist alveg að æðruleysi hennar." Hvernig er athyglinni skipt á meðlimi írafárs? „Það er náttúrlega fyrst og ffemst Birgitta sem fær athyglina en svo Vignir og Hanni. Vignir er lagahöfundurinn og er í Grease og Hanni er fyrrverandi kærasti Birgittu og góður frontur líka. Við Andri tök- um svo bara leifamar, eða þannig, vinnum meira bak við tjöldin," segir hann og hlær áhyggjulaus, enda í sambandi. Líturðu áþigsem poppstjörnu? „Nei, ég geri það nú ekki. Ég er auðvitað á kafi í þessum bransa og veit að ég er í vinsælli hljómsveit en ég upplifi mig samt ekki þannig. Það er helst að fólki í kringum mig finnist að ég hafa breyst eitthvað en þó veit maður ekki. Maður er bara búinn að vaxa með þessari hljómsveit frá byrj- un og er ekki að pæla í þessu lengur," segir Siggi að lokum. Þær Christina Aguilera og Britney Spears eru enn og aftur komnar í hár saman: Stríð Britney og Christinu heldur áfram Christina Aguilera lýsti því yfir á dögunum að Britney Spears væri ekki almennilegur listamaður. Hún segir einnig að það hafi verið brella hjá Britney að kyssa söngkonuna Madonnu á MTV verðlaunahá- tíðinni, eingöngu til að halda aðdáendum sín- um heitum. „Svona fólk er ekki listamenn, það er bara falskt og yflr- borðskennt, eins og sýndi sig á hátíð- inni,“ sagði Aguilera. Hún sagði einnig í samtali við tímaritið Blender að Britney hefði oft mæm- að á tónleikum sínum Aguilera gagnrýndi einnig MTV fyrir frétt þeirra um kossinr fræga. „Ég er mjög vonsvikin. Sjáið bara hvernig koss- inn sem ég kyssti Madonnu var meðhöndlaður. Þeir sýndu hann ekki almennilega heldur klipptu strax á viðbrögð Justins Tim- berlake. Hversu fýrirsjáanlegt og ömurlegt var það?“ Hún segist hafa stungið upp á því við Britney að þær en þær vissu að Madonna yrði með þeim á sviðinu. „Ég var alveg til í að kyssa Britney en hún vildi það ekki,“ sagði Aguilera að lokum. Þetta er ekki í fyrsta skipt- i sem kastast í kekki á milli Christinu og Britney. Þær virðast hreinlega ekki þola hvor aðra þótt sag- an segi að þær hafi verið vinkonur þegar þær X komu báðar fram í 1 Mikka mús-sjón- varpsþættinum ung- í ar að árum. Það er í, lfldega samkeppnin þeirra á milli sem veldur því að þær hatast svo þrátt fyrir tilraunir beggja til að fá fólk til að halda að allt sé í góðu á milli þeirra. Já, hann er harður popp- heimurinn ... A móti sól á Gauknum Magni og félagar í Á móti sól voru í góðum gír á Gauknum á laugardagskvöldið, tóku alla slgarana sína og nokkur sterk tökulög í bland. Þoð vantar aldrei neitt upp ó stemning- una ó böllum hjó A móti sól enda ein sterkasta ballsveit landsins. Harpa Hrund og Sigga Dóra skemmtu sér vel d Gauknum. Rúnar Snæland og Sigurgeir höfðu ekki yfir neinu að kvarta - góð tónlist og fullt afsætum stelpum ó staðnum. Sigga, Binna og Helena hituðu upp i bjórnum d Gauknum óður en þær skelltu sér d dansgólfið. 'strókarnir horföu vongóðir yfir d þetta orð þar sem Anna Rún, Heiða Rós, Karó, Elsa og Sigurborg sótu. Ekki ferþó neinum sögum afþvi hvernig kvöldið endaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.